Helgarpósturinn - 24.01.1985, Page 17
„ÉG ER AÐ UNDIRBÚA
BÓK UM ISLAND“
Helgarpósturinn rœðir viö finnska rithöfundinn
Antti Tuuri sem hlaut bókmenntaverölaun Norö-
urlandaráös fyrr í vikunni.
Finnski rithöfundurinn Antti
Tuuri hlaut bókmenntaverðlaun
Noröurlandaráðs fyrr í vikunni fyrir
skáldsöguna Pohjammaa sem
hlotið hefur nafnið ,,Dagur í Aust-
urbotni“ í sœnskri þýðingu. Antti
Tuuri, sem er verkfrœðingur að
mennt, hefur sent frá sér 13 bœkur
alls, þar af 11 skáldsögur, og kom sú
fyrsta út 1971. Texti Tuuris er
iðulega hógvœr og á lágu nótunum
en hins vegar nákvœmur og fullur
þversagna: Mannlífið virðist í fyrstu
án takmarks og tilgangs, en þegar
betur er að gáð, felur það í sér
ábyrgð einstaklingsins og
heildarinnar. Kannski mœtti segja
að sá hugsun sem einkennir verk
Tuuris öðrum fremur, sé barátta
mannanna í lokuðum hring ein-
semdar og neyðar. Barátta sem að
lokum endar með sigri vegna
skynsemi og festu persónanna, sem
þrá að ná raunsoejum tökum á lífinu
sem dauðanum. Eða eins og
aðalpersónan í smásagnasafninu
„Grýttasti staður jaröar“ (1980)
segir í titilsögunni: ,,Heimurinn er
nú einu sinni það grýttur staður, að
hann sleppir aldrei taki sínu á mér
fyrr en ég hef rekið mig á hvern
þann stein sem hann hefur í
vœndum fyrir mig."
Helgarpósturinn sló á þráðinn til
Antti Tuuri sem býr í Helsingfors,
óskaði honum til hamingju með
sigurinn, og spjallaði vítt og breitt
við verðlaunahafann.
— Halló, gott kvöld. Þetta er hjá
Helgarpóstinum á íslandi. Við erum
vikublað og...
„Já, ég þekki Helgarpóstinn
ágætlega."
— Ha? Er það virkilega? Hvernig
stendur á því?
„Ég hef verið fimm sinnum á ís-
Iandi og kynnt mér land og þjóð
lítillega og þar á meðal útgáfumál.
Ég sat reyndar einmitt og barðist
við að læra íslensku af bók þegar þú
hringdir."
— Hvers vegna ertu að lœra ís-
lensku?
„Mér finnst gaman að læra
tungumál sem er að öllu jöfnu 100%
ónothæft," segir Tuuri og hlær.
— Einhvers staðar las ég að þú
hefðir gaman af Laxness og forn-
sögunum. Hefurðu lesið aðra höf-
unda íslenska?
„Því miður. Það er nú þannig að
Laxness mun vera eini íslenski
samtímahöfundurinn sem er þýdd-
ur á finnsku. Ég hef hreinlega ekki
átt tök á að kynnast fleirum. En
þetta stendur kannski til bóta ef mér
tekst að læra íslenskuna og get lesið
höfundana á frummálinu. Þetta er
bara svo fjandi erfitt tungumál."
Og aftur hlær Antti Tuuri dillandi
hlátri í símann.
— 77/ hamingju með bók-
menntaverðlaunin annars. Hvaða
þýðingu hafa þau fyrir þig?
„Takk, takk. Nú — lífið byrjar ekki
þótt maður fái verðlaun. Ég held
áfram að skrifa sem áður en það er
víst að ég verð skrifandi í eitt ár með
verðlaunin á bakinu, það fylgir
þessu talsvert umstang. En
verðlaunaupphæðin er dágóð og
verðlaunin sem slík eru mikils
metin meðal rithöfunda í Finnlandi.
En mest gleðst ég vegna þess að nú
verða bækur mínar þýddar af
finnsku á norræn mál. Þá geta vinir
mínir á hinum Norðurlöndunum
loksins lesið texta eftir mig.“
— Ef við víkjum aðeins að rit-
verkum þínum, þá má segja að í
grófum dráttum fjallir þá um
mannlíf í finnsku sveitafélagi ann-
ars vegar og iðnverkafólks þéttbýl-
Antti Tuuri: „Mesta
ánægjan af verðlaun-
unum er sú, að nú
verða bækur mínar
þýddar á önnur tungu-
mál og vinir mínir á
Norðurlöndum geta
loksins lesið mig."
isins hins vegar. Byggirðu hinar
nærfœrnu og oft spaugilegu athug-
anir þínar á eigin reynslu?
„Allir rithöfundar byggja verk sín
að stórum hluta til á eigin reynslu.
