Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 8
Þau byrjuðu nú ekki á föstu fyrr en komið var fram á mennta- skóiaár og mælskumaðurinn hafði snúið af braut kommúnism- ans og gerst sósíalisti. Að vísu bauð hann henni einstöku sinnum í Trípolíbíó á hasarmyndir á með- an þau voru enn í gaggó. en það var líka gert með semingi. Stelpan var kaupmannsdóttir, blóðtengd auðvaldinu, ,,og það er vissulega fyrir neðan virðingu sanns komm- únista að láta sjá sig með svona kaupmannspakki," segir Bryndís. Jón Baldvin fór ekki í MR til að læra, heldur gagngert til að flytja út byltinguna úr Gaggó-Vest. Það varð nánast ekk- ert úr lærdómi, að minnsta kosti fyrstu skólaárin, en í þess stað komu félagsstörf; að lesa pólitík, tala pólitík og gefa út pólitík. Kommúnismi Jóns náði eiginlega hámarki í fimmta bekk MR þegar hann skundaði ásamt Ragnari Arnalds og fleiri kommum á fund Einars Olgeirssonar og spurði kallinn hvort hann væri ekki til í að vera fyrir leshring um fram- kvæmd kommúnismans. Einar hélt það nú og sellufundir voru ákveðnir einu sinni í viku allt næsta hálft annað ár. En Einar brást vonum flestra í sellunni með viðstöðulausri analýsu á Komm- únistaávarpinu einu, án þess að nokkur strákanna fengi að leggja sitt til málanna. Og svo hægfara var Einar um bókina að eftir árið var hann einungis kominn aftur að blaðsíðu 17. Við upphaf átj- ándu blaðsíðu gáfust Jón og nokkrir aðrir upp, og ákváðu að heimsækja kallinn fyrir næsta fund og biðja hann vinsamlega að sleppa Kommúnistaávarpinu og taka frekar upp rökræður um reynsluna af framkvæmd komm- únismans í Austur-Evrópu, sem Jón var meðal annarra farinn að efast um út af æ svartsýnni bréf- um frá Arnóri bróður í Moskvu. Það var Jón Baldvin sem hafði orðið fyrir félögunum á útidyra- tröppunum við heimili Einars. „Einar klappaði nú bara á kollinn á mér og sagði: Þú átt eftir að kynnast því betur, Jón minn, að það er margur maðurinn sem svíkur og það þarf því að brynja sig gegn áróðri andstæðinganna! Frá og með þessu svari var ég ekki lengur kommúnisti," segir Jón Baldvin, „enda fannst mér þetta svar Einars vera afstaða manns sem er hættur að hugsa og hefur gert stjórnmálaskoðun sína að trú- arlegri tilbeiðslu." að var því sósíalisti sem út- skrifaðist úr MR árið 1958, kominn með kaupmanns- dóttur upp á arminn. Að ári voru þau gift og orðnir foreldrar að sínu fyrsta barni. Tengdafaðirinn: „Ég verð nú að viðurkenna það að Vinstristefnan bunaði upp úr stróksa strax ó fimmtónda óri um það leyti sem hann gerði marxíska byltingu í Gaggó-Vest með Atla Heimi. Sellufundirnir með Einari Olgeirs gerðu út um frekari kommúnisma hans. mér varð dálítið um þegar ég frétti að dóttir mín ætlaði að fara að festa sér gallharðan vinstrimann. En þó ég hafi verið eitthvað í vafa um það hvort þetta væri rétt leið fyrir stelpuna, þá hvarf sá vafi fljótt eftir að ég kynntist biðlinum. Ég sá snemma hvað mikið var í hann spunnið og líka hvað hann var skýr, skemmtilegur, fróður og notalegur í umgengni," segir Björgvin Schram, heildsali í Reykjavík. Björgvin heimsótti Jón Baldvin og Bryndísi eftir að þau voru farin austur um haf til Edinborgar í Skotlandi, en þar hóf Jón þjóðhag- fræðinám sitt. „Hann var alveg að drukkna í bókum og frekar sýnd- ust mér það nú vera stjórnmálarit en skólabækur sem honum voru hugleikin þarna úti, enda greini- legt að hann vissi orðið svo til allt er viðvék alheims- og íslandspóli- tík i fortíð og nútíð. Ég sá