Helgarpósturinn - 24.01.1985, Side 15
UPI VIÐ SJALFA
Skyldi hún opna sig í HP-viðtaTi líkt og Ingóifur
Guðbrandsson í Vísi forðum? hugsar blaðamað-
ur með sér meðan hún þræðir stigana upp í risið
á Laugavegi 42 þar sem Edda Andrésdóttir og
sambýlismaður hennar, Stefán Ólafsson lektor,
hafa hreiðrað um sig með ægifagurt útsýni yfir
sundin blá og Esjuna og lengra, ef Guð er í góðu
skapi, sem hann var þann lygna og sólfagra
janúardag þegar viðtalið átti sér stað.
Fyrstu viðbrögð Eddu benda reyndar ekki til
þess. ,,Þú skalt bara vara þig,“ segir hún með
heimsvönu brosi við blaðamann. „Viðtalið gæti
snúist upp í að ég spyrji þig spjörunum úr í stað
þess að þú spyrjir mig. Það er svo erfitt fyrir
blaðakonu að skipta um hlutverk og sitja fyrir
svörum."
Edda er ekkert að tvínóna við hlutina og legg-
ur umsvifalaust fyrir mig fyrstu spurninguna:
„Hvernig finnst þér að vinna með honum Ingó?
Við skvettum oft saman úr klaufunum í gamla
daga, með fleiru góðu fólki.“
— Ja, hann er sannkalladur Ijúflingur..."
svara ég sem í leiðslu og virði fyrir mér maka-
laust blómaskrúðið á heimilinu, þar á meðal
syprusplöntu á við meðal pálmatré.
Edda les hugsanir mínar og segir: ,,Við keypt-
um þessa í staðinn fyrir jólatré."
Þá átta ég mig loksins. Eg er hér til að taka við-
tal við Eddu en ekki til að kommentera á Ingólf
Margeirsson og syprusplöntur.
— Jœja, Edda, reyni ég að segja ögn valds-
mannlega. Hvernig vœri aö þú byrjadir að rekja
fyrir mér fjölskrúdugan fjölmiðlaferil þinn? Óg
mér til mikils hugarléttis hallar hún sér aftur í
stólnum og byrjar að segja frá með sinni þýðu
röddu.
Úr Versló á Vísi
,,Ég fór beint úr Versló í blaðamennsku átján
ára gömul. Var þá búin að ganga með þetta í
maganum síðasta árið mitt í skóla. íslenskan var
mitt fag, mér gekk alltaf þokkalega í stíl. Ég
hafði góðan íslenskukennara, hann Þórhall
Guttormsson. Við krakkarnir bárum mikla virð-
ingu fyrir honum. Einu sinni skrópaði ég reynd-
ar í tíma hjá honum, ásamt vinkonu minni, en
það gerðum við aldrei aftur. Hann reiddist
aldrei, en honum sárnaði mjög þetta skróp. Okk-
ur vinkonu minni þótti óþægilegt að hann skyldi
ekki refsa okkur eins og við áttum skilið."
— Hvaða áhrif hafði Pórhallur á þig?
„Hann efldi mjög áhuga minn á íslenskri
tungu og bókmenntum og styrkti mig í þeirri trú
að ég gæti eitthvað ráðið við penna. Hins vegar
sagði hann að ég hefði ekkert að gera í blaða-
mennsku strax, hann ætti eftir að kenna mér
miklu meira í íslensku!"
— Og Vísir var þaö,heillin...
„Já, ég byrjaði semsé sem blaðamaður á Vísi
í kringum 1970, svo að segja ómótuð. Eiginlega
ólst ég upp á Vísi. Lifði bókstaflega fyrir starfið
í ein átta ár. Með tilkomu helgarblaðanna fann
ég að þau voru fremur mín lína, að mér þótti
meira gaman að taka löng viðtöl sem þá tóku að
færast í vöxt — ég minnist sérstaklega ítarlegra
viðtala sem ég átti við Ingólf Guðbrandsson og
Gylfa Gíslason myndlistarmann, — fremur en að
stunda hefðbundna fréttamennsku.
