Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN eftir Hallgrím Thorsteinsson Réttlætinu nauSgað? Það versta sem þú getur gert annarri manneskju er að taka líf hennar frá henni - drepa hana. Það næstversta sem þú getur gert henni er að nauðga henni - ráðast inn í líkama hennar og sál með vcúdi. Löggjafinn hefur sett þessi afbrot upp í þessari röð. Nauðgun er næstalvarlegasta afbrotið sem kveðið er á um í Almennum hegningar- lögum frá 1940, næst á eftir morði. í 194. grein laganna segir að sá aðili sem þröngv- ar konu til holdlegs samræðis eigi yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. Þingmenn Kvennalistans hafa farið fram á það í tillögu til þingsályktunar, að rann- sókn og meðferð nauðgunarmála verði tek- in til athugunar í sérstakri nefnd, sem síðcin er ætlað að koma með tillögur til úrbóta í þessum efnum. Tillagan veir lögð frcim fyrr í vor og dómsmálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi slíkri athugun. Meðal þess sem miður þykir fara í með- ferð nauðgunarbrota er túlkun og staður þessara afbrota í lögunum. Nauðgun er tal- in til kynferðisafbrota á sama hátt og t.d. kynferðisleg áreitni, sem 197. grein Al- mennu hegningarlaganna fjallar um. Þessi túlkun afbrotsins er af mörgum talin skekkja allla meðferð og rannsókn á nauðg- unum, fórnarlambinu í óhag. Nauðgun sé fyrst og fremst ofbeldisbrot og skuli skoð- ast sem slíkt, nær sé að nauðgunargrein laganna falli undir þsmn kafla þeirra sem fjallar um líkamsárásir. Annað sem þykir orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt, í rannsókn nauðgunarbrota er sönnunarbyrðin, hin neikvæða sönnun- arbyrði fómsirlambsins, konunnæ. í rann- sóknarferlinu er stöðugur þrýstingur á kon- una í þá átt að hún sýni fram á „sakleysi" sitt í brotinu, að hún hafi ekki átt eins konar aðild að verknaðinum, að hún hafi ekki „hjálpað til“. Þessi neikvæða sönnunar- byrði konunnar er geysiþung, eins og mál- um þessum er nú háttað, svo þung, að flest- ar konur sem verða fyrir nauðgun, leggja hana ekki á sig, að því er talið er. Þessi meirihluti fómarlcimbanna annað hvort kærir ekki eða dregur kæmr síncir til baka þegar þessi byrði blasir við. Og þá emm við aftur komin að lagaum- gjörðinni um afbrotið. í lagagreininni er tal- að um sök þegar konu er þröngvað til sam- ræðis. Lögreglurannsóknin tekur fyrst og fremst mið af því hvernig lagagreinin er orðuð og beinist þannig t.d. að því að finna út nákvæmlega hvar umrædd þröngvun hefur átt sér stað og á hvem hátt. Hvar í atburðarásinni er þessi þröngvunarpunkt- ur? spyr lögreglan. Var hann á skemmti- staðnum? Þröngvaði maðurinn konunni inn í leigubílinn, eða inn í íbúðina? Allt er' rifjað upp í smáatriðum, mjög persónuleg- um smáatriðum. Allt, sem bendir til að kon- an hafi af frjálsum vilja fylgt nauðgaranum í atburðarásinni fyrir verknaðinn, er talið honum til málsbóta. Þannig spyr læknir við rannsóknina hvort konan hcifi verið dmkk- in. „Sko, hvern er verið að lögsækja?" spyr Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í samtali við Helgarpóstinn. „Hvaða máli skiptir það til dæmis þegar maður er rændur úti á götu hvort hann hefur verið drukkinn eða ekki? Eða hvort hann sé yfirleitt örlátur á fé? Það skiptir engu varðandi brotið sjálft," segir hún. Miðað við að nauðgun er álitið næst- alvarlegasta afbrot sem menn geta framið hér á Iandi, em dómamir sem menn hafa hlotið fyrir nauðganir furðulega vægir. Frá 1977 til ársloka 1983 bárust 126 nauðguncir- kæmr til RLR, 56 dómar hafa verið kveðnir upp. Meðaltalsrefsing er á bilinu 12 - 18 mánuðir. Synjun Sakadóms Reykjavíkur við beiðni RLR um gæsiuvarðhaldsúrskurð í nauðg- unarmálinu á Hverfisgötu um síðustu helgi hefur valdið deilum. I þessum deilum hafa spumingar vaknað um eðli gæsluvarðhalds og tilgang. Megintilgangur gæsluvarðhalds er að greiða fyrir rannsókn afbrota. En í umræddu máli þótti Sakadómi Reykjavíkur gæsluvcU'ðhcúd ekki réttiætanlegt vegna þess að rannsókn var komin vel á veg og ekkert benti til þess að