Helgarpósturinn - 27.09.1984, Qupperneq 3
Bridgestone ísgrip vetrarhjólbarðarnir eru framleiddir
úr sérstakri gúmmíblöndu, sem harðnar ekki í kuldum,
þeir haldast mjúkir og gefa því einstaklega góða
spyrnu í snjó og hálku.
Bridgestone ísgrip eru með sérstyrktum hliðum
(Superfiller) og þeir eru sérstaklega hljóðlátir og
endast lengur en aðrir hjólbarðar.
Óbreytt verð frá í fyrravetur.
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99
Bjartmar Guölaugsson sendi frá sér sólóplötuna „Ef ég
mætti ráða“ fyrr á þessu ári, en hún hefur notið mikilla vin-
sælda upp á síðkastið. Nægir þar að nefna lögin Sumarliði er
fullur'1, ,,Hippinn“ og „Sumarliði á móti". Bjartmar er 32 ára
málarameistari að atvinnu, fæddur á Fáskrúðsfirði, en hefur
síðustu tólf ár verið búsettur í Skerjafirðinum.
HELGARPÓSTURINN 3
fjSGElP’J ^[fls
Ertu fullur Sumarliði?
„Alls ekki. Það er af og frá að ég sé fyrirmyndin að
honum. Enguaðsiðurerþessimaðurtil."
-Hvererhann þá?
,,Ég hafði nú ákveðinn mann í huga þegar ég samdi
þennan texta um Sumarliða, en ég held ég fari varla að
gera honum þann grikk að upplýsa um hans rétta nafn.
Annars hefur Sumarliöi þessi sem textinn fjallar um ver-
ið misskilinn. Afrek hans koma víðar við á plötunni en í
þeim eina söng sem segir af honum fullum. Þetta er um
margt fyrirmyndarmaður. Hann er tannhjól sins heimilis
og snýr því af krafti. Hann er sem sagt dæmigerður
íslenskur húsbóndi. En það er síðan einu sinni eða
tvisvar á ári að hann springur á limminu, og því miður þá
ferhann alltaf svogeyst, aðallirvitaaf því.“
- Textar þessarar plötu þinnar, „Ef ég mætti
ráða“, hafa smogið inn í þjóðarsáiina. Að minnsta
kosti rauia menn þá mikið þessa dagana. Settirðu
kannski textana númer eitt við samningu þessarar
skífu?
,,Já, þetta er fyrst og fremst textaplata og sjálfur er ég
fyrst og fremst textasmiður. Lögin komu svona eftir á.“
- Hefurðu ort lengi?
„Ég hef ort mjög lengi í felum, allt frá því ég var
smápatti held ég að ég megi fuilyrða. Það. var svo fyrir
um tveimur árum að ég kom loks úr felum með þetta, en
það var líka fyrir tilviljun...“
- Segðu mér frá henni?
„Við Þorgeir Ástvaldsson sátum einhverju sinni næt-
urlangt að spjalli og honum tókst einhvernveginn að
draga það upp úr mér að ég væri að skrifa texta mér til
afþreyingar. Þetta varð til þess að við fórum að vinna
saman; hann samdi lögin en ég textana. Og á næstu
fjórum mánuðum vorum við búnir að koma frá okkur
tveimur hljómplötum í fullri lengd með efni einvörðungu
eftir okkur. En svo gerðist það að Þorgeir lenti í djobbi
upp á tvenn þrenn jakkaföt og hætti að semja lög. Ég
þurfti þvi að fara að gera það sjálfur, og fyrsti vitnisburð-
urinn um það er sem sagt þessi plata sem ég sendi frá
mér í sumar, „Ef ég mætti ráða“.“
- Þú ert líklega ánægður með undirtektirnar?
„Já, ákaflega. Þær hafa komið mér geysilega á
óvart.“
- Afhverju, ef ég má spyrja svo fáránlega?
„Maður hefur bara enga dómgreind á það sjálfur sem
maður lætur frá sér fara. Efnið á plötunni er einum of stór
hluti af mér sjálfum til þess að ég geti dæmt það hlut-
laust. Ég býst við að það sé málið."
