Helgarpósturinn - 24.01.1985, Síða 18
Djassviðburður þarnæsta laugardag:
Trompetstjarnan Chet
Baker í Gamla bíói
Einn af fremstu trompetleikurum
djassins, Chet Baker, er á leiðinni til
Islands í boði Jazzvakningar. Hann
mun halda tónleika í Gamla bíói 2.
febrúar klukkan 15.
Chet Baker var í hópi fyrstu
stjörnuleikara djassins sem heim-
sóttu ísland, en hann hélt tvo kon-
serta í Austurbæjarbíói fyrir réttum
þrjátíu árum, árið 1955. Hann varð
heimsfrægur sem trompetleikari
Gerry Mulligans árið 1952, en upp
úr 1956 fór stjarna hans dalandi
vegna eiturlyfjanotkunar. Honum
tókst þó að losnp við eitrið hvíta og
er nú í hópi eftirsóttustu djassleikara
Bandaríkjanna.
Nýjasta breiðskífa Bakers, ,,Mr. B“
(Timeless), hefur verið útnefnd til
Grammy-verðiauna. Auk þess að
blása í trompetinn sinn, syngur
Baker. Undirleikarar hans hér á tón-
leikunum í Gamla bíói annan laug-
ardag verða þeir Kristján Magnús-
son, Tómas R. Einarsson og Sveinn
Óli Jónsson.
Chet korlinn Baker blæs
í trompetinn sinn,
kannski þann sama og
hann ber að vörunum í
Gamla bíói annan
febrúarl
ROKK
*
Atakalaust
Swans Way —
The Fugitiue Kind
Jazz-popplínan svokallaða sem töluverðra
vinsælda naut á síðasta ári verður að teljast
með því markverðara sem þá skaut upp koll-
inum. Hins vegar virðist vera sama við hvern
er talað sem flytur tónlist sem þessa, enginn
kannast við að leika þessa tegund tónlistar,
en kannast hins vegar við að aðrir geri það.
Swans Way er tríó frá Birmingham, sem
hefur fengið þennan stimpil á sig. Að þau
skuli neita honum skil ég ekki. Að vísu leika
þau einnig tónlist sem er undir sterkum
áhrifum soultónlistar, en það breytir ekki
þeirri staðreynd að meirihluti laga þeirra er
undir sterkum áhrifum jazztónlistar. Það er
ekki bara það að þau nota kontrabassa sem
gerir þetta að verkum, heldur ekki síður
uppbygging laga þeirra og ekki síst notkun
þeirra, eða öllu heldur aðstoðarmanna
þeirra, á blásturshljóðfærum. Nú, og svo
annað sem ég tíni ekki til, svo sem trommu-
leikur o.fl.
Swans Way gátu sér gott orð á síðasta ári
fyrir smáskífur, sem innihéldu lögin Soul Train
og When The Wild Calls en bæði þessi lög er
einnig að finna á fyrstu breiðskífu þeirra, The.
Fugitive Kind, sem kom út seint á síðasta ári.
Er hér um mjög þægilega og vandaða plötu
að ræða. í fyrstu fannst mér að vísu notkun
þeirra á strengjahljóðfærum fullmikil. Út-
setningarnar eru þó á þann veg að þær
venjast vel og eru í raun alls ekkert sætar
eins og oft vill verða þegar þessum hljóð-
færum er beitt í popptónlist.
Að mínu mati er Swans Way ein af athyglis-
verðustu hljómsveitum sem komu fram á
sjónarsviðið á síðasta ári og ef þau halda vel
á spilunum, ættu þau að eiga bjarta framtíð.
fyrir sér. Að minnsta kosti gefur Fugitive
Kind góðar vonir um að sú geti orðið raunin.
Alison Moyet — Alf
Alison Moyet sló fyrst í gegn árið 1981
sem helmingur dúettsins Yazoo, sem þá varð
vinsæll með lögunum Don’t Go og Only You.
Alf Moyet, eins og hún kallaði sig þá, þótti þá
þegar einhver magnaðasta söngkona. sem
lengi hafði komið fram á sjónarsviðið í
poppheiminum.
Það var heldur enginn í vafa um að hún
myndi slá í gegn ein síns liðs þegar Yazoo
hætti. Nú hefur hún sent frá sér lög eins og
All Cried Out og Love Resurrection og fyrsta
sólóbreiðskífa hennar, Alf er ofarlega á
breska vinsældalistanum. Raunar hefur ver-
ið svo um nokkurn tíma og er ég viss um að
hún á eftir að vera það lengi enn.
Það breytir þó ekki því, að ég varð fyrir
töluverðum vonbrigðum með þessa plötu.
Þarna finnst mér nefnilega komið gott dæmi
um hvernig hljómplötufyrirtæki getur af-
vegaleitt listamenn í þeim tilgangi einum að
mjólka inn fleiri krónur.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að Moyet
hefði verið fær um að gera miklu betri og
meira spennandi plötu. Hins vegar hefur
eftir Gunnlaug Sigfússon
komið fram að þeir hjá CBS voru ekki til-
búnir að taka áhættu og því var framleidd
hálfgerð færibandasöluvara.
