Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 14
Gufuskálar NÁKVÆMASTA KLUKKA LANDSINS Æskan að leik í Hólminum. Stykkishólmur: Hellissandur og Ólafsvík: VANTAR SKIPULAGÐA FERÐAÞJÓNUSTU Hellissandur og Ólafsvík eru nokkurskonar tvíburabæir. Á millí þeirra er Rif, — og Ólafsvíkurenni, örstuttur vegur sem mörgum stendur þó stuggur af vegna hættu á grjóthruni. Sá vegur er þó ekki svo hættulegur lengur og engu að kvíða þar um slóðir. Ólafsvík er mest sjávarpláss- anna á Snæfellsnesi, uppgangs pláss til skamms tíma, enda miðin þá þægilega nærri og uppgripin eftir því. Nú hefur eitthvað sljákkað í því. Ferðamálum hafa þeir -Sandarar og ÓlséU'ar ekki sinnt nema rétt svona í meðallagi, og það þýðir lít- ið á íslenska vísu. En þetta stendur til bóta er okkur sagt, enda ekki nema sjálfsagt, þár eð þarna er boðið upp á heimsfrægcin jökul og margt fleira tií að skoða, en engan vitum við um sem fer í fjallgöngur með ferðamenn þcima á staðnum. Slíkar ferðir eru skipulagðar frá Reykjavík. I Ólafsvík er þó eitt hótel fyrir ferðafólk, alveg bærilegt, og býður upp á mjög góðan mat og kaffi. Það höfum við margoft sannreynt. Á Hellissandi er tjaldstæði alveg nýtt af nálinni. En sem “sagt, nú vantar bara framtakssaman einstakling til að skipuleggja ferðamálin á þessum stöðum, það gæti orðið öiium aoíl- um til góðs. EYJASKOÐUN MEÐ BALDRI Þegar ekið er um hjá Gufuskál- um rétt við Heliissand vekur Lór- anstöðin þar án efa forvitni margra. Þessi stöð var reist á sín- um tíma af bandaríska sjóhemum. Reyndar kemur stöð þessi sér vel fyrir íslenska fiskiskipaflotann og fleiri, því hér er um að ræða hár- nákvæma staðarákvörðunartækni og em nú hin ýmsu farartæki búin móttökutækjum fyrir lóranbylgjur; fiskiskip, fcirskip, flugvélar, — jafn- vel snjóbílar á jöklum uppi. Póstur og sími reka stöðina í dag og þarna starfa 14 manns, við eftir- lit og viðhald stöðvcirinnar. Mastur stöðvcirinnar var hæsti ,strúktúr“ Evrópu og komst inn á spjöld Heimsmetabókar Guinness. Mastr- ið er 420 metrar á hæð, og þegar það var málað þurfti til verksins indíánaflokk, lítt lofthræddan. Hinsvegar sögðu þeir vestra að indíánarnir hefðu teygað eina: viskíflösku á dag hver meðan á verkinu stóð. Eitt af því sem fylgst er með þama á Lóranstöðinni er nákvæm- asta klukka Evrópu. Svo nákvæm- ur er tíminn þarna undir Jökli að klukkan á ekki að geta seinkað sér um meira en eina sekúndu á 3150 ámm. Nákvæmni það! Einstakur þokki einkennir Stykkishólm. Bærinn stendur á af- taka fallegum stað, á svolitlum tanga sem skagar út í sjó. Þórsnes- ið, þverhníptur drcingur úti fyrir- höfninni, skýlir svo höfn og byggð fyrir ágangi sjávar. Meðcil íbúa bæjarins em einkcir framtakssamar nunnur sem reka sjúkrahús staðarins, en auk þess bamaheimili og prentsmiðju. Em þær taldar ágætir prentarar og eftirsóttar sem slíkar. í Hólminum hefur starfað ámm saman eitt af béstu gistihúsum landsins í tengslum við félags- heimilið. í Stykkishólmi er boðið upp á sérstæðan ferðamöguleika, hvort heldur maður er á eigin bíl eða hefur komið með rútunni hans Helga Péturssonar, nú eða þá með Arnarflugi, sem annast flug til Stykkishólms og Rifs. Þessi mögu- leiki er að halda með Bcildri yfir á Brjánslæk sem er í nágrenni Flóka- Iundar í Vatnsfirði. Augljós kostur ef menn vilja spara bílinn, því ferð- in eftir landi er talsvert löng, og Vestfirðirnir heilla. Hinsvegar glat- ast talsvert, nema menn aki Barða- ströndina til baka. Breiðarfjarðcir- eyjar heilla marga, og þeir Hólmar- ar bjóða upp á eyjaferðir með Baldri. Baldur fer 6 sinnum í viku frá Stykkishólmi yfir Brdðafjörð- inn og tekur 12 bíla og um 100 farþega. Verð fyrir ferjunina er hagstætt. JLHUSIÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS Allt í helgarmatinn Allar vörur á markaösveröi MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA Húsgagnadeild sími 28601 Úrval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar Að óqleymdri leðurdeild á 3. hæð Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svö geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni 'A A A A. A A Jli Jon Loftsson hf Hringbraut 121 Sími 10600 ----__ Jci.jmj,;vta J l lilTlu,n»i 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.