Helgarpósturinn - 03.05.1984, Síða 18

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Síða 18
JAZZ Basie hefur orðið Þótt Count Basie sé allur, er ekki ofseint að setja saman viðtalið. Þegar ég hitti hann í Slukefter fóru ekki orð á milli. Ég lét mér nægja að votta honum virðingu án orða. Síðan eru liðin sex ár. Basie var ekki orð- margur maður og fá viðtöl til þarsem hann gerir annað en segja œvintýrið frá Kansas City. Þó skal gerð tilraun til að raða ýmsu sem hann hefur sagt í samtalsform og Stanley Dance, John McDonough, Nat Hentoffog Val Wilmer þökkuð aðstoðin. Count, hvernig finnst þér að hljómsveitin þín eigi að hljóma? — Einsog hún á að hljóma. Einsog ég á að hljóma. Ekki einsog ég hljómi einsog ein- hver annar hljómar. Ekki einsog útsetjarinn heldur að hún eigi að hljóma, heldur einsog fóikið heldur að hún eigi að hljóma. — Þúert ekki frá Kansas City Count? — Nei, ég er fæddur í New Jersey en kom ungur til New York. Einu sinni fór ég í Lincoln-leikhúsið í Harlem og þar hitti ég Fats Waller í fyrsta sinn. Hann var að leika á orgelið þar og eftir það var ég þar daglegur gestur. Eg sat við hliðina á honum og drakk í mig hvern tón — ég hreifst af hversu létti- lega hctnn sló nótumar og steig bassann. Brátt víir ég orðinn hluti af sýningunni og dag nokkurn spurði hann mig hvort ég léki á orgel. — Nei,svaraði ég, — en ég gæfi hægri höndina til að læra það. Næsta dag bauð hann mér að reyna mig við bassann. Eg sat á gólfinu og horfði á fætur hans og reyndi að hreyfa hendurnar eins. Seinna sat ég við hlið hans og hann kenndi mér listina. — En hvernig stóð á því að þú settist að í Kansas City? — Ég var píanisti í ferðaleikhúsi sem fór á hausinn í Kansas City. Ég var svo blankur að ég átti ekki fyrir farinu til New York. Ég var ráðinn til að leika undir þöglum kvikmynd- um. 1928 lék ég með Bláu djöflunum hcins Walter Page og þcir söng náungi sem á ekki sinn líka sem blússöngvari: Jimmy Rushing. Þegar sveitin hætti réðumst við nokkrir til Benny Motens, en sveitin hans var eiginlega einráð í djasslífi borgarinnar. Þegar Moten dó stjórnaði bróðir hans sveitinni en sex mánuðum seinna leystist hún upp. Þá stofnaði ég litla hljómsveit og haustið 1935 stækkaði ég hana og var kominn með stór- sveit. — Hvernig komstu aftur tilNew York? — John Hammond heyrði í okkur af til- viljun í bílnum sínum. Það var bein útvarps- útsending úr Renóklúbbnum. Hann var svo hrifinn að hann sagði Benny Goodman að hcinn yrði að hlusta á okkur. Benny varð að fara með útvarpið sitt útí garð til að ná stöðinni og vorið 1936 kom hann til Kansas City og engum datt í hug að hann hefði farið alla þessa leið til að hlusta á okkur. Wiliicird Aleksander kom til Kansas og gerði við okk- ur samning fyrir MCA og um haustið héld- um við til Chicago og New York. — Lester Young var höfuðeinleikari þinn á þessum árum. — Lester var stórkostlegur. Einhver mælti með honum við mig. Hann var þá að leika í Minneapolis og ég sendi eftir honum. Þegcir ég heyrði hann blása fyrst voru það furðulegustu tónar sem ég hafði heyrt — en brátt þeir dásamlegustu. — Rýþmasveit þín er sú frœgasta í allri djassögunni og ekki á Freddie Green minnstan þátt í