Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 21
A OG LAUNASKRIÐS — Við næstu kosningar munu myndast vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. — Það verður að gera eitthvað róttækt til varnar uppsöfnuðum verðbólguvanda. — Alltof algengt er að menn bruggi bjór í heimahúsum í blóra við lög. ' — Ein birtingarmynd þessarar miðstýringar- tilhneigingar Sjálfstæðisflokksins birtist í tillögum stjórnkerfisnefndar. — Stefnt er að því að hverju stigi undirbúnings lyki með yfirliti um þjóðfélagslega hagkvæmni og arðsemi á sambæri- legum matsgrundvelli fyrir alla virkjunarkosti. heldur Sigurður áfram, „sem stjórn- málamenn smitast af og blaðamenn taka oft upp gagnrýnislaust í subbu- skap sínum og fljótaskrift. Ég tek sem dæmi setningu úr einu dag- blaðanna: „Ein birtingarmynd þess- arar miðstýringartilhneigingar Sjálfstæðisflokksins birtist í tillögum stjórnkerfisnefndar." Hvað meinar maðurinn eiginlega?!“ Og Sigurður er kominn í ham: „Svo sér þess víða stað í frumvörp- um og tillögum að þingmenn og hjálparkokkar þeirra hafa lesið yfir sig af lagasafninu. Hér er t.d. setn- ing úr þingsályktunartillögu um úr- bætur í meðferð nauðgunarmála: „Lögreglu sé skylt að benda brot- þola á aðstoð kvennaathvarfs eða sambærilegs aðila þegar á fyrsta stigi kærumáls." Samkvæmt þessari orðmyndun ætti maður að tala um slysaþola um þann sem lendir í slysi, karlþola um konu sem á erf- iðan eiginmann o.s.frv." Mér sýnist að þau dæmi sem hér hafa verið tínd til flokkist annars vegar undir geigandi beitingu orða, kauðskt orðalag og orðmyndun sem Þórbergur Þórðarson flokkaði á sínum tíma undir lágkúru í frægri ritgerð, Einum kennt — öörum bent; hins vegar undir svokallað stofn- anamál sem einkennir að töluverðu leyti ýmiss konar ritmál eins og sér- fræðingaskýrslur, þingskjöl og oft dagblöð (en vissulega má svo flokka sum einkenni stofnanamálsins und- ir lágkúru). Margir nota hugtakið stofnanamál yfir ákveðin stílein- kenni og hér verða nefnd þau helstu — og haldið ykkur nú fast: 1) Að nota fremur nafnorð en samstofna sagnorð og þá gjarnan í forsetningarsambandi, sbr. vöntun á skipulagi, óheppileg skörun viö- fangsefna. 2) Að láta nafnorð yfirtaka merk- ingarhlutverk sagnar þar sem hægt er að nota eihfalda sögn og nota þess í stað samstofna nafnorð og merkingarlítil sagnorð. Dæmi: gera rannsóknir, verja fjármagni, gera úrbœtur. 3) Að þjappa merkingu saman í eitt orð í „málsparnaðarskyni", sbr. könnunarforsendur, staösetningar- athuganir, samanburöargrundvöll- ur. 4) Nafnorðanotkun samfara mikl- um fjölda forsetningarliða sem geta verið eignarfallssambönd, sbr.: „viö aukna nýtingu pappírs sem er til sérstakrar umrœöu hér á þinginu", og „.. . að hverju stigi undirbúnings lyki meö yfirliti um þjóöfélagslega hagkvœmni og arösemi á sambœri- legum matsgrundvelli fyrir alla virkjunarkosti...“ 5) Að lokum það sem Þórbergur Þórðarson flokkaði undir uppskafn- ingu: Eignarfall sem undanfarandi nafnorð eða nafnorðsígildi stýrir. Gerir það stílinn oft þyngri í vöfum og stirðbusalegri. Dæmi: .. meö ákveönu samspili bókhalds og greiösludeildar. . . eins og nú er t.d. í tilviki slysatryggingardeildar og sjúkratryggingardeildar...