Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 20
Svipbrigði í svartara lagi Jóhanna Yngvadóttir opnar í Listmunahúsinu Jóhanna Yngvadóttir er að hengja upp tuttugu og finun mál- verk á sína þriðju einkasýningu í Listmunahúsinu við Lækjartorg. Hún hefur einnig tekið þátt í all- mörgum samsýningum hér heima og erlendis, eða frá því hún útskrif- aðist úr ríkiscikademíunni í Amst- erdam fyrir fjórum árum. Sem var „mjög góður skóli" að hennar sögn, en þeu- lagði hún áherslu á máun. Annars hefur Jóhanna alltaf ætl- að sér að verða listakona. Þá ákvörðun segist hún hafa tekið að- eins sex ára hnáta. „Ég hugsaði óskaplega mikið í litum öll mín bernsku- og unglingsár." En hvað fæstu við að mála núna? „Þetta eru fígúratív expressjón- ísk verk...“ ... sem þýðir? „Ég er mest í því að mála fólk í ýmsum stellingum. Með ýmis svip- brigði." Er þetta ánægt fólk eða sorg- mætt? „Það er upp og ofan. Ætli það fari ekki annars mest eftir mínu eigin geðslagi á hverjum tíma hvaða svip myndimar mínar bera. Þær verða þá cinnaðhvort í ljósara og svartara lagi.“ Meirihlutinn ljós voncindi, þín vegna!? ,JVei veistu, ég hef nú alltaf verið þekktari fyrir það að mála svart en hvítt. En Bragi Ásgeirsson segir að svart sé litur gleðinnar í Japan þannig að ég örvænti ekkert." Þetta verða tuttugu og fimm myndverk. Ertu búin að vera lengi að búa þau til sýningar? „Þetta hefur verið ansi hörð töm hjá mér síðan í október-nóvember á síðasta ári.“ Og hvenær verður frumsýnt? „Eg ætla að opna fyrir þetta á laugardaginn. Jú, er maður ekki alltaf svolítið kviðinn fyrir svona opnanir?" SIGILD TONLIST Hvað vitum við ekki um Rossini eftir Leif Þórarinsson Þegcir talið berst að Rossini, þessum tímamótamanni klassísku og rómantísku ópemnnar og einum mesta snillingi ítalskr- ar tónlistar fyrr og síðæ, kemur oftast upp úr dúmum að fæstir hafa séð eða heyrt annað en Rcikarcinn frá Sevilju af þeim u.þ.b. fjömtíu óperum sem hann setti á blöð. Þar fyrir utan hafa auðvitað flestir heyrt nokkra forleiki (Silkistigann, Vilhjálm Tell ofl.) og Öskubuska er sett á svið hér og þar með jöfnu millibili og berast stundum cif því fréttir hingað norður. Allir hafa hinsvegar heyrt (lesið) að eftir að Rossini kláraði sína síðustu ópem, Vil- hjálm Tell, sem var frumsýnd í París 3. ágúst 1829, sneri hann bakinu við músíkinni og lagðist í matargerð. Hann var semsé þurr- ausinn á músíksviðinu og lifði sem listrænn geldingur og safnaði ístm aJlt til dauðadags, 1868. Þessa sögu hafa ýmsir málsmetandi „snillingar" haft sérstaka ánægju af að breiða út og halda á lofti. En það þarf varla að æsa sig upp í nein stórviðri útaf henni, þótt hún sé sannanlega haugalygi og líklega mnnin undan rifjum þýskra keppinauta sem aldrei gátu fyrirgefið Ítalíu að vera föð- urland tónlistarinnar og reyna enn, hvenær sem færi gefst, að níða niður skóinn af þar- lendum mönnum. En hvað væri svosem að athuga við að sá sem iokið hefur tveggja manna ævistarfi á miðjum aldri, setji sjálfan sig á eftirlaun og dundi við að elda ofcin í sig og sína? Og það er satt, að margir góðir veisluréttir, sérstaklega fiskréttir, em kenndir við Rossini, hvort sem hann fann þá upp sjálfur sem ég ekki veit (spyrjið matkrákuna!) Verra er þegar þetta á að sanna að tónlist Rossinis hafi verið hálfgert ómark og í henni sé í rauninni ekkert bita- stætt nema nokkur farsaatriði sem hver ítali hefði svosem getað ungað út fyrir hæfi- legá þóknun. Sannleikurinn er sá að við þekkjum ekki nema brotabrot af verkum Rossinis og lítið sem ekkert af þeim bestu. Þótt Rakarinn sé eina verk hans sem nýtur vinsælda norðcin Alpa, (>á er hcinn hreinn barnaskapur og algjört aukaatriði saman- borið við stóru „tragísku" ópærumar hans: Tancredi, Otello, Móses í Égyptalandi og Vilhjálm Tell, svo nokkrar séu nefndar. Þegar Rossini vann að Vilhjálmi Tell fyrir Parísaróperuna (1828) átti hann við vsin- heilsu að stríða og