því. — Freddie Green kom í bandið þegar við vorum að spila á Roseland. Eitt sunnudags- kvöld kom John Hcimmond til mín og sagð- ist vera með gítarleikara sem ég þyrfti að hlusta á. Mér fannst það dálítið undarlegt að fara að hlusta á einhvem gítarleikcU"a, en við fórum inní búningsherbergið mitt. Þeg- ar við héldum tl Pittsburg næsta dag var hann í rútunni og hann hefur verið með mér æ síðan og mín hægri hönd. Ef Freddie Green yfirgæfi Basie-bandið er ég viss um að ég gerði það lfka! — Þú ert nú búinn að stjórna stórsveit í hálfa öld. Hefur tónlist þín tekið miklum breytingum? — Auðvitað hefur tónlistin breyst en inn- takið er alltaf hið sama: sveifla! Ég hef mjög gaman af að leika verk sem byrja á bopp- stefi — byggja síðan upp volduga sveiflu og enda á boppstefinu. Einleikaramir skipta líka miklu máli. Ég er hrifinn af bopp-sóló- um, en sá sem leikur þá verður að hafa bQppsál. Ég er með verk á efnisskránni sem heitir Funk. Jeff Steinberg skrifaði það eftir minni forskrift. Krakkarnir hafa gaman af því. — Á síðustu árum hefur það glatt djass- geggjara hversu margar skífur hafa komið frá þér þarsem þú leikur mcð litlum hljóm- sveitum, tríói og jafnvel dúói, einsog skífur þínar og Oscar Petersons. — Það var Norman Granz, sem á Pablo, sem átti hugmyndina að þessum skífum en ekki ég. En þetta var gaman! — Að lokum Count: hvaða djassleikara hefurðu mest gaman afað hlusta á? — Ég held ég hafi sjaldan heyrt aðra eins tónlist og á Birdland 1951. Duke Ellington hafði nýlega endurskipulagt hljómsveit sína og enginn vissi hvemig hún hljómaði. Ég fór að hlusta og hvflík sveifla! Duke Ellington stjómaði stórkostlegustu stór- sveit sögunncir. Art Tatum var dáscimlegur og hljómsveitir Fletcher Hendersons og Jimmy Luncefords og Louis Armstrong. Ég get endalaust hlustað á hann blása, syngja, tala, hlæja. — Greifinn hefur talað. Hann var aldrei margmáll og hefði aldrei dottið í hug að hrósa sér en œtli það sé ekki eitthvað til í því sem Freddie Green sagði: Hann elskar bandið. Hann nýtur þess að hlusta á það. Það er ekki vegna áheyrendanna sem hann mætir oftast fyrstur í tónleikasalina. Það er til þess að gleðjast fyrir leik hljómsveitar- innar. Hann hœttir aldrei að spila. Við leik- um oft miklu lengur en við þurfum vegna þess að hann hefursvo gaman afþví. Basie: Hljómsveitin á að hljóma einsog hún á að hljóma. . . Basie skífur í hljómplötu- verslunum Hvað er hægt að fá af Basie-skífum í Reykjavík? Undirritaður labbaði sig upp Laugaveginn og þræddi hljómplötuverslanir í leit að Greif- anum. Grammið varð fyrst á vegi mínum. Þar var ein Basie-skífa, sérstök fyrir safnara. Merkið er Queen disc 015 og upptökumar frá 1939-41. Þetta em mestanpart Okeh-upptökur sem þarna eru í fyrsta sinn gefnar út á breiðskífu. Þcir má m.a. finna King Joe sem að sjálfsögðu f jcfllar um Joe Louis og þeir syngur Paul Robeson með Basie-bandinu. í Fálkanum er ein Verve-skífa með Basie og Ellu Fitzgercfld: On The Sunny Side ofThe Street (2304049). Svo em til fjórar skífur úr 24 skífa safni Roulette - þarsem allt er Basie hljóðritaði fyrir það fyrirtæki er að finna. Þessar skífur em StringAlong With Basie (500013); Not Now: Tll Tell You When (500016), þarsem Basie leikur jafn ólík verk og Ol’Man River og Back To The Apple og Thad Jones, Joe Newman, A1 Grey, Frank Wess og Frank Foster blása í lúðrana; The Legend (500021) er tekin uppári síðar en þær tvær áðurtöldu eða 1961 ogþað er sjálfur Benny Carter sem útsetur fyrir bandið á þeirri skífu. Meðal einleikaranna er Quentin Jackson sem blés hinn fræga sóló með Duke Ellington: Jam for Sam; i-ta-li-a-i-ta-li- a. Hann lék síðast með Thad Jones-Mel Lewis bcindinu. Loks er skífa þarsem Joe Willicims syngur með Basie: Every Day I Have The Blues (500010). í Skífunni má finna tvöfalt RCA-Victor albúm með Basie: The Indispensable Count Basie (PM 43688) og hefur það að geyma upptökur frá ámnum 1947-50, m.a. Seventh Avenue Express þarsem Harry Edinson fer á kostum í einum glæstasta bigband-trompetsóló þeirra ára. Þetta er tvöfalt albúm sem hefur að geyma 37 ópusa. I HIjóðfærahúsinu er CBS-skífan í I Love Jazz röðinni: Basie Boogie (21063) þarsem finna má upptökur frá 1941-1951. Ef við höldum inná Rauðarárstíg og göngum inní hljómplötuverslun Kamabæjar fáum við eina nýjustu Count Basie-skífuna: Count Basie 6 -Kansas City (Pablo 2310-871). Þetta er herleg skífa þarsem Basie er í góðum félagsskap að kanna blúsinn. Willie Cook blæs í trompetinn, en hann lék lengstum með Duke Ellington, Eddie „Cleanhead" Wilson blæs í ciltóinn og syngur blúsinn, Joe Pass er á gítar, Louis Bellson á trommur og enginn anncir en Niels-Henning 0rsted Pedersen á bassann. String Along With Basie er dálítið skrítin skífa og blandast þar saman tærasta snilli og furðulegustu smekkleysur. Þama em ópusar sem hægt er að hlusta á aftur og aftur og aðrir sem varla er hægt að hlusta á einu sinni. Þó held ég að platan sé peninganna virði þó ekki væri nema vegna hins magnaða verks: Blue And Sentimental, þarsem Basie og Ben Webster fara á kostum. Ben blæs tvö önnur Iög á skífunni: Blues Bittersweet og These Foolish Things. Þetta er í fyrsta skipti sem Ben fer í hljóðver með Greifanum frá því þeir hljóðrituðu með Benny Moten-bandinu 1932, að vísu em til upptökur með Ben og Basie frá Birdland og CBS-sjónvarpsþætti en það er annar handleggur. Ben er slíkur blásari að strengir gera honum ekkert, afturámóti er Illinois Jacquet, sem blæs á sjö ópusum, heldur minni strengja- bani. Hann var bestur með Lionel Hampton-bandinu þegar sveiflan keyrði um þverbak. Illinois blæs þó vel á stundum og Summertime, Song of The Islands og Stringin the Blues em sjarmerandi og kannski á Basie mestan þátt í því með píanóleik sem er einfaldari en tvisvarsinnum taflan. í Jacquet-ópusunum blása Frank Wess, Herbie Mann og Andy Fitz- gerald í flautur (þó Andy sé hvergi getið á umslagi) og útsetjari er trúlega Jimmy Jones, píanistinn ágæti er hér lék með Ellu Fitzgerald. Á Webster-ópusunum blása A1 Grey, Herry Coker og Benny Powell í básúnur og útsetjari trúlega Quincey Jones, sem frægari er nú fyrir tónstjóm á Thriller Michael Jacksons en djassverk. Rýþminn er allsstaðar hinn sami: auk Basies, Freddie Green, gítar; George Duvivier.bassa og Jimmy Crawford, trommur. Hér lýkur að segja frá Basie-skífum við Laugaveg. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.