Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 22
SKÁK Þrenn tafllok eftir Guðmund Arnlaugsson Nú er orðið langt síðan við höf- um skoðað tafllok hér í þættin- um; við skulum líta á þrenn lok í dag. Fyrsta myndin sýnir litla glettu eftir Leonid Ivanovitsj Kubbel (1891-1942), einn af mestu sniil- ingum á sviði skákþrauta sem uppi hafa verið. Jafntefli Hvítur á að halda jafntefli þótt hann eigi manni minna en svart- ur. Það gerist á þennan hátt: 1. e7 Bb8 Þetta er eina leiðin til þess að ná peðinu. 2. e5 Bxe5 3. Bd7 Bd6+ 4. Ka4 Bxe7 5. Be6+ Kg7 6. Bd5 Bf 1 Taki svcirtur biskupinn er hvítur patt! 7. Bc4 Bh3 8. Be6! og heldur jafntefli, svarti biskup- inn kemst ekki út. Næsta þraut er eftir mann sem ég þekki lítið til: E.I. Umnov, hún er dálítið flóknari. Þar á hvít- ur að vinna þótt hann sé með hrók undir. En hvítu frelsingjam- ir eru snarpir á sprettinum, vand- inn er einungis sá að leika þeim í réttri röð. 1. e7 dugar ekki vegna Hh8+ og síðan He8. UMNOV (1928) 1. b7 Bh2 2. c4+Ka6! Hvítur náði valdi á h8, en svartur hefur snjalla vörn í huga. 3. e7 He3 4. Be5! Hugmynd Nowotnís: biskup- inn sest að þar sem leiðir svörtu mannanna skerast. Annarhvor þeirra verður að taka biskupinn og stendur þá í vegi fyrir hinum. 4.... Hxe5! Svcirtur verst vel. Nú má hvítur mjög gæta sín: 5. b8D Hxe7 6. Dxh2 He8+ 7. Db8 Hd8!! 8. Dxd8 og svartur er patt. Ekki dugir 6. Dc8+ Kb6 7. Dd8+ Hc7 8. Kb8 Be5 heldur. Hvítur verður því að taka til annarra ráða: 5. b8R+! Kb6 6. Rd7 + og vinnur. (Eða 5. - Ka5 6. Rxc6+ og Rxe5). Þriðja þrautin er langþyngst og er í rauninni alveg ótrúlegt að hvítur geti unnið, þar sem hann á ekkert peð og einungis þrjá menn, og ef betur er að gáð, kem- ur í ljós að einn þeirra hlýtur að falla. Höfundur hennar heitir Ratner. Við hann kannast ég ekki, þetta er eina þrautin sem ég hef séð eftir hann, en hún skilur eftir sterk áhrif. RATNER Hvítur á að vinna 1. Be2! Biskupinn þcuf að hcilda sig á þessari skálínu, og eins og síðar kemur í ljós er þetta eini reitur- inn sem dugar. Nú reynir svartur að vinna annan riddarann. Ekki dugar Ka5 til þess: 1. - Ka5+ 2. Kg2 Bd4 3. Rb3+. Því er ekki nema um eitt að ræða: 1. ... Kb7+ 2. Kg2 Bd4 3. Rb3 Bxe5 4. Ra5+ Þarna kemur hugmynd hvíts í ljós. Kóngurinn má ekki stíga á svartan reit, því að þá fellur bisk- upinn, og hann má heldur ekki fara til c8 vegna Bg4+ og biskup- inn fellur í næsta leik. Hefði hvít- ur leikið 1. Bfl, myndi Kc8 hafa dugað, hvíti kóngurinn hefði þá verið fýrir biskupnum. Nú kemur líka í ljós hvers vegna 1. Bd3 hefði ekki dugað: þá hefði svarti kóng- urinn getað bjargað sér á handa- hlaupum: 4. - Kb6! 5. Rc4 + Kc5 6. Rxe5 Kd4 og nær öðrum hvorum mcmninum. En úr því sem komið er, er kónginum nauðugur einn kostur: 4. ... Ka8 5. Rc6 Bc3 (eða á ein- hvem annan reit). 6. Ba6 Nú er svarti kóngurinn lokaður inni en sá hvíti leggur upp í langa ferð. 6. ... g5 7. Kf3 Bd2 8. Kg4 Be 3 9. Kf5 Bd 2 10. Ke6 g4 11. Kd7 g3 12. Kc8 g2 13. Bb7 mát. Þarna mátti ekki miklu muna. Ef við setjum hvíta kónginn á g2, svarta biskupinn á d6 og peðið á g4 er skákin jafntefli, peðið er komið of langt. VEÐRIÐ SKÁKÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Á morgun, föstudag, þokast lægð við suðurodda Græn- lands nær okkur,sem þýðir suð- læga átt um land allt, rigningu á Suður- og Vesturlandi en þurrt fyrir norðan. Á laugardaginn er lægðin; komin langleiðina til frlands og því verður áttin hæg og austlæg um allt landið og hið skapleg- asta veður. Á sunnudag, hins vegar, verður hæg norðlæg átt yfir landinu og blíðskaþarveð- ur. Úr tefldu tafli Úr bréfskák árið 1954. Svissneski meistarinn Grob hcifði svart og sýndi að staða hvíts er heldur betur völt. LAUSN A BLS; 27. r—* -i V ■ F H • H T • L V T t r / N r R 0 S s fí • 5 fí G H / R L fí r fí /V O L V u r U N N fí • L J rr\ Ö H V u L L • u s L fí ■ '/ m U ó u 5 r u H ö r H U m • L 'F) fí 5 fí m fí N • P / L r fí R fí R ó 1 R fí fí R rv ) R * L fí l< R 'fí ■ fí N • G A r o R F fí R • fí F L R fí /< £ L • D • & R i G / ■ N fí P R ) • B fí R fí / m P F S • L 'fí ■ H Æ G u R ■ R ’o L U * L £ / R U ■ 'fí • fí j ö L U m U m L fí m 'fí L ) • F) F K F R L L fí r U R 5 N fí u Ð fí R 1 F N f) • F L J '0 r fí R * 5 V fí D N U R L R fí G N ■ 'fí fí R * 5 r O t> ■ V R • F) U 5 r fí H 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.