Helgarpósturinn - 27.09.1984, Síða 16

Helgarpósturinn - 27.09.1984, Síða 16
Sigurður Ragnarsson, Jóhann Páll Valdimarsson, Bryndís Dagsdóttir og Þorvaldur Kristinsson fyrirfram- an Forlagið: Nýtt útgáfufélag með nýjar hugmyndir til lífgunartilrauna við bókina. Forlagið, nýtt útgáfufélag: Gamall draumur — segir Jóhann Páll Valdimarsson framkvæmdastjóri Nýtt útgáfufélag, Forlagið, var opnað formlega 14. september s.l. Forlagið, sem er til húsa við Frakka- stíg, var stofnað af hinum unga en reynda útgáfumanni Jóhanni Páli Valdimarssyni sem lengi hefur ver- ið kenndur við Iðunni. Jóhann Páil hefur einnig fengið í lið með sér gamla samstarfsiiðið frá Iðunni: Sig- urð Ragnarsson, Þorvald Kristins- son, Bryndísi Dagsdóttur og Önnu Gígju Guðbrandsdóttur sem öll eiga hlut í hinu nýja Forlagi. „Við munum koma þó nokkrum bókum á markaðinn fyrir jólin,“ segir Jóhann Páll við HP, „en enn er ekki tímabært að gefa upp titla.“ — Hvers vegna að stofna nýtt for- lag á síðustu og verstu tímum bóka- útgáfu? „Mig hefur lengi langað til að spreyta mig á eigin bókaútgáfu," segir Jóhann Páll, „og hef látið gamian draum rætast. En það er rétt — útgáfa og bókasölumál eru komin í mikla og vonda blindgötu. Við munum leita leiða út úr henni og það er von mín að Forlaginu auðnist það, t.d.varðandi samskipti útgefenda og bóksala sem hafa verið mjög slæm. Það er brýnt verkefni að koma á góðum samskiptum milli þessara aðila. Og við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við væntum að muni efla íslenska bókaútgáfu. -IM MYNDBÖND Utangarðsmenn og andhetjur eftir Ingólf Margeirsson Hefð utangarðsmanna í kvikmyndasög- unni er tiltölulega ung, andfélagslegar hetj- ur skjóta fyrst upp kollinum að ráði á sjötta áratugnum í amerískri kvikmyndagerð (James Dean og fl.), í kjölfar æskubyltingar og rokks. Bresk raunsæisstefna á sjöunda áratugnum tók utangarðsmenn upp á arma sína, sama gerðu franskir intelektúllar í kvikmyndagerð á þeim tíma, uns varia varð þverfótað fyrir andhetjum, meira að segja góði gamli kúrekinn varð andfélagslegur í spagetti-vestranum (Clint Eastwood). Eftir stúdentabyltinguna, Víetnam og popp- bylgjuna var fjandinn laus og það er ekki fyrr en kemur inn í níunda áratuginn að utangarðsmaðurinn er á undanhaldi, þótt andhetjan sé orðin að hefðbundinni ffgúru kvikmyndaiðnaðarins, sem aldrei mun hverfa úr filmunni. Karel Reisz heitir maður. Hann fæddist árið 1926 í Tékkóslóvakíu, fluttist til Bret- lands tólf ára og varð síðar meir frægur kvikmyndaleikstjóri þar í landi og í Banda- ríkjunum. Reisz hefur gert margar myndir þar sem hetjan er utangarðsmaður, skóp einmitt sínar fyrstu andhetjur í breskri raunsæisstefnu sjöunda áratugarins, þótt Reisz hafi aldrei verið nógu raunsær sam- kvæmt stefnunni. (Saturday Night and Sun- day Moming, 1960, Night must fall, 1964, Morgan, a Suitable Case for Treatment, 1966 og ísadora, 1968.) Reisz hefur einnig gert kvikmyndir í Bandaríkjunum eins og The GÍambler (1974) og Dog Soldiers (1978). Sú síðast- nefnda er mjög vinsæl á videóleigum höf- uðborgarinnar þessa dagana. Dog Soldiers er gerð eftir samnefndri sögu Robert Stones, og segir frá bandarískum hermanni sem kemur heim frá Víetnam, þvælist inn í eiturlyfjasmygl og dópsölu og flýr ásamt eiginkonu vinar síns undan glæpalýðnum upp í leifar gamallar hippakólóníu