Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.02.1985, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Qupperneq 3
Verðlaunakrossgáta HP: Ingunn hlaut fyrstu verðlaun Dregið hefur verið úr réttum lausnum á verðlaunakrossgátu HP er birtist í jólablaði Helgar- póstsins í desember. Rétt lausn átti að vera svohljóðandi vísa: Sá ég öngul aka hratt eftir krókaleiðum. Gullinn fork með gamlan hatt á gaffalbitaveiðum. Sigríður Huld Jónsdóttir, nemandi í 9. bekk grunnskóla Sauðárkróks, sem verið hefur undanfarna viku í starfskynn- ingu hjá okkur á ritstjórn, dró eftirfarandi verðlaunahafa úr bunkanum sem barst: 1. verðlaun 3000 kr.: Ingunn Árnadóttir, Reykjasíðu 11, Akur- eyri. 2. verðlaun 2000 kr.: Þórdís Eiríksdóttir, Silfurbraut 8, 780 Höfn. 3. verðlaun 1000 kr.: Haraldur Hákonarson, cfo Isl. járnblendi- fél. Grundartanga, 301 Akranes. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, þá barst okkur fjöldi svara, og þökkum við les- endum kærlega fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurunum til hamingju með verðlaunin sem þeim verða send. Allt að því bílskúr ★ Bílskúrar eru ekki eins marg- víslegir og bílarnir eru margir á íslandi. Flestir eru þeir með sama sniðinu, steyptir upp af traustum grunni með tréþaki yfir. Og hurðin fyrir er á hjólum, kannski fjarstýrð. Innandyra er, alla jafna, öllu er við kemur bílnum raðað á smekklegan hátt upp í hillur, og sumstaðar rennibekkur fyrir endanum. En annað verður sagt um þetta sem myndin sýnir. Helgar- pósturinn hefur valið þetta fyrir- brigði einfaldasta en að mörgu leyti mest sjarmerandi bíl- skúrinn í Reykjavík. i þessu til- viki hefur bíleigandi ráðist af litlum efnum í gerð viðeigandi skjóls fyrir bifreið sína og tekist að gera það helt fyrir ofankomu og einni vindátt. Takið líka eftir hvað honum hefur tekist vel að aðlaga þessa byggingu sína umhverfinu, trjánum og næstu húsum. Ef lesendur vilja skoða nánar þetta verðlaunaverk Helg- arpóstsins í snaggaralegri bygg- ingarlist, er þeim bent á að labba Smiðjustíginn milli Lauga- vegs og Skólavörðustígs, helst um hádegið þegar mest er birta, en þá nýtur þessi bygging sín best að mati okkar hér á HP.t^ MM MM MM >I*J [•!• MM MM ['W [W EH o Bolholt Suðurver 6 vikna vetrarnámskeið 18. feb.—28. mars í Suðurveri bjóðum við 40 flokka á viku yfir mesta annatímann, svo þú finnur örugglega flokk við þitt hæfi Í Suðurveri * Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri * Morgun-, dag- og kvöldtímar * Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk Fyrir þær sem eru í megrun: 3ja vikna kúr 4 sinnum í viku vigtun — mæling — mataræði lí Líkamsrækt JSB Sturtur — sauna — Ijós Kennarar: Bára, Sigríður, Anna og Sigrún j, / Innritun í síma 83730 Gjald 2 sinnum í viku kr. 1.800 Ath: Ljósastofa J.S.B. er í Bolholti 6 Afsláttur á 10 tíma kortum fyrir alla sem eru i skólanum Kunna íslendingar ekki móðurmálið? Heimir Pálsson „Það kunna náttúrlega engir nema islendingar. Hins vegar verður maður að viðurkenna að vald manna á málinu er mis- munandi og það hefur áhrif á hvernig þeir spjara sig ítilverunni. Kunnáttan er alls staðar fyrir hendi, en það er hægt að þjálfa þessa hæfni. Þar að auki höldum við, aðstandendur þessa skóla, að hægt sé að veita mönnum tilsögn