Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 14
ÚTLITSTEIKNARI Þar sem Björgvin okkar er að fara til Italíu í eitt ár vantar okkur vanan lay-out mann á ritstjórn sem fyrst. Vinsamlega hafið samband við ritstjóra í síma 81511. HELGARPÓSTURINN FREE STYLE FORMSKl M L'OREAL Já — nýja lagningarskúmið SVj'lM í hárirS? frá L'ORÉAL! 'jA LJiVj. k 'JvvlLU. 0g hárgreiðslan verður leikur einn. SÝNINGAR Alþýðubankinn Akureyri Menningarsamtök Noröurlands og Alþýðu- bankinn standa fyrir kynningu á verkum Guömundar Ármanns Sigurjónssonar sem að þessu sinni sýnir níu grafíkmyndir (dúk- ristur). Sýningin stendur út mánuðinn. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Björg Atladóttir sýnir verk sín í Gallerí Borg; þ.e. málverk, teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Verkin eru gerð á sl. tveinujr árum. Sýningin er opin virka daga kl. 10 — 18 og um helgar frá kl. 14 — 18. Síð- asta sýningarhelgi. Gallerí Gangurinn Rekagranda 8 Þar stendur nú yfir samsýning 12 listamanna frá fjórum löndum, Sviss, Þýskalandi, Hol- landi og íslandi. Sýningin stendur út mánuð- inn og er opin á kristilegum tíma. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Um síðustu helgi fór af stað einkasýning í Gallerí Grjóti á skúlptúrum og skartgripum sem listamaðurinn Ófeigur Björnsson nefnir „myndklæði". Þetta er 3. einkasýning Ófeigsog stendur hún út mánuðinn. Gallerí- ið er opið daglega frá kl. 12 —18 og að auki um helgina frá 14 — 18. Galleríið íslensk list Vesturgötu 17 17 félagar í Listmálarafélaginu sýna um þessar mundir 29 verk í gallerfinu. Er þar um að ræða ýmsar tegundir listaverka, s.s. olíu- málverk, vatnslitamyndir, teikningar og gra- fík. Sýningin er opin alla virka daga kl. 14—18 og um helgina kl. 14 — 18 en henni lýkur á sunnudagskvöld. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á sunnudagskvöld lýkur sýningum á verk- um fimm listamanna á Kjarvalsstöðum. Þeir sem eiga í hlut eru: Ásgerður Búadóttir myndlistakona sem í ár hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar en hún sýnir vefnað í vestursalnum ásamt þeim Valgerði Hafstað sem sýnir þar málverk og Valgarði Gunnars- syni sem túlkar í málverkum 18 Ijóð eftir Böðvar Björnsson en þau eru afrakstur sam- vinnu þeirra. Að auki sýnir Valgarður u.þ.b. 40 myndir unnar með ýmsum efnum; olíu, vatnslitum og gouche. Guttormur Jónsson sýnir í vesturgangi verk sín, unnin í stein, tré og trefja-stein- steypu. Þetta er fyrsta einkasýning Gutt- orms. Loks sýnir Steinunn Marteinsdóttir verk sín í austursalnum, Kjarvalssal, lágmyndir unnar í postulín, vasa o.fl. Langbrók Amtmannsstíg 1 Á sunnudagskvöld lýkur sýningum þeirra Evu Vilhelmsdóttur og Lísbetar Sveinsdótt- ur í Langbrók. Eva sýnir þar leðurfatnað, einkum yfirhafnir úr kálfa- og lambaskinn- um. Lísbet Sveinsdóttir glerlistakona sýnir leirmuni sem eru brenndir í jörðu. Gallerí Langbrók er opið daglega; á virkum dögum kl. 12 — 18 og um helgina kl. 14 — 18. Á mánudag, 26. nóv., verður opnuð jóla- samsýning Langbróka sem standa mun fram til jóla. Listamiðstöðin hf. Hafnarstræti 22 Á laugardaginn verður opnuð í Galleríi Lækjartorgi grafíksýning franska lista- mannsins Jean Paul Chambas, „Mon Opera", Sýningin er á vegum franska