En í fréttamennskunni lenti maður eigi að síð-
ur í ýmsu eftirminnilegu, jafnvel hreinustu ævin-
týrum og heimsviðburðum á borð við eldgosið
í Eyjum. Reyndar ólst ég upp í Eyjum á sumrin
sem stelpa, og á þar ömmu, systur og annað
skyldfólk. Síðan var það að fréttastjóri Vísis
hringdi í mig um miðja nótt og sagði mér að það
væri byrjað að gjósa í Eyjum og ég skyldi drífa
mig upp á blað. Ég mætti þangað skömmu
seinna í sunnudagafötunum með blað og blýant
og bjóst við að skreppa þangað í nokkra tíma.
En þessir fáeinu tímar urðu síðan að viku. Ljós-
myndarinn okkar óð t.d. eld og eimyrju í lakk-
skóm og með bindi. Titrandi upplifði frétta-
mannahópurinn þarna sannkallað stríðsástand í
fremstu víglínu, en flestir höfðu ekki verið for-
sjálli en svo að þeir komu tannburstalausir, og
ánjress að hafa nærbuxur til skiptanna!
A þessum árum vann ég með mörgum skín-
andi blaðamönnum, ég nefni þar á meðal Árna
Þórarinsson, KatrínuPálsdóttur, Óla Tynes, Guð-
jón Arngrímsson, Ólaf Ragnarsson, Þorstein
Pálsson, Árna Gunnarsson og Sæmund Guðvins-
son, allt saman drífandi fólk sem hefur flest
haldist innan fjölmiðlaheimsins fram til dagsins
í dag.“
— Þú gafst í skyn áðan að þetta erilsama starf
sem þú byrjaðir svo kornung í hefði valdið hjá
þér tilfinningalegum klofningi.
„Þessi ys og þys, þörfin fyrir erilinn, hafi mað-
ur ánetjast honum á annað borð, togast á við
þörfina fyrir að vera einn með sjálfum sér. Það
getur reynst erfitt að finna milliveginn. Ég virð-
ist hafa óstjórnlega þörf fyrir að vera á ferðinni.
Ef ég á bíl er ég fljót að komast upp í 50 þús. km.
Fólk skilur ekkert í hvað ég er að æða.“
Fjölmiðlasjúk í indælu stríði
„En áfram með ferilinn. Eftir nokkurra ára
starf var ég dálítið farin að sverma fyrir að fá að
starfa fyrir útvarp og sjónvarp. Haustið ‘75 gerist
svo það að Ólafur Ragnarsson þáverandi frétta-
maður á sjónvarpinu hringir í mig og biður mig
um að sjá um einn lið í Kastljósi um kvennadag-
inn. En mér fannst ég ekki geta tekið það að
mér, upptakan átti nefnilega að fara fram á
kvennadaginn sjálfan og _þá vildi ég vera í fríi
rétt eins og aðrar konur. I þetta sinn fór ég því
í bæinn á útifund en lét sjónkann lönd og leið.
Að lokum hætti ég svo á Vísi til að taka að mér
ýmsa þætti fyrir útvarp og sjónvarp, en ég var
varla fyrr hætt þar en mér bauðst annað fast
starf sem var að ritstýra tímaritinu Hús og híbýli.
Ég sló til og sinnti því í tvö ár í kringum 1980. En
þá sótti ég um starf sem aðstoðardagskrárgerð-
armaður (scripta) hjá sjónvarpinu, fékk það og
tók því fegins hendi því mig langaði til að læra
þessa tækni. Þar starfaði ég meðal annars með
Hrafni Gunnlaugssyni, og yfirgaf síðan sjónvarp-
ið til að fara yfir í kvikmyndabransann. Ég vann
með honum í myndunum Okkar á milli og
Hrafninn flýgur. Kvikmyndagerðin er heillandi,
en hins vegar mikið puð og harður skóli. Þar
verða menn að taka hlutina föstum tökum. Við
eigum nokkra fína leikstjóra, en í umræðunni
þykir mér stundum gleymast þáttur þeirra sem
á bak við tjöldin leggja á sig ómælt erfiði til að
gera kvikmynd að veruleika. Meðal þeirra er að
finna pottþétt fagfólk.
