Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 13
•Framkvæmd fjáröflunarleiðar sam- bandsins í gríðarlegum ólestri •Innheimtulisti happdrættismið- anna er týndur og tröllum gefinn •Hér er um hneyksli að ræða, segir einn stjórnarmannanna • Persónulegur metingur í algleym- ingi fyrir ársþingið í maílok. eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart o.fi. Ársþing Handknattleikssambands ís- lcinds verður í lok þessa mánaðar. Þegar er ljóst að þar verður ekki friðsamlegt. Megn óánægja ríkir með störf núverandi for- manns sambandsins, Friðriks Guðmunds- sonar. Hann sækist engu að síður eftir end- urkjöri. Formannsslagurinn er nú í algleymingi. Fylgismenn Friðriks hafa komið sér upp öfl- ugri áróðursmaskínu. Á meðan róa and- stæðingar hans að þVí öllum árum að fá Pétur Rafnsson, stjómcLrmann HSÍ, til að bjóða sig fram gegn núverandi formanni. Svo mjög er farið að kveða að þessum slag, að sett hefur verið fram einskonar málamiðlunartillaga af hálfu Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur - stærsta aðildarfé- lags HSÍ - sem vill lægja öldumar með því að koma Guðmundj F. Sigurðssyni, núva-- andi gjaldkera HSÍ, í formcmnssætið til bráðabirgða. Jóhann Guðmundsson, formaður HKRR, sem er dyggur Friðriksmaður, hefur hcddið þessari málamiðlun hæst á lofti. Andstæð- ingar Friðriks pípa hinsvegar á hana. Þeir segja þessa tillögu til þess eins fram setta að tryggja áframhaldandi yöld Friðriks Guðmundssonar í hásæti HSÍ: Gjaldkerinn Guðmundur sé nefnilega Friðriksmaður og hér sé því aðeins verið að reyna að „skipta um höfuð á dúkkunni", eins og það er orð- að. Hingað til hefur formannsslagurinn ein- kennst „cif persónulegu skítkasti milli klofn- ingshópa HSÍ“, að sögn eins innanbúðar- manns í stjóminni. „Það er verið að hefja persónur upp yfir sjálft málefnið, sem er náttúrlega framgangur handknattleiks- íþróttcu'inncu• í landinu." Staðcui í fomnannsslagnum fyrir ársþing- ið j maíiok er sú, að af ellefu manna stjóm HSÍ styðja tveir þeirra Friðrik Guðmunds- son til áframhaldandi fonnennsku. Þessir tveir em gjaldkerinn Guðmundur F. Sig- urðsson og Davíð Sigurðsson meðstjóm- andi. Aðrir stjórnarmenn munu hafa afráðið að styðja ekki formanninn, enda vilja þeir allir að af mótframboði Péturs Rafnssonar verði. Það er því ljóst að Friðrik Guðmundsson kemur til með að eiga á brattann að sæka á komandi ársþingi, þar sem honum mun væntanlega reynast .erfitt að útskýra þetta slæma stuðningshlutfall í stjóm sinni fyrir fundarmönnum frá aðildarfélögum HSÍ um land allt. Þessu hafa fylgismenn hans gert sér grein fyrir, og hafa því hert baráttuna á síðustu dögum. En á stjórnarfundi HSÍ, sem haldinn var á mánudaginn var, kom upp á yfirborðið mál, sem vegna umfangs á að líldndum eitt sér eftir að ráða úrslitum um næsta formann sambandsins. Fjárhagsstaðan í raun slæm Það var Amþmður Karlsdóttir, einn stjómarmanna HSÍ, sem hreyfði þessu máli á fundinum. Hún er formaður kvenncdcmds- liðsnefndar og framkvæmdastjóri lands- liðsins og vildi í krafti þess fá uppgefið hjá gjafdkera scunbcuidsins hvemig fjárhags- staða HSÍ væri um þessar mundir. Hún segist hafa lesið bréf Ámunda Ámundasonar, yfir- lýsts stuðningsmanns Friðriks Guðmunds- sonar, sem hann skrifaði í HP fyrir tveimur vikum og rómaði þar góða fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Þar sem Amþrúður, Helga Magnúsdóttir