við samningu texta og bókmennta- lestur og yfirleitt allt sem við tengjum notkun móðurmálsins. Af langri kennarareynslu vitum við að við gerum ekki esseysta á borð við Sigurð Nordal, úr neinum upp úr þurru, en við getum aðstoðað fólk við að setja mál sitt fram. Margir Ifta á ritmál sem verulegan þröskuld, eru hræddir við að stafsetja hlutina. Það er þvíafar mikilvægt að fólk geti fengið einhvers konar aðstoð við þetta." — Er Móðurmálsskólanum að einhverju leyti ætlað að keppa við kerfisskólana? „Nei, hugmynd okkar er engan veginn að stofna skóla í sam- keppni við skólakerfið, heldur að við getum auglýst: Segðu hvað þú vilt og við útvegum þér hæfan kennara. Ef til dæmis blaðamenn Helgarpóstsins biðja um að fá að læra stafsetningu Eggerts Ölafssonar og vilja gefa blaðið út með þeirri stafsetn- ingu, þá útvegum við kennara til slfka Og ef saumaklúbbur vill fara á Njáluslóðir skulum við lesa Njálu með honum og fara með í ferðina ef því er að skipta." — Bjóðið þið upp á eitthvað fleira en beina kennslu? „Við höfum líka auglýst að við tökum að okkur þjónustu fyrir stofnanir eins og að setja upp ársskýrslur, búa þær til prentunar og fylgja þeim eftir f gegnum prentsmiðju ef óskað er." — Hver er tfmafjöldi þeirra áfanga sem nú eru í boði hjá ykkur? „Yfirleitt 20 tímar. Annars fer það algjörlega eftir viðfangsefn- inu. Hugmyndin er sú að hægt sé að klæðskerasníða tímastakk sem hentar hverju viðfangsefni." — Hvað eru margir einstaklingar í bekk eða hópi? „Hvenær sem við höfum 5 einstaklinga til að leggja stund á eitthvað tiltekið myndum við hóp. En í hverjum hópi verða aldrei fleiri en 10, það álítum við að sé sk.ynsamlegt hámark." — Hvenær hófst kennsla f Móðurmálsskólanum? „I janúarlok. Við fórum rólega af stað, en við þykjumst finna strax að talsverð eftirspurn er eftir þeim námskeiðum, sem við erum með í boði núna, og öðrum. Nú erum við með í gangi einkakennslu fyrir útlendinga og eins stafsetningarnámskeið, bapði fyrir skólafólk sem gengur illa og eins fólk t.d. af almenn- um vinnumarkaði, s.s. skrifstofufólk." — Fer kennslan fram á einhverjum ákveðnum tfma dags? „Nei, von er til að tímarnir séu haldnir þegar fólki hentar best." — Nú hefur þú sagt upp kennarastarfi þfnu hjá ríkinu frá og með 1. mars. Varstu með stofnun Móðurmáls- skólans að tryggja þér örugga atvinnu ef þú neyöist til að ganga úr föstu starfi þfnu um næstu mánaðamót? „Stofnun þessa skóla er gamall draumur sem við Þórður höf- um lengi alið með okkur og höfum nú látið rætast. En ég get ekki neitað því að þróun kjaramála hér undanfarin ár hefur ýtt á mann frekar en hitt. Ef þjóðin mín kærir sig ekki um að ég vinni fyrir mér með venjulegri kennslu, þá verð ég sem venju- legur fjölskyldufaðir að hafa eitthvað til að hverfa að." Heimir Pálsson er (slenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð Nýverið stofnaði hann ásamt Þórði Helgasyni, íslenskukennara við Verslunarskóla íslands, Móðurmálsskólann, sem býður einstaklingum og hópum upp á margvfslega kennslu ( málnotkun, framsetningu og bókmenntum, auk þess sem aðstandendur skólans taka að sér ýmiss konar þjónustu, t.d. fyrir fyrirtæki og stofnanir. EEI HH PH [•!•] BIil MM [>T«1 ÞH BB MB MM HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.