Mér finnst ég geta sagt um minn starfsferil í
heild að hann hafi verið ósköp „indælt stríð", ég
hefði ekki viljað missa af einu andartaki. Þetta
hefur allt verið mjög lærdómsríkt. En það sem
maður hefur upp úr þessu er fjölmiðlasýki sem
getur síðan valdið þeirri togstreitu sem ég
minntist á áðan. Að lokum varð ég þreytt á þref-
inu í bili. Þá var það að ég réði mig sem forstöðu-
mann félagsmiðstöðvarinnar í Kópavogi, hóf
starfsemina þar fyrir VA ári síðan. Það var allt
að því afslappandi að vinna með öllum þessum
unglingum eftir fjölmiðlaerilinn! Það starf er
jafnframt þannig að vinnutíminn er bundinn við
síðdegi og kvöld og það þýddi að ég hafði alltént
morgnana lausa fyrir sjálfa mig.“
— Þann lausa tíma hefurðu svo er fram liðu
stundir fyllt með viðtalsbókinni við Auði Lax-
ness?
Audur á Gljúfrasteini
„Já, það er víst draumur býsna margra blaða-
manna að skilja eftir sig áþreifanlegt lesmál uppi
í hillu, eitthvað annað en það sem er hægt að
nota sem umbúðir undir fisk eða þaðan af verra.
Ég vildi velja konu til að tala við. En það var
erfitt að finna nógu forvitnilega konu til að eyða
öllum þessum tíma með.“
— Hvernig dastu svo niður á Auði?
„Hún var algjör himnasending. Mig grunaði
að þar væri skemmtileg kona á ferð. Fyrst bar ég
þetta undir dóttur hennar, Dunu. Síðan hringdi
ég í Auði sjálfa sem tók máli mínu mjög vel og
sagði eitthvað á þá leið: Ég er að vísu tímabund-
in í augnablikinu, en ég veit um hvað málið snýst
og ég er alveg til. En nú er ég dálítið upptekin
því ég á von á gestum og er að fara að baka ein-
hverja kökudrullu! — Þessi orð lýsa Auði mjög
vel, því, hvað hún er blátt áfrarn."
— Hvað lœrðirðu helst við að skrifa þessa
bók?
„Það var afskaplega dýrmæt reynsla, ekki
bara að skrifa bókina heldur að hafa fengið að
kynnast náið konu sem er svona miklu eldri en
ég sjálf; að verða áhorfandi að lífi konu sem er
66 ára. Á því lærði ég t.d. að ýmis smáatriði sem
ég glími við dagsdaglega skipta ekki sköpum,
Auður hefur merkilega lífssýn."
— Hefur Auður þá breytt lífssýn þinni á ein-
hvern hátt?
„Kannski ekki beinlínis, en hún hefur undir-
strikað ýmislegt sem mig hefur grunað undir-
niðri og samvinna sem þessi hlýtur að þroska
mann í ýmsum skilningi."
— Kom Auður þér á óvart aö einhverju leyti?
„Já. Ég hélt t.d. að kona i virðingarstöðu sem
væri búin að reyna svo margt eins og hún væri
öðruvísi, að það væri meira prjál í kringum
hana. En hjá Auði er það einfaldleiki og heið-
arleiki sem gilda, annað er látið lönd og leið. Að
koma inn á heimili þeirra Halldórs er sumpart
eins og að koma inn á eigið heimili, einfalt
sveitaheimili."
Kannski dreymir mig um ad
skrifa skáldsögu
— Það má því segja að með þessari bók hafir
þú snúið frá mynd og hljóði og til hins ritaða
orðs?
„Já, nú finnst mér — ef ég á að vera hátíðleg
— að mér hafi lærst að meta hið ritaða orð.