Það sama gildir um mig og þess
vegna má segja að ég skrifi
raunsæjan prósa. Ég vanda mig mjög
mikið við heimildasöfnun
sagnanna, reyni að hafa allar
staðreyndir sem nákvæmastar og
réttastar. Ef staðreyndir í skáldsögu
eru rangar, missir lesandinn trúna á
þig sem höfund og verkið er fallið.
Ég hef sjálfur unnið mikið í
pappírsiðnaði og hef þekkingu á
tæknilegum hlutum. Þegar þau mál
ber á góma í bókum mínum er ég
með allar staðreyndir í hausnum.
En ef ég fæst við önnur svið sem ég
hef enga sérþekkingu á verð ég að
leita mér heimilda. Fyrir jól kom út
eftir mig skáldsaga sem nefnist
„Vetrarstríðið". Ég var ekki fáeddur
þegar þetta fræga stríð geisaði svo
það gefur auga leið að ég varð að
safna miklum heimildum áður en ég
settist niður við skriftir."
— Þú ert framkvœmdastjóri við
veggfóðursverksmiðju finnska
verksmiðjuhringsins Wártsilá?
Gastu hagnýtt þér þá reynslu eitt-
hvað íbókunum?
„Já, já, kannski ekki endilega
reynsluna af þeirri stöðu en verk-
fræðimenntun mína og reynslu af
verksmiðjum almennt. Annars
sagði ég umræddri stöðu upp fyrir
ári og hef nú algjörlega helgað mig
ritstörfum."
— Mörg verk þtn myndu flokkast
undir epískar skáldsögur. Það
bókmenntaform virðist vera á
undanhaldi víða. Lifir epíska
skáldsagan ennþá góðu lífi í Finn-
landi?
„Já, Finnar vilja þykkar skáld-
sögur. Annars eru til margar gerðir
af epískum skáldsögum. Sú gerð
epískra sagna sem hve vinsælust er
í Finnlandi eru hinar miklu, löngu
skáldsagnaraðir eins og Iijoki-sería
finnska rithöfundarins Kalle Páátalo
sem hann hóf að skrifa 1971 og er
orðin 12 bindi og rúmlega 6 þúsund
síður. Það stórvirki er reyndar
sjálfsævisaga höfundar í
skáldsagnaformi. Svona bækur
kunna Finnar að meta. Annars hafa
finnskir rithöfundar lært mikið af
rússneskum rithöfundum hvað
epíska skáldsagnagerð varðar.“
— Sjálfur hefur þú sagst hafa
orðið fyrir miklum áhrifum frá
rússneskum höfundum eins og
Tjékof og Dostójefskí?
„Já, það er rétt, sérstaklega frá
Tjékof varðandi smásagnagerð. Það
er makalaus höfundur. En varðandi
skáldsöguna veit ég ekki hvort ég
hafi orðið fyrir afgerandi áhrifum
frá Dostójefskí; ég er miklu hrifnari
af Tolstoj. En ef við eigum að ræða
um þá erlendu höfunda sem hafa
veitt mér innblástur, þá vil ég nefna
Laxness. Mér þykir mikið til hans
koma.“
— Ertu aö vinna að skáldsögu
þessa stundina?
„Já, ég er að slá botninn í skáld-
sögu sem ég mun innan tíðar af-
henda útgefanda mínum. Ég vonast
til að sú skáldsaga komi út í haust.
Meira vil ég ekki segja að sinni.“
— Mér hefur borist til eyrna að þú
sért að vinna að bók um Island?
„Já, það er rétt. Ég hlaut styrk um
daginn frá íslandi; úr menn-
ingarsjóði lslands-Finnlands og
mun nota hann til að skrifa bók um
land og þjóð ykkar."
— Skáldsögu?
„Nei, það verða meira persónu-
legar ferðaminningar. Ég er mjög
hrifinn af landinu og hlakka til að
koma til íslands í mars þegar
verðlaunaafhendingin fer fram í
Reykjavík. Það verður gaman að
hitta íslenska vini á nýjan leik. Svo
vona ég að þú hafir náð þessu niður,
ég er nefnilega búinn að tala við
blaðamenn stanslaust í tvo daga og
veit varla hvað ég er lengur að
segja."
— Þú dœmir bara um það sjálfur,
við sendum þér Helgarpóstinn.
„Takk, takk.“
-1M
Plata meö dúetti Röggu ogKobba í
búöir bráöum:
„Svuntuþeysar með
trumbum“
Gertrude Stein
einsömul á Litla sviði
Skötuhjúin Ragnhildur Gísladótt-
ir og Jakob Magnússon eru að
senda frá sér nýja hljómskífu nú á
allra næstu vikum. Platan verður
einvörðungu með lögum og textum
eftir þau sjálf, sömdum af þeim í
sameiningu og hvoru í sínu lagi.
Textarnir eru bæði á ensku og ís-
lensku.