Allur undirleikur á plötunni er svo vél-
rænn að það er sem Moyet geti alls ekki gætt
lögin lífi. Þó eru sum lögin ekki slæm, en ég
veit að Moyet er miklu tilfinningaríkari söng-
kona en hún hljómar hér. Það er nánast
ekkert á plötunni, nema helst þessi tvö fram-
angreindu lög, sem náði til mín, greip mig og
fékk mig til að leggja verulega við eyrun.
Þetta rennur annars allt svo átakalaust í gegn.
Ég er sannfærður um að Alison Moyet
gerði mun betri hluti ef hún fengi að ráða
meiru, í stað þess að hafa sölumenn til að
stjórna sér. Þetta er staðreynd. Hún veit það
sjálf og hefur sagt svo. Og þrátt fyrir allt er ég
viss um að þessi frábæra söngkona á eftir að
skila sínu í frarntíðinni. Bæði til okkar, sem
ætlumst til meira af henni og eins til hinna
sem eru ánægðir með Alf. Síðast en ekki síst
á hún eftir að mala enn meira gull fyrir CBS
á næstu árum.
BOKMENNTIR
Veglegt fróðleiksrit
Skaftáreldar 1783—1784 - Ritgerðir og heimildir
Af þeim mörgu fróðlegu bókum sem ég
varð of seinn að ritdæma fyrir jólin var mér
sárast um þessa. En hún er raunar ekki bók
sem fyrnist eða gleymist eftir eina bókaver-
tíð, heldur eitt veigamesta framlag til sögu
Iands og þjóðar sem lengi hefur sést innan
einna spjalda. Ekki heldur bók sem þægilegt
er fyrir ritdómara, fremur en annan lesanda,
að gleypa í einum jólabita, heldur er hún
doðrantur, vel yfir 400 tvídálka síður, og fæst
af efninu fljótlesið, heldur til þess fallið að
liggja yfir og gaumgæfa, ef lesandi nennir í
alvöru að hyggja „að baki tímans tjalda".
Ritgeröir raunvísindamanna
Hentugast er að lýsa efni Skaftáreldabókar
í þrennu lagi, og verða þá þættirnir allir
ámóta langir.
Fremst standa sjö ritgerðir eftir raunvís-
indafólk, aðallega jarðfræðinga. Sigurdur
Þórarinsson ritar „Annál Skaftárelda”, reifar
og rekur helstu heimildarstaði sem varða
gang eldgossins sjálfs. Þorleifur Einarsson og
Edda Lilja Sveinsdóttir birta „Nýtt kort af
Skaftáreldum og Lakagígum", unnið af Eddu,
ásamt yfirliti yfir eldri jarðfræðirannsóknir
og nýju mati á stærð hraunsins. Karl Grön-
vold ritar um „Bergfræði Skaftárelda-
hrauns", leitast við að fræðast af efnasam-
setningu gosefnanna um atburðarásina í iðr-
um jarðar. Gudrún Larsen og Þorvaldur
Þóröarson rita um útlit og einkenni gjósk-
unnar frá Skaftáreldum, en Níels Óskarsson,
Karl Grönvold og Gudrún Larsen um sjálfa
móðuna, þ.e. lofttegundir í gosinu og loft-
mengun frá því, og hygg ég að fleirum en
mér komi á óvart hve glöggan vitnisburð
unnt er að finna um þessi lítt höndlanlegu
gosefni. Guömundur Pétursson, Ftíll A. Ftíls-
son og Guömundur Georgsson fjalla um eit-
uráhrif gjóskunnar og móðunnar á fólk og
fénað. Loks rita Gylfi Már Guðbergsson og
Theodór Theodórsson um „Áhrif Skaftárelda
á byggð og mannfjölda í Leiðvallarhreppi og
Kleifahreppi”.
Ritgeröir sagnfræöinga
Hvað heimildir og efnistök varðar á síðast-
nefnd ritgerð raunar ekkert síður heima í
flokki með sagnfræðiritgerðunum. Þær eru
níu, en höfundar færri, því að Gísli Agúst
Gunnlaugsson ritar tvær, og Sveinbjörn
Rafnsson ekki færri en þrjár. „Bæjarrústir úr
Skaftáreldum", „Búfé og byggð við lok Skaft-
árelda og Móðuharðinda" og „Um eldritin
1783—1788“. Hin síðastnefnda er heimildar-
fræðileg greinargerð um elstu frásagnir af
Skaftáreldum (eftir sr. Jón Steingrímsson,
Magnús Stephensen og fleiri kunna menn),
og hef ég varla séð Sveinbirni takast betur
upp að semja ritgerð, en meiri tiðindum
sætir þó frásögn hans af búfjárfjölda, því
að hann notar skýrslur sem lengi voru taldar
glataðar, en hafa komið í leitirnar á Þjóð-
skjalasafni og reynast hnekkja þeim ýktu töl-
um sem víða má finna á prenti um skepnu-
felli í Móðuharðindunum.
