Helgarpósturinn - 27.09.1984, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSY Ef kemur til verkfalls 17.000 félagsmanna í BSRB þann 4. október næstkomandi, lam- ast ýmsir mikilvægir þættir þjóðfélagsins meira og minna. Lífsnauðsynlegum þáttum verður hinsvegar haldið gangandi. Innflutningur og útflutningur stöðvast, þar sem tollverðir eru í BSRB. Flutninga- skipin stöðvast jafnóðum og þau koma að landi en millilandaflug og innanlandsflug stöðvast hinsvegar samdægurs. Hvað milli- landaflug snertir eru það bæði tollverðir og flugumferðarstjórar sem stöðva og þeir síð- arnefndu stöðva líka innanlandsflugið. Að vísu er til sá möguleiki að fljúga sjónflug, en í október eru yfirleitt ekki margir sjónflugs- dagar á íslandi. Undanþágur verða veittar vegna sjúkraflugs. Skólahald í landinu lamast að meira eða minna leyti en möguleikar eru á að ein- hverri kennslu verði sinnt í þeim tilfellum þar sem kennarar eru háskólamenntaðir. Annað stcirfsfólk frcimhaldsskólanna mun hinsvegar leggja niður vinnu og er því vart að búast við eðlilegri starfsemi í skólunum. Starfsfóik sjúkrahúsa er mikið til í BSRB en ekki er búist við mikilli röskun á starf- semi þeirra. „Það voru ekki verulegar þrengingar í verkfallinu 1977,“ sagði Símon Steingrímsson hjá ríkisspítölunum, við Helgarpóstinn. Meginhluti starfsfólks var þá úrskurðaður til vinnu. Ég get náttúrlega ekki sagt um hvemig gengur til ef verkfall verður núna en ég vona að ekki komi til þess að þurfi að senda neinn heim.“ Ekki ætti að verða mikil röskun á ýmsum öðrum þáttum heilbrigðisþjónustunnar, þar sem BSRB er þekkt að því að afgreiða Hvad stoppar? sncU'lega undanþágubeiðnir sem hcina snerta. Þorskahefta mun til dæmis ekki skorta umönnun. „Það er stefna hjá okkur að öll hæli sem starfa tuttugu og fjóra tíma á sólarhring fá undanþágu," sagði Haraldur Steinþórsson, frcimkvæmdastjóri BSRB, við HP. „Hinsvegar munu bcima- og dagheimili Iokast. Það verður níu manna Jcjaradeilunefnd sem úrskurðcir hvaða undcinþágur skuli veittar og hvaða starfsemi verði haldið gangandi. Það kemur ekki í ljós fyrr en reyn- ir á verkfallið hverjar undanþágumar verða. Hinsvegar má nokkuð ráða í hvemig kjara- deilunefnd bregst við hinum ýmsu málum með því að líta aftur til verkfallsins 1977. ÁTVR lokast í verkfallinu og em litlar líkur til að kjaradeilunefnd sjái ástæðu til að veita þar sérstaka undanþágu. Kaup- menn munu væntanlega birgja sig upp af tóbaksvömm af því tilefni, því tóbaksaf- greiðsla stöðvast til verslana. Sími, vatn og rcifmcign em nokkuð sem við teljum svo sjálfsagt að við tökum ekki eftir því,rTr. fyrr en það hverfur. Og starfs- menn þeirra stofnana sem þessir liðir heyra undir em í BSRB. ,£g býst við að það verði haldið áfrcim nauðsynlegustu viðhalds- þjónustu," sagði Haraldur Steinþórsson. Símstöðvar em mikið til horfnar þcinnig að ég býst ekki við að verði annað eins vanda- mál með símtöl út á land og til útlanda og var í verkfallinu 1977. Þetta er orðið mikið til sjálfvirkt. Það verður ekki sinnt viðgerðcir- beiðnum frá einstaklingum nema auðvitað ef um einhver sérstök tilfelli verður að ræða“ Lögregluþjóncir em í BSRB en ekki er bú- ist við mikilli tmflun á þeirra starfi. .JVleiri- hluti lögreglumanna var úrskurðaður í störf í síðasta verkfalli," seigði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn, við Helgarpóstinn. ,J>að var því varla hægt að tala um skerðingu í það skiptið, en það er undir kjaradeiiunefnd komið hvernig þetta verður núna.