Sjónvarpsáhorfendur fengu for-
smekkinn af tónlist þessarar plötu í
Glugganum síðastliðið sunnudags-
kvöld, en þar birtist Ragga með
demóupptöku af lagi sínu „Ég er
fegurðardrottning". Ragnhildur seg-
ir HP að nokkuð muni kveða við
annan tón á þessari nýju skífu en
þeim sem hún hafi áður unnið að,
„og jeminn, ég veit nú ekki hvað.
þær eru orðnar margar sem ég hef
sungið og leikið inn á til þessa. Þær
hljóta að vera farnar að nálgast ann-
an tuginn, fyrir utan barnaplöturn-
ar sem ég hef stjórnað og útsett.
Þær eru að minnsta kosti fjórar.
Þessi nýja plata er ákaflega fjöl-
breytt hvað lögin varðar,“ heldur
Ragnhildur áfram, „þau eru mörg
hver ólík innbyrðis, falla ekki í sama
farveg alia plötuna á enda. Maður
gerir bara það sem hugurinn girnist
hverju sinni, enda er ég í voginni;
annaðhvort mjög hátt uppi eða
verulega langt niðri."
Svuntuþeysar koma mjög við
sögu á skífunni að sögn Ragnhildar,
þó ekki svo að þeir séu yfirgnæf-
andi, enda hafi þau Jakob leitast við
að gefa öðrum ótæknilegri hljóð-
færum tækifæri, „svo sem trumb-
um,“ bendir hún á.
Á næstu dögum halda þau Jakob
út til Bretlands að mixa gripinn, en
spyrja má hvernig kynningu verði
háttað á þessu efni: „Við erum nú
með svolítið band í gangi," upplýsir
Ragnhildur, „og meðlimirnir eru við
Kobbi, Linda úr Grýlunum, eitt
stykki teip, og svo ellefu ára undra-
barn sem leikur á trommur, guttinn
Einar Valur Scheving,“ sem Ragn-
hildur kveðst ætla að eigi snotra
framtíð fyrir sér á húðunum.
-SER.
Þjóðleikhúsið fer af stað með afar
athyglisvert stykki á Litla sviðinu í
lok þessa mánaðar, ef ekki fyrir þær
sakir að hér er um einleiksverk að
ræða, þá vegna þess að það fjallar
um líf og viðhorf einhvers merkileg-
asta rithöfundar sem uppi var um síð-
ustu aldamót, bandarísku konunnar
Gertrude Stein (1874—1946).
Höfundurinn Marty Martin er
bandarískur og hefur skrifað
nokkra tugi leikrita en sló fyrst í
gegn með þessu leikriti um Geir-
þrúði. Helga Bachman fer með eina
hlutverkið í sýningunni, en leik-
stjóri er Andrés Sigurvinsson. Elísa-
bet Snorradóttir þýddi verkið,
Guðni Franzson samdi tónlist, en
hönnuður sviðsmyndar og búninga
var Guðrún Erla Geirsdóttir.
„Ég verð alltaf sannfærðari og
sannfærðari eftir því sem ég fæst
lengur við þetta verkefni hvað það
er þrumugott leikrit. Ég held, og er
reyndar sannfærður um, að það geti
náð til mjög víðs áhorfendahóps,
svo framarlega sem fólk dæmir
verkið ekki fyrirfram sem þurran
mónólóg, en það er það alls ekki.
Það er mikill húmor í því og mann-
legheit," og leikstjórinn Andrés
heldur áfram, „enda var Gertrude
„Það hefur verið mjög
náin samvinna milli
okkar Helgu um
uppsetningu þessa
verks", segir Andrés
Sigurvinsson leikstjóri
Gertrude Stein.
Smartmynd.
sjálf orðlagður húmoristi. Kímni
hennar kemur hvað gleggst fram í
viðhorfum hennar til margra heims-
frægra listamanna sem hún um-
gekkst, svo sem Picassos og Matisse,
og atburða sem áttu sér stað í lífi
hennar sjálfrar."
Nafn þessa leikverks er „Gertrude
Stein Gertrude Stein Gertrude
Stein“ og Andrés er spurður hvers-
vegna nafnið sé þrítekið. „Endur-
tekningar komu mjög við sögu í stíl
Gertrude sjálfrar, og það hefur höf-
undur leikritsins nýtt sér. Hann
skrifar það mjög í hennar anda og
mér finnst honum hafa tekist mjög
vel upp við það.“
Og sagan í leikritinu: Árið er 1938
og það rignir. Gertrude situr ein í
hálftómri íbúð s.inni í París. Búið er
að segja henni uf^p leigunni og hún
fer að minnast atburða og fólks sem
tengist veru hennar þar. Hún dregur
upp lifandi mynd af öðrum snilling-
um og listamönnum og verkum
þeirra sem hún kynntist og urðu síð-
ar heimsfrægir.
Þetta verk verður frumsýnt í
næstu viku, á fimmtudagskvöld.
-SER.
HELGARPÓSTURINN 17