Helgarpósturinn - 27.09.1984, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri og ábm.: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Biaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Johannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigjjór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og augiýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Letrun: HP-setning Samkeppni eöa samtrygging? Oliufélögin prjú á íslandi hafa mikið umleikis á islenskan mælikvarða. Heildarvelta þeirra telst I milljörðum króna og því má telja þau í hópi umsvifa- mestu aðila í íslensku viðskipta- lífi. Víða erlendis er fylgst grannt með því að viðskiptahættir slíkra stóraðila þjóðlífsins séu með þeim hætti sem samræmist eðlilegri samkeppni og til hags- bótafyrirneytendur. Hér á landi hefur skipulag olíuverslunar þó verið með nokkuð sérstæðum hætti. Ára - tugum saman hafasamþæstvið- skiptalegir hagsmunir og stór- pólitískar ákvarðanir í alþjóða- viðskiptum þjóðarinnar. Þannig hafa mestöll olíukaup beinst að einu landi, Sovétríkjunum, sem á rætur í togstreitu stórveldanna um alþjóðastjórnmálalea áhrif. Skipulag innkaupamálanna hefur þó verið allkyndugt. Form- lega er það ríkið sem annast innkaupin en einkafyrirtækin hafa þó mest í sínum höndum varðandi samningsgerðina. Þau tilnefna í samninganefndirnar, fá kaupsamningana rétta í hendur til framkvæmda af stjórnvöldum og þau skipta bróðurlega á milli sín forðanum í hvert sinn. Samkeppni þeirra er ekki um innkaupsverð, né held- ur um útsöluverð til neytenda. Hvernig þrífast þau þá án samkeppninnar? Jú, það er þjónustan sem þau bjóða uppá sem hvetur til samkeppni, segja forsvarsmenn félaganna. Hagn- aður er enginn af sölu aðalolíu- tegundanna segja þeir, en samt hafa félögin öll skilað hagnaði undanfarið. Helgarpósturinn fjallar um olíuverslunina á Islandi í blaðinu í dag og upplýsir m.a. að nú liggja fyrir hjá Verðlagsráði beiðnir frá olíufélögunum um geysilegar hækkanir á öllum aðal olíutegundunum. Helgar- pósturinn birtir einnig viðtöl við forstjóra olíufélaganna sem segja sig hafa orðið að taka á sig verulegan taprekstur undan- farna mánuði vegna mismunar á innkaupsverði og leyfðu útsölu- verði varanna. í grein Helgarpóstsins er einnig fjallað um fjárfestingu fé- laganna undanfarin ár, enda virðist sem samkeppnin milli þeirra hafi að ýmsu leyti færst í nýjan farveg. Umsvifin eru að færast inn á svið annars versl- unarreksturs í landinu. Svo sem fram kemur í Helgarpóstinum eru talsmenn Kaupmannasam- takanna ekki par hrifnir af þess- ari innrás félaganna inn á hefð- bundin verslunarsvið og hafa sent þeim bréf þar að lútandi en þeim verið lítill gaumurgefinn tii þessa. Þessi mál, ásamt raunar fjöl- mörgum fleiri sem varða olíuvið- skiþti og verslun, vekja margar sþurningar um innviði þessa skipulags, rætur þess í flokks- pólitískri mótunarsögu stjórn- kerfis og efnahagslífs undanfar- inna áratuga. Verður sú skipan öll tekin til gagnrýninnar með- ferðar á siðum Helgarpóstsins á næstu’nni. * 1 < ■ - * > gerðarfélag þeirra heitir, í samn- ingum við gömlu kúrekakempuna Frammarar sendu því sinn mann, Hauk, inn á stjórnarfund Blaða- prents þar sem hann baukaði í einn sólarhring við að koma í veg fyrir að samningar tækjust, einkum með því að draga fundinn á lang- inn og bíða