Helgarpósturinn - 27.09.1984, Blaðsíða 15
Ll STAP
f
*
Arni Bergmann með nýja skáldsögu:
Islensk-írsk
ástarsaga
Mál og Menning sendir frá sér
nýja skáldsögu eftir Áma Berg-
mann, ritstjóra Þjóðviljans, fyrir
næstu jól. Bókin ber titilinn ,Með
kveðju frá Dublin", og ég spyr höf-
undinn fyrst hvert sé þema verks-
ins.
„Þetta er íslensk-írsk ástarsaga,
skal ég segja þér...“
- Og hvemig renna þær tiifinn-
ingar eiginlega saman?
.Ágætlega, enda er hér um tvær
náskyldar þjóðir að ræða, ekki
satt?“
- Ég á við, um hvað fjallar sagan?
,JVú, hún segir af dösuðum ís-
lenskum enskukennara nálægt fer-
tugu, en í upphafi sögunnar er
hann staddur einsamall á sumar-
ferðalagi suður í Baskahémðum
Spánar. Þar kynnist þessi dasaði
maður írskri stúlku, og eigum við
ekki að segja að þau felli hugi sam-
an. í sameiningu kynnast þau síðan
málefnum aðskilnaðarsinna í
þessu héraði, ETA. Nú, það em
margir meinbugir á þessu sam-
bandi íslenska dasaða enskukenn-
arans og írsku stúlkunnar, eins og
vera ber í söguþræði sem þessum,
hann er kvæntur uppi á íslandi og
hún kaþólsk. Þessir meinbugir
koma vel í ljós þegar íslendingur-
inn heimsækir stúlkuna til írlands
síðar meir. Og ekki meir um það,
nema hvað þar kynnist þessi
enskukennari öðrum aðskilnaðar-
sinnum, nefnilega liðsmönnum
IRA. Og af því að hann er maður
dasaður og er sér meðvitaður um
það, fer honum að finnast þessi
kynni sín af sjálfstæðisbaráttu
smárra þjóða vera upplagt tilefni
til að auka á tilganginn í lífi sínu. í
framhaldi af því gerist hann meira
að segja erindreki IRA á íslandi. Og
af þessu spinnst enn flóknari at-
burðarás en komin er, og ég vil
þegja um hana.“
- Gerist þetta sem þú varst að
lýsa í nútíma?
„Nei, þetta gerist fyrir á að giska
tíu árum, á miðjum síðasta ára-
tug.“
- Hvað ertu búinn að vera með
þetta efni lengi í smíðum?
„Það eru líkast til tvö ár frá því
ég fékk hugmyndina að þessu."
-Og hvemig varð hugmyndin
til, ef ég má spyrja?
„Henni laust niður í huga mér
þegar ég lá á spítala. Það er ákaf-
lega tíðindalítið á svoleiðis stöð-
um, þannig að ég fór að gera mér
það til afþreyingar að hugsa upp
æsilega viðburði."
Í1NN
Árni Bergmann.
- Þú ferð að verða einn úthalds-
besti blaðamaður okkar íslend-
inga. Hvemig fer það saman, finnst
þér, að starfa við sama verkfærið
hvort heldur sem er í vinnunni eða
þegar heim er komið?
,JVlér finnst þetta fara ágætlega
saman. Blaðamennskan heldur
manni í góðri þjálfun við sloiftim-
ar, ekki satt? Og svo hef ég líka
notað fríin mín vel, jafnvel tekið
mér launalaus leyfi þegar mér hel-
ur fundist mig vanta friðsælan af-
- Þetta er þá líka spennusaga hjá
þér?
!rJá, sumpart er þetta spennu-
saga, en einnig þónokkur kennara-
saga, ef svo má segja. Mest er hins-
vegar fjallað um afdrep smárra
þjóða sem hafa ekki verið alveg
nógu heppnar með nágranna. Vita-
skuld kemur pólitík þessu við, eins
og til dæmis spursmálið, getasmá-
þjóðir haldið áfram að vera til í
þessu heimsþorpi sem við lifum nú
í, eða þessu svokallaða Global
Village, sem fjölmiðlafræðingar
tala svo mikið um þessa dagana?
