Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 17
„Sandur fer í tökur undir mánaðamót“, segirÁgúst Guðmundsson. Úthlutun Kvikmyndasjóðs 1984 Urgur í sumum - aðrir bjartsýnir eftir Hallgrím Thorsteinsson Stjórn Kuikmyndasjóðs tilkynnti á máhudaginn uar huernig hún hygðist skipta þeim 6,5 milljónum króna sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar á þessu ári. Sem fyrr komust fœrri að en uildu: Aðeins 16 af 40 umsækjendum sóttu gull í greipar sjóðsins. Úthlutunin féll þuí í misjafnan jarðueg meðal kuik- myndagerðarmanna, eins og nœrri má geta. „Þetta er fjárhagsleg aftaka fyr- ir mig,“ segir Hrafn Gunnlaugsson í samtali við Helgarpóstinn. „Ég hafði gert ráð fyrir í kostnaðar- áætlun fyrir Hrafninn flýgur að fá 800.000 krónur úr Kvikmyndasjóði núna, en fékk 200.000. Eg gekk út frá því að þessi mynd fengi hlut- fallslega jafn háa úthlutun og Út- laginn fékk á sínurn tíma, eða helmingi meira en aðrar myndir sem þá var veitt til. „Hrafninn" er af sömu stærðargráðu. Auðvitað hef- ur ekki myndast néin ófrávíkjanleg regla í þessum úthlutunum, en ef miðað er við Útlagann og jafnvel Húsið, sem hefur fengið styrk þrjú ár í röð.þá er augljóst að sjóð- stjómin er ekki sjálfri sér sam- kvæm í ákvörðunum sínum,“ segir Hrafn. „Fjárhagsleg aftaka“, segir Hrafn Gunnlaugsson. Knútur Hallsson, formaður stjóðstjómarinnar, segir í samtali við HP, að erfitt sér að gera svona samanburð, hver einstök umsókn hafi verið vegin og metin út af fyrir sig. „Menn taka áhættu, og í þessu tilviki, Hrafninn flýgur, var til dæmis reiknað með því að Svíamir sem tóku þátt í henni væru sterkir fjárhagslegir bakhjarlar að henni." Knútur segir, að meginstefnan í úthlutuninni núna hafi verið að styrkja fáar myndir, en gera þeim mun betur við þær útvöldu. Þessi stefna hafi meðal annars verið val- in vegna óska Félags kvikmynda- gerðarmanna og Sambands kvik- myndaframleiðenda. Hrafn Gunnlaugsson er hlynntur þessciri stefnu: „Þetta er rétt stefna sem þeir eru að taka upp núna. Það dugir nefnilega ekki að mönnum sé ýtt á flot og árarnar síðcin teknar cif þeim, en þetta er einmitt það sem gerðist í mínu tilviki." Tvær kvikmyndir fengu lang- hæstu styrkina núna, 1,8 milljón króna hvor. Hér er um að ræða kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar, sem tekin verður á Kirkjubæjar- klaustri og þar um slóðir í sumar og hlotið hefur vinnuheitir Sandur, og Skammdegi Þráins Bertelsson- ar, sem Nýtt líf sf. framleiðir. Kvikmyndasjóður veitti líka fimm 200.000 króna styrki til jafn- margra kvikmynda, sem allar hafa verið frumsýndar á síðustu misserum. Þessir styrkir eru ætl- aðir til kynningar og sölu á þessum kvikmyndum, en þær eru: Hrafn- inn flýgur, Atómstöðin, Húsið, Skilaboð tilSöndru ogÁ hjara uer- aldar. Þetta er nýr flokkur styrkja hjá Kvikmyndasjóði og ekki eru allir kvikmyndagerðarmenn sammála um nauðsyn slíkrar flokkunar. Við úthlutun úr Kvikmyndasjóði und- anfarin ár hefur sama kvikmyndin gjaman verið styrkt tvö ár í röð - styrknum skipt. Þannig fékk Húsið til dæmis 200.000 krónur 1982, 350.000 krónur í iýrra og svo 