Gísli Ágúst ritar bæði um „Fólksflótta úr
Vestur-Skaftafellssýslu" og um „Viðbrögð
stjórnvalda í Kaupmannahöfn við Skaftár-
eldum“. í síðari greininni er mjög skipulega
lýst viðleitni skrifstofuveldisins í Kaup-
mannahöfn til að átta sig á hvað var að ger-
ast úti á íslandi; bréfagerðum og bollalegg-
ingum um úrræði þau sem til mætti grípa
(svo sem fólksflutninga úr landi, en áformið
fræga um að flytja alla Islendinga suður á
Jótlandsheiðar reynist mjög orðum aukið);
og loks ákvörðunum og framkvæmd þeirra,
en margt rann að sönnu út í sandinn sem vel
var meint. Nátengt viðfangsefni Gísla Ágúsjts
er „Aðstoð einokunarverslunarinnar við Is-
lendinga í Móðuharðindunum” sem Sigfús
Haukur Andrésson rekur í fróðlegri og læsi-
legri grein. Grein Gísla Gunnarssonar, „Voru
Móðuharðindi af manna völdum?" er að
hluta til á sama sviði, en Gísli kemur víða við
í stuttu máli.
Þá er ógetið greina eftir tvo unga fræði-
menn sem lítt eða ekki hafa birt rannsóknir
á prenti fyrr. Kristjana Kristinsdóttir skrifar
um „Afleiðingar Skaftárelda og Móðuharð-
inda í Suður-Múlasýslu“ og Guðmundur
Hálfdanarson geysiathyglisverða grein um
„Mannfall í Móðuharðindum" þar sem hann
rekur í sundur manndauða af hungri og öðr-
um orsökum, og virðast smitsóttir hafa átt
miklu sjálfstæðari þátt í mannfellinum en
ætla mætti að óreyndu, og stendur Guð-
mundur hér einkar kunnáttusamlega að erf-
iðri rannsókn.
Heimildaúrval
Loks er birt í bókinni úrval heimildartexta
í fræðilegri útgáfu, og fer þar langmest fyrir
syrpu af skýrslum amtmanna og sýslumanna
til Rentukammersins í Kaupmannahöfn. Eru
þær að sjálfsögðu ritaðar á dönsku (svona
eftir því sem hver og einn megnaði) og voða-
legt torf fyrir óvana, en maður er fljótur að
liðkast í þessu.
Þetta er að vísu engin heildarútgáfa af
skjölum um Skaftárelda. Það er fljótséð af
heimildavísunum ritgerðanna framar í bók-
inni, því að þar er notaður fjöldi skjala sem
enn er óbirtur, og varða mörg þeirra beinlín-
is Skaftárelda og Móðuharðindi. En um þetta
tjáir ekki að fást. Öld pappírsflóðsins í
danskri og íslenskri stjórnsýslu var nefnilega
skollin á löngu fyrir Skaftárelda, og er úr því
eftir Helga Skúla Kjartansson
tómt mál að tala um heimildaútgáfu öðru
vísi en sem úrval eða ágrip.
Stórvirki
Samning og útgáfa þessarar bókar er stór-
virki og afrakstur langrar undirbúnings-
vinnu. Ráðagerðir um Skaftáreldarannsókn-
ir voru hafnar fyrir meira en áratug, en aðal-
vinnan að bókinni fór fram 1978-^3. Rit-
nefnd sagnfræðinga og raunvísindamanna
hafði umsjón með verkinu, en forsjármaður
þess síðasta sprettinn mun einkum hafa ver-
ið Sveinbjörn Rafnsson prófessor. Mál og
menning gefur bókina út.
Ritstjórnar- og útgáfuverk eru vandmetin
störf og sjálfsagt vanmetin oftast. Heimilda-
útgáfan í þessari bók er mikið vandaverk og
virðist vel heppnuð, þótt um það geti ég ekki
fullyrt án samanburðar við skjölin sjálf. Og
ritgerðirnar bera ekki með sér hvort rit-
nefndarmenn eða forlagsfólk hefur meira
eða minna haft hönd í bagga með höfundum
til samræmingar og fágunar. Miklu hægara
er að gagnrýna það sem ábóta er vant, og tel
ég einkum þrennt á skorta. Það mættu vera
miklu meiri og nákvæmari millivísanir, bæði
milli ritgerða og frá ritgerðum í heimilda-
hlutann. Það þyrftu að vera fullkomnari efn-
isskrár með bókinni en nafnaskráin sem að-
eins nær yfir heimildahlutann og hann ekki
einu sinni allan. Og loks hefði þurft að lesa
betur prófarkir, a.m.k. af ritgerðunum. Þar
blasa við prentvillur, aðallega í tilvísunum og
útdrætti greinanna á ensku, og ein er svo
argvítug að heila línu vantar í talnaskrá (bls.
147).
Annars er útgáfan hin veglegasta, litmynd-
ir, aðrar ljósmyndir, kort, línurit; allt rífiega
og prýðilega úti látið og bandið afburðafal-
legt.
18 HELGARPÓSTURINN