- Annað lag af plötunni hefur ekki síður orðið
vinsælt en það sem við ræddum fyrst um. Hér er
vitaskuld átt við Kótelettumanninn. Hvað geturðu
sagt mér um þann kall?
„Þar er einfaldlega á ferðinni dæmigerður hippi sem
lifði með þjóð sinni á sínum tíma, og lifir enn, meö til-
hlýðilegum breytingum,"
- Varstu sjálfur hippi á sínum tíma?
„Eg gerði tilraun til þess’..."
-En hvað?
„Ég reyndi oft að verða töffari á þessum árum, en það
mistókst alltaf, þannig að ég ákvað snemma að verða
bara ég sjálfur.“
- Var kannski aldrei jarðvegur fyrir hugsjónir
hippa hérlendis?
„Ja, ég hef nú alltaf haft lúmskan grun um að hippa-
fyrirbæriS hafi sprottið upp líkt og pönkarar nútímans í
umhverfi þar sem virkileg þörf var fyrir hvorttveggja, en
síðan skilað sér hingað heim til okkar sem afbakað og
innflutt tískufyrirbæri."
- Loks þetta Bjartmar: Má búast við fleiri hljóm-
plötum frá þér á næstunni?
„Já, ég á efni á lager sem ég þarf helst að koma út.
Það gæti vel farið svo að mín næsta plata yrði fyrir
börnin. Þau hafa alltaf staðið mér nærri, og mér finnst
ekki vanþörf vera á því í þessu fullorðinsþjóðfélagi að
gera eitthvað sem þau geti haft skemmtun af.“
-SER
Jóhann á þak-
skegginu
☆ Þessi kyrrláti karl tyllti sér
nður á þaki fyrirtækisins
Bifreiðabyggingar fyrir
nokkru og hefur setið þar
sem fastast síðan. Þaðan
fylgist hann grannt með því
sem fram fer inni á skrifstof-
um ritstjórnar Helgarpósts-
ins, - starir raunar undan-
bragðalaust inn um
gluggana hjá okkur.
Það voru starfsmenn Bif-
reiðabygginga sem buðu
karlinum þarna til sætis og
skírðu hann þegar Jóhann í
höfuðið á fyrrum samstarfs-
manni á verkstæðinu.
Þetta ráðslag með hann
Jóhann var víst meira gert (
gríni en alvöru, en þó telja
starfsmennirnir að ekki sé
laust við að hann hafi einnig
nokkurt auglýsingagildi fyrir
fyrirtækið þeirra, ef marka
má þann fjölda fyrirspurna
sem þeim hefur borist frá þvi
karl hóf að dvelja þarna á
þakinu.
Upphaflega mun Jóhanni
þó hafa verið ætlað annað
hlutskipti i tilverunni, nefni-
lega það að sitja við matsölu-
hús nokkurt með disk og
bolla í greipum sér, en
enginn veit sína ævina fyrr
en öll er og nú hafa sleggja
og skæri komið í stað matar-
ílátanna. T ryggilega festur
bíður hann nú vetrarins og
lætur snarpar vindrokurnar I
Ármúlanum ekkert á sig fá.*
/ * * iu/n
I impe&ís,“rt""er
sv'Pudummæ|(a,"að(>n'
I veldin, USa ? ,°9 b'n stór-
/ winnsta koati £
!^iðlandiDanmUr,hannnú
/ s/g í áskrift' Síó9ar að melda
fkostinnva”diuðarnefnda
!ær hún nú biadiAheyjan°9
/ ekkíh Viku’ enda á h'msent 1
/ hlaður' b*unavl L er okkar
☆Skrítinn Strútur þetta sem
hér grefur sig í sandinn í von
um að sjást ekki ef lögregl-
una ber að. En ekki hefði
greyið getað valið sér verri
felustað; eða þétt upp að um-
ferðarmerki sem bannar alla
parkerínqu og aukinheldur
gegnt sjálfum Arnarhváli, þar
sem lögin okkar, flest hver,
komast í gagnið. Endafór
það svo að lokum að löggan
kom á gulum trukk og tosaði
aumingjann upp. Eigandi
strútsins, eða hvað hann vill
kalla þetta eyki sitt, horfði
stúrinn á aðfarirnar...^