200.000 krónur til sölu og kynning- ar á þessu ári. 62-63.000 manns hafa séð Húsið og þær raddir heyrðust meðal þeirra kvikmynda- gerðcirmanna, sem Helgarpóstur- inn talaði við, að þeim þætti súrt í broti að mynd sem væri búin að borga sig, fengi nú aukastyrk. Nær hefði verið að hjálpa þeim mynd- um sem hafi verið verr sóttar, enda sé þessi nýja flokkun aðeins yfir- varp fyrir neyðaraðsto^ sjóðsins við tapdæmi í íslenskri kvik- myndagerð. „Fögnum færri og stærri styrkjum“, segir Þórarinn Guðnason. „Félag Kvikmyndagerðarmanna lagðist gegn því að myndir væru styrktar í stórum stíl eftir á,“ svarar Knútur Hallsson. „Til greina kom að styrkja örfáar myndir eftir á en það var horfið frá því og ákveðið að fara mitt á milli í þessu - styrkja sölu og kynningu á fleiri myndum með flatri upphæð," segir hann. Til að auka aðeins á óánægju þeirra sem sóttu um styrki til sjóðsins en fengu ekki, hefur kom- ið í ljós, að aðstandendur Hússins kannast ekki við að hafa sótt form- lega um þennan styrk til kynningar og sölu á myndinni. „Við sendum inn greinargerð um útlagðan kostnað við kynningu og sölu á myndinni", segir Bjöm Bjömsson í Saga Film. „Nýirmennáttu að fáannan sénsinn", segir Valdimar Leifsson. Bjöm segir að auðvitað sýnist sitt hverjum um þessar úthlutanir. „Það er vissulega þörf á að kynna og selja myndir, og það er engin ástæða til að hafa það gegn ein- stökum myndum að þær gangi vel. Það er kannski ekki síst vegna þess að Húsið hefur gengið vel að ástæða þykir til að veita fé til kynn- ingar og sölu á henni og við höfum lagtgífurlega vinnu í stað starf.“ „Eg fagna því að veittir séu færri en stærri styrkir," segir Þórarinn Guðnason, formaður FK. ,£n ég er ekki alveg jafn sáttur við það að styrkirnir séu hafðir svona staðl- aðir, að einstök verkefni séu ekki metin út frá umfangi." „Hefði þessum flokki verið sleppt, þá hefði sjóðurinn getað veitt í þriðju stóm myndina," segir Vcddimar Leifsson kvikmynda- gerðarmaður, sem nú sótti um styrk fyrir leikna mynd en fékk ekki. ,J\4ér hefði fundist eðlilegra, fyrst veitt var til tveggja mynda, að gefa nýjum mönnum annan séns- inn,“ segir hann, „en nú er ekkert annað að gera en að leggja þetta handrit okkar uppí hillu." Jón Axel Egilsson sendi líka inn umsókn um styrk fyrir leikna mynd, en fékk neitun. Hann gagn- rýnir Kvikmyndasjóð, eins og fleiri kollegar hans, fyrir seinagang. „Með því að tilkynna úthlutunina svona seint hefur sjóðstjómin hait dýrmæta mánuði af fólki sem nýst hefðu í undirbúningsvinnu.“ Jón Axel segist þó ekki ætla að hætta við myndina fyrr en í fulla hnefana. Hann hefur stefnt að því að hefja tökur í haust. Stuðmenn, með Egil Eðvarðsson og Jakob Magnússon fremsta í flokki, munu að líkindum hefja tökur á annarri Stuðmannamynd í haust, „mynd sem verður ekki mjög Ieiðinleg, allavega", að sögn Valgeirs Guð- jónssonar Stuðmanns. Aðrir sem sóttu um styrk til að gera leiknar myndir í ár vom Jón Ottar Ragn- arssonar, Páll Steingrímsson, Þor- geir Þorgeirsson og Friðrik Þór Friðriksson, sem fékk Einar Kára- son rithöfund í lið með sér til að gera handrit um