Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 25
Einu sinni var litið upp til flugmanna, en þeir hafa hrapað í almenningsáliti • Meginkostur við flug- mannsstarf ið er stuttur vinnutimi sögur um „hið ljúfa líf“ í útlandinu, villt partí og drykkju, en þær eru fjarri veruleikanum," segir flug- þjónn við HP. í Evrópu er aldrei stoppað. Vélarnar leggja af stað í býtið á morgnana og koma aftur heim síðdegis, stundum ekki fyrr en um kvöldmat. Þetta er langur vinnudagur. Oðru máli gegnir um Ameriku- flugið. Þá er stoppað í minnst einn sólarhring, stundum í 3-4 daga, þegar aðrar áhcifnir taka vélarnar heim á leið. Áhafnimæ dvelja á sömu hótelunum í New York, Chicago, Detroit, Baltimore og Luxemborg. Vestanhafs er fólkið lent um kvöldmatarleytið að stað- artíma en klukkan í höfði fólks er 11-12 um kvöld. Flugfólkið hefur því hægt um sig eftir lendingu. í sólcirhringsstoppi notar fólk gjam- an daginn eftir til að versla og skoða sig um. í lengri stoppum fer áhöfnin gjarnan út að borða sam- an, en arinars er mjög misjafnt hvort áhöfnin heldur hópinn. Oft er farið á bíó, skemmtistaði eða tónleika, eða setið heima á hóteli og horft á sjónvarp eða myndbönd. ,3umir flugmenn em kannski æstir fyrstu mánuðina en flestir slappa bara af í þessum stoppum. Þetta er rólegur tími,“ segir einn flugmað- ur. „Sumir flugmannanna líta svo- lítið stórt á sig,“ segir fyrrverandi Flugleiðaflugfreyja góðlátlega, „og þeir vilja allir vera svolitlir heims- menn. Þeir eiga líka fyrir því oft á tíðum, þetta em menn sem hafa komið víða. En það er eftirtektar- vert hvað þeir miða allt út frá ame- rískum standard á hlutunum. Þeir verða sumir fúlir ef þeir lenda til dæmis á hóteli í Portúgal, þcir sem ekki er hægt að ná ajnJc. 10 stöðv- um á sjónvarpið. En þetta em prýðismenn yfirleitt." Drykkja er ekki sögð vera neitt vandamál. „Þótt fiugfókið hafi betri aðgcing að víni á vægu verði en aðrir landsmenn, er ekki þar með sagt að það drekki meira en aðrir. Ég held að drykkjan sé bara svipuð og hjá öðmm stéttum,“ segir flug- þjónn hjá Flugleiðum. Fjöldinn ail- ur af flugmönnum snertir ekki áfengi og það er ekki nema einn og einn sem fær sér neðcin í því í löng- um stoppum." Flugmenn mega ekki bragða áfengi í 18 klukku- stundir fyrir flug, og þessi regla er tekin alvarlega, að því er flugfólkið segir. En þessi regla er engin töfra- formúla fyrir pottþéttri frammi- stöðu flugmanna við stjómvölinn. Eða eins og einn flugmanna Amar- flugs orðar það, „sá sem hefur „dáið“ 18 tímum fyrir flugtak og sofið úr sér, er áreiðanlega verr á sig kominn heldur en sá sem hefur verið edrú en íengið sér eitt glas af bjór með matnum kvöldið fyrir flug.“ Flugfólk forðast að láta hvert annað sjá sig við skál. „Það má segja að það sé hrætt hvert við annað að þessu leyti," segir Flug- ieiðaflugfreyja. .Álagið er það mik- ið í fluginu að fólk lætur þetta bara ekki gerast, það borgar sig ekki, og það er lítið um að menn loki sig einir af með glasið. Þetta kemur fyrir einn og einn í löngu stoppi, en það þolir enginn að drekka mikið í þessu starfi, það er augljóst mál.