“ (Flest ofangreindra dæma eru sótt í óprentaða BA ritgerð um stofnana- mál eftir Eygló Eiðsdóttur.) Eftir þessa lexíu geta menn spreytt sig á að skilgreina eftirfar- andi setningu úr dæmasafni Sigurð- ar G. Tómassonar, en hún er höfð eftir þekktum stjórnmálamanni: „Við verðum að gera eitthvað rót- tækt til varnar þessum uppsafnaða verðbólguvanda." Og menn geta líka spurt sig að því hvað Þorsteinn Pálsson átti við í haust þegar hann sagði að ríkisstjórnin væri búin að „ná veröbólgujafnvœgr. Má ekki með sanni segja að sumir stjórn- málamenn tali verðbólgið mál?! Konur — karlar: Vinnuþrælkuð Lísa í Undralandi En það er annars konar „stofn- anamál" sem Árni Johnsen,þing- maður Sjálfstæðisflokks.álasar Sig- ríði Dúnu Kristmundsdóttur, þing- manni Kvennalista, um að nota í skattaumræðum í efri deild 12.12. sl. Sigríður Dúna hafði sagt í ræðu sinni að sérsköttun hjóna þýddi í reynd „aukið vinnuálag á konum, vinnuþrælkun í sumum tilfell- um...“ Árni hljóp upp eins og oftast þegar Kvennalistaþingmenn fara í ræðustól og sagði m.a.: „Að hamra sífellt á því að konur þessa lands séu kúgaðir þrælar, eins og hæstvirtur þingmaður Sigríður Dúna gerir títt í sinum ræðum, tel ég að sé ekki íslenskum konum til framdráttar. Ég mótmæli slíkum málflutningi. Málflutningur þing- mannsins minnir æði oft á ævintýr- ið um Lísu í Undralandi, svo langt flýgur þingmaðurinn fyrir utan allt sem heitir raunveruleiki í okkar landi... Þar sem hallar á bæði konur og karla er ástæða til að taka á og rétta við, huga að og bæta úr. En slíkum yfirlýsingum, sem eiga við engin rök að styðjast, að vinnuþrælkun kvenna sé yfirleitt til staðar fremur en karla ber að mótmæla. Þetta er stofnanamál sem verður að útskýr- ast á íslenskri tungu." „Já, oft er eins og konur og menn tali ekki alveg sama tungumálið á þingi og í pólitískum nefndum og ráðum," segir Ingibjörg Hafstaö, sem kennir m.a. bókmenntir og málnotkun við norskudeild HÍ, en situr jafnframt í félagsmálaráði og útvarpsráði fyrir hönd Kvennafram- boðs og Kvennalista. ■ „Árni er býsna einstrengingslegur í þessari ræðu,“ segir Ingibjörg. „Furðu sætir hversu fáir stjórnmála- menn gera sér ljóst að vinnuálag á konum er enn mun meira en á körl- um þar sem hiti og þungi barnaupp- eldis og heimilisstarfa hvílir eftir sem áður á þeirra herðum jafnvel þótt þær vinni fulla vinnu utan heimilis. Árni Johnsen lokar augun- um fyrir slíku. Hann hefur í annarri umræðu gengið svo langt að gefa í skyn að þörf fyrir barnaheimili sé „gerviþörf". Hvernig er eiginlega hversdagslegur raunveruleiki Árna innréttaður? Eða flokksbróður hans, Björns Dagbjartssonar, sem talar um að dagheimila sé ekki þörf þar sem börn innan við 6 ára séu ekki í nokkrum vandræðum með að finna sér leikfélaga við hæfi á götunni?" Ingibjörgu er greinilega heitt í hamsi: „Mig langar til að nefna ann- að dæmi um „létta kvenfyrirlitn- ingu“ sem Kvennalistinn varð fyrir af hálfu útvarpsráðs í haust, af þeim vettvangi er svo sem af nógu að taka. Þá stóðu fyrir dyrum tveir um- ræðuþættir í ríkisfjölmiðiunum um álmálið. BJ og Kvennalistanum hafði ekki verið boðið að senda full- trúa til þeirrar umræðu. Ég spurði hverju það sætti og svarið var: „Elskan mín, þetta jafnast allt upp. Sjá ekki fjórar konur um áramóta- skaup sjónvarpsins í ár?