Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 4. maí 19.35 Tónlistarskólinnn. Bresk teikni- mynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni. 20.55 Dire Straits. Stuttur dægurlaga- þáttur með hljómsveitinni „Dire j*Straits" sem leikurtvö lög. 21.15 Paradís samkvæmt tilskipun. Þýsk heimildamynd frá Norður- Kóreu sem lýsir landi og þjóð. 22.00 Besti maðurinn. (The Best Man). Bandarísk bíómynd frá 1964. Leikstjóri Franklin Schaff- ner. Aðalhlutverk: Henry Fonda, Cliff Robertson, Lee Tracy, Shelley Berman og Mahalia Jackson. Tveir stjórnmálamenn keppa um útnefningu til framboðs í forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Stuðningur ríkjandi forseta er þeim mikið keppikefli og grípur annar frambjóðandinn til örþrifa- ráða til að öðlast hann. Óvenju góð pólitísk mynd frá Ameríkön- um, prýdd öndvegisleik og hand- riti eftir opinskáu leikriti Gore Vidal. 3 stjörnur. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 5. maí 16.15 Fólk á förnun vegi. 24. Á bóka- safni. Enskunámskeið i 26 þátt- um. 16.30 Enska knattspyrnan. 17.20 Iþróttir. 18.10 Fréttaágrip á táknmáli. 18.20 Fréttir og veður. - Athugið breyttan tima frétta. 18.45 Auglýsingar og dagskrá. 19.00 Söngvakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu 1984. Bein út- sending um gervihnött frá Lux- embourg þar sem þessi árlega keppni fer nú fram með þátttak- endum frá nær tuttugu þjóðum. 21.30 Við feðginin. Tólfti þáttur. 22.00 Einn, tveir, þrir. (One, Two, Three). Bandarísk gamanmynd frá 1961. Leikstjóri Billy Wilder. Aðalhlutverk: James Cagney, Horst Bucholz, Arlene Francis og PamelaTiffin. Útibússtjóri Coca Cola i Vestur- Berlín og kona hans fá dóttur for- stjórans til dvalar. Stúlkan leggur lag sitt við austur-þýskan vand- ræðagemling og veldur þetta samband útibússtjóranum ómældum áhyggjum og útistöð- um við yfirvöld austan múrsins. Cagney yfirleikur skemmtilega i þessum faglega farsa Wilders, og I.A.L. Diamonds um kalda stríðið, gildi Kókakóla á alþjóða- vettvangi o.fl. o.fl. Mikill hraði, margir góðir brandarar. 3 stjörn- ur. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 6. maí Sunnudagshugvekja. S|fcfO Tveir litlir froskar. 4. þáttur. 18.15Afi og bíllinn hans. 4. þáttur. 18.20 Nasarnir. Myndaflokkur um kynjaverur, sem kallast nasar, 18.40 Svona verður gúmmi til. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Norðurlandahúsið i Þórshöfn. Þáttur frá danska sjortvarpinu, sem gerður var í Færeyjum í fyrrasumar, en þá var tekið í notkun Norðurlandahúsið í Þórs- i hofn. 21.55 Nikulás Nickleby. Sjöundi þátt- '*i® ur 22.55 Dagskrárlok. Föstudagur4. maí 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar; seinni hluti. Þor- steinn Hannesson les (17). 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undir nálinni. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.10 Siðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18 45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19,00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Frá samsöng Karlakórs Reykjavíkur í Háskólabíói 5. april sl. 21.40 „Helpresturinn", . smásaga eftir Jörn Riel. Matthías Krist- iansen lýs þýðingu sína og Hilm- ars J. Haukssonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Traðir. Umsjón Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. Laugardagur 5. maí 14.00 Listalíf. 15.10 Listapopp. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Miðaftann í garðinum með Haf- steini Hafliðasyni. . 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Guðs reiði“. Utvarpsþættir i fjórum hlutum eftir Matthias Johannessen. 1. hluti: „Maður og myndastytta. 20.00 „Sumar í Salzburg“, óperetta ^ eftir Fred Raymond. %Jpfo.20 Útvarpssaga barnanna. 20.40 Fyrir minnihlutann. 21.15 Á sveitalínunni. 22.00 7,Séndúm heim“, smásaga eftir Gúnter Kunert. 22.15 Veðurfrengir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22. $5 Harmonikuþáttur. 