eftir bréfi frá Félagi íslenska prentiðnaðarins sem hót- aði að slíta öllum samningavið- ræðum fyrr og síðar við prentara og setja á þá verkbann. Haukur gat að lokum veifað þvf bréfi og skotist skáhallt undan ábyrgðinni fyrir hönd flokksins en starfsemenn NT vita betur... hefja upptökur á nýrri LP-hljóm- plötu, en enn mun vera óákveðið um útgáfu hennar, sem sjálfsagt tekur mið af velgengni síðustu plötu þeirra. Það sem er ekki hvað síst merkilegt við upptöku þessar- ar nýju skífu hljómsveitarinnar er að meðlimum hennar til halds og trausts við verkið verður enginn annar en aðalforsprakki og tromm- ari einhverrar frægustu grúbbu á þessu sviði tónlistar, Penny Rimbaud úr Crass. E akið er öllum tökum á Aust- fjörðum í hina nýju kvikmynd Stuðméinna, Hvíta máfa. Eru loka- tökumar hafnar í Reykjavík, eink- um í Æskulýðsráði og í stúdíói, svc og í Hafnarfirði, og er búist við að kvikmyndatökum ljúki þ. 10. októ- ber. Klippingin verður með óhefð- bundnum hætti og hefur Hrafn Gunnlaugsson tekið hana að sér og notar sömu vídeótæknina við klippinguna og hann beitti í Hrafn- inn flýgur. Auk íslensku leikaranna sem fara með aðalhlutverkin eru hinir ólíklegustu menn í aukahlut- verkum. í síðasta tölublaði HP skýrðum við frá því að frú Pamela Brement sendiherrafrú færi með hlutverk hjúkrunarkonu. Við get- um bætt fleiri nöfnum við: Tyrone Troupe, þekktur kvikmyndaleikari frá Hollywood (og mikill vinur Jack Nicholsons) leikur Glen major hjá bandaríska hernum á Keflavíkur- flugvelli, og undirliðþjálfa hans leikur Jónas R. Jónsson. Þá hefur verið leitað til hins þekkta breska sjónvarpsmanns Benny Hlll og hann beðinn að taka að sér hlut- verk. Norski Ieikarinn Rolv Wesenlund (sem gerði Fleksnes frægan) var hér um bil búinn að segja já við hlutverki í myndinni en varð að afþakka vegna lítils fyrir- vara. Þá er enn ósamið um eitt aukahlutverk, Harrison öldunga- deildarþingmann. Harrison þing- maður er gamall leikari sem kom- inn er í pólitík og stefnir hraðbyri á forsetaembætti Bandaríkjanna. Þær senur verða teknar í Bcinda- ríkjunum og standa Stuðmenn eða Skínandi h.f., eins og kvikmynda- Roy Rogers um hlutverkið, en ekki hefur enn verið gengið frá öll- um endum. Jú, vel á minnst í lokin: Hvítir máfcir verður frumsýnd í febrúarmánuði á næsta ári... likill titringur og urgur er í blaðamönnum NT (eða eigum við að segja ET?) eftir að Haukur Ingibergsson, framsóknarmaður og stjómarmaður í stjóm Blaða- prents, felldi tillöguna um sér- samninga við prentara prent- smiðjunnar og hindraði þar með útgáfu dagblaðanna þriggja, Þjóð- viljans, Alþýðublaðsins og hins nýja ET. Ástæðan fyrir kúvendingu framsóknarmanna í þessu máli er fyrst og fremst eindregin afstaða Þorsteins Pálssonar í málinu. Þegcir Þorsteinn frétti cif ráða- bmgginu um að Framsókn skyti sér undan ábyrgð með því að skíra upp NT og kalla ET og láta starfs- menn blaðsins taka við rekstrinum undir nýju hlutafélagi, hafði hann samband við ráðamenn í Freim- sókn og sagði þeim afdráttarlaust að Sjálfstæðisflokkurinn (og Mogginn og DV í hillingum) myndi ekki horfa aðgerðarlaus á útgáfu stjórnarandstöðublaða í verkfalli bókagerðarmanna og yfirvofandi verkfalli BSRB. Síðast en ekki síst benti Þorsteinn framsókníirmönn- um á að ef Blaðaprentsblöðin kæmu út, yrði litið þannig á að Framsókn hefði almennt