Mér finnst stórkostlegt hversu mikil áhrif það
getur haft á fólk. Að einhverjum höfundi skuli
takast að skapa svo sterk hughrif hjá lesandan-
um, með lýsingum á umhverfi og persónum,
að sé reynt að breyta viðkomandi sögum í
kvikmynd eða leikrit geti það ekki breytt þeirri
mynd sem lesandinn er búinn að draga upp í
huga sér.
Skáldskapur gefur viðtakandanum miklu
lausari tauminn en aðrir miðlar, þó sterkir séu,
eins og kvikmyndin. Þess vegna ber ég mesta
virðingu fyrir rituðu máli.“
— Á ég að skilja þetta svo aö þú sért með
skáldsögu í smíðum?
Nú skellihlær Edda svo skín í flestar henn-
ar fagursköpuðu tennur. „Nei, nei, nei. Hins veg-
ar hef ég skrifað dálítið fyrir sjálfa mig. Og á
mínum blaðamannsferli skrifaði ég reyndar
smásögu, um konu sem vildi vera frjáls. En það
er nú þannig með blaðamenn að þeim finnst
aldrei neitt fullklárað fyrr en búið er að birta
það. Því fór ég með söguna til Árna Bergmann
og hann birti hana í Sunnudagsblaði Þjóðvilj-
ans.“
Þegar ég spyr hvort ég megi fá að lesa söguna
horfir Edda sakleysislega upp í rjáfrið og segist
líkast til vera búin að týna henni, kannski megi
reyndar grafa hana upp hjá móður hennar,
aldrei að vita. Svo andvarpar hún og gefur út
loðna yfirlýsingu: „Jú, kannski að mig dreymi
um það innst inni að skrifa skáldsögu eins og ef
til vill alla Islendinga. Hver veit!"
Edda gengur um gólf á milli syprustrésins og
gúmmíplöntunnar og víkur aftur að viðtalsbók-
inni: „Ég hef ekki lagt mig sérstaklega eftir að
lesa íslenskar viðtalsbækur, en vissulega getur
verið gaman að vinna slíkar bækur með fólki.
En þetta er hættulegur leikur að öllu leyti. Það
er hættulegt að halda að maður geti barið að
dyrum hjá einhverri manneskju, vaðið inn á
skítugum skónum og ráðskast að eigin geðþótta
með líf hennar á síðum einhverrar bókar.
Ég held að viðmælandinn hafi endanlegt vald
um hvað birtist. En á undan verður að skapast
gagnkvæmt traust á milli skrásetjara og viðmæl-
anda. Hreinskilni verður að sitja í fyrirrúmi á
báða bóga. Síðan er að stokka upp, vinsa úr,
sleppa. Ymsar spurningar og frásagnir fara for-
görðum samhengisins vegna.“
— Er línudansinn milli hógværðar og
ýtni/ákveðni ekki býsna erfiður?
„Jú. Skrásetjarinn verður svo síðast en ekki
síst að gæta þess að hleypa skáldafáknum ekki
á þeysireið. Viðmælandinn á að geta lýst sér
sjálfur á trúverðugan hátt, þú stýrir honum með
spurningum en verður að vera spar á eigin túlk-
anir.“
Að svo búnu stendur blaðamaður líka upp,
réttir úr bakinu og hnusar af plöntunum, og fær
útrás við að rakka niður ýmsar viðtalsbækur þar
sem segulbandið eitt hefur verið látið ráða ferð-
inni eða þá að skrásetjari hefur verið svo ágeng-
ur og sérframtrönulegur að bókin hefur sagt
meira um hann en viðmælandann. Ekki ástæða
til að tilgreina nöfn...
Svo heldur Edda áfram: „En Auður hóf sam-
starfið mjög vel undir búin, gróf m.a. upp úr
pússi sínu bréf frá því fyrir hennar tíð. Mér finnst
hún hafa mjög góða tilfinningu fyrir rituðu máli,
hún ér næm fyrir smáatriðum sem skipta miklu
máli í bókum.“
— Og hvernig var vinnutilhögun hjá ykkur?
