Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 12
HP-VIÐTALIÐ ER VIÐ ANDRÉS INDRIÐASON
DAGSKRÁRGERÐARMANN SJÓNVARPS SEM SNÝR
SÉR NÚ EINVÖRÐUNGU AÐ RITSTÖRFUM
eftir Sigríði Halldórsdóttur mynd Jim Smart
Fyrir tuttugu árum var auglýst eftir starfsfólki á flunkunýja stofnun, íslenska Sjón-
varpið. Andrés Indriðason var þá blaðamaður á Mogganum, stundaði kennslu og
var með annan fótinn í Háskólanum. Hann sótti um starf á þessu „varpi" sem þá hlýtur
að hafa verið draumadjobb ungra manna. Fékk stöðu sem ekkert orð var yfir í ís-
lenskri orðabók, frekar en orðia sjónvarp, nefnilega sem dagskrárgerðarmaður.
Allt er þetta nú liðin tíð, Andrés Indriðason
ætlar að snúa sér að því eldgamla starfi að skrifa
bækur. „Sjónvarpið gleypti mig eiginlega, sendi
mig í nám og starfsþjálfun til Kaupmannahafnar
svo ég væri klár í slaginn 1966 þegar þetta fór
af stað“, segir Andrés Indriðason, sem nú segir
starfi sínu lausu sem einn reyndasti dagskrár-
gerðarmaður Sjónvarpsins.
Greta Garbo
„Vissulega er þetta stór ákvörðun hjá mér að
segja upp starfi sem ég hef sinnt í 20 ár og fara
að sinna ritstörfum. Þó er ekki þar með sagt að
ég vilji segja alveg skilið við dagskrárgerð. Ég
hefði áhuga á að vinna við þetta sem lausamað-
ur eftir því sem aðstæður leyfa af og til seinna
meir. Það er nauðsynlegt að blanda geði við
fólk, finna straumana í lífinu fyrir utan glugg-
ann. En mér finnst ekkert einmanalegt að vinna
sem rithöfundur, ég uni mér vel við skrifborðið.
Ég finn líka að ég hef þörf fyrir að breyta til eftir
öll þessi ár hjá sjónvarpinu. Það er ýmislegt í
bígerð hjá mér. Núna um páskana kemur út
barnasaga hjá Máli og menningu, „Elsku barn!“,
og svo er verið að vinna leikrit eftir mig fyrir út-
varpið, „Greta Garbo fær hlutverk". Mér finnst
mjög gaman að skrifa fyrir útvarp. Það hefur
verið vanræktur miðill hjá íslenskum höfundum
fram til þessa, finnst mér, þó að það bjóði upp á
nánast óendanlega möguleika. Ég hef líka
fengið góða uppörvun frá leiklistarstjóra út-
varpsins, Jóni Viðari Jónssyni. Ágúst Guð-
mundsson leikstýrir þessu, þetta er fyrsta leik-
stjórnarverkefni hans í útvarpinu. Svo á ég leik-
rit sem er í athugun hjá Þjóðleikhúsinu og annað
hjá Leikfélaginu".
Árið 1974 var fyrsta verk Andrésar sýnt í Þjóð-
leikhúsinu. Það var barnaieikritið „Köttur úti í
rnýri". 17 verk hefur hann samið á 10 árum,
síðast unglingasöguna „Töff týpa á föstu“, sem
er síðasta bókin af þrem úr lífi stráksins Elíasar
Þórs. Næstu daga er að koma út í Zúrich í Sviss
sagan Polli er ekkert blávatn í þýskri þýðingu
Jóns Laxdals.
„Við Jón erum kunningjar frá fornu fari. Ég
sýndi honum bækurnar og hann fór með þær út
með sér og sýndi þær forleggjara í Sviss, hringdi
svo í mig og óskaði mér til hamingju; bækurnar
voru teknar hjá stóru fyrirtæki, Benziger Verlag
sem hefur höfuðstöðvar í Zúrich og teygir anga
sína til V-Þýskalands. Mér finnst þetta geysilega
spennandi; nú er möguleiki á að bækurnar
verði einnig gefnar út á öðrum tungumálum.
Þeir ætla að hafa þessar bækur á bókasýningum
og ganga í að kynna þær.“
Krakkar og vandamól
— Hversvegna skrifaröu barna- og unglinga-
bœkur?
„Það hefur kannski gegnum árin ekki verið
hátt skrifað að vera barnabókahöfundur. En
þetta er að breytast. Þeir höfundar sem skrifa
fyrir börn eru að komast í manna tölu. I starfi
mínu sem dagskrárgerðarmaður vann ég á ár-
um áður lengi að „Stundinni okkar" og fór þá að
skrifa litla þætti fyrir börn og útfrá því þróuðust
stærri verk. Svo var það árið '79 að ég sendi
sögu í samkeppni sem Mál og menning efndi til,
„Lyklabarn", og datt í þann lukkupott að hljóta
verðlaun. Þetta var geysileg uppörvun fyrir mig.
Upp frá þessu var eins og skrúfað væri frá krana,
ég hellti mér út í ritstörfin."
