Helgarpósturinn - 24.01.1985, Side 4
Svart Ijós
★ Svart Ijós? Hvað er maðurinn
að fara? Svart Ijós er ekki til. •
„Jú víst. Jæja, blátt þá. Á
enskunni heitir þetta „black-
light" og galdurinn er sá að
ákveðin bylgjulengd Ijóss er
einangruð og Ijósinu svo varp-
að á sérstaka sjálflýsandi plast-
málningu eða plastefni. Þannig
fáum við lýsandi skilti."
Það er Kristján Kristjánsson í
skiltabúðinni Línuljósi á Hverf-
isgötu 105 sem útskýrir fyrir
okkur þessa nýju aðferð í skilta-
gerð sem hefur farið eins og
eldur í sinu um bæinn síðustu
mánuði. Verslunin hóf starfsemi
sína í maí, en það er ekki fyrr
en núna í skammdeginu sem
fólk hefur farið að geta séð
skiltin almennilega.
„Þau njóta sín auðvitað best
núna í skammdeginu. Þessi
skilti okkar eru að æða upp alls
staðar, en til skamms tíma voru
þau bara notuð á diskótekum.
Þau hafa ótæmandi möguleika:
Fyrir utan skiltin höfum við t.d.
verið með skreytingar í sýn-
ingum á Broadvvay, andlitsfarða
úr plastefninu og eyrnalokka.
Það er hægt að leika sér svo
mikið með þetta," segir
Kristján.
Nú þegar má sjá svartljósa-
skilti hjá Kjöti og fiski í Breið-
holti, Grímsbæ við Bústaðaveg,
veitingahúsinu El Sombrero og
í nokkrum myndbandaleigum,
sólbaðsstofum og leiktækja-
sölum. „Það skilti sem kannski
hefur vakið mesta athygli er
nýtt skilti utaná veitingahúsinu
Hellinum við Tryggvagötu,"
segir Kristján. Hann segir að
skilti af þessu tagi hafi fyrst rutt
sér til rúms í Hollandi fyrir
eínum 5—6 árum. „En ætli við
séum ekki orðnir einna fremstir
í þessu núna," segir hann
hreykinn. „Að minnsta kosti
koma hingað menn að utan til
að læra hjá okkur." Kristján
segir að fimm metra langt skilti
kosti 35—40.000 krónur og að
neonljósaskilti séu dýrari. Eig-
endur Línuljóss eru þeir Kristinn
Hjaltason og Aðalsteinn Ás-
geirsson.rV
Bjórlíkisblús
★ Blúsinn lifir enn. Ein af fjöl-
mörgum hljómsveitum sem
hafa sprottið upp á höfuðborg-
arsvæðinu að undanförnu til að
spila sérstaklega á nýju pöbb-
unum er þessi hér: Bobby
Harrison and the Black Cat
Bone. Þeir raða saman frösum
í blústakti á la John Mayall og
Eric Clapton. í bandinu eru
auk Bobbys þeir Hlöðver Ell-
ertsson, Guðmundur Gunn-
laugsson, Pálmi J. Sigurhjartar-
son, Sigurður Sigurðsson og
Jón Ó. Gíslason. Þeir skemmta
bjórlíkisþömburum á Pöbbnum
á þriðjudagskvöldum.Á
★ „Það er með ólíkindum hvað
Reykjavík býður upp á á menn-
ingarsviðinu," segja þær Jenný
Axeisdóttir og Katrín Baldurs-
dóttir, sem ætla að fara að gefa
út mánaðarrit um lista- og
menningarstarfsemi á höfuð-
borgarsvæðinu.
Tímarit þeirra, sem verður
uppbyggt eins og hliðstæð
tfmarit í erlendum stórborgum,
heitir Nú. Fyrsta tölublað kem-
ur út í mars. Blaðið verður í A-4
broti, 36 síður og því verður
dreift ókeypis í verslanir og á
aðra fjölfarna staði, þar sem
fólk getur nálgast það. Upp-
lagið verður 15.000 blöð.
„Við leggjum áherslu á að
blaðið verði aðgengilegt fyrir
þá sem vilja kynna sér það sem
á boðstólum er á lista- og
menningarsviðinu hverju sinni,"
segja þær Jenný og Katrín.
„Upplýsingar í dagblöðunum
eru allt of brotakenndar og oft
er kannski aðeins birt ein frétta-
Jenný Axelsdóttir, Einar Gunnar Ein-
arsson og Katrín Baldursdóttir í Nú-
IÁ.
ins. ,.Hins veqar vitum v
tilkynning um einhvern atburð,
og hann fer þá framhjá fólki.
Við hugsum okkur að Nú verði
handbók sem fólk getur haft til
taks á heimilinu: Þarna verður
aðgengilegt og tæmandi yfirlit
um viðburði hvers mánaðar á
tónlistarsviðinu, í myndlist,
útgáfu, kvikmyndum, leiklist,
veitingahúsum, fyrirlestrum,
námskeiðahaldi, flokksstarfsemi
o.fl."
Þær segja að í mánaðarriti
sem þessu séu því miður ekki
tök á því að gefa upp fram í
tímann t.d. sýningartíma kvik-
mynda né endanlega sjónvarps-
dagskrá — þetta tvennt sé
unnið með of skömmum fyrir-
vara miðað við vinnslu blaðs-
ins. „Hins vegar vitum við t.d.
hvaða myndir verða teknar til
sýningar hjá bíóunum á næst-
unni og við ætlum að fjalla
nánar um hverja mynd, segja
aðeins meira en t.d.: Heims-
fræg og hörkuspennandi ný
bandarísk litmynd." Ætlunin er
að hafa einnig í blaðinu nokkrar
síður með umfjöllun um það
sem hæst ber hverju sinni í
menningar- og listalífinu, viðtöl,
greinar o.þ.h.
Einar Gunnar Einarsson,
útvarpsmaður á rás 2 m.m.,
mun sjá um útlitshönnun blaðs-
ins. Hann segist stefna að
fersku og léttu útliti, óhefð-
bundnu en aðgengilegu.
Aðstandendur Núsins treysta á
að fólk vilji koma sér og sínu á
framfæri í blaðinu. Síminn er
621413.*
4 HELGARPÓSTURINN