“ Flugmenn láta sér meira annt um eigin heilsu en flestar aðrar stéttir. Þeir verða að gera það. mánuður. Flugmenn njóta einnig vissra fríðinda, og þar vega afslátt- arflugmiðar þeirra og fjölskyldna þeirra þyngst. Meðal þess sem flugmenn hafa krafist núna er að Flugleiðir greiði símakostnað, bíla- kostnað og hreinsunarkostnað við flugmannsbúningana. Þá vilja flug- menn greiðslur fyrir næturflug, hærri dagpeninga í Evrópu, bcik- vaktaálag, desemberuppbót á laun og að veikindafrí þeirra verði 18 í stað 12 mánaða. Miðað við flestar aðrar stéttir eru flugmenn mjög vel tryggðir gagnvart slysum og veik- indum. Flugmenn leggja nú mikla áherslu á launahækkun yngstu flugmannanna. Flugleiðir segja að þessar kröfur þýði í sumum tilvik- um 28% hækkun. Þeir flugmenn sem neðstir eru í launastiganum eru aðstoðarflugmenn í innan- landsflugi, með um 34.000 krónurá mánuði. Þeir una hlut sínum illa. „Við fljúgum 15-20 ára gömlum vélum, handfljúgum þeim, því að Flugleiðir haia talið sjálfstýringu of þunga og fyrirferðarmikla í Fokker- vélarnar, hcifa frekcir viljað fá í þær þunga sem borgar: fólk eða vörur," segir einn þeirra í samtali við Helg- arpóstinn. „Þetta er hörkuvinna, og enginn „glamour". Farþegar finna það strax á einni leið í vond- um vetrarveðrum hvemig þetta getur verið. Maður fer stundum þrjár ferðir á dag. Það em sex ieið- ir. Maður er duglega undinn eft- ir svoleiðis vinnudag." Starfsaldurshækkanir em mjög örar hjá flugmönnum. Flugfélögin hafa lagt út í mikinn kostnað við að þjálfa þá og vilja ekki missa þá. Hækkanirnar em árlega og nema 1000-2000 krónum í mánaðar- kaupi. En mest hækkar þó kaup flugmanna við það að færast upp í tign. Menn byrja sem aðstoðarflug- menn í innanlandsflugi, fara þaðan í aðstoðarfiugmannsstöðu á milli- landaþotu, þá flugstjórastöðu í innanlandsflugi, ef þeir kæra sig um, og ná svo að lokum toppnum sem flugstjórar í millilandaflugi. En þetta klifur tekur sinn tíma. Dæmi em um að menn hafi verið ,Jcóar- ar“, aðstoðarflugmenn, í 20 ár. Flugmenn mega fljúga allt þar til þeir verða sextugir, en flestir nota sér heimild til að fljúga 3 ár í við- bót. Sumir em jafnvel aðstoðar- flugmenn alla sína starfsævi og fara síðasta túrinn sinn sem kap- teinar 63 ára,“ segir reyndur Flug- leiðaflugmaður, hálfpartinn í gríni. „Aðrir verða aldrei kapteinar." Það tekur menn 5-10 ár að vinna sig upp úr erli innanlandsflugsins í til- töluleg rólegheit millilandaflugs- ins. Flugmcmnsstarfið er geysilega eftirsótt; umsóknir um þau fáu störf sem losna á hverju ári em jafnan 100-200 og haft er fyrir satt að aðeins 2% af þeim sem státa af flugskírteinum hafi atvinnu af flugi. En hvernig verða menn flug- menn? Flestir byrja með því að fá flugdellu, og byrja þá að læra að fljúga. Flestir hætta að stunda flug- ið nema upp á sport en hinir halda sig við efnið,Þeir halda sér í þjálfun og safna flugtímum. En það er dýrt að fljúga og algengasta leiðin til að kljúfa þetta dæmi fjárhagslega er að kenna flug. Atvinnuflugmanna- liðið er smám saman að yngjast upp og með auknum verkefnum flugfélaganna á allra síðustu árum Flugmenn nota frítímann vel, sumir eru í fyrirtækja- rekstri með fluginu • Hæstu flugmannslaun á íslandi eru um 85.000 krónur en um 300.000 krónur í Bandaríkjunum Það tekur oft 20 ár að verða flugstjóri á þotu • Eiga f lugmenn að fá borgað fyrir að trimma? og betri afkomu þeirra hefur þessi þróun orðið nokkuð hraðari en oft áður. „Þetta eru engir herðabreiðir, ljóshærðir og bláeygir ungir menn sem hoppa út úr þessum vélum," segir flugfreyja sem hefur starfað í nokkra mánuði hjá