maðurinn, sem réðst á tvær konur á Hverfisgötunni, yrði dæmd- ur í meira en tveggja ára fangeisi. Hefði hvomgu verið til að dreifa er líklegt að fcúl- ist hefði verið á úrskurðæbeiðni RLR. Þórð- ur Björnsson ríkissaksóknari kærði hins vegar sakadómsúrskurðinn til Hæstaréttar, meðcú annars á gmndvelli þeirra öryggis- sjónarmiða, að maðurinn gæti reynst hættulegur. Þeir menn, sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun, fá iðuiega að ganga lausir, oft svo mánuðum skiptir, þar til afplánun hefst. Maðurinn á Hverfisgötunni er þar engin undantekning. En Kvennalistakonur vöktu athygli á málinu á Alþingi á mánudaginn var og spurðu dómsmálaráðherra m.a. hvort það gæti talist eðlilegt að maðurinn gengi laus. I beiðni sinni um gæsluvarðhald nefndi ekki öryggissjónarmið. Ymsir hafa gert því skóna að Rannsóknarlögreglan hafi ekki séð ástæðu til þess að byggja kröfuna á því sjónarmiði, þar sem viðkomandi sé fjöl- skyldufaðir með flekklausa fortíð og ekki líklegur til ítrekaðra nauðgana. Hverjir svo sem hagir þessa afbrotamanns em, stendur verknaðurinn eftir. Ekkert fær breytt hon- um eða afleiðingum hans fyrir konumar tvær. Það sem almenningsálitið krefst er að rannsókn þessara mála og meðferð dóm- stóla á þeim verði bætt. Gert er ráð fyrir að Hæstiréttur felli úrskurð sinn um gæslu- varðhald á morgun, föstudag. ERLEND YFIRSYN Örþrifaráð Khomeini er árásir á olíuskip ríkja sem ^ standp með írak Persaflóastríðið ógnar nú olíuaðdráttum og olíuverði Þungamiðja átakanna í áralöngu stríði milli írcúcs og írans er flutt cú landi út á sjó. í stað heiftarlegra bardaga skriðdrekasveita og fótgönguliðs í landamærahémðum á suður- og miðvígstöðvunum, em komnar gagnkvæmar loftárásir á olíuflutningaskip um allan norðanverðan Persaflóa. Hámarki náði lofthernaðurinn gegn olíu- skipum í gær, þegar flugvél skaut fimm eld- flaugum á olíuskip frá Saudi-Arabíu innan landhelgi rúcisins. Skipið var að koma frá að lesta olíu í Kuwait og ætlaði að fylla geym- ana í saudicU"abiskri olíuhöfn. Ekki vom borin kennsl áárásarflugvélina, en gengið er að því vísu að herstjóm írans hafi sent hana á vettvang. Undanfamar vik- ur hafa írakskar flugvélar herjað á skip í olíuflutningum frá eynni Kharg, aðal olíu- útflutningshöfn írans. Þeim tókst að sökkva nokkmm skipum og af því hlaust að stór- lega dró úr oiíuútflutningi írana. Þegar í upphafi stríðsins stöðvaði floti írans olíuútflutning frá írak sjóleiðina, svo ekki er um að ræða að íranir hafi nú tök á að gjalda í sömu mynt fyrir loftsókn íraks til að hefta olíuútflutning þeirra. En írans- stjórn hefur fyrir löngu lýst yfir, að geri Irakar alvöru úr hótun sinni um að hindra útflutning á íranskri olíu, muni séð svo um að allur olíuútflutningur frá löndum við Persaflóa stöðvist. íransstjóm lét að því liggja á sínum tíma, að hún myndi gera ráðstafanir til að loka Hormuz-sundi, innsiglingunni í Persaflóa. Þá lýsti Bandaríkjastjóm yfir, að hún myndi snúast gegn hverjum sem reyndi að hefta siglingu um þessa alþjóðlegu siglingaleið og sendi á vettvang flotadeild því til sann- indamerkis. Meðal annars þess vegna hefur íransstjóm nú valið þann kost að taka upp árásir á olíuflutningaskip við vesturströnd flóans til að hefna fyrir írakskar árásir á skip á siglingu við austurströndina. Með þessu þykjast íranir ná sér niðri á Saudi-Arabíu og furstadæmunum við Persaflóa. Þau ríki hafa öll með tölu tekið málstað íraks í stríðinu og styrkt stjómina í Bagdad með miklum fjárframlögum til að bæta henni missi olíutekna. Utanríkisráð- herrar Saudi-Arabíu og furstadæmanna komu saman til fundar strax eftir árásina í gær til að leggja á ráð um sameiginleg við- brögð. íraksstjóm hefur um langt skeið viljað binda enda á stríðið við íran með samning- um, en stjórn klerkaveldisins í Teheran hef- ur ekki tekið samninga í mál, nema stjóm Saddams Husseins í Bagdad sé áður hrakin frá völdum. íranir reyndu að vinna úrslita- sigur á landi í síðasta máinuði, þegar þeir hófu stórsókn að Basra, annarri helstu