sem ligg- ur mannlaus uppi í fjöllum. Skúrkamir elta hermanninn (Nick Nolte) og þar mætir hann öriögum sínum. Nú. Það sem gerir Dog Soldiers að heillandi mynd er formúl- an, blanda ævintýraþrillers og félagslegrar frásagnar. Á yfirborðinu er myndin spennu- mynd en undir niðri er Dog Soldiers heim- ildarmynd um sjöunda áratuginn í Ameríku, Víetnamstríðið, kerfisspillinguna, dópið og hmn hippaveldisins, uppgjör við drauminn sem varð að martröð. Dog Soldiers (reynd- ar eins og The Gambier) er á góðu mynd- máli, hröð frásögn og nákvæm (sem ekki er hægt að segja um bresku myndirnar hans) og nær til flestra áhorfendahópa. Nick Nolte vel á minnst, hann er utan- garðsmaðurinn líkamnaður, enda bjóðast honum iðulega andfélagslegar rullur. Ein slík er lögreglumaðurinn óhefðbundni í 48 HRS, ný mynd sem nýverið hefur verið sýnd í Reykjavík og er þegar komin yfir á spólu. •Stjörnuleikur - -þeirra - -Noltes • og- - Eddy Murphys, ásamt hörkufrásögn af eltingarleik þeirra félaga við tvo strokufanga um alla San Francisco, gerir myndina að samfelldri skemmtun. Leikstjóm Wcúter Hills er enn- fremur frábær og dregur upp ósminkaða mynd af andrúmslofti bófa í skuggahverfum stórborgarinnar. Víetnéimstríðið hefur skilað sér inn á hvíta tjaldið, og þá iðulega sem gagnrýnin skilgreining á vondu stríði (ef frá er talin The Green Barets með John Wayne og örfá- ar aðrar.) Víetnam-hetjan er iðulega and- félagsleg, beisk, gagnrýnin og firrt þegar hún snýr aftur til daglegs lífs í USA. Stund- um bítur hún á jaxlinn eins og DeNiro í Hjartarbananum eða andhetjan leggur jafn- vel heilu byggðarlögin í rúst til að róa taug- arnar, líkt og Stallone í First Blood. Til em þó leikstjórar sem reyna að fjalla um Víet- namdátann vonsvikna á raunsæjan hátt. Einn þeirra er Hal Ashby sem gerði Coming Home 1978. Þar segir frá lömuðum her- manni (Jon Voight) sem verður ástfanginn af gamalli skólasystur sinni og núverandi hjúkku á herspítalanum þar sem fómar- Iömb striðsins Iiggja illa særðir og limlestir. Hjúkmnarkonan (Jane Fonda) er gift lið- þjálfa af gamla skólanum (Bmce Dem) sem einmitt berst í Víetnam og smám saman missir trúna á málstað BcmdarikjEimaLnna og sjálfan sig. Ástir takast með hinum fatlaða hermanni og eiginkonu liðþjálfans sem hef- ur sínar afleiðingar fyrir allar aðalpersón- urnar. Andhetjan Voight sýnir magnaðan leik í myndinni og það gera þau Fonda, Dem og einnig fleiri. En þegar leiknum sleppir er lítið afgangs. Sagan er hæg og seig og fram- kallar margan geispann. Þrátt fyrir raun- sæisleg tök á söguþræði, hættir leikstjóran- um til að velta sér upp úr sjálfsvorkunn þeirra persóna sem um er f jallað, í stað þess að spila á margbreytileika sálarlífsins. Jack Nicholson leikur yfirleitt, ef ekki allt- af andhetjur. Það er óþarfi að romsa upp titlum kvikmynda í þessu sambandi. Ein þeirra mynda þar sem Nicholson er and- hetja eina ferðina enn, en sem lítið sést í kvikmyndahúsum, er The Passenger frá ár- inu 1975. Hún er gerð af engum öðrum en meistara Michelangelo Antonioni heitnum og er ítölsk-frönsk-spönsk-bandarísk sam- framleiðsla undir framkvæmdastjóm Ccirlos Ponti. Farþeginn segir frá breskum sjónvarpsfréttamanni sem kynnist dular- fullum náunga á eyðilegu hóteli í Sahara- eyðimörkinni. Náungi þessi, sem er svipað- ur fréttamanninum í sjón, fær