Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 20
„Mitt farartæki
er píanóið“
-Helgarpósturinn rœðir við spænska tónskáldið
(og stangveiðimanninn) Carlos Santes
eftir Ólaf Engilbertsson
Hann gekk að píanóinu og hóf
leik af fítonskrafti og auðmýkt í
senn. Þar kom að hann stóðst ekki
lengur mátið að skella olnbogum í
tónborðið og hljóðaði af kátínu.
Þetta endurtók hann margsinnis.
Stúlka skreið inn á sviðið og vatt
sér um háls hans og hann allan
einsog snákur. Hann lét sem ekkert
værri og hélt áfram leik sínum -
stúlkan steypti sér kollhnís í kjöltu
hans. I lokahrinunni missti hún
tangarhaldið og virtist sogast burt
sömu leið og hún kom - en meist-
arinn lauk leiknum í dramatískri
innlifun. Ég ákvað að hljóla í mann-
inn.
Við Carlos Santos mæltum okk-
ur mót í Poliorama-leikhúsinu
kvöldið eftir. Þessa daga var hann
rauði þráðurinn í leikhúslífi Barce-
lona. Músíkuppákoman ,3eet-
hoven, hvað gerist ef ég loka fyrir?"
var nú endursýnd í Poliorama-leik-
húsinu. í öðru leikhúsi, Regina, var
ballett á fjölunum með tónlist
Santosar. Einmitt þar hafði „Beet-
hoven ..." verið frumsýndur í
febrúcU" við mikla hylli ásamt öðru
stykki,,JVlinimalet-Minimalot", þar
sem Santos nötraði, skalf og grenj-
aði einn síns liðs í rúma fimm
stundarfjórðunga.
Hann sat við píanóið þegar við
Copiné ljósmyndari birtumst. Við-
talið fór fram á kaffihúsi í grennd-
inni.
„Ég er fyrst og fremst tónlistar-
maður," sagði hann aðspurður um
uppákomur sínar. .Afturámóti
byggjast þessar músíkuppákomur
mínar kannski meir uppá notkun
líkamans en venjulegur konsert.
Leikmynd skiptir mig ekki máli -
lýsing nægir mér og þess utan nota
ég stuttar kvikmyndir sem ég geri
sjálfur. Mér er hinsvegar meinilla
við allt tæknibrölt og vélar. Ég
kann ekki á nein farartæki nema
píanóið ... Aðstoðarfólk mitt er
fyrst og fremst söngvarar, ekki
leikarar. Þau sem eru með mér í
„Beethoven, hvað gerist ef ég loka
fyrir?“ eru úr ýmsum áttum. Ein er
dansari, önnur söngvari - aðeins
einn er leikari. Þetta eru raddir -
hin upprunalegu hljóðfæri ...
spuni líkamans. Ég byggi mikið
upp á rytma ... rytma sem getur,
þegar bíest lætur, speglað ástand
líkamans ... en tónverkið sjálft er
skrifað nákvæmlega, nótu fyrir
nótu - það er líkaminn sem spinn-
ur út frá því. Það má kannski kalla
það leiklist, en þá er líka öll tón-
Íistartúlkun leildist. Ég hef meiri
áhuga á sambandi við áheyrendur
en flestir avantgarde tónlistar-
menn ... og legg þvf kannski meira
uppúr líkamlegri túlkun. En jafn-
vægi á milli túlkenda og áhorfenda
er ekki til í dæminu. Raunveruleiki
sviðsverksins er að einhver verði
þess aðnjótandi - að einhver sjái
það og heyri. Við vitum líka að
fólk verður strax óttaslegið og vart
um sig þegar leikurinn færist út í
sal. Fólk kemur ekki til að kasta sér
á vald atburðanna - það kemur til
að sýnast, fyrst og fremst. Aðal-
tómstúndagcunan mitt er að veiða
túnf isk, sem ég held að sé að mörgu
leyti skylt því að koma fram á sviði.
Meirihluti gestanna er svo þrjósk-
ur og hvumpinn að hann klippir á
línuna án þess svo mikið sem að
hamast. Það er huggun að hann
skuli gleypa öngulinn. Ef einhver
gengur út meðan á leik stendur er
það vegna þess að hann hefur eitt-
hvað á móti sjálfum sér. Á meðan
ég er heiðarlegur gagnvart sjálfum
mér á sviðinu hef ég ekki áhyggjur
af slíku. Þar gef ég allt sem gefið
verður - með einbeitínguna í
botíii."