skotbardaga, inn- brotsþjóf og lögreglu í Reykjavík. Fjórir fengu nú styrk til handrits- gerðar; Egill Eðvarðsson(,JCuml“), Kristín Jóhannesdóttir (Pourquoi Pas slysið), Þórarinn Guðnason (íslendingar á Hafnarsióð) og Þor- geir Þorgeirsson (Hvíta tjaldið, ferðasaga „clones" um ísland). Undanfcirin ár hefur mikið vantað á að þeir styrkir sem Kvikmynda- sjóður hefur veitt til handritsgerð- ar hafi skilað sér í handritum. „Við ætlum að ganga eftir því í ríkari mæli núna að handritum verði skilað", segir Knútur Hallsson. „Gott pláss fyrir 10 góðar myndir á ári“, segir Þráinn Bertelsson. En þrátt fyrir allt er útlit fyrir talsvert kröftugt íslenskt kvik- myndasumar og -haust. Skamm- degi, kvikmynd Nys lífs, verður frumsýnd í haust. Hún er nú í klipp- ingu. Ágúst Guðmundsson byrjar að taka „Sand“ undir lok þessa mánaðen og undirbúningur er í fullum gangi. Myndin fjallar meðal annars um afstöðu íslensku þjóð- arinnar til bandaríska hersins hér á landi, eins og hún kristallast í litlu scunfélagi úti á landi og er með gamansömu ívafi. Ekki er enn búið að ráða í aðalhlutverkin. Þráinn Bertelsson segir í samtali við HP að styrkurinn til myndar- innar Skammdegi komi sér vel og að líkindum muni hluti hans renna í næstu mynd fyrirtækisins sem verður framhaldsmynd um karakt- erana sem fóru í fiskvinnu í Vest- mannaeyjum í Nýju lífi. Nýja myndin heitir Dalalíf og munu Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þor- leifsson leika þessa sömu karakt- era. í þetta skipti gerast þeir afleys- ingabændur í Dölunum. Lif og f jör. „Það er gott pláss fyrir 10 góðar myndir á ísiandi á ári,“ segir Þráinn Bertelsson, „en ekkert pláss fyrir vondar myndir. Þetta er málið. Það, að ekki þýði að styrkja fleiri en 2-3 myndir á áiri vegna þess að aðsóknin sé að minnka, er einhver mesta firra sem ég hef heyrt." „Ætlum að ganga harðar eftir handritum“, segir Knútur Hallsson. Sú ákvörðun kvikmyndasjóðs að hækka verulega framlög til heim- ildamyndagerðar á þessu ári hefur fallið í góðan jarðveg hjá kvik- myndagerðcumönnum. Nu fá fjórir styrk: Hjálmtýr Heiðdal til að gera mynd um síldarævintýrið á Djúpu- vík, Páll Steingrímsson og fleirir til að halda áfram með mynd sína um hvalveiðar við íslcind, Sigurður Grímsson til að gera mynd um Þumal og Vilhjálmur Knudsen til að gera mynd um Vatnajökul. Styrkir þessir nema 250.000 krón- um hver, en á síðasta ári voru heimildamyndastyrkimir aðeins 75.000ámynd. „Ástæðulaust að hafa það gegn myndum að þær gangi vel“, segir Björn Björnsson. Kvikmyndagerðarmenn kunna líka eflaust að meta hið nýja frum- varp um kvikmyndamál, sem Ragnhildur Helgadóttir lagði fram á Alþingi í gær, miðvikudag. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að auka og fastsetja tekjur Kvikmynda- sjóðs, þannig að í sjóðinn renni árlega fé sem nemi áætluðum söluskatti af kvikmyndum í land- inu. 1982 hefði sjóðurinn fengið 14,5 - 16 milljónir króna til ráð- stöfunar. Þannig má gera ráð fyrir því að ráðstöfunarfé sjóðsins rúm- lega þrefaldist ef frumvarpið verð- ur samþykkt. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.