Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 8
Glymur, — hæsti foss landsins. HVALFJARÐARLEIÐ ER EKKI LENGUR SVO ÓTTALEG — þvert á móti er hún fögur og heillandi ferðamannaleið Hvalf jörðurinn er einn mest hat- aði vegur landsins, að ástæðu- lausu. Líklega stcifar þetta frá gam- alli tíð, þegar vegurinn var að því er virtist endalaus holukeyrsla í miklum bugðum og beygjum. í dag er vegurinn að mestu undir hinu besta slitlagi, — auk þess sem náttúrufegurð er hér söm við sig. Leiðin frá Reykjavík liggur um Mosfellssveit, glæsilegt úthverfi stórborgarinnar. Þar í sveit liggur ennþá fjársjóður Egils sterka á Borg. Mun hann liggja í svonefndu Kýrgili, eða Kirkjugili. Egill lét þræla grafa silfrið en drap þá síð- an, svo enginn var til fráscignar um hvar grafið Vcir. í Mosfellssveit er líka anncU's konar „gullkista", Reykjalundur, víðfrægur fyrir að útrýma berklaveiki á Islandi. Héð- an kemur líka stór hluti heita vatnsins til Reykjavíkurbyggða frá Reykjum, Álafoss er með aðsetur hér og fjölmargir góðir kjúklinga- bændur. Ekið er áfrain undir Esjuhlíðum, um Kjósarsveit, sem hefst við Kiðafellsá og lýkur inni í Hvalfjarð- arbotni. Hvalfjörður er 30 km langur og dýpi hans mikið, allt að 200 metrar. Á stríðsárunum var hann flotastöð Bandaríkjamanna. í dalnum í botni Hvalfjarðar, Botnsdal, er einkcir fallegt. Þaðcm er kjörin gönguleið yfir á Þingvelli. í Botnsá er fossinn Glymur, hæsti foss landsins, 200 metra hár. I Botninum er ágætur vegaskáli, og annar skcimmt fyrir norðan í Hvalstöðinni, nýuppgerður og óþekkjanlegur frá því sem áður var. Enn norðar er Ferstikla með prýðis veitingar, svo ekki væsir um fólk á ferðinni á þessum slóðum. Á Hvalf jarðarströnd er Saurbær, en þar þjónaði séra Hallgrímur Pétursson um 18 ára skeið og ör- nefni þar við hann kennd. Leg- staður séra Hallgríms er í Saurbæ og kirkjan helguð minningu hans. í gluggum hennar eru forkunnarfög- ur listaverk Gerðar Helgadóttur. Hvalskurður í hvalstöðinni, þessi sjón á eftír að hverfa senn. 8 HELGARPÓSTURINN Skessan góða í Svínadalnum: VIÐ HÁVAXNA FÓLKIÐ MÁTTI GERA GÓÐA SAMNINGA Það er sama hvar komið er í landi okkar, — alls staðcir eru okk- ur sagðar kynjasögur ýmsar. Og það merkilega er að það er ekki svo langt síðan fólk trúði á tilvist ýmissa óvætta, og góðvætta einn- ig. Við látum eina úr Borgarfirðin- um fljóta með. í Svínadal, syðstum Borgcirfjarð- ardda, er bærinn Hlíðarfótur. Eitt sinn á síðustu öld var bóndinn þar, Sveinbjörn hét sá, að koma heim að hausti með skreiðcirlest sína utan af Akranesi. Þegar hcinn kom heim undir túnið á bæ sínum sá hann ógnarlega stórvaxna konu við f jallsrætumar fyrir oían bæinn. Brá bónda mjög í brún eins og vænta mátti. Konan var að bera fullorðinn sauð til f jalls og þrammaði stórum. Sá Sveinbjörn að hér var sauður úr fénaði hans og þar sem hann var hugumstór maður og lét ekki hvern sem var vaða ofan í sig, kall- aði hann til fálu og skipaði henni að sleppa sauðnum. Bauð hcinn að láta af hendi einn fiskbaggann í stað sauðarins. Snýr skessan sér þá að Svein- birni, leggur niður sauðinn og bíð- ur meðan Sveinbjöm leiðir hest- ana heim, leysir baggana af hest- unum og ber einn fiskbaggann að fjallsrótunum. Þar leggur hann fiskinn hjá stórum steini og heldur heim á leið. Síðar um haustið vom réttir og kom Sveinbjörn þá að máli við mann einn, sem hcinn áileit traust- an mann