og Björg Guðmundsdóttir í stjóm kvennalandsliðsnefndar, hafa allt síðasta ár, að sögn Amþrúðar, þurft að reka kvennadeildina algjörlega upp á eigin spýt- ur, án nokkurrar aðstoðar frá formannin- um, „sem hefur sýnt okkur mikið afskipta- leysi", vildi Amþrúður fá upplýst á nefndum stjómarfundi hvers kvennahandknattleik- urinn mætti vænta af þessum „góða fjár- hag“ sambandsins á komandi misserum. Guðmundur F. Sigurðsson gjaldkeri varð fyrir svömm. „Þcir kom furðulegt gmgg upp á yfirborðið," segir Amþrúður blaðamanni HP. ,JVfér finnst ástæða til þess að vekja athygli á þessu máli, sem er hneyksli að mínu viti. i rauninni hefur maður þagað alltof lengi yfir vægastsagt lélegri stjóm HSÍ allt síðasta ár. Þó tók hér steininn úr,“ segir hún. Spurning Amþrúðar á stjómarfundinum á mánudag var á þá leið, hvaða f járhagsleið- ir HSÍ hefði farið í stjómartíð Friðriks Guð- mundssonar, að undcmskildum styrkjum hins opinbera, og hver þeirra leiða, ef ein- hver, hefði skilað árangri. í svari gjaldkerans kpm fram, að í reynd væri fjárhagsstaða HSÍ ekki eins góð og Ámundi hefði látið í veðri vaka í bréfi sínu til ritstjórnar HP. Fjárhagsleiðimar sem HSÍ hefði farið síðasta ár, væm svokcdlað bíla- happdrætti sambandsins síðastliðið haust. Aðrar tekjur sambcmdsins hefðu verið af landsleikjum og blaðaútgáfu, en sú fjárhæð væri ekki umtalsverð. Engar aðrar fjáröfl- unarleiðir hefðu verið famar af hálfu sam- bandsins á undanliðnu ári. „Það er því ljóst," segir Amþrúður við HP, „að það var þetta happdrætti sem átti að skila HSÍ mestum tekjum á árinu. Ég dreg ekki í efa að slíkt var hægt að gera gimilegt á teikniborðinu, og þetta mega þeir skilja sem vilja!“ En málið er eftirfarandi.... Ámunda þáttur Ámundasonar Til að sjá um framkvæmd á tilteknu bíla- happdrætti HSÍ Vcir fenginn til starfa Amundi Ámundason „og þó alls ekki hafi verið einhugur á sínum tíma innan stjómar HSÍ um að ráða þann mann til verkefnisins varð hann samt ofan á að lokurn," segir Arnþrúður en heldur áfrcim: ,Jdanni brá því ekki lítið, svo og flestum öðrum stjómar- mönnum, á mánudaginn var, þegar við heyrðum gjaldkerann lýsa því yfir að Ámundi hefði ekki ennþá séð ástæðu til þess að gera upp happdrættið við HSÍ, þótt svo löngu sé liðinn sá tími sem hann átti að vera búinn að skila því verkefni af sér." Þegar málið var nánar rætt við gjaldker- ann um ástæðuna fyrir þessum seinagangi í Ámunda Ámundasyni, kom í ljós að hann hafði á sínum tíma sent svo og svo mörgum fyrirtækjum í landinu mismarga happ- drættismiða til sölu sem þau hafi lofað að kaupa. Amundi mun hafa skrifað lista yfir þessi fyrirtæki á bréfmiða. í máli gjaldker- ans kom fram að nú væri maðurinn búinn að glata þessum bréfmiða. Aukinheldur gæti hann ekki lengur munað hvaða fyrir- tækjanöfn þetta væru sem hann reit á mið- ann og þar af leiðandi hafi honum ekki enn verið unnt að inna þessa fjármuni HSÍ af hendi. „Það er með ólíkindum að svona lagað geti gerst,“ segir Amþrúður. „Og þeim mun afkáralegra er að þetta kemur upp á yfir- borðið aðeins fáeinum dögum eftir að Ámundi Ámundcison fer með það í blöðin hvað fjárhagsstaða HSÍ sé nú ofsalega góð.