23.05 Létt sigild tónlist. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 6. maí 08.00 Morgunandakt. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Guðsþjónusta i Safnaðar- heimili aðventista i Keflavik. fmmmmmmmmmmmmm. Val Hlínar Agnarsdóttur „Utvarpsneysla mín er tiltölulega lítil “ segir okkur Hlín Agnarsdóttir leiklistarkennari við Hamrahlíð. ,£n hvað hljöðvarpið um þessa helgi varðar, hef ég hugsað mér að njóta bamaefnisins sem boðið er upp á. Eg hef oft ljúft gaman af þáttum eins og Morgunstund bamanna og Við stokkinn. Þá krossa ég hiklaust við sígilda tónlist. Nei, veistu mér finnst hún ekkert koma illa út í hljóðvarpinu. Það er mjög afslappandi að hlusta á þessa tegund músíkur í dagsins önn. Víkjum þá að sjónvarpinu. Ég sé þarna þýska heimildamynd um Norður-Kóreu sem mér finnst ansi girnileg. Laugardagsdagskráin höfðar ekki til mín eins og hún leggur sig. Bíómyndir? Nei, mér finnst leiðinlegt að horfa á þær í sjónvarpskassan- um. Hvað hinsvegar sunnudeginum viðvíkur, þá krossa ég við snilldar- lega uppfærslu á Nikulási Nickleby, þá vil ég síður missa af Norður- landahusinu í Þórshöfn og Ioks er þess að geta að ég er veik fyrir tékknesku teiknimyndunum sem sjónvarpið býðurupp á, margæ þeirra em æði smellnar." Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.45 Nýjustu fréttir af Njálu. 14.15 „Sæll er sá“. Dagskrá frá tón- leikum í Akureyrarkirkju 25. mars sl. til heiðurs Jakobi - Tryggvasyni. 15.15 í dægurlandi. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt- ir. ‘17,00 Frá tónleikum Sinfóniuhijóm- w sveitar íslands i Háskólabiói 3. Jf þ.m.; síðari hluti. 17.45 Tónleikar. 18.00 Við stýrið. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjötmiðl- un, tækni og vinnubrögð. 19.50 Úr Ijóðum Bólu-Hjálmars. Valdimar Lárusson les. 20.00 Útvarp unga fólksins. Stjórn- andi Margrét Blöndal. (RÚVAK) 21.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. 23.05 Djassþáttur. - Jón Múli Arna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur4. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Pósthólfið. Stjórnandi Valdís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Bylgjur. Stjórnandi Árni Daníel Júlíusson. 17.00-18.00 í föstudagsskapi. Stjórn- andi Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfréttum kl. 01.00 og heyr- ist þá i Rás 2 um allt land. Laugardagur 5. maí 24.00-00.50 Listapopp 00.50-03.00 Á næturvaktinni. Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. SJÓNVARP eftir Magnús Torfa Ólafsson Urkast úr úrkastinu Barátta kynjanna í skrifstofuumhverfi hefur verið hugstæð þeim sem settu saman dagskrá sjónvarpsins um síðustu helgi. A laugardagskvöld var, eins og segir í dagskrárkynningu stofnunarinn- ar, boðið upp á bíómynd um „þrjár skrif- stofustúlkur, sem oft hafa fengið að kenna á kúgun og karlrembu vinnuveit- anda síns“. Þrenningin er svo höfð í hefðbundnum kynbombustíl, enda Jane Fonda og Dolly Parton tveir þriðju af henni. Myndin er frá þeim árum, jíegar Dolly bjó með Jerry Brown fylkisstjóra í Kalifomíu, en eftir að hún lét umboðs- mann sinn básúna út um allar jarðir, hvemig tölumar hrykkju af barmi sér, þegar hún þendi sig í sveitasöngvunum. Ekki er fyir kominn mánudagur en sett er á dagskrá breskt sjónvarpsleikrit, Ástir á skrifstofunni, og samkvæmt Dolly í 9-5 - barátta kynjanna í skrif- stofuumhverfi. sömu heimild og áður var til vitnað, liggur þar til gmndvallar sú skarplega athugun, að „þar sem karlar og konur starfa saman, fer ekki hjá því að ástin mgli einhverja í riminu á vinnustað." Svona endurtekning á keimlíku efni gæti bent til að einskær tilviljun sé látin ráða dagskrárstjóm, en hér skal sett fram önnur skýring. Einhvem veginn ber val erlends skemmtiefnis síðustu vikur þess merki, að verið sé að koma því að í lok dagskrártímabils, sem lent hefur í( úrkasti undanfarinn vetur. Vetrardag- skrá