Ég bað Santos að segja eitthvað
af ferli sínum.
„Það eru rúm 20 ár síðan ég hóf
að starfa sem tónlistarmaður. Ég
hef haldið tónleika og komið fram
á ýmsum festivölum í Evrópu,
Bandaríkjunum og Suður-Ameríku
- þar á meðal 12. alþjóðlega
sound-poetry festivalinu í New
York. Frá 1978 hef ég unnið sjálf-
stætt að minni eigin tónlist. Einnig
hef ég gert nokkuð af stuttum kvik-
myndum sem ég nota á uppákom-
um. Þú sást t.d. í gær Beethoven
ganga í hafið. Þetta var mikilvægt í
uppbyggingunni, þvf síðan birtist
hann raunverulegur í lokin, sem
einskonar afturganga, og heimtaði
að ég lokaði fyrir.“
En tengslin við sound-poetry -
er hann dadaisti?
,Álín verk eru miklu skyldari
tónlist - nútímasöng, heldur en
sound-poetry, sem ég álít að eigi
frekar rót sína í bókmenntunum.
Ég er tónlistcumaður númer eitt,
tvö og þrjú. Dadaisminn hefur þó
alltaf verið ríkur í mínu stússi og
vafalaust má sjá hans merki í uppá-
komum mínum. Sama má segja um
súrrealismann - þá á ég við þenn-
an latneska súrrealisma, sem mað-
ur vogar sér að kalla hefð í Suður-
Evrópu og á kannski meira í mcinni
en dadaisminn. Með avantgardist-
um seinni tíma getur maður þó tal-
að endalaust um álirifavcilda og
greint niður í smátt. Ég tel mig hafa
fundið mína list og mér líður vel -
ég sef einsog hestur."
Er hcmn sniliingur?
„Ég er enginn snillingur, ég vinn
með öðru fólki og meðtek hug-
myndir þess. Ég er 42 ára og bý
með konu, en hjónaband er mér
fjarri skapi. Ég lifi fýrir daginn í
dag.“
I sömu mund hrifu tvær ung-
meyjar Santos á braut.
SÍGILD TÓNLIST
Hugsjónarolur stikkfrísins
Ég var búinn að klippa út grein eftir Guð-
berg Bergsson um daginn og ætlaði að hafa
hana hangandi fyrir ofcin rúmið mitt mér til
heilsubótar. Hún er um sýningu „túlípana-
kynslóðarinnar" í Listasafninu, eða öllu
heldur var sú sýning tilefni til pælinga í
stöðu lista og listamanna á landinu og nið-
urstaðan minnti mig yndislega á Wagner
þegar hcinn var að velta fyrir sér óperu-
kraðakinu í kringum sig og að sækja í sig
veðrið til átaka um Hringinn Niflunga. En
það var einsog fyrri daginn, hundurinn
,^em étur allt“ komst í úrklippuna og því
var ég með hita í gærkvöldi og langt frá að
vera brattur í morgun. En þetta er að lagast.
Ég klippti hinsvegar ekki út fréttina af
efnisvali Þjóðleikhússins næsta vetur. Hún
fór samföst við blaðið í öskutunnuna því
mér þykir vænt um hundinn minn. En þrátt
fyrir það hefur fréttarskömmin haldið fýrir
mér vöku og komið út á mér angistarsvita,
svo illþefjandi, að kötturinn hnerrar og fel-
ur sig uppi í risi. Þá er að fara með „æðru-
leysisbænina" segja sumir og hvort ég hef
reynt. En ekki hef ég verið bænheyrður enn,
enda í miklu að snúast í himnunum einsog
fyrri daginn, hvað svo sem síðar verður.
Skuggasveinn, Frænka Charleys og Mað-
ur og kona hafa löngum þótt góð skemmtun
í sveitum landsins. Því er ekki að neita. Þau
eiga líka áreiðanlega eftir að vera á fjölum
áhugaleikhúsanna enn um stund, því þetta
eru viðráðanleg verk til tómstundaiðju,
krefjast engra ofurmannlegra átaka af ör-
þreyttu frystihússfólki á sviði og í sal. En
eru þetta verðug viðfangsefni þeirra einu
listamanna landsins sem búa við sæmileg
borgaraleg kjör, íslenskra „þjóðieikara‘7
Auðvitað er mér ljóst að þetta fólk er oft
uppgefið eftir að standa í auglýsingagerð,
fylliskrallabrilljans og útreiðum og ég veit
af fenginni reynslu að það er lýjandi að
koma yfir sig húskofa, einkum ef hugarfarið
,Stór, stærri, stærstur" er með í förinni.