Flugleiðum. „Mægir cif þeim gætu þess vegna verið afar mínir," segir hún. ,3tór hluti af þessciri stétt hefur elst saman, fylgst að,“ segir fertug stíirfssystir hennar. Þau störf þykja jafnan eftir- 1 sóknarverð sem bjóða upp á tíðar utanlandsferðir, og í þeim efnum kemst náttúrlega ekk- ert starf í hálfkvisti við starf flug- fólksins. Það er alltaf úti og öfund- áð af því. ,Já já við heyrum þessar Tvisvar á ári þurfa þeir að ganga í gegnum fjögurra daga flugþjálfun í eftirlíkingu af flugstjórnarklefa á jörðu niðri, þcir sem þeir eru dag- íangt látnir berjast við ótrúlegustu bilanir í „flugvélinni". Þeir fara líka í gagngera læknisskoðun á sex mánaða fresti. í stcirfinu er þannig ekki aðeins lagt að mönnum að þeir séu við góða heilsu - þess er öllu heldur krafist af flugmönn- um. Og þeir vilja núna að framlag þeirra við það að halda sér í skikk- anlegu formi líkamlega verði metið við þá í launum. Margir þeirra trimma grimmt og spumingin er hvort þeir eiga að fá borgað fyrir það - eru þeir að trimma fyrir fé- lagið eða í einkaerindum? Hinn rúmi frítími flugmanna ger- ir þeim kleift að sinna hinum marg- víslegustu hugðarefnum. Alls kyns hobbý eru þar ofarlega á blaði, svo sem golf, lcixveiðar og hesta- mennska, en fleira kemur til greina. „Þrír eða fjórir em að fikta við bisness,“ segir einn flugmcinna Flugleiða, „aðallega innflutning og heildsölu." Erlendis em flugmenn í góðri aðstöðu til að rækta við- skiptasambönd og í fríum í miðri viku heima fyrir gefst gott tóm til að sinna erindagjörðum fyrir einkabisnessinn. Sumir taka að sér snatt fyrir vini og kunningja, eins og gengur, útvega þeim hluti að utan sem erfitt er að fá hér heima eða sem kosta mun meira hér, einkum ef þeir eru hátt tollaðir. Við íslendingar höfum löng- um verið sagðir státa af heimsins fæmstu flug- mönnum. „Þeir em frægir fyrir færni í starfi," segir fyrrverandi Flugleiðaflugfreyja. „Ég man eftir Pakistana sem við hittum einu sinni á KLM-hóteli í Pakistan. Hann ætlaði aldrei að hætta að segja okkur að ísland ætti bestu flug- menn í heimi. Svo heyrðum við seinna að þetta hefði verið aðalfor- stjóri PIA, pcikistanska fiugfélags- ins.“ Þegar flugmenn hér em spurðir um þennan orðstír, eyða þeir gjarnan talinu af hógværð og segja að þetta sé gömul tugga. Því sé hins vegar ekki að neita, að erf- iðcir aðstæður í innanlandsfluginu séu vissulega góður skóli. „tætta er góð þjálfun," segir einn yngri flug- mannanna í inncinlandsfluginu. Hann bendir á það skömmu síðar að fyrir þremur árum hcifi flug- maður á hans starfsaldri haft sem svarar 2000 Bandaríkjadollurum í laun á mánuði. Nú séu launin ekki nema 1100 dollarar á mánuði. íslenskum flugmönnum er oft legið á háisi fyrir að vilja taka mið af launum erlendra starfsbræðra sinna. „Við emm ekkert að miða okkur við Bandaríkjamenn," segir einn flugmanna Flugleiða, „enda eru þeir hæstu þar með 300.000 krónur á mánuði, en okkur finnst ekki óeðlilegt að laun okkar séu eitthvað nálægt því sem flugmenn svokallaðra „flag carrier" flugfé- laga hafa, félaga eins og SAS og Lufthansa, sem em fánaberar þjóða sinna.“ En það er ekki hlustað á svona kröfur íslenskra flugmanna. Og hugsi þeir sér að fara í verkfall, bannar ríkisstjórnin það bara. Þeir em nefnilega ómisscmdi. Hver sem er getur ekki flogið þotu. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.