Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 5
Hellisgerði og hluti hins gamla bæjarhluta „Gaflaranna“. í HAFNARFIRÐI KVIKNAÐI FYRSTA RAFLJÓSIÐ FYRIR 80 ÁRUM Hellisgerði í Hcifncirfirði er feg- ursti blettur ,3aejarins í hraun- inu“, og þangað leggja allt of fáir leið sína. Garðurinn er sérlega vinalegur. í garðinum er minnis- merki um Bjarna riddara Sívertsen, föður Hafnarf jarðar, og í húsi ridd- arans nokkru neðar í bænum er Safnahús bæjarins, sem vert er að skoða. Hafnarfjörður skartar einhverju fegursta bæjarstæði á öllu landinu, byggðist í skeifulaga, aflíðcmdi landslagi, ca. 7000 ára gömlu hrauni, sem runnið hefur frá Búr- felli, sem er nokkra kflómetra aust- ur af firðinum. Hamarinn er eins- konar einkennistákn þeirra í Firð- inum, en greina má að Hamarinn hefur stöðvað hraunflóðið áður en það gat runnið ofan í fjörðinn og spillt þeim góðu hafncirskilyrðum sem hér eru frá náttúrunnar hendi. í Hafnarfirði hinum gamla er skjólgott fyrir norðannæðingnum, öllu minna í nýbyggðunum norður af. Hafnfirðingar þykja íþróttamenn þeim, þegar eftirlitsmaðurinn hvarf augnabiik cfl sjónarsviðinu. Reynt er að venja apana af þessu með því að hegna þeim með vatns- baði, og halda þeir sig venjulegcist á mottunni ef starfsmaður er nærri, því þá vita þeir hvað bíður þeirra, ef þeir hrekkja áhorfendur í safninu. góðir, og þaðcin hafa margir góðir l.istamenn komið, meðal þeirra Örn Arnarson og Friðrik Bjarna- son. Út frá Hafnarfirði eru ótal gönguleiðir, t.d. yfir á Álftanesið, sem er einstaklega skemmtilegt til útivistar. Eða þá að aka í Krísuvík og að Kleifarvatni og ganga þar um. Merkilegt er það með Kleifarvatn að í það falla margir lækir, en ekk- ert frárennsli er að sjá frá vatninu. Yfirborð vatnsins hækkar og lækk- ar með reglubundnu móti á nokk- urra ára fresti, en engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á þessu fyrir- bæri. Núna rétt fyrir næstu jól verður merkisafmæli í Hafnarfirði. Þann 12. september eru 80 ár liðin frá því að kveikt var fyrsta rafljós á íslandi og fyrsta almenningsrafveitan tók til starfa, rafallinn drifinn af litla læknum, sem rennur svo rólega gegnum bæinn. Fallegur bær, Hafnarf jörður, eða kannski hýr eins og segir í „þjóð- söng" þeirra Gaflciranna. unnina, ef meta á dýrin eftir skemmtilegheitum. Tveir þeirra munu á næstunni fara til Palermo á Ítalíu og einn til Kanada. Talsverðar framkvæmdir hafa verið gerðar í scflninu á hverju ári frá því það opnaði fyrir 15árum. Hægt og bítandi er umhverfið að fá á sig heillegri mynd, og dýrin betri verustaði. Staðreyndin er að hvergi er hægt að sýna ungviðinu dýr á jafn aðgengilegan hátt og í þessu saíni. Það á því framtíð fyrir sér. Þcirna eru líka kengúrur sem gaman er að skoða, snæugla kanínur, ýmsir fuglar, refir og sæ- ljón. Háhyrningarnir fá hæstu eink- Vegfarendur um Hrútafjörð Við bjóðum fjölbreyttar veitingar í rúmgóðum húsakynnum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23.30. Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, einnig útbúum við gómsæta og girnilega nestispakka. 1 ferðamannaverslun okkar höfum við ávallt allar nauðsynlegar ferða- og ljósmyndavörur. Stærri ferðahópar og þeir sem vilja notfæra sér gistiaðstöðu okkar eru beðnir að panta með fyrirvara. Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða að norðan. STAÐARSKÁLI, HRÚT AFIRÐI EKIU Á r/rs: LEIÐimfr suöur- noröur eöa vestur? Fáar þjóðir státa af eins almennri bifreiðaeign og við íslendingar. Við erum því oft á leiðinni, suður - norður eða vestur. En stundum getur verið gott að fá hvíld við aksturinn - og það bjóða þeir okkur hjá m/s Akraborg. I stað enn einnar ferðarinnar fyrir Hvalfjörð býðst okkur 55 mínútna þægileg sigling með m/s Akraborg. Um borð njótum við sjávarloftsins á útsýnisþilfari og þjónustunnar í farþega- eða veitingasölum skipsins. Og bíllinn - hann slitnar ekki á meðan. KYNNUM OKKUR ÁÆTLUN II M/S AKRABORGAR! 1 C5ÓÐAFERÐ » MLtAúRiMun. Símar: 93-2275-93-1095-91-16420-91-16050 Nafnnr. 8153-1641 - PósthóH 10-300 Akranes 1 r v i n '•''V

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.