Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 25
Pétur Tyrfingsson fjármálaráðherra grúfir sig yfir fjárlagadæmið. Ástrós Gunnarsdóttir utanríkisráðherra: Staying alive með heiminn í hönd- um sér. það ergóðoeri á Islandi, þó hérsé láglaunasvœði. Og þegar hver króna er farin, eða þá fallin má fjárlögum bjarga, því réttast mun gengishallinn. Og eitt vil ég segja hvað varðar verðmœtamatið þaðer vel hœgt að skoða það gegnum fjárlagagatið. Já eitt er mjög brýnt. Það er jafn- rœði kvennaog karla. En kemstþað í gagnið - tœplega á nœstunni - varla. Tvennt erþó víst: Það að á skal að ósi renna og að aldrei næst jafnrœði í stöðu karla og kvenna. Stjórnin telur að það geti valdið vanda efvonleysi gripur menn og þeim hœttir að standa.... á sama um bílinn, konuna og krakkana sína og kjarabót heimta, svo alltsé i þessu fína. Og svo er að lokum best að bœnd- urnir veti þeir eru búnir að framleiða allt of mikið afketi. Fjármál eftir hitastigi Næstur á mælendaskrá er hátt- virtur fjármálaráðherra Pétur Tyrf- ingsson, fyrrverandi trotti í Æsku- lýðsfylkingunni en núverandi meðlimur í Alþýðubandalaginu. Pétur mætti til ieiks á Hótel Borg án nokkurra skrifaðra blaða; var reyndar ekki með hripaða punkta hjá sér. Hann tjáði Helgarpóstinum að hann flytti alltaf ræður sínar samkvæmt stemningu og hitastigi í salnum og því væri tómt mál að birta ræður hans á prenti. Þar af leiðandi verður ræða fjármálaráð- herra eilíft leyndarmál, djúpt graf- ið í vitund Péturs Tyrfingssonar og í undirmeðvitund lesenda. Hér er þó alla vega ekkert gat á ferðinni. Ásgeir Hannes Eiríksson, pylsu- sali með meiru, er gamall og dyggur stuðningsmaður Helgarpóstsins. Pylsuvagn hans átti ennfremur 5 ára afmæli um svipað leyti og blað- ið og því má segja að þessir tveir menningarvitar séu jafngamlir. En hvað um það. Ásgeir var kjörinn af ritstjórn sem menntamálaráð- herra. Ásgeir Hannes Eiríksson mætir aldrei óundirbúinn til Ieiks. í vasa bláa blazer-jakkans leyndist stefnuræða menntamálaráðuneyt- isins og birtist hún hér með leyfi ráðherrans. Menningarbyltingin 1. Skólar verða færðir aftur til bæjarfélaga og héraðsstjóma og þau látin reka skólana framvegis og ráða kennara og starfsfólk.Ævi- ráðningu kennara lýkur frá og með morgundeginum og þeim verða ekki borguð laun fýrir sumarleyfin, enda hefur þjóðin ekki efni á þann- ig sportmennsku. 2. Tekin verður upp kennsla í daglegu lífi fólks: Meðferð heimilis- tækja, bílvéla, skattaskýrslur, vöruþekking, samsetning hins opinbera og fleira sem lýtur að auðveldari lífsgöngu þegar námi lýkur. 3. Dregið verður úr Háskóla ís- lands, enda eiga stúdentar og há- skólaborgarar yfirleitt fárra kosta völ um vinnu nema hjá hinu opin- bera og allt of fáir háskólamennt- aðir menn em í fremstu röð í at- vinnulífinu. 4. Ráðuneytið mun forðast alls konar friðarfræðslu eins og heitan eldinn, enda lýtur slíkt snakk eink- um að því að afvopna helstu bandamenn íslensku þjóðarinnar og efla cuidstæðinga hennar. 