Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 9
Hann á betur heima í Sjálfstæðisflokknum með skoðanir á borð við þær þegar hann var að hampa VSI í Alþýðublaðinu. blaðinu á þessum tíma: „Andstætt goðsögninni um hann fannst mér þægilegt að vinna undir stjórn Jóns. Hann var ekki að krukka í textann, heldur veitti hann mönn- um fullt frelsi við skriftirnar en þá jafnframt- fulla ábyrgð á því sem menn voru að fara með.“ Um pólitík Jóns vill Helgi hins- vegar segja: ,,Á formannsstóli er Jón Baldvin óskrifað blað sém pólitíkus. Ég þykist samt vita að hann lendi ekki í sama óláni sem formaður og til dæmis Þorsteinn Pálsson í sínum flokki. Jón hefur dræf til að vinna orrustur í pólitík sem er gott fyrir pólitíkus og bar- átta hans síðustu vikurnar sýnir að hann er að reskjast sem slíkur. Mér sýnast hagsmunir Jóns Bald- vins og Alþýðuflokksins fara sam- an og geri ráð fyrir að hann verði litríkur formaður." Margir alþýðuflokks- menn eru ósammála því sem Heigi segir, að hagsmunir Jóns og Alþýðuflokks fari saman. Hann hefur alltaf ver- ið urndeildur í flokknum og er enn. Ástæðurnar eru margvísleg- ar. Til dæmis eru margir gamlir flokksmenn ekki enn búnir að fyr- irgefa honum að hafa staðið í vegi fyrir algjörri sameiningu Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna og Alþýðuflokks árið 1974, en Jón var þá enn liðsmaður SFV og var ákafur í að hálda því flokksstarfi áfram. „Þar missteig hann sig hrapallega að mínu viti," segir Ragnar Arnalds. Önnur skýring er þessi: „Það er ekki nóg með, að Jón Baldvin sé slægur, eins og títt er um stjórnmálamenn, heldur er hann óheiðarlegur í þeim leik svo um munar," segir maður kunnug- ur stjórnmálum síðustu ára. „Gleggsta dæmið um þetta er þeg- ar Vilmundur heitinn Gylfason og félagar gengu út af ritstjórn Al- þýðublaðsins vegna afskipta flokksbrodda í Alþýðuflokknum af leiðaraskrifum blaðsins. Þá efndu þeir Vilmundur og Jón til frægs fundar á Hótel Sögu út af Al- þýðublaðsdeilunni í kjölfar yfir- íýsinga Jóns um samstöðu með rit- stjórninni og sjálfstæði hennar." Þegar þetta var hafði Vilmund- ur ritstýrt Alþýðublaðinu á meðan Jón var í fríi. „Húsfyllir var á fundinum og mikil spenna í loftinu, þar sem bú- ist var við meiriháttar uppgjöri þessara tveggja manna við for- ystu flokksins," segir þessi sami maður. „Vilmundur og Jón sátu saman við hliðina á ræðupúltinu og Vilmundur vissi ekki betur en að þeir Jón Baldvin myndu tala sömu tungu í samræmi við mörg símtöl, sem þeir höfðu átt saman. I upphafi máls Jóns Baldvins var ekki að heyra annað en hann stæði með Vilmundi og ritstjórn Alþýðublaðsins, en skyndilega sneri Jón blaðinu við og fór að tala gegn Vilmundi og félögum. í þess- ari ræðu stakk Jón rýtingi í bak Vilmundar og tók afstöðu með flokksforystunni gegn Vilmundi. Hann var að búa í haginn fyrir framtíðina," segir þessi viðmæl- andi Helgarpóstsins um þetta mál. „Hann talaði þvert ofan í það, sem hann hafði áður sagt við Vil- mund." Margir telja, að með þessu hafi Jón Baldvin rutt brautina fyrir „Nýju landi", vikublaði Vilmund- ar, og stofnun Bandalags jafnaðar- manna. í raun hafi það verið Jón Baldvin, sem hafi leikið Alþýðu- flokkinn grátt með því að verða óbeint