samþykkt þá hækkun sem í sérsamningum prentara fælist. Sjálfstæðisflokkur- inn myndi því tafarlaust rifta stjórnarsamstarfinu við Framsókn. linhver eftirtektarverðasta rokkgrúbba okkar íslendinga um þesar mundir, Kukl, virðist svo gott sem búin að vinna sér varan- legt nafn á meginlandi Evrópu, og þó einkanlega í Bretlandi. Hljóm- sveitin hefur verið á miklu tón- leikaferðalagi á þessu svæði í sum- ar til að kynna nýjustu hljómplötu sína „The Eye“, sem eins og kunn- ugt er hefur fengið lofsamlega gagnrýni í útlendum músíktíma- ritum. Nægir þar að nefna hæstu einkunn í því víðlesna blaði Sound. Þá siglir þessi plata Kuklara líka hraðbyri upp áreiðanlegustu vin- sældcdistana ytra. í músíktímarit- inu Melody Maker er platan nú komin í níunda sæti óháða listans á hraðri uppleið, auk þess sem platan er á fullum dampi upp óháða listann í New Musical Ex- press og var komin þar í tuttugasta sætið síðast er fréttist... o nnur prýðishljómsveit okkar landsmanna, ogaldeilisekki ófræg, því hér er átt við Mezzo- forte, sendir frá sér litla skífu í lok næsta mánaðar. Sú litla verður undanfari að stærra verki, LP- hljómplötu hljómsveifarinnar sem koma á út í lok nóvember... u leira af Kuklinu okkar. Um síðustu helgi spilaði hljóm- sveitin stórt númer á einhverri stærstu tónlistarhátíð Evrópu, þar sem allir frægustu listamenn þró- aðrar rokktónlistcir komu Sciman, en hátíð þessi nefnist Pandoras Music Box og er haldin í Rotter- dam. Viðtökur við músík Kuklara munu hafa verið magnaðar og nán- ast skyggt á tónlistarflutning ann- arra og þekktari banda, svo sem Shriekback, The Dreams Syndicate, Richard Strange, John Cale (úr Velvet Underground), Psychic TV og The Fall. Þetta má heita glæsi- legur endir á áðumefndu tónleika- ferðalagi Kuklara um Evrópu... 'mboðsmaður og aðaldrif- fjöður í starfi Mezzoforte í Eng- landi, Stelnar Berg, hefur á síð- ustu mánuðum verið að þreifa á ýmsum öðrum nöfnum músík- heimsins til útgáfu á vegum fyrir- tækis síns ytra, Steinar Records Ltd. Eftir því sem HP kemst næst, hefur hann nú gengið frá plötu- Scimningum við að minnsta kosti tvo aðila af efnilegra taginu. Er þar annarsvegar um að ræða dönsku grúbbuna Street Beat sem spilar í fönkstfl og hinsvegar hollenska tónlistarmanninn Cris Becker... E L aks er það að segja af Kukl- urum að þau halda á næstu dög- um yfir til Lundúna þar sem þau lins og flestir Reykvíkingar hafa tekið eftir er verið að grafa upp allflestar gangstéttir og götur borgarinnar, þó einkum í Vestur- bænum og gamla miðbænum. Hér hefur Hitaveitan verið á ferð, skipt um Iagnir og vatnsæðar. Mátti ekki tæpara standa varðandi endumýj- un á vatnslögnum þessara íbúðar- hverfa, enda lagnimar gamlar og farnar að gefa sig. Hins vegar segja fróðir menn í borgarmálum að vonlaust hefði verið að ráðast í þessar framkvæmdir ef verðlag Hitaveitunncn hefði ekki verið gef- ið frjálst fyrir hálfu öðm ári, eins og borgarbúar fundu illilega fyrir og hve mestur styr stóð um á sínum tíma. En einnig mun hjöðnun verð- bólgu spila þama inn í... PUMAATLI SPORT Str. 3 1/2-12. Verö 1285,- PUMA HEYNCKES STAR Str. 3 1/2-9 1/2. Verö991,- PUMA SPEEDER Str. 25-6 1/2. Verö frá632, puinir wttriiirarxliuni tttm Klapparstig 44, Reykjavik, simi 11783 og 10330. -JlL D))(CO. C= 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.