Helgarpósturinn - 14.06.1984, Qupperneq 22
SAUTJÁN TONN
AF PAPPÍR
MEÐ PÓSTINUM
- Stendur þú fyrir því, Einar Þor-
steinsson, að fylla alla póstkassa
landsins af pappír þessa dagana?
,Jú, það mun rétt vera. Ég er
búinn að senda frá mér ferðablað-
ið LAND, eitthvað um 70 þúsund
blöð, 17 tonn af pappír, sem póst-
urinn hefur dreift inn á hvert
heimili í landinu, hvem einasta
póstkassa og bréfarifu, sem þetta
ágæta kerfi hefur vitneskju um.“
- Þú ert þá væntanlega maður
loðinn um lófann á eftir?
,3etra að satt væri. En málið er
það að ég er núna að flytja heim til
Islands, hef verið búsettur í Sví-
þjóð um 8 ára skeið, starfaði þar
m.a. að útgáfu ferðamannabækl-
inga og korta. Fyrstu verkefnin hér
gera ekki meira en að borga mér
lítil laun, hvað sem verður í fram-
tíðinni."
- Hver em hin verkefnin á þessu
sviði?
„Ég gaf út landakort af íslandi
snemma á þessu ári, 200 þúsund
eintök, sem ferðamenn fá afhent
ókeypis víða um lcmdið. Þetta var
mín frumraun. Þá kom ferðablaðið
LAND, 64 síður í 80 þúsund eintök-
um, sem öll em komin í dreifingu
fyrirnokkm. Núna vinn ég að gerð
Útgáfa á bæklingum og upplýsingum hverskonar til ferðamanna virðist mjög
öflug um þessar mundir. Einn þeirra manna sem haslað hafa sér völl á þessi sviði á
þessu ári er Einar Þorsteinsson og fyrirtæki hans E. Thorsteinsson h.f.
gatnakorts af Reykjavík og ná- mikil þörf fyrir þau..“
grannabæjunum. Mér sýnist að - Einhvers staðar kom á prenti
þessi kort hafi ekki verið til og því að þú hefðir látið brenna 9 þúsund
NJÓTIÐ GÓDRH VCITINGH OG
MHRGS KONHR ÞJÓNUSTU
fí stQðnum 0r:
sv0Ínpokopláss
sundlaug
guPuboð
PélQgsh^imili
póst- og símstöð
og Ploiro.
Vorið V0lkomin.
OpiðProkl. 8.00-25.30.
Hótel Vormahlíð
SkogoPirði.
Símar: 95-6170 og 6130.
landakort á öskuhaugunum. Ertu
haldinn skemmdarfýsn?
,JVei, nei, nei, því fer fjarri. Málið
var það að prentsmiðjan afgreiddi
209 þúsund kort hingað, en samn-
ingurinn við Landmælingar ís-
lands og samgönguráðuneytið
hljóðaði upp á 200 þúsund. Ég taldi
mig ekki geta hlunnfarið þessa
ágætu samstarfsaðila og því fór
sem fór. Það var auðvitað sár-
grætilegt að skemma þessi góðu
kort, sem hefðu getað orðið til
mikillar landkynningar erlendis og
kannski aflað okkur nokkurra
ferðcimanna þaðcm.“
- Þú hefur greinilega trú á ís-
lenskum ferðamálamarkaði?
, Já, ég hef það, og þess vegna vil
ég hasla mér völl á þessu sviði. Ég
tel að því meira sem gefið er út af
góðum upplýsingum, þeim mun
meiri verði ferðamannastraumur-
inn, bæði af erlendum og ekki síst
innlendum ferðamönnum, og síð-
arnefndi hópurinn er að sjálfsögðu
stór markaður, sem ferðamála-
menn hafa e.t.v. ekki sinnt nægi-
lega til þessa."
Ný ferðaskrifstofa
MIÐNÆTURSÓL:
MEIRA
GENGIÐ
MINNA
EKIÐ
„Ég álít að þeir sem selja ferðir
hingað til lands séu um of að berj-
ast um sama fólkið á eriendri
grund. Við höfum frammi fyrir okk-
ur mækað upp á tugi og hundruð
milljóna fólks, þannig að þessi bar-
átta og undirboð ættu að vera
óþörf. Eg tel að það eigi að vera
dýrt að fá að skoða ísland fyrir út-
lendinga, nokkurs konar status-
merki. Landið þolir hvort eð er
ekki nema takmarkaðan átroðning,
þ.e.as. hálendið", segir Steinþór
Ólafsson sem stofnað hefur Ferða-
skrifstofuna MIÐNÆTURSÓL að
Laugavegi 66 í Reykjavík.
Steinþór segir að hið háa verð
muni ekki aftra útlendingum að
sækja hingað, kannski þvert á
móti. „Þetta er álíka og með ódýru
bómullarbolina í Hagkaup, - fólk
virðist ekkert síður kaupa þá í mið-
bænum þar sem þeir eru e.t.v.
helmingi dýrari, og er ánægt með
þau innkaup."
Miðnætursól ætlar að fara ró-
lega af stað. Aðeins ein ferð verður
farin í sumar, en dálítið öðru vísi
en hjá öðrum skriístoíum. Lögð
verður áhersla á meiri göngu en
sáralitlar bílferðir. Segist Steinþór
hafa orðið þess áskynja sem leið-
sögumaður að fólk vildi yfirleitt
hreyfa sig meira sjálft, en aka
minna í bíl. Hafi hann rætt þetta
mál við þá stóru í ferðamannahóp-
um hér, en ekki fengið neinar und-
irtektir.
Gönguferð Miðnætursólar, sem
hefst 20. júlí n.k.,verður því mest á
40 - 50 km hringferli, frá Heklu og
austur í Eldgjá á Fjallabaksleið,
norður í Veiðivötn og suður í Þórs-
mörk.
Fyrsta daginn er ekið um Þing-
velli, komið að Geysi og Gullfossi,
ekið um Þjórsárdal og að Stöng.
Við Heklurætur er tjöldum slegið
upp. Á öðrum degi er gengið á
Heklu og hvílst á sama stað.
Næst er Landmannahellir heim-
sóttur, þaðan liggur leiðin daginn
eftir í hinar vinsælu Landmanna-
laugar og þaðan er margt skoðað
með gönguferðum næstu dciga,
m.a. Eldgjá og Ófærufoss. Þá er
haldið í Hvanngil og Emstrur, það-
an í Þórsmörk og loks að Skógum.
Tólf dagar fara í ferðina, og göngu-
túrarnir ekki meiri en svo að
hraust fólk á auðvelt með að fylgj-
ast með.
Torfærubifreið fylgir hópnum
og flytur mat og tjaldbúnað ferða-
langanna, þannig að þeir verða
léttir á göngunni, halda bara á
nestispakkanum sínum.
22 HELGARPÓSTURINN