Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 24
Ríkisstjórn Helgarpóstsins RETTIR MENN j RÉTTUM STÓLUM eftir Ingólf Margeirsson myndir Jim Smart og Valdis Óskarsdóttir Ertu þreyttur og leiður á ríkisstjórnum á íslandi? Ef svarið er já, þá ertu á sama máli og við á Helgar- póstinum. Alla vega datt okkur í hug að gaman væri að mynda eins konar draumaríkisstjórn þar sem réttur maður væri í réttum stól á réttum tíma. Við létum verða af óskhyggjunni og höfðum samband við þjóðkunna menn sem við töldum hæfa í störfin. Síðan var ákveðið að láta stjórnina taka völdin á 5 ára afmæli Helgarpóstsins sem haldið var á dögun- um á Hótel Borg. En margt fer örðuvísi en ætlað er. Vegna tíma- leysis var ákveðið að fella þennan dagskrárlið niður. Þetta mun vera í fyrsta skipti í íslandssögunni sem ríkisstjórn fellur á tíma. En til að forða boðskap þessar einstæðu ríkisstjórnar frá glötun, ákváðum við í samráði við ráðherra okkar að birta stefnuræður þeirra í málgagni ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn Helgarpóstsins skipa: Flosi Ólafsson forsætisráðherra, PéturTyrfingsson fjármála- ráðherra, Ásgeir Hannes Eiríksson menntamála- ráðherra, Maríanna Friðjónsdóttir samgöngu- og landbúnaðarráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson félagsmálaráðherra, Sigmar B. Hauksson heilbrigðis- og viðskiptaráðherra, Ástrós Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Úlfar Þormóðsson dóms- og kirkjumálaráðherra. ViS gefum Flosa Ólafssyni for- sætisráðherra fyrst orðið. Flosi er, eins og alþjóð veit, að öllu jöfnu leikari og rithöfundur. Málefnasamningur og stefnuyfirlýsing forsætisráðherra „Góðir íslendingar! Ríkisstjóm sú, sem nú tekur við völdum undir mínu forsæti, hefur ásett sér að ráðast gegn aðsteðj- andi vanda með fljótvirkum og hnitmiðuðum aðgerðum. I málefnasamningnum er við það miðað að tekið sé á vcindcuium strax og af fullri einurð. Nú verður ekki Iengur látið sitja við orðin tóm. Nú verða það verkin sem tala. Góðir íslendingar. Ég mun nú flytja yður málefnasamning stjóm- ar minnar. 1. Ríkisstjóm mín mun kanna svo skjótt sem auðið er og tíma- bært getur talist, hvort ekki sé rétt að gera fmmkönnun á því, hvort vœnlegt sé að leggja drög að at- hugunum á mögulegum aðferðum, Flosi Ólafssonforsætisráðherra: „Ríkisstjórn mín mun kannasvoskjótt sem auðið er og tímabært getur talist hvort ekki sé tímabært að ráðast að að- steðjandi vanda vinnumarkaðarins." Hannes Hólmsteinn Gissurarson félagsmálaráðherra: Drakúla greifi yfir Blóðbankanum. Ásgeir Hannes Eiríksson mennta- málaráðherra: Afnumin greidd sumarleyfi kennara, ríkisútvarpið lagt niður og listamannalaun og styrkir felldir niður. sem gætu leitt til marktækrau- nið- urstöðu varðandi lausn aðsteðj- andi vanda og leysa síðan vandann með þeim hætti. 2. Ríkisstjóm mín mun kanna svo skjótt sem auðið er og tíma- bært getur talist, hvort ekki sé hægt, með hliðsjón af síbreytileg- um horfum, að leggja drög að sam- stilltu átaki til lausnar aðsteðjcindi vanda. 3. Ríkisstjóm mín mun kanna svo skjótt sem auðið er og tí'ma- bært getur talist hvort ekki sé rétt að freista þess að ná samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar um að- gerðir og viðbrögð. Og leysa vand- ann með þeim hætti. 4. Ríkisstjórn mín mun kanna svo skjótt sem auðið er og tíma- bært getur taJist hvort ekki sé rétt að leggja á það áherslu á erlendum vettvangi að vér emm frjáls og full- valda þjóð og munum ekki farga sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi, nema umtalsverðir fjármunir séu í boði. 5. Ríkisstjórn mín mun kanna svo skjótt sem auðið er og tíma- bært getur talist hvort ekki sé tímabært að kanna drög að að- gerðum, sem stuðlað gætu að frek- ari rannsóknum á menntamálum, dóms- og kirkjumálum, sam- göngumálum, hundahaidi og orku- málum. Ríkisstjómin mun freista þess að gera aðkallandi umbætur þar sem umbóta er þörf og jafnvel víðar ef kostur er. 6. Ríkisstjórn mín mun kanna svo skjótt sem auðið er og tíma- bært getur talist, hvort ekki sé tímabært að ráðast að aðsteðjandi vanda vinnumarkaðarins og mun beita sér fyrir því landi og Iýð til heilla og blessunju- að kaup og kjör verði nú og um alla frcuntið óbreytt. Ég lýk svo máli mínu með stefnuræðu stjórnar minnar: Stefna vor er að landsmenn grœði og grœði 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.