““ Stjóm — stjómarand- staóa: „Vöóvabólga meó tilliti til þjóóarframleióslu.“ „Einnig má greina áherslumun á málflutningi þingmanna stjórnar- flokkanna annars vegar og stjórnar- andstöðuflokkanna hins vegar. Skiptir þá í sjálfu sér litlu hvaða flokkar eru í stjórn," heldur Ingi- björg áfram. „Stundum þurfa þingmenn, eink- um ráðherrar, að gefa loforð sem þeir vita ekki fyrirfram hvort þeir geta staðið við,“ segir Mörður Árna- son blaðamaður upp úr flensu sinni. „Þá má segja að þeir geri sér far um að tala óljóst svo ekki sé hægt að hanka þá seinna.“ f því sambandi koma mér í hug svör Þorsteins Pálssonar í sjónvarps- þætti í haust þar sem forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svör- um um stefnu flokka sinna og úr- bætur í efnahagsmálum. Þegar hann var t.d. spurður hvernig ein- stæð móðir með stórt heimili ætti að lifa af nokkurra þúsunda króna ráðstöfunartekjum, svaraði hann eitthvað á þá lund að hann vissi vel að slík dæmi væru til og vissulega væri þetta vandamál og þess vegna væri það einmitt meginmarkmið ríkisstjórnarinnar að stuðla að upp- byggingu atvinnuveganna sem aft- ur yrði til þess að auka þjóðartekjur og hækka laun á almennum vinnu- markaði. Svipuð svör fengust þegar Þorsteinn var spurður hvort ríkis- stjórnin hygði á aðgerðir sem drægju úr atvinnusjúkdómum fisk- vinnslufólks á borð við vöðvabólgu. Háttvirtur þingmaðurinn svaraði ævinlega með almennum klisjum um þjóðarhag og -tekjur. „Þetta er einmitt það sem setur mark sitt á málflutning þingmanna þeirra flokka sem í stjórn eru hverju sinni,“ segir Ingibjörg Hafstað. „Þeg- ar þingmenn stjórnarflokkanna tala um efnahagsaðgerðir tala þeir alltaf um prósentur, heildarupphæðir eða meðaltöl, eftir þvl hvað kemur best út hverju sinni. Þegar við heyrum að mæðralaun hækki um 500% þá hljómar það vel fyrir þá sem ekki þekkja til, en 500% hækkun á 127 kr. eru engin ósköp. Þeir nefna aldrei hvað viðkomandi efnahags- ráðstafanir gera hverjum einstakl- ingi. Síðan byggir stjórnarandstað- an sinn málflutning gjarnan á því að taka áþreifanleg reikningsdæmi af einstaklingum. Oft er því eins og pólitíkusar tali þvers og kruss á ólík- um tungumálum." Veróbólgan dansar eftir nótum Hitlers „Við þetta má svo bæta,“ heldur Ingibjörg áfram, „að stjórnmála- mönnum er gjarnt að fela sig á bak við óáþreifanlegt myndmál til að firra sig málefnalegri umfjöllun, klisjur á borð við að sparifé fólks hafi „brunnið á verðbólgubálinu", og að „hraði verðbólgunnar hækki". Síðan halda þeir einhverju fram sem er í engu samræmi við veruleika fólks. Þeir tala um að verðbólgan lækki, að raunvextir lækki. En staðreyndin er sú, að allt hækkar nema launin. Svívirðilegast er að stjórnmála- menn skuli sífellt hamra á að hækk- un verðbólgu stafi eingöngu af al- mennum launahækkunum. Þetta er hálfsannleikur, ef ekki bara hauga- lygi. Þarna eru hlutir sem vega miklu þyngra: Hvað með alla skatt- svikarana og þá sem skammta sér laun sjálfir? En stjórnmálamenn klifa á þessari ofureinföldun sýknt og heilagt þannig að margur laun- þeginn er farinn að trúa því að það sé hann sem greiði niður verðbólg- una og það sé honum að kenna að „hleypt er af stað verðhækkana- skriðu og aukinni verðbólgu" ef hann fær lúsarlega launahækkun." Hitler sem vissi hvað hann söng lýsir svipuðu áróðursbragði í Mein Kampf. Þar segir hann að .....