„Við byrjuðum samstarfið í apríllok, sátum
saman og spjölluðum á morgnana. Skiluðum
handriti í byrjun október. Ég notaði síðan hverja
einustu mínútu fyrir utan vinnutímann í þetta,
auk mánaðar sumarleyfis. En ef til vill hefur ver-
ið kostur fyrir okkur að vinna undir slíkri
pressu, þá er engin hætta á að maður fari að
velta sér upp úr óþarfa smáatriðum."
Að þessum orðum mæltum snarar Edda sér í
eldhúskrókinn og tínir fram flatbrauð og með-
læti. Hún hafði reyndar gert tilraun til að rista
brauð en það brann. Hún horfir á mig afsakandi
og segir: „Annars hef ég reyndar mjög gaman af
að baka brauð..." En ég heyri varla þar sem ég
er tekin til við að ryðja í mig flatbrauði með
rækjuosti og hangikjöti. Horfi síðan full efa-
semda á Eddu og velti fyrir mér hvort undir
hennar yfirvegaða yfirborði leynist e.t.v. ösku-
buskuárátta...
Hef engar hrodalegar
öskubuskusögur að segja
— Heyrðu Edda. Nú er sagt að fjölmiðlaheim-
urinn sé fyrst og fremst karlmannaheimur. Og
víða íReykjavík hangir eftirfarandi klásúla uppi
á vegg um konur á framabraut: „Þú verður að
líta út eins og ungpía, haga þér eins og dama,
hugsa eins og karlmaður og vinna eins og hund-
ur.“ Hefur þú staðið frammi fyrir slíkum vœnt-
ingum? __
„Nei. Ég hef aldrei þurft að súpa seyðið af því
að vera kona. Á þeim vinnustöðum sem ég
þekki til hefur alltaf verið litið á mig sem jafnoka
karlmanna. Til mín hafa ekki verið gerðar öðru-
vísi kröfur en til þeirra. Og móðir mín innrætti
mér að ég ætti alltaf að geta staðið á eigin fótum,
hún treysti því ævinlega að ég kæmi sjálfri mér
í heila höfn. Annars er ég svo sem ekkert sjálf-
stæðari en aðrir, er sífellt full efasemda og þarf
þá á stuðningi vina minna að halda til að hjálpa
mér yfir næsta þröskuld. Út frá eigin reynslu hef
ég ekki séð ástæðu til að gerast eldheit kvenrétt-
indakona. En almennt sýnist mér þó að konur
séu samviskusamari vinnukraftur en karlar. Ef
til vill þurfa þær enn eftir sem áður að gera
meira til að verða viðurkenndar.
Reyndar hafa yfirmenn mínir oft sagt: Það er
betra að senda konu á þennan mann til að fá
hann til að opna sig. En það er síður en svo niðr-
andi fyrir okkur konur að menn skuli fremur
opna sig fyrir okkur en sínu eigin kyni. Menn
eru svo lokaðir gagnvart hverjir öðrum. — Gott
og vel, ef maður kemst ekki áfram í fjölmiðla-
heiminum með því að vera töff og ágengur, þá
verður maður stundum að fara hina kvenlegu
bónarleið, jafnvel að telja viðkomandi karlkyns
viðmælanda trú um að hann sé að gera sér
prívat og persónulegan greiða með því að svara
þessu og hinu. Og fyrir bragðið verður árangur-
inn oft meiri en ef um karlkyns spyril hefði verið
að ræða. Ekkert nema gott um það að segja."
— En hvað um þá goðsögn sem gengur víða
meðal karlmanna að fallegar konur séu
heimskar? Mér dettur í hug bandarísk kollega
okkar Gloria Steinem. Einu sinni þegar hún
bauð sig fram sem free-lance blaðamann til að
skrifa um tiltekið verkefni sagði ritstjórinn ein-
faldlega: ,,We want a writer. We don’t want a
pretty girl."
„Ja, ég er nú ekki svo falleg að ég hafi lent í
slíku sjálf... En vissulega hef ég orðið vör við að
karlmenn séu stundum hissa á því að kona geti
verið bæði falleg og klár. En á mínum starfsferli
hef ég bara stigið mín spor eins og karlarnir, án
þess að láta opna fyrir mig dyrnar."