valdur að stofnun BJ. „Ákafi Jóns við að hreinsa sig af kommastimplinum hefur líka ver- ið með svo miklum ofsa að hann hefur, að því er sumum finnst, sveiflast alla leið yfir. Margir al- þýðuflokksmenn eru á því að hann eigi betur heima í Sjálfstæð- isflokknum," segir einn krati. „Hann er of mikill aðdáandi óhefts frelsis á öllum sviðum. En ef marka má orð hans á lands- fundinum stendur það kannski til bóta hjá honum," segir Guðmund- ur Árni. „Jón meinti ekkert með þessu róttæka vinstrahjali sínu á landsfundinum," segir krati úr verkalýðsarmi flokksins og heldur áfram: „Þetta var bara sjónarspil hjá honum til að afla sér fylgis. Þessar fréttir eftir landsfundinn um að Jón væri að færa flokkinn langt til vinstri voru ágætur brandari í mesta lagi. Raunveru- legar skoðanir hans segja allt ann- að, og nægir þar að líta á skrif hans í Alþýðublaðið. Þar skrifaði hann mjög neikvætt um verka- lýðshreyfinguna, jafnvel með lít- ilsvirðingartóni um marga verka- lýðssinna í flokknum. Steininn tók þó úr þegar hann var farinn að hampa VSÍ og gerði því hærra undir höfði í blaðinu en ASl. Við þetta mynduðust skörp skil í flokknum. Allt var þetta með þess- um leiðinlega tóni Jóns; ég einn veit." Ragnar Arnalds segir: „Okkur hérna á þinginu kom nú þessi yfirlýsing Jóns eftir for- mannskjörið um róttæka vinstri- stefnu mjög á óvart, og flestir brostu nú út í annað, enda maður- inn vel hægrisinnaður í þingstörf- um sínum." Magnús Reynir frá ísafirði: „Þessi eindregna vinstri- stefna af hálfu Jóns kom mér mjög á óvart. Það lá við að hann biðlaði til komma. Ég þekki Jón að öðru. Hann er mikill andstæðingur kommanna, hefur skömm á stefnu þeirra og allt að því fyrirlítur hana. í mínum huga er hann kommahatari og verður það áfram." Ireynd hafa alltaf tvö sjónar- mið verið uppi í Alþýðu- flokknum að því er snertir aðra flokka á vinstri vængnum. Annað þeirra er að finna öllum jafnaðarmönnum sameiginlegan farveg, jafnvel með einhverskon- ar samstarfi við Alþýðubandalag, Harkaleg lending er dálítið Jónsleg. Háflugið næstu vikur gæti endað með krassi, svo mikill skorpumaður sem hann er. Sjálfur seaist hann hafa farið beinlínis í þjóðhagfræði til að mennta sig til forsætisráðherra. hitt að halda áfram kapphlaupinu við kommana í stað þess að reyna að ná sáttum. „Með formennsku Jóns hefur síðarnefnda sjónarmið- ið orðið ofan á. Það á að halda áfram að rífa augun hver úr öðr- um, þó að lífssjónarmiðin séu svo til hin sömu," segir einn svekktur landsfundarmaður. Menn eru sammála um að Jón hafi unnið flokksþingið með mælskunni og þeim sannfæring- arkrafti sem hann hefur alltaf búið yfir. „Hann er maður móments- ins, stemmningarinnar, og getur sagt rétta hluti á réttum stöðum. Hann er tækifærissinni andartaks- ins," segir einn ungkrati og heldur áfram, „Jón verður í háflugi næstu vikur, en það gæti endað með krassi. Harkaleg lending er dálítið Jónsleg." Magnús Reynir Guðmundsson segir: „Jón er rosalegur skorpu- maður. Hann vinnur sólarhring- um saman með lægðum á milli. Það sem ég óttast er að hann hafi ekki þrek til að endast í for- mennskunni, svo mikill ákafa- maður til verka sem hann er.