5. Stórlega verður dregið úr náms- iánum og engum veitt námslán eða námsstyrkir sem vill steypa ríkjandi borgaralegu þjóðskipulagi á Islandi. Ríkisútvarpið verður lagt nið- ur og eignir þess seldar.enda ekki hlutverk þjóðfélagsins að hcilda úti stofnun af því tagi. Ljósvakinn gef- inn fr jáls eins og útgáfa á prentuðu máli. Listamanncdaun, styrkir og þess háttar lagt niður, enda dafnar listin aldrei betur en þegar menn verða að lifa sjálfir á henni. Til að hvetja frjálst og eðlilegt listcdíf á íslandi verður fólki leyft að ráðstafa hluta af sköttum sínum beint til menningarstofnana að eigin vali. Túrismi og kindaskytterí Marianna Friðjónsdóttir, lands- kunnur rallígarpur af veikara kyn- inu, var samþykkt einróma sem landbúnaðar- og samgöngumála- ráðherra í ríkisstjóm Helgarpósts- ins. Maríanna var með snyrtilega skrifaða ræðu í pússi sínu er hún birtist á ballinu umtalaða á Hótel Borg. Hins vegar fauk í ráðherrann er stjómin var umsvifalaust felld á tíma með þeim afleiðingum að hún reif ræðuna í tætlur. Hefur ekki spurst til hennar (þ.eas. ræðunn- ar) síðan. En með diplómatískri aðstoð tókst að hala upp úr henni helstu punkta yfirlýsingarinnar. Helstu hugmyndir Maríönnu um lausn á landbúnaðarvandanum byggðust á nýtingu túrisma. Hátt- virtur ráðherra lagði til að banda- rískum ferðamönnum yrðu seld veiðileyfi í afréttir og önnur beiti- lönd sauðfjár þar sem túristum yrði leyft að skjóta kindur tcik- markalaust á færi. Þetta hefði tvo kosti: I fyrsta lagi yrði mikil verð- mætcisköpun af erlendum gjald- eyri og í öðm lagi yrði sauðfé fækk- að til muna, sem þýddi betri og fallegri náttúm. Auk þess benti ráðherra á að slík veiðileyfi tækju sig vel út á auglýsingaplakötum erlendis. Allar útflutningsuppbætur yrðu felldar niður. í stað þeirra yrði upp- hæðinni varið í að malbika hring- veginn og hann sérstaklega aug- lýstur erlendis sem draumabraut bílóðra rallímanna. Hins vegar yrðu ekki medbikaðir afleggjarar eða aðrir minni vegir til sveita svo traffík yrði ekki yfirþyrmandi. Mal- bikun hringvegcir myndi ennfrem- ur hafa jákvæð áhrif innanlands, m.a. hafa mikinn spamað á vara- hlutum í bifreiðar í för með sér. Greifi Drakúla Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, áhugamaður um frjálshyggju og friedmanisma, var kjörinn fé- lagsmálaráðherra kvöldsins, eins og frcim kom í ræðu menntamála- ráðherra. Hannes Hólmsteinn mætti í hvít- um smókingjakka og með rauða nelliku í hnappagatinu. Blómið vair hins vegar hrifsað úr gatinu strax á bamum og sást ekki aftur það sem eftir var kvöldsins. Ræðu sína hafði Hannes Hólmsteinn punktað ciftan á nafnspjaldið sitt og gaut oft og títt á það augum áður en matar- veislím hófst. Hann var með öllu ófáanlegur til að gefa upp punkta við veislugesti en sagðist „leggja út af ýmsum hugmyndum" sem hann hefði kynnt sér erlendis. Eins og alkunna er, dvelur undrabam frjálshyggjumanna við nám í Stóra- Bretlandi. Heimiiisfang er okkur ókunnugt en mönnum bent á Ragnar Halldórsson forstjóra ÁI- versins sem hugsanlega hefur adressuna. Hvað um það; háttvirt- ur félagsmálaráðherra hvarf til- tölulega fljótt cd bcdiinu eftir að fcdl stjórnarinnar var tilkynnt og síð- ast fréttist til hans í lokaðri viskí-- veisiu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra síðar um nóttina. Davíð vcir heiðursgestur Helgarpóstsins um- rætt kvöld. Nokkmm dögum síðar var félagsmálaráðherra úr landi, nafnspjaldið týnt og tröllum gefið. Það náðist þó til Hannesar Hólm- steins í Bretlandi en þar neitaði hann að gefa upp stefnuyfirlýsingu sína en sagði að Helgarpóstsmenn yrðu að gera sér grein fyrir einni staðreynd: Það væri það sama að gera hann að félagsmálaráðherra og ráða Drakúla greifa sem yfir- mann Blóðbankans. Að virkja vitið Nokkur ágreiningur ríkti meðal HP-manna um kjör heilbrigðis- og viðskiptaráðherra. Aðeins einn frambjóðandi reyndist hæfur í báða stólana samtímis: Sigmar B. Hauksson, Iandskunnur útvarps- maður og gastrónóm. Ræða hans hljóðaði á þessa leið: „Það er engin tilviljuh að mér vom falin þessi tvö erfiðustu ráðu- neyti, þ.e. heilbrigðis- og við- skiptaráðuneytið. Eg er eini mað- urinn í þessari ríkisstjóm sem hef lagt stund á viðskipti og líkams- rækt - fer reglulega í Vesturbæjar- laugina og tek B-vítamín og raunar einnig C-vítamín. Mitt fyrsta verk verður sem sagt að bjóða heilbrigðisþjónustuna út, svo og sjúkrahúsin. Einnig mun ég í samráði við háttvirtan mennta- málcLfáðherra beita mér fyrir því að fjölgað verði í læknadeild Há- skólans. Þarna gefast drífandi og duglegum læknum tækifæri til að reka sín eigin sjúkrahús. Ríkis- stjórnin er að öllum líkindum til- búin til að leigja þeim þær sjúkra- stofnanir sem til em og taka hæsta tilboði. Þannig mun skapzist sam- keppni milli læknanna og sjúkra- húsanna um hver bjóði ódýmstu og bestu þjónustuna. Nú þegar er komin góð reynsla á rekstur ein- staklinga á sjúkrahúsum og vildi ég þar nefna SÁÁ og sjúkrahúsið Vog. Nú er svo komið að þangað fara menn í meðferð sem hcda jafnvel aldei bragðað áfengi, þetta er orð- ið svo vinsælt. Undanfamar vinstristjórnir hafa tcdað um heil- brigðisþjónustu - þjónustu og heil- brigðisgeira - geira. Hér eftir verð- ur í þessari ríkisstjóm talað um heilbrigðisiðnað. Nokkur orð um málefni aldr- aðra, þ.e.a.s. þeirra sem em 41 árs og eldri. í málefnasamningi rfkis- stjórnarinnar hefur verið ákveðið að ailir íslendingar 41 árs og eldri eigi rétt á ellilífeyri. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir því að byggð verði hugguleg elliheimili fyrir blessað gcunla fólkið suður á Spáni. Þá þarf þetta blessaða gamla fólk ekki að hírast hér árið um kring í frosti, kulda og hríð 8 mánuði ársins. Ríkisstjómin mun Úlfar Þormóðsson, dóms- og kirkjumálaráðherra: „Afbrotamenn dæmdir til að sitja rnessur." Maríanna Friðjónsdóttir, landbún- aðar- og samgöngumálaráðherra: Kindaveiðileyfi handa amerískum túristum og hringvegurinn malbik- aður. vitciskuld greiða farmiðana aðra leiðina fyrir gamla fólkið. Þessir flutningar munu án efa verða mikil lyftistöng fyrir flugfélögin og ferða- skrifstofur. Vík ég þá að viðskiptaráðuneyt- inu. Störf mín sem viðskiptaráðherra verða unnin í anda frjáíshyggjunn- ar. Það fyrsta sem ég mun gera er að bjóða út bankakerfið á alþjóð- legum markaði. Þessir ríkisbcuikcir eru handónýtir og geta enga fyrir- greiðslu veitt. Þessi ríkisstjóm mun leggja niður