Þar með er ósjálfrátt komið inn á
þau örþrifaráð sem þessar smáu
þjóðir hafa gripið til, svo málstað-
ur þeirra fengi athygli."
- Atburðcirás þessarar sögu
þinnar virðist fara yfir allmörg
landamæri. Ekki hefurðu getað
skrifað héuia einvörðungu hér
heima upp á umhverfislýsingar að
gera?
,JÉg skrifaði bókina nú eingöngu
hér heima, en ég sat að því að ég
fór fyrir nokkrum árum hjólandi
um vesturströnd írlands, aukin-
heldur sem ég dvaldi eitt sinn í
sumarleyfi í Baskahéruðunum. Ég
hef umhverfi sögunnar því svo gott
sem á hreinu."
kima.“
- „Með kveðju frá Dublin" er
önnur skáldsagan þín og jafnframt
þriðja bókin sem þú sendir frá þér.
Árið 1980 skrifaðirðu Miðvikudaga
í Moskvu, endurminningar frá
námsdvöl þinni þar, og fyrir tveim-
ur jólum laukstu við skáldsöguna
Geirfugla. Má búast við verki frá
þér annað hvert ár í framtíðinni?
,Maður veit aldrei. Hitt er þó víst
að ég hef alltaf gaman af að skrifa,
og gott ef það gaman hefur ekki
ágerst með árunum."
- Þannig að þú þarft ekkert endi-
lega að leggjast inn á spítala til að
hugsa upp næstu verk?
,JÉg vona ekki.“ - SER.
MYNDLIST
Endingargóðir málarar á septemberaldri
eftir Guöberg Bergsson
Eitt af furðuverkum íslands er hvað þjóð-
in á úthalds- og endingargóða listmálara.
Þeir halda á penslinum og sinni andlegu
reisn fraim í cindlátið. Aftur á móti eru rithöf-
undar og ljóðskáldin oftast búnir að geispa
sinni cuidlegu golu um fimmtugt, ef ekki
löngu fyrr. Kannski er skýringin á þessu sú.
að íslensk list nær aldrei alveg fullum
þroska eða svimandi hæð, vegna þess að
hún hlýtur ekki nógu mikið andlegt aðhald
frá þjóðfélaginu eða velgerðum einstakl-
ingum. Og það stafar einfaldlega af því að
hér er engin lágmenning til og þar af leið-
andi heldur ekki hámenning. Því það er svo
einkennilegt að hámenning þrífst ekki á há-
menningu heldur á frjórri og margbrotinni
lágmenningu en aldrei á gutlmenningu eins
og þeirri sem gengur fram úr nösum og koki
fólks úr öllum íslenskum flokkum.
Ef athuguð eru verkstórmenna myndlist-
arinnar á þessari öld, og reyndar fyrr á öld-
um, þá kemur í ljós að listamennimir hafa
náð fljótt þroska eða verið jafnvel bráð-
þroska en haldið siðan áfram róðrinum uns
yfir lýkur á stórum vinnustofum fullum af
glæsilegu andleysi.
Dæmi um þetta er hinn bráðþroska Miró
eða sjálfur Dalí, eins og auðsætt hefur verið
>á hinum miklu yfirlitssýningum á verkum
þeirra fyrir skömmu. Og Koonigs líka sem
er nú í Pompidousafninu.
En héma em málaramir að berjast fyrir
viðurkenningu og örlítið bættum aðbúnaði
fram í andlátið, og það verkar hvetjandi á þá
en hefur ekki andann í hæðir, gerir hann
ekki frjálsan, í þeim mæli að hann sýnir
viðtekinni hugsun megnustu fyrirlitningu
út á við en íhugar gmndvöll hennar gaum-
gæfilega. Allt er þegar öllu er á botninn
hvolft byggt á viðtekinni hugsun, en vand-
inn er að fara í kringum hana, ánetjast
henni, en í grímubúningi.