því stærri sem lygin er, þeim mun ginn- keyptari er almenningur fyrir henni; það er vegna þess að í barna- legri einfeldni fellur fólk frekar fyrir stórum lygum en smáum, þar sem það bregður oft fyrir sig lygum í smáum stíl en myndi aldrei dirfast að nota stórar lygar. Fólki myndi aldrei detta í hug að bregða fyrir sig grófum ósannindum og þess vegna vill það heldur ekki trúa því að aðrir afbaki sannleikann vísvitandi á þann hátt. Jafnvel þótt fólki sé bent á slíkt, reynir það að klóra í bakk- ann og finna afsakanir og útskýring- ar fyrir viðkomandi. Þess vegna verða ætíð einhverjir til að halda á lofti grófum lygum." Og Hitler segir ennfremur: „Góð- ur árangur hvers kyns áróðurs hvort heldur er á viðskipta- eða stjórn- málasviðinu veltur á hversu lengi og einstrengingslega hann er barinn inn í fólk." Stjórnmálaferill Hitlers sjálfs staðfestir best sannleiksgildi þessara staðhæfinga. Endum svo hér um bil þetta spjall á tilvitnun í stefnuræðu hæstvirts forsætisráðherra, Steingríms Her- mannssonar, sem útvarpað var frá Alþingi 22. nóv. sl.: „Á þessu ári hefur komið í ljós umtalsvert misgengi í íslensku at- vinnulífi sem hefur valdið veruleg- um mismun á afkomu fyrirtækja og einstaklinga. Þessi munur á stööu greina hefur valdið spennu á vinnu- markaði og launaskriöi. Ef ná á við- unandi jafnvægi í íslensku efna- hagslífi er óhjákvæmilegt að draga úr misgengi þessu með markvissum efnahagsaögeröum sem ríkisstjórn- in mun ákveða á næstunni." (Letur- breytingar J.S.) Hvað á hæstvirtur forsætisráðherra eiginiega við? Til hverra er hann að tala? Lesendur geta spreytt sig á að finna skammstafanir eða annars konar nöfn yfir algengar klisjur í stjórnmálaumræðunni, rétt eins og amerískir blaðamenn léku sér að á sínum tíma með klisjur Huberts Humphreys. Á landsþingi demókrata- flokksins ’48 notaði hann fyrst klisj- una „The brotherhood of man under the fatherhood of God“ og átti þá við „stjórnmálastefnu” sína. Blaðamennirnir skammstöfuðu hana sér til hægðarauka sem „bomfog" og síðan fór þetta orð að merkja svipaðar klisjur almennt. Hvað t.d. með sultarólarklisju stjórnarinnar? Hvað á forsætisráð- herra við þegar hann klifar á að allir þurfi að herða sultarólina enn um stund á sama tíma og þingmenn samþykkja 37% launahækkun til handa sjálfum sér með handaupp- réttingu? P.S. í nafni sanngirninnar vil ég geta- þess að ég tel fráleitt að öll stjórn- málaumræða í landinu sé seld undir ofangreindar sakir. Á þingi er t.a.m. að finna marga einstaklinga sem gera sér far um að klæða hugsun sína í heiðarlegan og vandaðan búning. En það er líka efni í aðra grein... HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.