“ Arnþrúður heldur áfram: „Þetta mál er gott betur en sérkennilegt. Glatað bréfsnifsi er of hlægileg útskýring á þessu fjárhags- tapi scimbandsins til að hún verði tekin trú- anleg án frekari skýringa." Hik á mönnum að starfa í HSÍ! Ekki hefur enn fengist úr því skorið hversu miklu HSÍ hefur tapáð í kjölfar þessa máls. Aftur á móti er ljóst að stuðningur fyrrgreindra fyrirtækja átti að ráða mestu um afkomu happdrættisins. í reynd er það nefnilega „bréfmiðinn" einn sem veit hve margir miðar happdrættisins eru enn úti- standandi. Annars virðist öll önnur frcim- kvæmd þessa happdrættis vera í ólestri, að sögn Arnþrúðar: „Við í stjóm HSÍ höfum hvað eftir annað beðið um uppgjör þessa happdrættis. Og það er búið að taka sinn tíma, sem sést best á því að það var dregið í þessu bílahappdrætti HSÍ í jsmúar síðast- liðnum, eða fyrir næstum fjómm mánuð- um. Það hefur þó enn enginn hugmynd um það hve mikið hefur komið inn af þessu happdrætti, sem er í sjálfu sér gagnrýnivert, en þeim mun fáránlegra þegar haft er í huga að þetta var að því virðist eina f járöflunar- leiðin sem formaður HSl sá sér fært að fara á öllu síðasta ári.“ En hverju svarar Ámundi Ámundcison þessum ásökunum? Hann segir við HP: „Ég ætla ekki að láta nokkra stjómarmenn í HSI rakka mig niður fyrir störf mín í þágu sam- bandsins. Ég tel mig hafa unnið þar gott starf og komið fjármálum hreyfingarinnar í viðunandi horf, þótt ýmislegt hafi farið mið- ur í sambandi við f járöflunina. Það er rétt að þetta happdrætti hefur mistekist á fáeinum sviðum, en í heild hygg ég að það eigi eftir að koma vel út. Það er aðalatriðið," segir Ámundi Ámundason, en Amþrúður Karls- dóttir heldur samt fram fyrri ummælum um aðhér sé um regin hneyksli að ræða. í ljósi þessara síðustu atburða innan HSÍ telur hún eðlilegra að Friðrik Guðmunds- son gefi ekki kost á sér í stað þess að bjóða sig fram aftur eins og ekkert hafi í skorist. „Það má vissulega segja margt gott um Friðrik Guðmundsson, en þegar ljóst er að hann hefur ekki haldið betur utan um stjóm sambandsins en raun ber vitni, þá finnst mér að hann ætti frekar að þakka fyrir sam- starfið og kveðja." Deilurnar eru samskipta- legs eðlis Greinilegt er af því sem hér að framan hefur verið reifað, að ófriðlega horfir á kom- andi ársþingi Handknattleikssambands ís- lands. Erfitt kann að verða að svara mörg- um þeirra spuminga sem þcir verður vafalít- ið kastað fram. Þessi ófriður innan HSÍ virð- ist eiga sér djúpar rætur og upphafs hans er að leita nokkuð aftur í tímann. „Deilurnar í vetur hafa nær einvörðungu verið samskiptalegs eðlis,“ segir Amþrúður Karlsdóttir. ,Jdér hefur sýnst sem stjómcir- maður að hægt hefði verið að komast fyrir þessar deilur með annarskonar fram- komu,“ bætir hún við. Og það segir sitt um andrúmsloftið innan HSI og stjómar þess að enginn þeirra sejn HP hafði Scunband við vegna þessa efnis, fékkst til að ræða þau undir nafni, nema Amþrúður. Einn HSÍ-manna, sem er utan þessa for- mannsslags, sagði við HP: ,það hefur mest verið deilt um rekstrar- og skipulagsmál, en það er svo sem ekkert nýtt innan sambands- ins. Það nýja er hinsvegar, að persónulegur metingur manna í báðum fylkingunum hef- ur meira en nokkumtíma áður komið í veg fyrir að menn hafi getað sest rólegir niður og leyst málin friðsamlega." J- Arnþrúður Karls- dóttir, stjórnar- maður í HSÍ: „Þetta happ- drættismál er gott betur en sérkenni- legt. Glatað bréf- snifsi er of hlægi- leg útskýring á þessu f járhags- tapi sambandsins til að hún verði tekin trúan- leg án frekari skýringa...“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.