“ í síðasta verkfalli BSRB tóku hliðverðir í Keflavík það upp hjá sjálfum sér að skoða skilríki allra þeirra sem þurftu að komast inn á völlinn. Við það myndaðist mörg- hundmð metra löng biðröð og urðu ófáir seinir til vinnu sinnar. Það mál var þó leyst fljótlega. Nokkuð cilvcirlegt hlýtur að teljast að landið verður gersamlega án nokkurra frétta af því sem er að gerast í þjóðmálum, ef af verkfalii BSRB verður. Nema að Helgar- póstinum takist að halda áfram útgáfu og DV-fréttir komi áfram út. Bókagerðarmenn hafa sagt að þeir muni beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir blaðaútgáfu. í verkfallinu 1977 var Sjónvarpinu alveg lokað og Otvarpið flutti ekki nema veður- fréttir og neyðcirtilkynningar. Ekki er ástæða tii að ætla annað en sama verði uppi á teningnum núna. Það er þá orðið spurs- mál um hvort hægt sé að reka lýðræðis- þjóðfélag með veðuríregnum einum saman, ' og það þegar önnur eins vá er fyrir dyrum og nú er. í verkfallinu 1977 veitti BSRB undanþágu til þeirra sem reiknuðu út og borguðu bæt- ur hjá Tryggingastofnun ríkisins og Harald- ur Steinþórsson átti ekki von á öðru en slíkt yrði einnig gert í þetta skipti, ef til kæmi. Hinsvegar er ekki alveg ljóst hvort BSRB menn fá borgaðan heilan mánuð eða bara þessa þrjá daga sem þeir vinna frám að verkfalli, í október. BSRB á ekki digra sjóði ef f jármálaráðuneytið fer þá leiðina. „Við eigum fimm milljónir í sjóði og þær duga skammt handa 17000 manns,“ sagði Haraldur. „Ef til kemur munu þeir sem áfrcim stunda vinnu þurfa að greiða visscin hluta af tekjum sínum í verkfallssjóð og við munum einnig leita til annarra. Við munum leita til Bandaíags háskólcuncinna og al- mennings um einhvem styrk.“ ERLEND YFIRSYN íranskir heittrúarmenn telja sig hafa ráðið úrslitum síðustu forsetakosninga í Banda- ríkjunum. Jimmy Carter barðist vonlausri baráttu við Ronald Reagan, sem kennir stefnu fráfarandi forseta í alþjóðamálum um, að áhangendur Khomeini erkiklerks skyldu dirfast að hertaka sendiráð Bandaríkjanna í Teheran og haldast uppi að hneppa mestallt sendiráðsfólkið í gislingu í tæpt ár. Nú dregur á ný til forsetakosninga í Banda- ríkjunum, og enn eru islamskir heittrúar- menn komnir á stúfana til að baka Banda- ríkjastjórn skaða og skömm.I annað skipti á rúmi ári er sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanons, sprengt í loft upp með miklu mannfalli. Liðið er á annan mánuð, síðan dularfull samtök sem kenna sig við Heilagt stríð isl- ams kunngerðu, að Bandaríkjamenn yrðu áður en langt um liði minntir á að atferli stjórnar þeirra gagnvart islömskum þjóðum yrði ekki látið óhegnt. Bandarísk stjórnvöld tóku hótunina alvarlega, eins og eðlilegt var að fenginni reynslu. Gæsla við bandarísk sendiráð í löndum fyrir Miðjarðarhafsbotni var efld sem mest mátti, sérstaklega í Beirút. Þar var búið að flytja sendiráðið eftir spreng- inguna í fyrra, úr Vestur-Beirút, bústað islamstrúarmanna, yfir í austurhverfi borg- arinnar, byggð kristnum mönnum, þar sem liðssveitir Falangistaflokksins hafa lengi ráð- ið lögum og lofum. Allar varúðarráðstafanir komu fyrir ekki. Þegar sjálfsmorðsekill Heilags stríðs islams kom brunandi á sendiferðabíl, hlöðnum sprengiefni, voru verðir vel vakandi og hófu þegar í stað skothríð. Bíllinn hentist samt yf- ir steyptar tálmanir og sprakk á framhlið viðbyggingar sendiráðsins, sem hrundi til grunna. Heilagt stríð islams hafði sýnt ræki- lega fram á, að það er fært um að gera Bandaríkjamönnum verulegar skráveifur, hvort sem Jimmy Carter eða Ronald Reagan situr í Hvíta húsinu. Hermdarverkasamtökin hafa nú höggvið í sama knérunn þrisvar á þrem misserum. Fyrst var sendiráðsbyggingin í Vestur-Beirút spengd í fyrravor og sex tugir manna drepn- ir, þar á meðal helstu fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar. Síðar á árinu var svo hátt á þriðja hundrað bandarískum landgöngu- liðum banað, þegar bíll hlaðinn sprengiefni ók inn í svefnskála þéirra við flugvöllinn í eftir Magnús Torfa Ölafsson \Heilagt stríd islams hefur sett sér aö þurrka sigurbrosid af ásjónu Bandaríkjaforseta. Árásin á bandaríska sendi- ráöiö gerð til að ögra Reagan Beirut. Skömmu síðar sá Reagan forseti sér þann kost vænstan að kveðja á brott land- gönguliðasveitina í Líbanon. í þetta skipti hef ur verið lagt til atlögu með fullum árangri við sendiráð Bandaríkjanna í annað sinn, þótt það væri fært á þann stað sem þótti óhultastur í höfuðborg Líban- ons. Eftir árásina á landgönguliðana í fyrra, lýsti Reagan forseti yfir þeirri stefnu, að Bandaríkjastjórn myndi hefna grimmilega allra slíkra hermdarverka, og