— Hvað með skammirnar sem þú fékkst fyrir
að hlæja á öldum Ijósvakans?
„Þá sáum við fjögur um tveggja tíma þátt í út-
varpinu í beinni útsendingu á laugardögum ‘78,
sem var nýjung á þeim tíma, ég, Arni Johnsen,
Jón Björgvinsson og Ólafur Geirsson.
Já, svo virðist sem ég hafi orðið fræg fyrir að
hlæja í útvarpið, það hafði ekki tíðkast að hlæja
svona opinberlega. Sumum fannst þetta allt of
„frjálslegt". Þetta kom mér á óvart. Ég hló bara
eftir því sem ég hafði geð til. Var hláturmild í þá
daga. Brosið hefur stirðnað með árunum."
— Hvers vegna?
„Jú, með aidrinum koma hlutirnir manni síð-
fellt minna á óvart, maður tekur þeim með æ
meira jafnaðargeði. Stundum finnst mér ég ekki
geta hlegið jafn innilega og þá.“
Metnadarfull steingeit
— Þú, þessi kona sem hefur í svo ríkum mœli
borið hita dagsins ogþunga nœturinnar, eins og
þingeyska konan sagði, geturðu tekið undir með
konu Upton Sinclair og Auði Laxness að þér
finnist þú hafa verið í kapphlaupi alla œvi?
„Rétt er það að ég hef sjaldnast numið staðar
og hægt ferðina, stundum hefur spretturinn ver-
ið svo hraður að erfitt hefur reynst að hægja
ferðina og hugsa. Þó hefur mér sem betur fer
lærst að dóla mér í seinni tíð — og langar göngu-
ferðir og lestur hafa best áhrif á mitt sálarlíf."
— Attu þér einhvern primus motor?
„Tja, ég er steingeit, án þess þó að ég trúi um
of á stjörnuspeki. En hin almenna steingeit læt-
ur lítið á sér kræla framan af en stekkur svo
fram. Það skiptir mig miklu máli að vinna að ein-
hverju því sem mér þykir merkilegt. Kannski má
segja að ég sé í eilífu kapphlaupi við sjálfa mig.
Ég þarf stöðugt að vera að sanna eitthvað fyrir
sjálfri mér. Auk þess skiptir mig máli að hafa fast
land undir fótum, lifa í sátt og samlyndi við mína
nánustu, eða eins og þar segir: Að koma sínum
málum á hreint fyrir sólsetur. . . Primus motor,
hvatinn; að ná settu marki."
— Heyrðu, gamalreynda steingeit, lumarðu
ekki á einhverjum góðum ráðum til handa ný-
grœðingum í blaðamannastétt?
„Jú. Þeir eiga að vera ófeimnir við að opin-
bera fáfræði sína og heimsku. Því það er nú svo
að sérhæfing í íslenskri blaðamannastétt er
ótrúlega lítil og því verða þeir að vita lítið um
svo ótal margt. Stundum fást þeir ekki til að við-
urkenna sína eigin fáfræði og lenda síðan í
bobba þegar þeir ætla að fara að matreiða efni
ofan í lesendur. Þeir komast að raun um að þeir
hafa ekki spurt í samræmi við sína eigin þekk-
ingu.
Og annað: Þeir ættu að taka sér reglulega frí
frá eigin störfum, því í blaðamennsku brenna
menn upp eins og kerti!“
— Ein brennandi spurning I lokin. Hafa fjöl-
miðlaþursarnir í startholunum ekki biðlað til
þín?
„Nei! Eigi að síður hætti ég að stýra félags-
miðstöðinni í Kópavogi um næstu mánaðamót.
Hvað þá verður veit nú enginn..."
— Mœtti kannski bjóða þér starf sem blaða-
maður viö Helgarpóstinn?
„Ég spjalla kannski við Ingó...“ Og svo hlær
hún enn og aftur þessum landsfræga, tja — ég
segi allt að því heimsfræga hlátri, og tekur til við
að spyrja blaðamann spjörunum úr, eins og var
ætlun hennar í upphafi.