Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 11
Bæjarstaðaskógur: HÁVAXINN OG FAG- UR BIRKISKÓGUR Skammt fyrir innan Skaftafell er Bæjarstaðaskógur, sem marga ferðamenn mun fýsa að skoða. Þetta er talinn hávaxnasti og feg- ursti birkiskógur landsins. Þar eru mörg tré meira en 12 metrar á hæð og beinvaxin mjög! Bæjarstaða- birkið hefur verið ræktað víða um land og þykir bera af öðru íslensku birki. Skógrækt ríkisins lét girða skóg- inn af fyrir 50 árum. Hætta er á uppblæstri á þessum slóðum og eyðingarhættan því yfirvofandi, enda þótt friðunin hafi sannarlega gert sitt til að hindra það. Bæjarstaðaskógur er 22 hektar- ar á stærð. Skeiðarársandur: FERÐAMANNASTAÐUR EFTIR AÐ GULL- SKIPIÐ ER FUNDIÐ? Aksturinn yfir sandana miklu þykir fæstu ferðafólki tilhlökkun- arefni. Og satt er það, þeir eru til- breytingarlitlir. Þegar Skeiðará hefur verið kvödd, þetta mikla vatnsfall, sem löngum stíaði lands- mönnum í sundur að miklu leyti, þá tekur við Skeiðarársandur. Reyndar er að finna í þeim mikla sandi einkar áhugaverðan grip til að skoða. En því miður er hann ekki enn kominn í leitimar. Þetta er hollenska fraktskipið Het Van Amsterdam, sem enn er leitað. Forsjálir ferðaskrifstofumenn eins og Kjartan Lárusson hjá Ferðaskrifstofu ríkisins eru löngu búnir að sjá gildi þess að gullskipið finnist. Allir munu vilja berja það augum, en þá þarf vana menn til að koma fólki á staðinn. Þessi mynd er hugmynd listamanns um það hvað bíður ferðamanna,— ÞEGAR GULLSKIPIÐ ER FUNDIÐ!! Héraðssundlaugin Laugaskarði Hveragerði Býður heimamenn og ferðafólk velkomið Opið júní — júlí — ágúst: Alla virka daga 7,00 — 20,30 Laugardaga 9,00 — 17,30 Sunnudaga 9,00 — 16,30 Ljósböðin opin á sama tíma 200 m sund á dag kemur heilsunni í lag. HJÓLBARDAC^VERKSTÆDI FERÐAMENN Sumarhjólbarðar ★ Dráttarvélahjólbarðar ★ Vörubílahjólbarðar ★ Heyvinnuvélahjólbarðar ★ Heyvagnahjólbarðar ★ Fólksbílahjólbarðar ★ Jeppahjólbarðar og felgur Allar stærðir af slöngum Leitið nánari upplýsinga. ★ Greiðslukjör. Öruggasta þjónustan. Opið aila daga kl. 8-22 nema sunnudaga kl. 13-18 H,OLBí!^,ihannsM>nar Gerið verðsamanburð. Ly"81^ VERKSTÆDI HELGARPÓSTURINN 11 ,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.