hinn illræmda söluskatt - enda verður stórlega dregið úr allri samneyslu sem vinstristjómirnar hafa komið á. Vitaskuld verður leyfð bmggun áfengs bjórs - og mun ríkið hljóta nokkrar tekjur af þessari fram- leiðslu. Niðurgreiðslur á kéti verða lagðar niður en íbúar höfuðborg- arinnar fá leyfi til að hafa hænur, 2 kindur eða geitur á bak við húsin sín. Þessi ríkisstjóm mun reyna að draga úr skattpíningunni eins og unnt er. Þó verður einn skattur lagður á lcuidsmenn, þ.e.a^. hundahald verður leyft en fyrir það verða menn að borga og það háu verði. Skattur aí hundum verður sá sami og af bifreiðum. Þá verða kettir skattlagðir og verður það sami skattaflokkur og fyrir létt bif- hjól. Staying alive Utanríkisráðherra Helgcupósts- ins var Ástrós Gunnarsdóttir, diskódrottning íslauds. Þessi afrekskona mætti á harðaspretti beint úr erfiðri danssýningu á Bíla- sýningunni og rétt náði að tylla sér í eldhúsi Hótel Borgar þegar henni voru tiikynnt úrslitin: Stjómin fall- in. Áður en hún hvarf af braut lýsti hún þó yfir stefnuskrá utanríkis- ráðuneytisins: Að segja ekkert en láta líkamann tcda. Astrós sagðist ætla að dansa þöglan dcms við „Staying alive“ sem væri óskalag ríkisstjórnarinnar. Úlfar Þormóðsson, lífskúnstner og fyrrverandi ritstjóri Spegilins, þótti sjálfkjörinn í stól dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann tók falli stjórnarinnar ljúfmannlega, enda vanur slíkum smáskakkaföllum. Hins vegar var ráðherrann búinn að ramma inn stefnuskrá ráðu- neytisins og hengja upp á vegg yfir stórri ljósmynd af Þórði Björns- syni saksóknara ríkisins. Reyndist það mikið og erfitt verk að ná ræð- unni niður og úr ramma til prent- unar í blaðinu. En það tókst og hér er ræðan: Stimpilkort og jarðarfararskattur ,3tarfsemi dóms- og kirkjumála- ráðuneytis verður samræmd og munu þau eftirleiðis bera samheit- ið dómkirkjumálaráðuneyti. Bisk- upinn yfir íslandi verður ráðu- neytisstjóri hins nýja ráðuneytis. Tekin verður upp skyldumæting í kirkjur landsins og fær hver krist- inn þegn stimpilkort þar sem sókn- arprestur staðfestir kirkjusókn hans. Sá sem ekki getur sannað kirkjugöngu sína næstliðinn sunnudag fær ekki afgreiðslu í ÁTVR. í sparnaðarskyni verður hætt að veita messuvín við altarisgöngu sem og í öðrum stórveislum ríkis- ins. Þess í stað verður Mangósopi og kakómjólk á boðstólum, svo og skyrmysa. Til að fylla upp í hið margfræga gat á ríkisfjárlögum verður tekinn upp jarðarfararskattur, nefndur langfararskattur. Verður hann jafn- hár söluskatti hverju sinni og leggst á samanlagðar þriggja ára tekjur hins látna síðustu æviárin. Skattur þessi skal greiddur fyrir jarðarför. Engan er heimilt að jarða nema að honum greiddum. Öll tugthús verða lögð niður, svo og fangavarðastéttin. Þess í stað verða afbrotamenn dæmdir til að sitja hverja þá messu sem haldin er í sóknarkirkju þeirra, þar til iðrun þeirra er full. Milli guðs- þjónusta gisti afbrotamenn í kór. Er talið að með þessu móti muni draga mjög úr afbrotum í landinu." Og fer þá ekki frekari sögum af ríkisstjóm Helgarpóstsins. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.