þarna hvert stefndi; hann yrði pólitíkus með árunum, sjálfsagt þá í ein- hverjum flokknum vinstra megin við miðju, en nei, ég reyndi ekkert að snúa honum. Það hefði heldur ekkert þýtt, svo einarður sem hann hefur alltaf verið í sínum skoðunum," segir Björgvin. Dóttir hans bætir við: „Jón ætlaði sér alltaf, allt frá því ég kynntist hon- um fyrst, að ná langt í pólitíkinni. Hann hefur svo óskaplegar ástríð- ur í pólitíkinni." Jón segir sjálfur um þessa löngun til metorða: „Það var ekki fyrir neina tilviljun að ég ákvað að fara í þjóðhag- fræði. Maður lærir hana jú til að geta stjórnað ríki. Ég fór því hrein- lega í þessa fræðigrein til að mennta mig til forsætisráðherra!" Jón var í þessu undirbúnings- námi sinu til ráðherradóms i fimm ár, eða allt fram til 1963, með þeirri undantekningu þó, að hann dvaldi hér heima árið 1961 þegar tvær gengisfellingar Viðreisnar dundu yfir með þeim efasemdum Jóns að hann gæti naumast haldið áfram námi sínu ytra sökum fjárskorts. Það hvarfl- aði að honum að hætta í þjóðhag- fræðinni og til marks um það reyndi hann lögfræði í Háskóla ís- lands. En „jafn hrútleiðinlegu og steingeldu fagi hef ég aldrei kynnst," segir Jón um þá reynslu og hætti eftir þriggja daga viðveru í júrismanum. Hann fór því aftur út og lauk við að mennta sig til for- sætisráðherra. 1 skólanum ytra var Jón meðal annars meðlimur í sósíalísku félagi sem var aðili að Verkamannaflokki Breta, og því má segja þann flokk vera fjórða stjórnmálaaflið sem Jón hefur skráð sig til um ævina. Félag þetta hét Labour Social Club en liðs- menn þess ræddu vandamál sósí- alismans og gerðu harðar ályktan- ir á móti öllu sem samrýmdist ekki kenningunni, meðal annars ný- lendustefnu Breta, og fyrir vikið var klúbburinn rekinn úr Verka- mannaflokknum. Jón Baldvin kom því frá námi óflokksbundinn. Hann fór að leita sér að vinnu. Fyrst bankaði hann upp hjá Jóhannesi Nordal sem sagði: „Fjárhagur Seðlabankans er svo knappur um þessar mundir að við getum ekki leyft okkur að ráða fleiri hagfræðinga í bili. En athugaðu vinur, hvort Hannibal hjá ASÍ hafi ekki vinnu fyrir þig, mér skilst að þá vanti hagfræðing; blessaður." Hannibal ráðlagði syninum að tala við Erlend í SÍS og þangað komnum bauðst Jóni framtíðarstaða sem forstöðumað- ur Vinnumálasambands, en „oj- bjakk", fannst Jóni og fór á síld. Um haustið hóf hann kennslu við Hagaskóla á morgnana, þar sem hann fékk hvergi inni með hag- fræðimenntun sína. Síðdegin fóru í átta síðna málgagn Þjóðvarnar- flokksins, vikublaðið Frjálsa þjóð. Þar skrifaði Jón undir stjórn Ólafs bróður síns allt fram til 1970. Meðfram kennslunni og þessum skrifum fór að bera æ meira á Jóni í pólitíkinni á vinstri kantinum, nánar til tekið í Alþýðubandalag- inu. En þar átti Jón ákaflega erfitt uppdráttar, þrátt fyrir það sem Bergur Sigurbjörnsson, félagi hans frá þessum tíma og fyrrver- andi ráðherra Þjóðvarnar, segir hér á eftir: „Jón var tvímælalaust mesta foringjaefnið af þeim ungu vinstri mönnum sem voru að koma upp í Alþýðubandalaginu á miðjum sjöunda áratugnum. Hann var mjög frjálslegur og ó- bundinn af öllum kreddum, órag- ur við að taka ákvarðanir og ó- hræddur við að leggja allt í sölurn- ar, enda hugsaði hann alltaf fyrst um hugsjónina áður en hann hug- aði að eigin skinni. Astæða þess að hann náði ekki fótfestu innan bandalagsins var í reyndinni mjög einföld. Jafnaldrar hans í flokkn- um höfðu minnimáttarkennd gagnvart honum vegna ótvíræðra forystuhæfileika