Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 18
ÁSTRÖNDUM ER MIKIÐ LJÓSMYNDAÐ — enda landslagið hrikalega fallegt Akstur um Strandasýslu þykir einkar góð afþreying. Landslag Strandanna er mikilúðlegt, enda eyða menn ógrynni af filmu á ferðalagi hér, einkum þegar komið er norður fyrir Hólmavík í klettótt og ægifagurt landslag. Akvegurinn nær í Ingólfsfjörð. Strandasýsia er löng og aksturinn drjúgur. Margir taka það ráð að ferðast með rútu frá Guðmundi Jónassyni til Hólmavíkur, komi þeir frá Reykjavík. Margir halda að erfitt sé með bú- skap á Ströndum. En ekki er svo að sjá, þegar ekið er um Stranda- byggðir. Þar eru blómlegir bæir, þrátt fyrir að veðurskilyrðin eru að öllu jöfnu ekki hin ákjósanlegustu. Bændur hér voru manna fyrstir til að tcika upp votheysverkun og brosa bara í kampinn, enda þótt Húnaflóaþokan leggist að. Sauð- fjárbúskapur er algengastur á Ströndum, en lambakjötið þaðcm þykir með eindæmum mjúkt undir tönn, dilkar mjög vænir og faliegir, enda bithagar góðir. Þama fá bændur iíka væncin reka á fjörur sínar, þökk sé Síberíu-mönnum, sem missa boli sína á haf út. Þarna er líka víða æðarvarp, sem gefur gott í aðra hönd, og nokkur fisk- veiði, enda þótt Húnaflóinn gefi ekki eins mikið og fyrrum. Þegar komið er á Ennisháls mætir ferðalöngunum eitthvert allra besta útsýni sem hugsast get- ur á landi hér, yfir Húnaflóa yfir á Vatnsnes með fjöllin fyrir austan í baksýn, inn Hrútafjörðinn, sem vísar eins og ör langt inn í landið í áttina að Eiríksjökli, og þar fyrir sunnan sést í Langjökul. í vestri og norðri er einstætt útsýni yfir Vest- firðina. í norðri mun Drangajökul bera fyrir auga. Steingrímsfjörður er stærstur fjarðanna á Ströndum , nær 30 km á lengd. Úti fyrir trónir hálend eyja, Grímsey. fnnarlega við fjörðinn suðaustanverðan er Hólmavík, eina kauptún sýslunnar. Þcir er lítið en ágætt hótel, og þar mun áreið- anlega allt gert til að hjálpa fólki að ferðast áfram til norðurs, sé það ekki á eigin bifreið. Fyrir norðan Hólmavík tekur við 155 km fangur akvegur að Norður- firði og þaðan reyndar fært í Ing- ólfsfjörð á góðum farartækjum. Við taka hamrar, sker og hólmar, vötn og tjarnir, - tilkomumikið landslag og víða er rétt að teygja úr sér á þessari leið og ganga um. í Klúku í Bjarnarfirði er nú sumcir- hótel og sundlaug. Á Gjögri er svo- lítið þorp með vingjamlegum íbú- um, sem áreiðanlega leggja fólki lífsreglurnar og benda á margt markvert. í Stóru-Ávík er steinn einn mikill, sem furðulegt nokk hefur borist upp að túninu með rekís frá Græn- landi. Margar sögur væri hægt að segja af mannlífi á Ströndum, bæði fyrr og nú. Ein þeirra er sögð hér á síðunni, cif ÞórðcU'helli, sem hægt er að skoða með því að ganga í einn klukkutíma frá Litlu-Ávík. ■ <ý» <? - T Kk Fossinn Drífandi fellur hér fram af klettabrúnviðræturStrandahlíðarniðuráGrænanes. (Mynd AH). Hornstrandir: MESTA HARÐINDABÆLI LANDSINS EN SÆLUREITUR Á SUMRIN Hornstrandir virðast heilla margan manninn. Sumir fara þang- að í ,sæluna“ sem þeir kalla svo á ári hverju. Ferðaskrifstofa Vest- fjarða á ísafirði skipuleggur og sel- ur 4, 5 og 10 daga