— Ætti sjónvarpiö ekki aö sinna því betur aö
gera íslenskt barnaefni?
„Vissulega mætti gera betur. Sérstaklega hvað
varðar leikið efni. En auðvitað er þetta spurning
um peninga. Það kostar jafn mikið að gera mynd
fyrir börn og fyrir fullorðna á sama hátt og það
er jafndýrt að prenta barnabók einsog bók fyrir
fulíorðna. En auðvitað á að virkja höfunda sem
vilja skrifa fyrir börn. Ég hefði sjálfur áhuga á að
taka til höndum og gera myndir úr lífi barna.“
— „Töff týpa á föstu" er þetta rétt lýsing á
heimi unglinganna áriö 1985?
„Það var einn gagnrýnandi sem fann að því
að persónurnar væru „vandamálasnauðar".
Honum fannst eins og það vantaði allt púður af
þeim sökum. Vissulega eru „vandamálaungling-
ar“ í kringum okkur, en það eru líka til unglingar
sem eiga ekki við alvarleg vandamál að stríða
og mér finnst alveg réttlætanlegt að það sé skrif-
að um þannig krakka líka.“
— Hvernig kynnistu unglingum?
„Ég hef farið töluvert mikið í skóla og félags-
miðstöðvar og lesið upp úr bókunum mínum og
rætt við unglingana um þær. Bestu launin eru ef
þeir finna sjálfa sig í þeim, og mér sýnist á öllu
að þeir geri það.“
— Hefuröu áhuga á aö fjalla um dekkri hliö-
ina á íslenskri æsku?
„Já, en þá yrði ég að kynna mér hana, sökkva
mér niðrí það.“
— Svo viö snúum okkur aö öörum störfum
þínum; þú geröir kvikmynd hér um áriö,
,,Veiöiferöina
„Þessi kvikmynd var gerð kvikmyndasumar-
ið mikla ’79, á Þingvöllum á einum mánuði, ég
tók sumarfríið í hana. Þetta var kaldasta sumar
í manna minnum, snjóaði í fjöll annan daginn og
rigndi einsog heilt væri úr fötu hinn. En það var
geysilegur eldmóður í okkur. Við Gísli Gestsson
gerðum myndina í félagi og með okkur konur
okkar og þar fyrir utan hljóðmaður. Það var nú
allt gengið. Hún gekk mjög vel, það komu
70.000 manns að sjá hana, hún fór vel í fólk,
bæði unga sem eldri, mynd fyrir alla fjölskyld-
una, eins og sagt er.“
Áramótaskaup
— Þáttagerö hjá Sjónvarpinu; mér detta í hug
áramótaskaupin öll sem þú átt mikinn þátt í.
„Ég held ég gleymi seint fyrsta áramótaskaup-
inu. Það var í þá daga þegar ekki var hægt að
stoppa upptökutækið, ekki hægt að klippa neitt
saman, þetta rúllaði bara í heilan klukkutíma.
Annars eru mér sérstaklega minnisstæð skaupin
sem Flosi Ólafsson samdi og leikstýrði og við
unnum að saman. Það var mjög gott samstarf.
Ég hugsa nú að Flosi hafi lagt grunninn að þess-
ari týpu af skemmtiþætti, að vera með stutta
spéspegla úr þjóðlífinu. í seinni tíð hef ég unnið
að skaupum bæði sem upptökustjóri og höfund-
ur í félagi við aðra.“
— Af hverju hefur sjónvarpiö láti duga aö
gera einn skemmtiþátt á ári í 20 ár?
„Það er nú kannski ekki alveg svo slæmt.
Annars verður þú að spyrja ráðamenn sjón-
varpsins að þessu. Skaupið er kapítuli út af fyrir
sig. Þá situr öll þjóðin límd við sjónvarpið og allt
ætlar af göflunum að ganga ef það er ekki snið-
ugt. Það fer að verða erfitt að fá fólk í þetta, það
liggur við að mannorðið sé í veði. Kannski er
ástæðan einnig skortur á skemmtiefni al-
mennt... Nei, ég held það sé enginn hörgull á
húmoristum, þeir eru allt í kringum okkur, það
þarf bara að virkja þá. En ég hef nú á tilfinning-
unni að þetta standi til bóta... Það er líka í þessu
fáliðaður mannskapur á Lista- og skemmtideild,
fólk sem er bundið við að vinna að föstum þátt-
um. Nú, ef það koma leikrit þá kippa þau pródú-
senti úr sambandi í langan tíma. Það þarf að
ráða fleiri dagskrárgerðarmenn og veita meira
fé til þess að búa til íslenskt efni.“
Húrra fyrir kínverskum
myndum
— Hvernig sjónvarp vilja íslendingar?
„Sjónvarp með menningarlegu yfirbragði,
vona ég. Annars er bráðnauðsynlegt að hafa í
gangi skoðanakönnun og reyna svo að taka eitt-
hvert mið af því.
— Erum viö á norrœnu línunni eöa þeirri
ensk-amerísku?
„Sjónvarpið á gott samstarf við norrænu