hans og þess- vegna lögðust þeir á móti honum, rægðu hann meira að segja. Menn eins og Kjartan Ólafsson, Magnús Kjartansson og Ragnar Arnalds voru hræddir um að hverfa í skuggann af honum. Þeir voru þess fyllilega meðvitaðir að Jón var miklu meira foringjaefni en þeir, best menntaður þeirra, sér- stakiega í öllum fræðum sem viku að efnahagsmálum, og síðast en ekki síst var hann málefnalegast- ur og hafði til að bera glæsilegustu framkomuna í ræðustóli." Bryn- dís Schram bætir hér við: „Allt voru þetta ófyrirgefanlegir kostir. Flokksbræðurnir undu honum ekki þessara hæfileika. Og það vita allir hvað leiðir af öfund. . .“ Ragnar Arnalds hafði starfað stíft með Jóni í pólitík áður en sá síðar- nefndi fór utan til náms. Ragnar segir: „Þegar Jón kom heim frá námi 1964 fór að bera mjög á því að hann var orðinn annars sinnis en áður var. Ég hafði til dæmis unnið mikið með honum í Sam- tökum herstöðvaandstæðinga, og á landsfundi samtakartna að Mý- vatni 1964, þar sem Jón mætti, merktu allir á framkomu hans að eitthvað var að gerjast innra með honum. Rauði liturinn var náttúr- lega að fölna, og allt upp frá þessu hefur maðurinn verið að færast lengratil hægri í einu og öllu. Af þessum sökum er auðvitað mjög eðlilegt að hann hafi ekki náð langt innan Alþýðubandalagsins á sínum tíma." Eftir Tónabíósfundinn fræga árið 1967 þar sem kommar náðu endanlega undirtök- unum í Alþýðubandalaginu og draumurinn sem Jón Baldvin var farið að dreyma á þessum árum um stóran sósíaldemókratískan flokk var úr sögunni, fóru pólitísk afskipti Jóns mjög þverrandi. Að vísu gerðist hann kosningastjóri pabba sins fyrir I-listann í Reykja- Hann er brilliant maður, klár pólitíkus en kannski of fljótfær, álítur einn, en annar seair: Hann er alltaf meö þennan leiðinlega tón; ég einn veit! vík um haustið og kom karlinum á þing, og var síðan einn af stofn- endum Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna 1969, en hann hafði sig ekki mikið í írammi. Þrír ísfirskir borgarar flugu ári siðar suður til Reykjavíkur og höfðu Jón Baldvin með sér til baka. Þetta voru þeir Jón Páll Halldórsson, forstjóri Norðurtang- ans, Gunnlaugur Jónasson bóksali og Gunnar Jónasson, forstöðu- maður Brunabótar vestra, allt meðlimir í undirbúningsnefnd fyr- ir stofnun menntaskóla í plássinu við Skutulsfjörð. En hvers vegna Jón sem fyrsta skólameistara þeirrar stofnunar? Jón Páll svarar því: „Hann er fyrir það fyrsta bor- inn og barnfæddur Isfirðingur, vel menntaður og svo taldi ég hann röggsaman stjórnanda, enda kom það líka á daginn að hann kom skólanum á laggirnar af miklum drifkrafti og byggði hann upp af myndarskap. Kannski hafði það líka einhver áhrif á mig, er ég lagði til við nefndina að fá Jón vestur, að ég er gamall nemandi föður hans sem ég hafði góða reynslu af og ég treysti því að Jón yrði skólamaður eins og hann átti kennd til. Það varð Jón líka. Hins- vegar gleymdi ég að gera ráð fyrir því að maðurinn færi að gaufa í pólitík meðfram skólanum eins og hann á líka kennd til. Ég hef aldrei talið það æskilegt að skólastjórn og stjórnmál fari saman, en þar var Jón mér ósammála." Jón hafði ekki verið ár á ísa- firði þegar hann var kominn í bæjarpólitíkina á fullu, fyrst fyrir SFV en síðan með þeim flokki í samvinnu við krata. Magn- ús Rejnir Guðmundsson bæjarrit- ari á isafirði vann með Jóni á þess- um vettvangi: „Jón er brilliant maður, en að mínu mati svolítið seinheppinn í sinni pólitík. í