ferðir á Hom- strandir, auk margra annarra ferða á landi, sjó og í lofti. Meðal ferð- anna er sigling með Fagranesinu um Ísaíjarðardjúp, og þessi ágæti bátur siglir með ferðamennina, sem ætla að ganga um Hom- strandir með leiðsögumanni. Nýfega kom út handbók um Gönguleiðir á Hornströndum og Jökulfjörðum eftir Snorra Gríms- son, en hann starfar einmitt við Ferðaskrifstofu Vestfjarða. í bók- inni em ágætar jarðfræðiskýringar eftir Leif Á. Símonarson jarðfræð- ing. Segir Snorri í upphafi að við kuldaleg nöfn setji gjaman hroll að mönnum., JJefur líka löngum legið það orð á, að þetta sé eitthvert mesta harðindabæli lcindsins. í gömium lýsingum jarða á Strönd- um er oft getið illviðra sem þar séu tíð og óbærilegra snjóþyngsla, er ekki létti fyrr en síðla sumars og séu jafnvel fcinnir í miðjum hlíðum óleystar er aftur taki að snjóa," segir Snorri. I bókinni lýsir hann því litauðga landi og þeirri grósku sem þama er eftir að landið fékk frið fyrir sauð- kindinni, blessaðri. í bókinni lýsir Snorri 14 daga ferð um Hornstrandir, og eftir lest- ur bókarinnar getur maður ekki lengur verið í vafa, svo sérstakur blettur á landinu er þetta. Séð af Látrabjargi til vesturs. Látrabjarg: VESTASTA BYGGÐ í EVRÓPU — og þar glíma menn við Júdas og Brynjólfstak Breiðavík í Rauðasandshreppi. Vestur við Látrabjarg er í suniar rekinn gististaður í Breiðuvík í Rauðasandshreppi. Hjónin Jónas H. Jónsson og Ámheiður Guðna- dóttir keyptu staðinn nú nýverið og reka gistinguna smnað sumctrið í röð. Þeir sem em ekki þeim mun meiri Scimkvæmisljón munu hafa gaman af bjarginu og nágrenni þess, sem og Vestfjörðum öllum. 18 HELGARPÓSTURINN Þarna eru endalausar fjömr og fjöll við allra hæfi, silungur í fjalla- vötnum, sem veiða má í soðið fyrir lítið fé. I Örlygshöfn er nýlega búið að opna saín þar sem fróðleiks- fúsir ferðcdangar munu kynnast ýmsu um sjósókn fyrri tíma. Látrabjarg er 12 kílómetrar á lengd. Hæst er bjargið 441 metri á hæð, - vissara fyrir lofthrædda að vera ekki að álpast á bjargbrún- inni. Hægt er að fara niður í fjöm þarna um Saxagjá. Bjargtangar er merkilegur punktur, ekki bara fyrir ísland, heldur alla þessa heimsálfu, því þetta er vestasti punktur Evrópu. Ef haldið er beint í suður eftir Átl- antshafinu, munu menn faka land á Suðurskautslcmdinu. Við Látrabjarg er að finna hellur tvær, sem menn með kraftadellu glíma oft við. Þetta em steinamir JÚDAS og BRYNJÓLFSTAK. Júdas þótti svíkja í hleðslum bænda vestra og var því notaður sem prófsteinn á unga sjómenn. Gætu þeir látið vatna undir Júdas, þá fengu þeir þar með fullan hlut. Brynjóifstak er öllu erfiðari raun og munu fáar eða engar sagnir um að menn hafi gengið með hann á bakinu eins og Brynjólfur forðum. Á 6. áratugnum Vcir unnið fræki- legasta björgunarafrek sem sögur fara af hér á landi, þegar skips- mönnum af enska togaranum Doon var bjargað af hinum harð- gem bændum í þessu vestlægasta byggðarlagi álfunnar. Afrek þetta festi Óskar Gíslason á filmu og munu flestir landsmenn, sem komnir em yfir fertugt, hafa séð þessa mynd og dáðst að.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.