er að ljúka og sumardagskrá fram- undan, svo þá er eins gott að nota drasl- ið, úr því búið er að kaupa sýningarrétt- inn. Nærtækari skýring er ekki finnanleg á því, að Apaplánetan skuli bera af meðal þess sem sýnt er af sjálfstæðum bíó- myndum og sjónvarpsleikritum þessa dagana. Dagskrárstjórn sjónvzups gerir bæði sjálfri sér og notendum miðilsins óleik með þeirri meinloku, að nýlegar bíó- myndir skuli hafa forgang til sýningar. Bíómyndamarkaðurinn er nefnilega þannig úr garði gerður að þær nýlegar bíómyndir sem boðnar em til sjón- varpssýningar em að yfirgnæfandi meirihluta úrkastið úr kvikmyndciiðnað- inum, þær myndir sem ekki gera í blóðið sitt í kvikmyndcihúsunum og settar em á boðstóla til sjónvarpsstöðva í því skyni að bjarga því sem bjargað verður í af- komu kostnaðarmanna. En sé litið lengra aftur, standa til boða til sýningar í sjónvarpi úrvals bíómyndir frá fyrri ámm í löngum röðum. Þær em ómissandi þáttur í dagskrám sjónvarps- stöðva um víða veröld. En til að velja úr framboðinu þarf þekkingu á kvikmynda- sögu og tilfinningu fyrir list hvíta tjalds- ins. Gaman verður að horfa, þegar ein- hver með þessa eiginleika kemst til áhrifa í dagskrárstjóm RÚV Sjónvarps. 26 HELGARPÓSTURINN ÚTVARP eflirGíslaHelgason Dagskrárkynning I viku hverri býður útvarpið lands- mönnum upp á mjög fjölbreytta dag- skrá. Þegar maður gerist reglulegur hlustandi, heyrist fljótlega, að dagskráin er í nokkuð föstum skorðum. Tiltölulega lítið rúm er fyrir óvænta þætti, að því er mér þykir. Helst er það á sunnudögum, sem gert er ráð fyrir slíkum þáttum. Það hefur vissa kosti og galla að byggja dags- krána upp á þennan hátt. Hlustendur geta gengið að því nokkuð vísu, hvaða efni er á hverjum tíma. Hins vegar er hætt við, að dagskráin verði of tilbreyt- ingarlaus, sé hún höfð í of föstum skorð- um og svigrúmið of lítið til breytinga. Á undanfömum árum hefur dagskráin verið kynnt í blöðum og sum dagblað- anna birta hana í heild sinni. Hér í eina Helga Ágústsdóttir - fjölskylduþættirnir hafa tekist ágætlega. tíð var dagskrá næstu viku lesin á föstu- dögum í útvarp. Það þótti mér og fleirum, sem ekki hafa aðgang að blöðum, stór- gott. Þessi dagskrárkynning var ein- hverra hluta vegna lögð niður, en í stað- inn var látið nægja að lesa dcigskrána á hverjum degi, eins og enn er gert. Svo ern glefsur úr henni kynntar í þættinum ,Á virkum degi“. Sú kyúning er ágæt, svo langt sem hún nær, en mætti vera ítar- legri. í rauninni nær hún ekki tilgangi sínum, nema þá sem árétting á fyrri dag- skrárkynningum. Talið er, að hátt á sjötta hundrað manna eigi við verulega sjónskerðingu að að stríða hér á landi. Svo em allir þeir, sem eiga erfitt með lestur einhverra hluta vegna. Það væri því velgjömingur við þennan hóp manna, sem er einn tryggasti hlustenda- hópur útvarpsins, að það kæmi til móts við hann og tæki aftur upp lestur á dag- skrá næstu viku. Einnig mætti taka upp sérstakan dagskrárkynningarþátt, annað hvort einu sinni í viku, eða nota örlitla stund dag hvem til þess að kynna ein- stök atriði dagskrárinnar. Með hækkandi sól breytist dagskráin, sumir þættir hætta og aðrir koma í stað- inn. Flest sem ég hef heyrt í vetur hefur mér líkað vel. Nefni ég þar sérstaklega umræðuþættina ,Á mili landshluta", en þeir em góð nýjung í dagskránni. Fjöl- skylduþættir Helgu Agústsdóttur hafa tekist ágætlega, Stefán Jökulsson og fé- lagar em vaxandi útvarpsfólk og Páll Heiðar er búinn að fá röddina aftur. Þar sem þetta er minn síðasti pistili í bili, þá langar mig að þakka lesendum góðar undirtektir. Það var ætlun mín að reyna að vera með raunhæfa gagnrýni. Suma hef ég sært með neikvæðum orðum, en það var ekki illa meint. Ef gagnrýni á að vera marktæk, verður hún að vera vel gerð og uppbyggileg, en talsvert skortir á það hjá mörgum þeim, sem skrifa slík- ar greinar í blciðin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.