bæj- arþólitíkinni var hann afskaplega góður starfsfélagi, áhugamikill, hugmyndaríkur, fylginn sér og hreinlega klár pólitíkus. Hitt er kannski annað mál hvað hann getur á stundum verið fljótfær, en það er nú kannski líka betra að vera svolítið fljótur að taka ákvörðun en að taka enga ákvörðun." Helsti vinur Jóns á skólameist- araárunum á ísafirði var Ragnar H. Ragnars tónlistarfrömuður í bænum. Ragnar hafði reyndar kennt Jóni söng á árum áður í barnaskólanum vestra og segist strax hafa fengið álit á stráksa, ekki fyrir það að hann syngi neitt sérstaklega vel, heldur fyrir þá persónu sem hann hafði að geyma. „Enn hef ég ákaflega mik- ið álit á Jóni," segir Ragnar HP. „Hann er skarpgefinn, velviljaður og áhugasamur og með ótrúlega yfirsýn yfir þjóðmálin. Það gladdi mig mikið að hann skyldi vera kosinn til forystu í Alþýðuflokkn- um. Ég hef mikla trú á honum sem foringja og ég held að það hljóti að vera lán fyrir flokkinn að fá svona hæfan mann til starfa og reyndar fyrir þjóðina alla." Skólameistaraferill Jóns á fsafirði endaði heldur óvenjulega. Árið 1974 sett- ist Austfirðingurinn Vilhjálmur í Brekku í stól menntamála og lagði mestallt fé ráðuneytisins í stofnun menntaskóla eystra með þeim af- leiðingum að MÍ mátti búa við nokkurt fjársvelti á næstu árum. Húsnæðismál skólameistarahjón- anna voru meðal annars í ólestri og það var ekki fyrr en þau voru komin á götuna að ráðuneytið syðra sá ástæðu til að leigja gam- alt hús undir þau á Isafirði með þeim skilmálum að það yrði keypt að ári. En þegar leigusamningur- inn rann út og kaupin áttu að ger- ast, heyrðist ekki bofs að sunnan, svo að í upphafi skólaársins 1978-79 stóð Jón á götunni með fjölskyldu sína. Hún fluttist þá suður, en Jón varð eftir í einu herbergi uppi á heimavist skólans og stýrði þaðan síðasta veturinn sem hann var vestra. Jón var ágætlega liðinn af nemendum MI þau ár sem hann gegndi embætti meistara. Jónas Guðmundsson, einn nemenda skólans og núverandi blaðamaður á NT, segir: „Jón var góður leiðtogi og þó okkur greindi oft á við hann bárum við virðingu fyrir honum eftir að mál höfðu verið útkljáð. Hann féll oft vel inn í nem- endahópinn og það kom fyrir að hann gat orðið einn af okkur." Jón kenndi líka við skólann, samtíma- sögu og hagfræði. „Sumum fannst hann halda of miklar ræður í tím- unum, en hann hafði gott vald á því sem hann var að fara með," segir Jónas. Vorið 1979 var Jón kominn suður á togarann Snorra Sturluson og undi sér vel um sumarið í návist sannra sjó- manna, skrautlegra náunga eins og Valda víðáttu og Guðmundar Sesars. Að hausti tók við ritstýring Alþýðublaðsins og þar starfaði Jón allt til 1982, eðaskömmu áður en hann fór fram í Reykjavík og náði þingkjöri. Á ritstjórastóli þóttist hann ekki kunna á ritvél og las alla leiðara sína inn á segul- band fyrirsímadömuna að vélrita upp. „Hann er mikill ákafamaður til verka og kastaði sér út í mál af miklum áhuga. En ekki kunni hann á deddlæn," segir Guðmund- ur Árni Stefánsson sem vann með Jóni á blaðinu og hefur nú tekið við ritstjórastóli þess. „Stundum var driftin svo mikil að hann kunni sér ekki takmörk. Hann fékk kannski brilliant ædeur sem vanir blaðamenn vissu að tækju tvo daga í vinnu, en hann vifdi að ynnust á klukkutíma." Helgi Már Arthursson var líka á Þessar fréttir, að Jón færi flokkinn til vinstri, eru í mesta lagi ógætur brandari. Hann er og verður kommahatari. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.