og þagmælskastan sveit- unga sinna og bað hann að koma með sér að fjallsrótum. Snaraðist Sveinbjörn þar í fjárhús á túninu og kom út með sauð einn feitan mjög sem hann hafði svæft. Bað hann nágranna sinn að bera sauð- inn upp að fjallinu að steininum stóra. Bað Sveinbjörn manninn að láta engan mann vita um skrokk- inn á þessum afskekkta stað og jafnframt að hafa gætur á staðnum. Þótti manngreyinu þetta undarleg- ir tilburðir, en lofaði þó að gera eins og fyrir hann var lagt. Næsta morgum verður granninn þess var að skrokkurinn er horf- inn og segir Sveinbimi það og spyr hver hann telji að sé valdur að hvarfinu. ,J<Cunningjakona mín hef- ur tekið hann“, er haft eftir Svein- birni bónda. „Eg hefi tekið mér þá reglu að gefa henni fiskbagga og sauðarskrokk haust og vor á mis, og mun engum takast að ná því, sem henni er ætlað" Það þótti undmm sæta þetta haust að allt fé Sveinbjamar rann fram í einni breiðu þetta haust, og það á fyrsta göngudegi. Birtist féð í hlíðinni fyrir ofan bæinn og vant- aði þar enga kind. Er sagt að þetta hafi haldist í þrjú haust. Fjórða vorið lá bagginn kyrr og tók Svein- björn þá fiskinn til sín og sagði vinkonu sína ekki lengur þarfnast sinnar hjálpar við, hún mundi nú dáin. Akranes: ÞAR MÁ SJÁ GAMLA FORD, HUNDRAÐ ÁRA KÚTTER OG LÆKNINGAÁHÖLD FYRRI TÍMA Ferðalangar á leið norður eða vestur á land velja mcirgir að aka bíl sínum um borð í ferjuna Akra- borg, sem er stöðugt í förum upp á Skaga. Mjög skemmtileg ferð og tekur aðeins eina klukkustund, rétt til að fá sér kaffi og líta í blöðin. Akranes er reyndar ekki mikill ferðamannabær fremur en margir staðir aðrir í næsta nágrenni Reykjavíkur. Þar er þó gott að koma. Akranes er orðinn snyrti- legur bær með ámnum, íbúar hátt á 6. þúsund talsins. Fyrr á öldum hefur akuryrkja verið stunduð á Skipaskaga og þaðan rnun nafn bæjarins komið. Föst byggð mun hafa verið þar allt frá landnámstíð. Á tímabili var Haraldur Böðvcirs- son einskonar „faðir bæjarins", maðurinn sem útvegaði flestum atvinnu, maðurinn sem byggði upp plássið. Fyrirtæki hans lifir, en hef- ur ekki lengur hlutfallslega sömu áhrif og fyrr. En aðrir hafa gert út á Akranesi. Um miðja 17. öld hóf Brynjólfur biskup Sveinsson, faðir Ragnheið- ar hinnar frægu biskupsdóttur, að reka útgerð á Akranesi. Hafði hann umboðsmenn fyrir sig til að annast reksturinn. Það yar því biskup sem lagði grunninn að'eínú élsta sjáv- arþorpi iandsins. í dag lifir fjórð- ungur bæjarbúa cif sjávcirfanginu, en iðnaður vex hröðum skrefum í bænum. Merkilegt byggðasafn er í Görð- um, í útjaðri bæjarins, Gamla Garðahúsið þar sem safnið hóf Hlóðaeldhúsið í safni Skagamanna. starfsemi sína er elsta steinsteypu- hús sinnar tegundar á íslandi, en nú er búið að byggja nýbyggingu yfir safnið, sem orðið var viðcimik- ið í höndum sr. Jóns M. Guðjóns- sonar. í safninu eru margir munir sem heyra til gömlum vinnubrögð- um í landbúnaði og sjávarútvegi og ýmislegt sem heyrir undir sögu Akraness og nágrannasveitanna. Sérstæðir hlutir í safninu: Ford af T-módelinu gamla, árgerð 1921, uppgerður af Pétri Jónssyni í Kópavogi, syni séra Jóns M. Guð- jónssonar; róðrabátur smíðaður 1874; ýmis skipslíkön; lækninga- áhöld héraðslækna fyrri tíma; Kútter Sigurfari, sem er varðveittur þarna og mun verða gerður upp en kútterinn á 100 ára afmæli á næsta ári.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.