sendi- ráðsins og Listamiðstöðvarinnar. Sýningin verður opin daglega kl. 14 — 18 nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14 — 22 og mun standa fram til 2. desember. Listasafn ísiands við Suðurgötu Listasafn íslands efnir á laugardaginn, 24. nóvember, til sýningar á Ijósmyndum tíu af fremstu Ijósmyndurum Frakka á 20. öld. Þetta er farandsýning frá Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris sem hingað er komin fyrir milligöngu franska sendiráðsins á íslandi. Ljósmyndirnar eru eftir Claude Batho, Eduard Boubat, Henri Cartier-Bres- son, Jean-Philippe Charbonnier, Jean Dieuzaide, Robert Doisneau, Gilles Ehrman, Marc Riboud, Jean Loup Sieff, Sabine Weiss. Sýningin er opin daglega frá kl. 13:30 — 16 og stendur til 9. desember. Norræna húsið í kjallara Norræna hússins sýnir Jón E. Guðmundsson myndlistarmaður leik- og strengjabrúður sem hann er hvað þekktastur fyrir en auk þess 62 vatnslitamyndir. Sýning- in er haldin í tilefni af sjötugsafmæli Jóns og er opin daglega kl. 14 — 19. Leikbrúðusýn- ingar eru auk þess á dagskrá kl. 15 og 17 á laugardögum og sunnudögum. „Modernismi á Íslandi. Birtingstímabilið" er yfirheiti sýningar sem fer af stað á laugar- daginn, 24. nóv., í anddyri hússins. Það er sýning á bókum, nótum og ýmsu sem snertir módernisma á íslandi. Sérstök dagskrá verð- ur í tengslum við sýningu þessa í sal Nor- ræna hússins annað kvöld, þ. 23. (Sjá nánar Viðburði helgarinnar.) Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Á morgun, föstudag 23. nóv., opnar Eggert Pétursson sýningu í Nýlistasafninu. Eggert sýnir þar verk unnin á þessu ári og því síð- asta. Flest verkin eru málverk og mynda þau tvær sjálfstæðar heildir. Eggert hefur haldið nokkrar sýningar hér á landi og sýnt víða er- lendis, síðast í Basel í Sviss. Hann hefur unn- ið að bókalist og einnig myndskreytt bækur. Sýningin er opin frá 16 — 20 virka daga og 16—22 um helgar og stendur til 2. desemb- er. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Garp ★★ Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: George Roy Hill. Handrit: John Irving. Aðalhlutverk: Ro- bert Williams, Mary Beth Hurt o.fl. Sýnd í sal 1, kl. 5 og 9. Tom Hurt Bandarísk, endursýnd. Byggð á ævisögu ævintýramannsinsTom Horn. Aðalhlutverk: Steve McQueen. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Stórislagur (!) The Big Brawl Bandarísk. Endursýnd. Aðalhetjan Jackie Chan leikur sér því að mölva bein og tennur aulanna. Sýnd í sal 3, kl. 3, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Yentl ★★★ Sjá umfjöllun í Listapósti. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7:30 og 10. Metropolis ★★★★ Þýsk. Árg. 1926. Myndataka: Karl Freund. Handrit: Fritz Lang og Thea Von Harbou. Leikstjórn: Fritz Lang. Viðbætt tónlist: Gi- orgio Moroder (Cat People, Midnight Ex- press, Flashdance o.fl. myndir). Aðalhlutverk: Rudolf Klein-Rogge, Brigitte. Helm o.fl. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Ævintýralegur flótti (Night Crossing) Bandarísk. Árg. 1981... Handrit: John McGreevey. Aðalhlutverk: John Hurt, Jane Alexander, Biau Bridges. Efni: Fjölskylda flýr frá A.-Þýskalandi í loftbelg. Sýnd í sal 4, kl. 7. Fjör í Ríó (Blame it on Rio) ★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjórl: Stanley Donen. Aðalhlutverk Michael Caine, Joseph Bologna, Michello Johnson. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Splash Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Ron How- ard. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Daryl Hann- ah, John Candy. Gamanmynd. Sýnd í sal 4, kl. 5 og 7. Fyndið fólk II (Funny People II) ★ Ramm-amerísk. Leikstjóri og sögumaður: Jamie Ulys. Sýnd í sal 4, kl. 9 og 11. Háskólabíó i blíðu og stríðu (Terms of Endearment) ★★★ Bandarísk. Árg. 1983. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: James L. Brooks. Myndataka: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Shirley McLaine, Debra Winger, Jack Nicholson o.fl. „Þessi mynd er fyrst og fremst nærfærin og gáskafull athugun á mannlegum samskipt- um, tengslum fólks og þeim tilfinningavef sem tilveran spinnur um vináttu manneskja. Sem slík er Terms of Endearment snilld og allur leikur sérlega góður." — IM. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Laugarásbíó Glugginn á bakhliðinni (Rear Window) ★★★★ Bandarísk. Árg. 1954. Leikstjóri og framleið- andi: Alfred Hitchcock. Kvikmyndun: Robert Burks. Tónlist: Frans Waxman. Aðalhlut- verk: James Stewart, Grace Kelly. Þeir sem ekki áttu þess kost að sjá þetta meistaraverk Hitchcocks seinni partinn í ágúst sl. ættu að asssgotast um helgina... Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Nýja Bíó Dalalíf ★ íslensk. Árg. 1984. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son. Framleiðandi: Jón Hermannsson. Kvik- myndataka: Ari Kristinsson. Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9, sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Regnboginn Þvera (Cross Creek) Bandarísk. Árg. 1982. Handrit: Dalene Young eftir sjálfsævisögu Marjorie Kinnan Rawlings (The Yardling). Leikstjóri: Martin Ritt. Aðalhlutverk: Mary Steenburgen, Rip Torn, Peter Coyote, Alfred Woodard. Óboðnir gestir Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Michael Laughlim. Aðalhlutverk: Paul le Matt, Nancy Allen. Reyfaraefni. Fjallar um óþekktar verur utan úr heimi.. . Rauðklædda konan (Woman in Red) ★ ★★ Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Gene Wilder. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Charles Gordin. Tónlist: Samin og flutt af Stevie Wonder. Eins konar hetja. (Some Kind of Hero) Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Michael Pressman. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Margot Kidder, Ray Schardey, Ronny Cox. Gamanmynd, að sögn. Handgun Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Tony Garn- ett. Aðalhlutverk: Karen Young, Clayton Day. Efni: Fjallar um fórnarlamb nauðgara, unga stúlku sem grípur til hefndaraðgerða. Stjörnubíó Hin langa bið (The Last Winter) Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Riki She- lach. Aðalhlutverk: Kathleen Quinlan, Yona Ellan. Efni: Tvær konur sakna ektamanna sinna sem voru í stríðinu milli Egypta og ísra- elsmanna. Þær þykjast þekkja „sína" í kvik- mynd af stríðsföngum en gallinn er bara sá að sá útvaldi er einn og sami maðurinn. Mik- ið er á manninn lagt. . . Moskva við Hudson fljót (Moskva on the Hudson) Amerísk. Árgerð 1984. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Robin Williams, Maria Conchita. Sýnd í B-sal, kl. 9 og 11. Heavy Metal Bandarísk teiknimynd. Tónlistin situr í fyrir- rúmi og er það þungarokkið sem skipar önd- vegið. Hana sömdu hljómsveitirnar Black Sabbath, Cult, Cheap Trik, Nazareth, Riggs og Trust o.fl. sem einnig flytja tónlistina. Endursýnd B-sal, kl. 5. Educating Rita ★★★ Sýnd í B-sal, kl. 7. LEIKUST Leikfélag Akureyrar Á laugardaginn, 24. nóv. kl. 20:30 sýnir Leik- félag Akureyrar gamanleikinn Einkalíf eftir Noél Coward. Selfossbíó Leikfélag Selfoss frumsýnir gamanleikinn „Sem yður þóknast" eftir William Shake- speare, sunnudagskvöldið 25. nóv. kl. 21 í Selfossbíói. Sjá nánari umfjöllun í Listapósti. önnur sýning verður á þriðjudaginn, 27. nóv. á sama tíma. TÓNLIST Norræna húsið „Yfir alda haf..." nefnast tónleikar sem haldnir verða í Norræna húsinu á þriðjud. 27. nóvember nk. kl. 20.30. Fram koma þau Við- ar Gunnarsson, bassi og Selma Guðmunds- dóttir, píanóleikari en þetta eru fyrstu sjálf- stæðu tónleikar Viðars frá því hann lauk framhaldsnámi í Stokkhólmi. Auk þess hefur Viðar notið leiðsagnar ýmissa númera úr söngheiminum, t.a.m. Werba, Helene Caru- sso og Kastos Psakalis. Seima lagði stund á framhaldsnám í Salzburg og í Hannover í Þýskalandi. Hótel Borg Pósthússtræti 11 í kvöld, fimmtudag, verða haldnir tónleikar á Borginni. Das Kapital mun þar kynna efni af nýrri plötu sinni sem kemur út um helgina. Hljómsveitin er skipuð þeim Bubba Morth- ens (gítar, söngur), Mike Pollock (gítar), Jakob Magnússyni (bassi) og Jens Hansen (saxafónn). Nýjasta afkvæmi þeirra, sem ber heitið „Lili Marlene", hefur að geyma fjöl- breytt lög, jafnt rómantíska söngva og ádeilutexta. Austurbæjarbíó Nk. laugardag, 24. nóvember, halda þau Margareta Haverinen sópran og Collin Han- sen píanóleikari, tónleika á vegum Tónlistar- félagsins og hefjast þeir kl. 14:30. Á efnis- skránni verða sönglög eftir Mozart, Fauré, Liszt og Rachmaninov. Aukamiðar verða til sölu við innganginn. Bústaðakirkja Kammermúsikklúbburinn gengst fyrir tón- leikum á sunnudaginn, 25. nóv. kl. 20:30. Flytjendur eru Blásarakvintett Reykjavíkur sem skipaður er þannig: Bernharður Wilk- ingson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Ein- ar Jóhannesson (klarinetta), Joseph Ogni- bene (horn) og Hafsteinn Guðmundsson (fa- gott). Auk þess kemur Anna Málfríður Sig- urðardóttir píanóleikari fram með kvintettin- um. Menntaskólinn v/Hamrahlíð (Norðurkjallari) A mánudaginn kemur, að kvöldi 26. nóv. kl. 21:33 (stundvíslega) verður frumfluttur söngleikurinn „Friðarpípufaktorían" eftir hljómsveitina Jóa á hakanum. Söngleikur- inn er einþáttungur og fjallar um „ástir og ör- lög, baráttu góðs og ills og mannkynið"! VIÐBURÐIR Norræna húsið Efnt verður til sérstakrar dagskrár annað kvöld, föstudaginn 23. nóv. í sal Norræna hússins, í tengslum við sýningu í anddyri þess sem nefnist „Modernismi á íslandi. Birtingstímabilið". Jón Óskar les upp Ijóð eftir Thor Vilhjálmsson og verk eftir Atla Heimi Sveinsson verður flutt. Kvennahúsið Hótel Vík Konur ætla að hittast í Kvennahúsinu á laug- ardaginn, kl. 13:30 og ræða um „húmor kvenna" —og hana nú! 14 HELGARPÓSTURINN I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.