borg íraks. Eftir afar mannskæða bardaga fjaraði sóknin út og íraksher hélt velli. Síðan þetta gerðist hefur mátt sjá þess merki, að ráðamenn í Teheran séu að hugsa ráð sitt. Hætt var við kosningar til þingsins í miðjum klíðum, og bendir það til að úrslit í fyrri umferð hafi ekki verið klerkahópnum umhverfis Khomeini að skapi. Afhroð írönsku þjóðarinnar í stríðinu er orðið gífurlegt, því klerkastjórnin hefur haft þann hátt á að senda óþjálfaðan unglingaskara í trúarvímu út í opinn dauðann yfir jarð- sprengjusvæði íraka, til að spara þjálfaða hermenn. Þar að auki hafa aðdrættir á vopnum og skotfærum orðið íran æ erfið- ari, sérstíúdega eftir að Bandaríkjastjóm ákvað að snúast á sveif með írak að því marki, að torvelda íran kaup á skotfærum og varahlutum í bandarísk vopn, en slíkan varning hafa Iranir að vemlegu leyti fengið fyrir milligöngu ísraels og Tævan. Um svipað leyti og Bandaríkjastjóm brá á þetta ráð, tókst á ný náin samvinna milli stjórnanna í Bagdad og Moskvu. Um tíma neitaði Sovétstjómin að gera upp á milli íraka og írana en seldi báðum vopn. Smátt og smátt hallaðist hún þó að fyrra banda- lagi við írak, og eftir gagnkvæmar heim- sóknir ráðherra var vopnascúa Sovétríkj- anna til íraks stóraukin, og það á lánskjör- um, en tekið fyrir vopnasölu til írans. Þar á ofcin hefur sovétstjómin leitast við að beita áhrifum sínum á Sýrlandsstjóm, til að svipta íran helsta bcindamanni þess í hópi arabaríkja. Vegna foms fjandskapar við stjórnina í Bagdad, gerðist Assad Sýr- landsforseti mikill vinur klerkanna í Teher- an, enda þótt Sýrland sé einna lengst cúlra ríkja á þessum slóðum frá strangtrúar- stefnu þeirra í daglegu lífi. Sýrlandsstjóm lokaði helstu olíuleiðslunni frá írak til Mið- jarðarhafs, og veikti þar með stórlega stöðu þess í stríðinu. Nú er Assad forseti búinn að koma svo ár eftir Magnús Torfa Ólafsson sinni fyrir borð í Líbanon, eftir uppgjöf Bandaríkjastjómar og undcinhald Ísraeís- hers, að bandalagið við íran er honum ekki mikils virði lengur. Em því sköpuð skilyrði til að eftirgangsmunir sovétstjómarinnar, bandamanns sem er Sýrlandsstjóm ómiss- andi, beri einhvern árcingur í Damaskus. Loks hefur það styrkt stöðu Saddams Husseins, að honum hefur tekist að násam- komulagi við mikinn hluta þjóðemishreyf- ingar Kúrda í norðurhéruðum Ircúcs. Þar hefur verulegur hluti írakska hersins verið bundinn við að halda skæruliðum Kúrda í skefjum. Þótt endanlegt ssimkomulag hcúi ekki enn tekist um sjálfstjómarsvæði Kúrda í Norður-írak, virðist svo sem þeir hafi látið að mestu af hemaðaraðgerðum. Allt ber þetta að stima bmnni, að staða íraks gagnvart íran hefur styrkst síðustu vikurnar. Hefði írakska flughemum tekist að hefta olíuflutninga frá Kharg, án þess íranir fengju að gert, var tekið fyrir helstu tekjulind klerkastjómarinnar og staða hennar í lengd orðin vonlaus, sé það rétt sem hcúdið er frcim, að eftir að sóknin til Basra mistókst sé ekki á færi írans að reyna aðra slíka atlögu, nema með löngum undir- búningi og miklum kaupum á vopnum og skotfæmm erlendis frá. Svar írana er að ráðast á olíuskip nánustu bandcimanna írcúcs, Saudi-Arabíu og fursta- dæmanna. Það er gert í þeirri vissu, að þessi ríki skirrist við að svara í sömu mynt. Þótt Saudi-Arabar sér í lagi hafi yfir vel búnum flugher að ráða, er hann alls óreyndur í hernaði, og stjómin í Riyadh treg til að beita honum, því af gætu hlotist trúflokkaerjur. Shiítarr, trúbræður írana, em fjölmennir í olíuhémðum Saudi-Arabíu. Hins vegar er ljóst að hættan á stöðvun olíuflutninga frá Persaflóa, olíuauðugasta svæði jarðar, hefur skjótt áhrif til hækkunar á olíuverði, sem snertir olíuinnflutningsríki um allan heim. Hlýtur það að verða til þess, að viðleitni á alþjóðavettvangi til að koma á friði milli Iraks og írans eflist um allan helm- ing. Vera má að jafnvel Khomeini og Scim- starfsmenn hans séu komnir á þá skoðun, að frekari blóðsúthellingar séu ekki líklegar til að skilaárangri. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.