Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 7
íkveikjueldarnir loga, brunarannsóknirnar sjaldnast sendar saksóknara, og: TRYGGINGA- FÉLÖGIN BORGA BRENNU- VÖRGUNUM! eftirÓlaTynes myndir Jlm Smartog DV Líkur benda til að allnokkur hópur manna sem kveikt hafa í fyrirtækjum sínum, eða öðrum eign- um, til að fá greitt tryggingafé, gangi laus á Is- landi. Þeir þurfa lítt að óttast að til þeirra náist. Þeir aðilar sem málið helst snertir (að frátöldum oss vesölum sem borgum brúsann) visa hver á annan og senda ýjur um ábyrgð frá sér hraðar en auga á festir. Þetta er eins konar borðtennisleikur kerfisins. Meðferð þessara mála er með þeim hætti að ef þetta væri kvikmynd, væri erfitt að átta sig á hvort hún væri eftir Disney eða Kafka. Aðeins virðist þó farið að örla á skilningi á að þetta sé kannske ekki alveg nógu sniðugt og til dæmis hafa menn verið sendir til útlanda til að sérmennta sig í brunarannsóknum. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun, sem rætt var við þegar f jallað var um brunatjón í Helgarpóstinum, 12. apríl síðast- liðinn. Guðmundur sagði þar, meðal annars, að eldvamir og brunarannsóknir væru í mesta ólestri víðast hvar á landinu. Guð- mundur sagði einnig að hvað íkveikjur snerti teldu þeir hjá Brunamálastofnun að mjög hefði sigið á ógæfuhliðina á undanföm- um árum. Eins og fram kom í fyrr nefndri grein getur það verið greiðasta leiðin út úr fjárhags- örðugleikum að kveikja í hjá sér. Ef til dæmis er um að ræða fyrir- tæki, getur tekið mörg ár að fá inn söluandvirði, ef þá yf irleitt tekst að selja. Hinsvegar er tryggingafé greitt fljótt og vel. Ekki er nokkur leið að geta sér til um hve margir fyrirtækjabrunar á undanfömum árum hafa orðið vegna íkveikju. Þaðan af síður er hægt að geta sér til um hvort það hafa verið eigend- urnir sjálfir sem kveiktu í, eða þá bara einhver brennuvargur útí bæ. Hins vegar hafa fleiri en einn fulltrúi tryggingafélags sagt í spjalli við Helgarpóstinn að stundum séu þeir gráti nær þegar þeir séu að skrifa út ávísanir til manna sem þeir em VISSIR um að hafi kveikt í sjálfir. En hversvegna em þessir menn ekki settir í steininn frekar en að láta þá hafa stórar ávísanir? Á þessu er að vísu að verða nokkur bót núna, en undanfarin ár hafa bmnarannsóknir verið í molum hér á landi. Sérfræðiþekking hefur ekki verið fyrir hendi, allavega ekki nógu mikil. Jafnvel þótt rannsókn- armenn hafi komist að þeirri nið- urstöðu að lítill vafi léki á íkveikju, og jafnvel þótt þeir hafi verið í jafn litlum vafa um að eigandinn væri sekur, hefur ekki verið hægt að leggja fram óyggjandi sannanir. Og þótt saksóknari fái í hendumar skýrslu sem segi lítinn vafa leika á íkveikju, þá getur hann lítið að- hafst ef ekki er hægt að leggja fram rökstuddan gmn um hver sé sekur. Það getur allt eins verið einhver kóni útí bæ sem er fyrirtækinu eða fasteigninni alis óviðkomandi. Tökum dæmi um tvo bmna sem talið er allt eins líklegt að hafi verið íkveikjur. Það fyrra er frá 11. júní 1982, þegar þakpappaverksmiðj- an Silfurtún hf. í Garðabœ brann. Niðurstöður rannsókna vom á þá leið að líklegasta orsök bmnans hafi verið ofhitun efna í asfaltsuðu- kari. Talið var ólíklegt að það hefði getað orðið vegna bilunar í hita- stillum þar sem þeir vom fjórir og allir hefðu þurft að bila í einu til að valda eldsvoðanum. Það var því talið líklegast að eld- urinn hefði kviknað vegna þess að SJÁNÆSTUSÍÐU

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.