September er mánuður lilanna, hcinn er á
mörkum hins einlita ljósa sumars og hins
dimma einlita vetrar. Og Septembermenn-
irnir lögðu áherslu á inntak listar sinnar,
sem er fremur á sviði lita en forma, með því
að sýna reglulega á mánuði gróandans í
litum.
Kristján Davíðsson er venjulega talinn
vera mesti litamaður hópsins. Hann er það
raunar ekki þótt svo virðist, en hann er
hinum fremri í að leysa formið upp í skrúð,
gera það hreyfanlegt og þá ljóðrænna en ef
það birtist í stórum flötum. Rauðhært fólk
er yfirleitt ljóðrænt. Ef þið bregðið ykkur
yfir í austursalinn á Kjcirvalsstöðum sjáið
þið hiiðstæðu Kristjáns hvað Ijóðrænu
áhrærir, í verkum Daða Guðbjartssonar.
List rauðhærðs fólks jaðrar oft við það að
vera skrifað flúr, skreytilist, ganga um skýin.
Það er að segja það er haldið goðsagna-
áráttu. írsk ljóðlist og skáldskapur einkenn-
ast af þessari listrænu himnaför andcins. En
ef rauðhært fólk á að vera alger séní, þá þarf
það að vera í þokkabót örvhent, rangeygt
og skrollandi. Þessir dýrðlegu eiginleikar
eru alger forsenda fyrir snilld hjá rauð-
hærðu fólki. Hörmulegt er þegar það reynir
að fela hina líkamlegu „galla" á kostnað
andans. Andinn er þá fleygastur þegar gall-
arnir eru gerðir að vængjum.
Ef ég á að lýsa þessari sýningu með einu
orði, sem er þó hvorki orðið „góð" né
,slæm“ (þau orð eru nú bannorð cif því að
hætt er að líta á sýningar sem göngu lista-
manna undir próf hjá almenningi) þá mundi
ég grípa til hinnar haldgóðu lýsingar sem
listfræðingar hafa innleitt og segja: ,Allir
koma listamennirnir sterkir frá þessari sýn-
ingu sinni." Þetta á við málaralistina, en í
bókmenntum eiga konur að vera hressar,
líkt og á nítjándu öldinni átti kristið fólk að
vera djarft', í ungmennafélagslistinni átti
það að vera hugprútt og í list sósíalismans
áttu erfiðismenn að vera sterkir, hressir,
djarfir og hugprúðir, vegna þess að sósíal-
isminn er sameiningarandi. Áð honum liðn-
um, á yfirborðinu, hefst hin vísindalega
einstaklingsgreining á ný: í annað hvort
sterkt eða hresst. Það er litið óhýru auga ef
einhver er hvort tveggja hress og sterkur.
Sameining þessa tvenns er þá kölluð
remba. Guð einn veit hvemig hugmynda-
hjólið snýst á ný og hvenær, hitt er víst að
það fer jafnan hringinn með hjálp orðanna
sem til eru í tungu hverrar þjóðar.
Þess vegna er um að gera að vega ótt og
títt að tungunni og myndmálinu, til þess að
hliðarspor séu tekin ásamt útúrdúrum, og
það gera þessir endingargóðu málarar eftir
sinni bestu getu enn og að því er virðist allt
til dauðans.
Hins vegar er það eins með list- og kyn-
hvötina, að í ellinni er oft meiri óskhyggjcin
en getan, og þá er gripið til hinna fögm
haustlita til að breiða yfir sannleikann um
sumarið og veturinn.
Valtýr málar minningar sínar um form
konu og báta.
Guðmunda gegnumlýsir drauma.
Kristján skrifar með pensli reimleika dísa
á vatnsfleti.
Jóhannes yrkir aftur upp höf og strendur
þess sem var.
Og Þorvaldur brýtur upp vatnsborðið;
hann dró eik á flot við ísabrot á öllum árs-
tímum, í list sinni, fram-í andlátið.
HELGARPÓSTURINN 27