hjartaáfall og gefur upp öndina í herbergi sínu. Frétta- maðurinn notar tækifærið, enda orðinn Ieiður á lífi sínu og starfi (og heiminum yfirleitt), skiptir um myndir í pössunum og byrjar nýtt líf sem hinn látni. í ljós kemur hins vegar, að líkið hafði verið kappsfullur vopnasali sem flæktur var í vond mál og nú hefst eltingarleikur þar sem þeldökkir upp- reisnarmenn og eiginkona fréttamannsins (hana fer að gmna að eiginmaðurinn sé alls ekki dauður) gera sjónvarpsmanninum hið nýja Iíf ansi leitt. Inn í söguna flækist stúd- ent í arkitektúr (Maria Schneider) sem verður ástkona fréttamannsins. Handritið býður upp á góða möguleika spennumynd- ar, myndin gerist um alla Evrópu og mikið af eldfimu efni í kringum aðalpersónuna. En þeir sem vilja slíka mynd verða illa sviknir, úr þessum leir hnoðar Antonioni allt aðra mynd. Farþeginn er að ýmsu lík Blow Up sem sami leikstjóri gerði 1%6, en í The Passenger vantar tískíma og nektina, enda létu áhorfendur sig vanta í kvikmyndahús- in, þótti myndin langdregin og leiðinleg. The Passenger varð Antonioni að fcúli í heimi framleiðenda, eftir þetta fékk hann engin önnur tækifæri hjá stóru kvikmynda- félögunum. Það var að sjálfsögðu hneisa og mikil synd að The Passenger skyldi hljóta svo dræmar viðtökur (hún mun heldur ekki vera vinsæl í reykvískum myndbandaleig- um), því myndin er geysilega forvitnileg. í fyrsta lagi sýnir Nicholson afbragðsleik (eins og reyndar alltaf) og í öðru lagi er myndin dæmigerður afrakstur Antonionis, höfuðáhersla lög á samsemd (identifica- tion) persónanna sem hrærast afstætt við umhverfi sitt og tíma. Senumar iðulega langar og kvikmyndatakan síunfelld, sem undirstrikar hið existensíalíska andrúms- loft kvikmyndarinnar. Að lokum skal sagt frá nýlegri, amerískri sjónvarpskvikmynd sem nefnist Bogie og fjallar um andhetju allra tíma á hvíta tjald- inu, leikarann Humphrey Bogart. Myndin segir frá lífi Bogie á miðjum fjórða áratugn- um þegar hann sló í gegn á fjölum Broad- way í Petrified Forest (sem síðar var kvik- mynduð með honum í aðalhlutverkinu) og til 1957, sama ár og hann lést. Bogie rekur kvikmyndir og ævi hins vinsæla leikara, segir frá hjónabandsörðugleikum hans við hina alkóhólíseruðu eiginkonu Mayo og hamingjusömu hjónabandi hans með síðari eiginkonunni, Lauren Bacall leikkonu sem lék með honum í fjölda mynda. Bogie skyggnist ekki mikið bak við tjöldin varð- andi kvikmyndaferil Bogarts en gefur raun- sæja og góða mynd af manninum bak við goðsögnina og lýsir einkalífi hans fjálglega. Bogie er gerð fyrir sjónvarp og hentar þar af leiðandi einkar vel í vídeó. Kevin O'Connor fer með aðalhlutverkið og líkist gamla manninum talsvert, auk þess fer hann vel með hlutverkið. Kathryn Hcirrold leikur Bacall en líkist reyndar meira Ingrid Berg- man, einhverra hluta vegna. Leikstjóri er Vincent Sherman og myndin er gerð eftir samnefndri bók eftir Joe Hyams - og reynd- ar undirtitli bætt við: The Last Hero. En eftir velgengni andhetja að dæma þá eru engar líkur á því að Bogart verði Síðasta hetjan. STJÖRNUGJÖF kvarðinn 0-4 Dog Soldiers *** 48HRS *** Coming Home * The Passenger ** Bögie **•.... Dog Soldiers í leik- stjórn Karel Reisz: Fyrrum Víetnam- hermaður Rey (Nick Nolte) hleöur riffilinn til að verjastdóp- --------möngurum.' 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.