Þrátt fyrir það er ég alls ekki viss um að
„þjóðleikarar" og aðrir ,atvinnuleikarar“
fagni svona ,/epertúari" af heilum hug, því
ýmsir þeirra búa yfir talsverðum listrænum
metnaði, jafnvel ástríðu. En þeir taka þessu
áreiðanlega með þegjandi þögninni flestir-,
sumir nöldra þó svo lítið ber á og nokkrir
æsa sig í boðum. Svo leika þeir það sem
þeim er sett fyrir, stundum vel, oft frábær-
lega illa og einum eða tveim tekst upp svo
um munar. Starfið er færibandavinna. í
þessu felst auðvitað meiri óhamingja en
tárum taki.
Eins og hjá öðrum ríkisstofnunum er
ógjömingur að finna þá sem bera ábyrgð á
þessu gæfuleysi. Framavinglamir sem sitja
í forstjórastólunum em alltaf stikkfrí
„vegna pólitísks þrýstings" (hræðslan við
Albert) og ráðgjafar þeirra em ekki mark-
tækir vegna þess að allir vita að þeir em
þarna aðeins til að skella á skuldinni ef illa
fer. Fjárhagslega. Einsog að þjóðleikhús, á
landi þæ sem „undirstöðuatvinnuvegimir"
em fyrir bókhaldshugkvæmni reknir með
stórkostlegu tapi, hafi möguleika á að
standa undir sér. Er nema von að fólkið fari
á taugum.
Okkur er sagt, eða það á að telja okkur trú
um, að Iangabarsfyndni á borð við Gæja og
„Þaðáað teljaokkur
trú um að langabars-
fyndni á borð við Gæja
og píur, sem kostar í
sviðsetningu á við
þrjár meðal óperur,
geti rétt við hallann
og gert háttvirta leik-
húsgesti svo bjart-
sýna að þeir kaupi
sig inn á hvað sem
er,“ segir Leifur
Þórarinsson m.a. í
grein sinni um leik-
ritaval Þjóðleik-
hússins fyrir næsta
vetur.
píur, sem kostar í sviðsemingu á við þrjár
meðal ópemr (kostaði á við tíu í London
þar sem.NT setti hana upp tíl að þóknast
milljón túristum í verslunarerindum), geti
rétt við hallann og gert háttvirta leikhúss-
gesti svo bjartsýna að þeir kaupi sig inn á
hvað sem er. Látum þennan halla þeirra
lönd og leið, hann hlýtur að vera viðfangs-
efni geðspesicúista, en þetta .Jhvað sem er“,
hvað er það? Skuggasveinn, frænkan og
Maður og kona, eitthvað sem hefur mælst
vel fyrir á Broadway í fyrra (vonandi upp-
gjör við kynslóðina ’68 eða hommagælur
frá Tennessee) og svo West Side Stoiy með
vorinu. Gott ef Shakespeare kallinn var þó
ekki að villast þama með Ríkharð þriðja,
þennzrn sem gerði út Jón Gerreksson að
banna bændum hér að selja böm í beitu.
Getur hugsast að einhver þjóðleikaranna
muni nú hcifa öðlast þann þroska í auglýs-
ingabransanum sem þarf í þetta magnaða
hlutverk? Svo má líka alltaf skella skuldinni
á Villa „ef illa fer“.
Mig gmnar þó að raunvemleg ábyrgð
liggi einkum hjá leikumnum, öllum og ein-
um, og okkur áhorfendum, sem enn ætlum
að láta hugsjónarolur stikkfrísins telja okk-
ur trú um að „list sé sjálfsagður hlutur" líkt
og að éta og ganga öma sinna.
PS: Stendur ekki einhversstaðar í lögum
eitthvað um skyldur Þjóðleikhússins við
,,list og menningu"? Og eitthvað rámar mig
í skyldur þess við óperu sérstaklega. Hins-
vegar man ég ekki eftir neinu um ballett, en
það er áreiðanlega kölkun. Enda starfar
þar dansflokkur með miklum ágœtum, og
efalaust má skella á hann ýmsum skuldum
ef mikið liggur við.
20 HELGARPÓSTURINN