skyldu tilræð- ismenn hvergi óhultir fyrir refsivendinum. Til að sýna alvöruna í þessum orðum, voru árásarflugvélar af bandarísku flugvélaskip- unum úti fyrir Líbanonsströnd sendar til ár- ása á staði á yfirráðasvæði Sýrlendinga í landinu austanverðu, þar sem talið var að ír- anskir útsendarar klerkastjórnarinnar í Te- heran héldu sig. í fyra héldu talsmenn Bandaríkjastjórnar því fram, að Heilagt stríð islams væri gert út af írönskum yfirvöldum og nyti fyrirgreiðslu leyniþjónustu Sýrlands. Beindist reiði og hefnd Bandaríkjastjórnar einkum að Sýr- lendingum, þar sem miklum mun auðveld- ara var að ná til þeirra en írana. Nú eru þeir ekki nefndir á nafn, fyrst í stað að minnsta kosti, enda hafa veður skipast heldur en ekki í Iofti í skiptum Bandaríkjanna og Sýrlands frá því fyrir ári. Skammt er um liðið, frá því talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins tjáðu þingnefnd, að sá væri dómur Banda- ríkjastjórnar að nú orðið beitti Sýrlands- stjórn áhrifum sínum í Líbanon á jákvæðan hátt, þar sem hún gerði allt sem í hennar valdi stæði til að efla þjóðstjórnina, sem komin er á laggirnar í Beirut, og aðstoða hana við að Iægja rostann í einkaherjum stríðandi fylkinga í borgarastyrjöldinni, sem langt var komin að liða landið í sundur. Sýrlandsstjórn er fyrir sitt leyti umhugað um að troða ekki illsakir við Bandaríkin eins og nú er komið. Hún vill losa her sinn frá Líb- anon, en getur það ekki með neinni sæmd nema Israelsher yfirgefi samtímis suðurhér- uð landsins. Ljóst er að bein eða óbein milli- ganga Bandaríkjanna verður að koma til, eigi að koma svo vandasömu verkefni í kring, að fá helstu andstæðingana í átökun- um fyrir botni Miðjarðarhafs til að láta sam- tímis af hendi bein hernaðarítök í landinu sem á milli þeirra liggur, og báðir hafa reynt að gera að áhrifasvæði sínu. Bandaríkjastjórn verður því að bera niður með hefndaraðgerðir í þetta skipti á mark- vissari hátt en í fyrra. Vera má að hún hafi tök á því. Eftir fyrri árásir var eftirgrennslun- um einbeitt að því að komast að raun um, hvað Heilagt stríð islams er í raun og veru. Að svo miklu Ieyti sem niðurstöður hafa birst í bandarískum blöðum, virðist hafa tek- ist að kortleggja allvel skipulagið í íran, sem hefur með höndum yfirstjórn og þjálfun í þágu undirróðurs og hermdarverka á veg- um klerkastjórnarinnar. Hins vegar bera þær frásagnir ekki vott um að neitt hafi áunnist í að rekja þræðina sem liggja um arabalönd. Þar hafa flugumenn Khomeini af- bragðs skilyrði til að dyljast meðal fólks af trúflokki shiíta, sem eru fjölmennir bæði í Líbanon og í löndunum við Persaflóa. Píslarvætti fyrir trúna er ríkur þáttur í trú- arbrögðum shiíta, og því tiltölulega auðvelt að afla meðal þeirra sjálfboðaliða til verka sem hafa í för með sér að sá sem í hlut á læt- ur lífið. En vonlaust er fyrir Bandaríkjafor- seta að gera út leyniþjónustu sína til að ná sér niðri á slíkum ómerkingum. Bæði eru þeir torfundnir í fjöldanum, og þar að auki aðgerðir gegn þeim lítið efni í stó'rar fyrir- sagnir í bandarískum blöðum eða herskáar myndir í sjónvarpi. En eftir það sem á itndan er gengið, sér í lagi hátíðlegar yfirlýsingar um að eftir að hann er kominn á forsetastól skuli engum líðast að troða Bandaríkjunum um tær, nema greypileg hefnd komi fyrir, getur Ron- ald Reagan ekki haldið að sér höndum, síst í miðri kosningabaráttu. Hins vegar er úr vöndu að ráða, hvar reiða skal til höggs án þess að gera illt verra. Hreyfiafl hernaðar Heilags stríðs islams gegn Bandaríkjunum er að stefna Banda- rikjastjórnar í deilu ísraels og nágrannaríkja þess nýtur einskis trausts né stuðnings leng- ur meðai arabaþjóða. Sér í lagi síðan Reagan tók að fálma um þennan heimshluta af yfir- læti og vanþekkingu í senn, ýmist með her- valdi eða sérlegum diplómatiskum erindrek- um, hefur staða Bandaríkjanna veikst á þess- um slóðum. Frumkvöðlar Heilags stríðs isl- ams gera sér vonir um að geta egnt Ronald Reagan til að spilla enn frekar fyrir landi sínu. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.