hafði raunar átt lengi. Honum sóttist því verkið seint (hann fór áður létt með að semja þrjár óperur á ári) og þurfti að leggja nótt við dag síðustu vik- urnar til að fá því lokið fyrir tilsettan tíma. Og það er rétt, að hann samdi ekki framar óperur, gerði ekki svo vitað sé tilraun til þess. En hann hætti aldrei að semja músík og frá 1830 til dauðadags samdi hann ógrynni af smáverkum, t.d. píanótónsmíðar og sönglög sem mörghver eru dýrðlegustu perlur og stærri verk fyrir kóra og hijóm- sveitir og nokkur þeirra teljast til meistara- verka 19du aldcuinnar, hvað sem hver segir. Þcu" ber hæst Stabat Mater (1832, endur- skoðað 1842) og Lítil hátiðcumessa fyrir 12 einsöngVcU'a, tvö píanó og harmoníum (1864) sem, þótt ekki sé nema vegna hljóð- færaskipanarinnar, hlýtur að teljast býsna Sá gamli í essinu sínu. frumlegt verk og forvitnilegt. (Rossini um- skrifaði raunar messuna seinna fyrir venju- lega sinfóníuhljómsveit, sagðist vera dauð- hræddur um að einhver .L’jóðverjinn" færi annars að krukka í þetta af „lærdómi og umbótavilja".) Ástæðan fyrir þessum örstuttu skrifum um Rossini er að nú stendur fýrir dyrum að flytja Stabat Mater á aukatónleikum Sin- fóníunnar, n.k. fimmtudag. Ingólfur Guð- brandsson mun stjóma þessum tónleikum, og þar verður þá auðvitað Pólýfónkórinn mættur og einsog að líkum lætur fær Ingólf- ur valda einsöngvara til liðs við sig, að þessu sinni komunga snillinga frá Italíu, m.a. sópraninn sem fór með hlutverk Luciu, í Lucia di Lammermoor í vetur og vann hug og hjarta allra sem á hlýddu. Því verður ekki neitað að Stabat Mater er feikna erfitt verk í flutningi, ekki aðeins fyrir einsöngvarcuia, sem verða allir að vera „virtúósar", heldur lika kór og hljómsveit. En Ingólfur kallar nú ekki allt ömmu sína og við höfum heyrt hann og séð vinna ótrúleg stórvirki á músíksviðinu og bíðum því spennt eftir þessum tónleikum þar sem einnig verður m.a. flutt eitt af síðustu verk- um Verdis: Te Deum. POPP eftir Gunnlaug Sigfússon Bubbi+Egó=í sömu sporum Egó - Egó og Bubbi - Nýr spor Það em liðin tæp fjögur ár frá því að Bubbi Morthens sendi frá sér sína fyrstu plötu og á þeim tíma hefur hann sent frá sér fjórar sólóplötur, þrjár með Egóinu og Útangarðsmannaefnið fyllir sjálfsagt tvær stórar plötur. Það em sem sé um það bil 9 plötur á fjómm ámm fullar af efni sem að mestu er skrifað og samið af sama mannin- um. Nú hef ég aldrei verið mikill aðdáandi Bubba en hann hefur þó að mínu mati sent frá sér ágætt efni inn á milli. Fjöldafram- leiðslan er hins vegæ orðin of mikil fyrir minn smekk. Ég er viss um að hefði hann gefið út svona helmingi færri plötur á þess- um tíma, þá væri þar um mun eftirminni- legri plötur að ræða fyrir aðdáendur hans. Nú er Bubbi að yfirgefa skerið og kappinn mun halda til Bandaríkjanna. Það er hins vegar ekki ljóst hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur þar. Hvort hann ætlar að læra eitthvað af þarlendum eða hvort þetta er trúboðsferð. Hann skiiur eftir sig nýja plötu, eða öllu heldur tvær. Steinar h.f. em útgefendur að plötu sem er nýkomin út með hijómsveit- inni Egó. Efnið á þessari nýju plötu þeirra er að vísu að mestu eftir þá Rúnar og Begga, þ.e.a.s. lögin, því textamir em allir eftir Bubba. Það verður að segja þessari plötu til hróss að hún er skömminni til skárri en síðasta Egóplata, sem hét í mynd. Það er að vísu ekki mikið hrós því það var sannast sagna fremur bágborinn gripur. Ef farið er yfir plötu þessa, þá verður fyrst fyrir lagið Blýhöfuð, sem er með því betra sem þar er að finna, bæði lagið og textinn. Albert og Lúcý heitir næsta lag og hefði það orðið ágætt með betri texta, en hann er svona álíka bamalegur og allt þetta hunda- mál hans Alberts. Seinni tvö lögin á hliðinni, Forsíðan og Karlrembubragur, em svo ekki neitt neitt. Þetta em, Jög" sem hver sem er, sem kann nokkra gítarhljóma, getur kastað fram úr erminni að vild. Á seinni