Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 24
G*~ ans hefur sent kaffibaunamál Sam- bands íslenskra samvinnuféiaga til ríkissaksóknara og skattrann- sóknarstjóra. Sigurður Jóhann- esson hjá gjaldeyriseftirlitinu stað- festi þetta í samtali við HP. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um mál- ið. HP hefur hins vegar eftir áreiðan- legum heimildum, að þess sé farið á leit við ríkissaksóknara, að hann meti hvort ekki sé ástæða til máls- höfðunar á hendur SIS fyrir stórfellt faktúrufals. Eftir því, sem næst verð- ur komist, er ekki talið, að SÍS hafi vanrækt gjaldeyrisskil til íslenskra yfirvalda, þótt gangurinn í því hafi verið brokkóttur. Samkvæmt niðurstöðum Seðla- bankans falsaði Sambandið faktúr- ur að upphæð, sem nemur á bilinu 3—4 milljónir dollara. Heildar- upphæð vegna kaffiinnkaupanna margumtöluðu nam á árunum 1979—1981 um 16 milljónum doll- ara faktúrum fyrir u.þ.b. 500 millj- ónum króna (12—13 milljónir doll- ara). í íslenskum krónum er því talið, að í faktúrufalsmálinu nemi upp- hæðin 130—170 milljónum. Upphaflega snerist kaffibauna- málið um vanskil á 223 milljónum íslenskra króna til Kaffibrennslu Akureyrar vegna afsláttar, umboðs- launa og tekna. Þ riggja manna nefndin, sem fjallar um nýskipan bankamála und- ir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrr- verandi alþingismanns, hefur gert þá óformlegu tillögu að Útvegs- bankinn og Búnaðarbankinn verði sameinaðir. Steingrími Her- mannssyni voru kynntar þessar hugmyndir fyrir nokkru og leist honum heldur þunglega á að málið kæmist í gegn. Það reyndist rétt, því stjórn Búnaðarbankans hafði vart fyrr fengið þessar hugmyndir inn á borð til sín en þaðan heyrðust rama- kvein og mótmælahróp. Ástæðan er einfaldlega sú, að fjárhagsstaða Út- vegsbankans er ægislæm, og þeirra sjóða sem eru í vörslu hans. Það var svo í framhaldi af viðbrögðum Bún- aðarbankans sem forsætisráðherra tæpti á tillögunni um einn ríkis- banka, þar sem Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn og Landsbankinn gengju í eina sæng. En hvað sem þessum vangavelt- um líður, telja gamlir og vitrir Lapp- ar að engin breyting verði á banka- kerfinu, og ástæðan sé einfaldlega sú, að ekki megi róta við pólitísku gæð- ingunum sem sitja í stólum banka- stjóranna... iríðrik Friðriksson heitir ung- ur maður um þrítugt, þjóðhagfræð- ingur að mennt með sérgrein í markaðssviði. Friðrik var kosninga- stjóri Þorsteins Pálssonar í barátt- unni um formannssæti Sjálfstæðis- flokksins. Skömmu eftir tilnefningu Þorsteins var Friðrik gerður að framkvæmdastjóra þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og mun vera sá fyrsti sem gegnir þeirri stöðu án þess að vera sjálfur á þingi. Nú hefur IBM-samsteypan á íslandi ráðið Friðrik framkvæmdastjóra fjár- málasviðs og hefur það vakið nokkra furðu hjá mönnum og þær spurningar vaknað hvað vaki fyrir fjölþjóðafyrirtækinu. Friðrik er mjög hæfur maður, duglegur og öfl- ugur og af mörgum talinn með efni- legri pólitíkusarefnum Sjálfstæðis- flokksmanna og m.a. formaður Fé- lags frjálshyggjumanna frá upphafi. Frami Friðriks virðist því fyrst og fremst vera pólitískur, og heyrst hef- ur að þarna sé IBM að spá í framtíð- armann með mikil pólitísk tengsl, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokks- ins... náttúrugripasafns hafa að undan- förnu verið að hleypa af stað vakn- ingu um málið. Enginn skyldi lá þeim það — Náttúrugripasafn ís- lands hefur hírst í músarholu við Hlemm í næstum 30 ár. Það sem svíður náttúrugripasafnsmönnum hvað sárast er aðgerðaleysi Há- skóla íslands og menntamálaráðu- neytisins í málinu. Þannig er, að 1947 var gerður samningur um yfir- töku ríkisins á Náttúrugripasafni Is- lands og kveðið á um að ríkið myndi byggja yfir safnið. í lögum um Happ- drætti H.í. er mælt fyrir um bygg- ingu safnsins á háskólalóðinni. Teikningar af húsinu voru gerðar 1951 en síðan ekki söguna meir. Náttúrufræðistofnun hefur hin síð- ari ár öðru hverju haft samband við Háskólann og reynt að ýta á eftir málinu en án árangurs. Nú eru náttúrugripasafnsmenn orðnir óþolinmóðir og vilja hreinar línur um það hvort Háskólinn ætlar að byggja hús yfir saf nið á lóð sinni eða ekki. Ef ekki, hafa þeir hug á að byggja safnið einhvers staðar ann- ars staðar á einum hinna fjölmörgu grænu blettum borgarinnar. . . »fið heyrum öðru hverju um sölu á fyrirtækjum. Nú mun Kokk- húsið við Lækjargötu (við hliðina á Skalla) vera til sölu... Vfegna innlausnar spariskírteina ríkissjóÓs VERDIRVGGÐA ru-y / / í UTLJ i vaxtaieiknine Allir afgreiðslustaðir Samvinnubankans annast innlausn spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum verðtryggðan Hávaxtareikning með vöxtum. Hávaxtareikningur er alltaf laus og óbundinn. Kynntu þér Hávaxtareikninginn. Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.