“ Geir Gunnlaugsson, gjaldkeri krata: „Jón má passa sig. Hann vinnur ekki heiminn í einni svip- an. Hann einn er ekki Alþýðu- flokkurinn og verður að ná því að geta haldið aftur af sér." Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður flokksins: „Það má vera að Jón þurfi að tileinka sér meira þá kúnst að vinna med fólki og taka ákvarðanir í samráði við þá sem það eiga að gera saman." Árni Gunnarsson, ritari flokksins: „Jón er leitandi eldhugi, feikilega þrek- mikill, orator par excellance og ef það er eitthvað sem hann þarf að gæta sín á þá er það þetta: Missa ekki jarðsambandið, vera ekki of fljótur að taka ákvarðanir og sýna biðlund á meðan aðrir melta það sem hann hefur melt. Ef hann nær tökum á þessari tillitssemi, held ég að hann verði farsæll foringi." egar Jón Baldvin Hanni- balsson kemur heim á Vesturgötuna að loknu stjórnmálavafstri dagsins sest hann niður með bók og les lengi. Hann reynir alltaf að taka það ró- lega heima og gætir þess að taka ekki vinnuna með heim. Þó stenst hann oft ekki mátið þegar vel er farið að nátta. Tíminn milli tólf og fjögur á nóttunni er hans óskatími til ræðuskrifa, „einnig sem það kemur fyrir," segir Bryndís Schram, „að hann dreymir hrein- lega ræðurnar. Hann er svo mass- ívur pólitíkus." Vel fer líka um hann í mannfögnuði. Hann er mikill sögumaður og kann þá list að ýkja, „en þó hann sé mjög ræð- inn, þá kann hann líka að hlusta," segir Bryndís og botnar þetta svona: „Hann hefur alveg óbil- andi sjálfstraust á öllum sviðum nema því sem lýtur að heimils- rekstri. Ég held að hann hafi mál- að hérna einu sinni." \ EXTRA TILBOÐ Okkar verð Útsölu- verð Lambasvið 64.40 74.95 SS sviðasulta 99.00 145.00 Lambahamborgarhr. útb. 339.00 489.00 Lambahamborgarhr. m/b. 199.00 245.00 Londoniamb 249.00 291.60 Hangilæri m/b 229.00 279.00 Hangilæri útb. 329.00 438.00 MS skafís 1/1 I 60.90 84.00 MS skafís 2 I 108.00 149.00 Kaaberkaffi Ríó 1/4 kg 31.25 35.60 Kaaberkaffi Ríó 1/1 kg 118.75 135.35 Kaaberkaffi Diletto 1/4 kg 33.75 38.45 Kaaberkaffi Diletto 1/1 kg 128.25 146.20 Kaaberkaffi Kolombia 1/4 kg 36.25 41.30 Kex Homeblest 25.80 31.00 Kex Maryland 17.25 20.70 Mónu hjúpsúkkulaði 63.95 80.00 Basets lakkrískonfekt 225 g 33.20 41.25 Aldin jarðarberjargr. 1/1 38.90 48.90 Aldin eplagrautur 1/1 35.80 45.00 Aldin ribsberjagrautur 1/1 32.20 40.50 Aldin jarðarberjagrautur 1/4 20.65 25.95 Aldin eplagrautur 1/4 19.10 24.00 Aldin ribsberjagr. 1/4 17.30 21.75 Topp appelsínusafi 1/1 I 43.95 55.35 Topp appelsínusafi sykursn. 1/1 I 64.80 81.45 Sveppir heilir 1/2 ds. 58.90 74.10 Sveppir skornir 1/2 ds. 58.90 74.10 Aspas 1/2 ds. 58.90 74.30 Del Monte ananas 1/1 ds. 76.40 94.50 Del Monte ananas 1/2 ds. 49.95 60.50 Western Pride ananas 1/1 ds. 59.95 76.95 Tkaipine ananasbitar 3/4 ds. 46.80 55.55 Cosas appelsínur 35.90 54.00 Frigg Þvol 1/2 I 21.95 28.40 Frigg fva 550 gr. 29.95 38.45 Frigg íva 3 kg 117.95 150.25 Miel þvottalögur 1 I 23.30 29.70 Wasa þvottaefni 2 kg 87.40 111.40 Wasa þvottamýkir 2 I 52.90 67.45 K-pizza stór 110.00 132.00 K-pizza lítil 93.00 112.00 Opið til kl. 7 á fimmtudagskvöld Optð til kl. 8 á föstudagskvöld OpÍð til kl. 4 á laugardag KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.$. ^86511 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.