hliðinni em tvö lög sem em þolanleg, þ.e. Ekki senda mér rósir og Þriðji heimurinn. Spegill listcirinnar og Reykjavík brennur em hins vegar sömu gerðar og tvö seinni lögin á fyrri hliðinni. Og ef Bubbi hættir þessu Reykjavík brennur kjaftæði ekki, þá verðum við öll dauð úr leiðindum áður en bomban springur. Hljóðfæraleikur á plötu þessari er yfir- leitt góður og það sama er að segja um hljóminn (sándið). Ásgeir Óskarsson undir- strikar það enn einu sinni hversu góður trommuleikari hcinn er og raunar get ég varla ímyndað mér hver útkoman hefði orð- ið hefði hans ekki notið við. Begga hefur greinilega farið freim sem gítcU'leikara frá því Egóið kom fyrst fram og þáttur Péturs Hjaltested er ágætur, þótt heldur sé hann lítið áberandi. Rúnar virðist mér hins vegar fremur einhæfur bassaleikari og stundum finnst mér það sem hann spilar vera ótta- legt hjakk. Nú, Bubbi syngur svo eins og allirvita. Ný spor nefnist svo nýja sólóplatan hans Bubba. Ef ég man rétt, þá hefur verið hamr- að á því í auglýsingum, að nú sé Bubbi að segja skilið við fortíðina og stígi ný spor. Framtíðarspor. I fljótu bragði verð ég nú ekki var neinnar byltingar í tónlist hans. Eina stóra breytingin sem ég sé er að Stein- ar eru hættir að gefa út plötur hans. Nú er þetta fyrirtæki sem hefur aðstoðað hann við að dæla út öllum þessum plötum komið á óvinsældalistann. Þeir eiga það kannski skilið fyrir að hafa ekki haldið aftur af honum. Það verður annars ekki annað sagt en að Ný spor sé skömminni til skárri en Egó- platan. En sólóplötur hans, og þá sérstak- lega ísbjamarblús og Fingraför, hafa verið það besta sem hann hefur gert og Ný spor er ekki eins góð og þær. Það sem helst háir Bubba er að hann endurtekur sig of mikið í lagasmíðum og meiri vandvirkni við texta- gerð sakaði ekki heldur. Hugmyndimcir eru mcU'gcir góðra gjalda verðcir en úrvinnslcin er oft vafasöm. Margir textar hans byrja ágætlega en fmmhugmyndin virðist stund- um týnd þegar komið er fram í seinni hluta þeirra. Ný spor virðist þó hafa fengið betri texta en Egóplatan. Það er víða komið við á þessari plötu. Pönksvíta númer 7 virðist vera kveðja til gamals „vinar", en hver er það? Getur verið að það sé gamli Utangarðsmannaumboðs- Bubbi -of mikil fjöldaframleiðsla. maðurinn, sem nú galar .Jievívíraða antí- komersíal rnúsík" með Kuklinu? Þeir hafa að minnsta kosti verið ósparir á að senda hvor öðmm skeytin upp á síðkastið. Þar er deilt um hvor sé meiri friðarsinni eða hvor haf i orðið það á undan. Allt mjög friðsmlegt. Það er líka litið til liðins tíma í Utan- garðsmenn. Ég er hins vegar ekki viss um hvort þetta er sjálfsásökun eða hvort verið er að deila á þá sem em orðnir leiðir á Bubba. Ég er hins vegar ekkert hissa á því að fólk liggi ekki útúrkoksað og bíði þess að bomban springi og Reykjavík brenni. Það er þó altént skárra að dansa meðan beðið er. Þetta er sjálfsagt hættulegur hugsunarhátt- ur. Málið er hins vegar það að ég hef enga trú á því að Bubba takist að moka út nein- um skít og síst af öllu ef hann hugsar sér að gera það flatmagandi í sólinni í LA, étandi, þið vitið. Það er eitt að predika og annað að framkvæma og það er heldur engin fram- kvæmd að hoppa um og kalla Reykjavík brennur, sýknt og heilagt. Þetta er nú samt ekki alvond plata eins og einhverjir kunna að halda eftir þessa yfirhalningu. Strákamir á Borginni er t.d. ágætt og það sama má segja um Þeir ákveða hvað er klám og Lukkujógi. Eins hæfa útsetningamar á Ný spor Bubba mun betur heldur en Egó-dótið. Til- tölulega einföld rokk- og kassagítartónlist er það sem hann á að halda sig við en ekki að vera að rembast við að gera alla mögulega og ómögulega hluti. Hljóðfæraleikur á plötunni er góður. Hann er fremur látlaus ef undan er skilinn gítarleikur Þorsteins Magnússonar, sem er mjög hæfileg skreyting. Og Bubbi syngur eins og allir vita. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.