Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 7
Helgarpósturinn tekur áskorun Almennu fasteignasölunnar ÞVINGAR VIÐSKIPIAVIN TIL AÐ SELJA HJÁ SÉR Lögmaðurinn bara upp á punt í næsta herbergi? eftir Halldór Halldórsson myndir Jim Smart Helgarpósturinn upplýsti lesendur sína í síðasta blaði um það, að í Reykjavík og ná- grenni væru a.m.k. 27 starf- andi ólöglegar fasteignasölur. Fasteignasalar í hópi hinna ólöglegu brugðu hart við og létu skömmum og hótunum rigna yfir ritstjórn HP. Ein fasteignasalan gekk metra að segja svo langt að birta sér- staka auglýsingu í Morgun- blaðinu undir titlinum: Að gefnu tilefni: Vegna rógs- greinar. Hér var á ferðinni Almenna fasteignasalan, sem mun vera „25 dögum yngri en hið íslenska lýðveldi", eins og segir í auglýsingunni. Þar er talað um alvarlegar ásakanir HP, atvinnuróg, upploginn áburð, ósannindi og höfundur greinarinnar í HP sakaður um að hafa skrif- að hana með gróðavon í huga. í sjöunda lið „auglýsingar- innar“, sem Almenna fast- eignasalan fékk birta með 30% afslætti, segir svo: „Er hér með skorað á róg- berana að nefna þó ekki væri nema eitt dæmi þess sem þeir leyfa sér að fullyrða varðandi Almennu fasteignasöluna sf. og lögmann og annan eiganda hennar, Jóhann Þórðarson hdl.“ Áður hefur komið fram í auglýsingatexta fasteignasöl- unnar, að lögmaðurinn hafi vinnuherbergi við hliðina á fasteignasalanum á sömu hæð. Helgarpósturinn tekur áskorun Almennu fasteigna- sölunnar. Þegar við settum saman skrána um ólöglegu fast- eignasölurnar var okkur vel kunnugt um að Jóhann Þórð- arson, lögmaður Almennu fasteignasölunnar, hefði skrifstofu á sömu hæð og fast- eignasalan. En vissum við einnig að afskipti hans af störfum Lárusar Valdimars- sonar væru lítil sem engin. Um það höfðum við staðfestir heimildir sem ekki var ætlun- in að birta sérstaklega. Við vildum ekki draga þessa fast- eignasölu sérstaklega út úr hópnum. En nú er beðið um það. Helgarpósturinn hefur undir höndum skjöl sem sanna að lögmaður Almennu fasteignasölunnar lætur sig litlu varða hvað sölumaður- inn gerir. Við höfum undir höndum skjöl sem sölumað- urinn Lárus Valdimarsson hefur undirritað en ekki Jó- hann Þórðarson lögmaður. Ein af skyldum einstakl- ings sem hefur rétt til fast- eignasölu er að yfirfara og/eða semja kaupsamninga, ganga frá skjölum o.s.frv. (sjá grein á næstu bls.). Við höfum til dæmis undir höndum kaupsamning sem saminn er af Lárusi Valdim- arssyni, sölumanni Almennu fasteignasölunnar, og undir- ritaður af honum. í þessum ■ Sölumaöur fasteignasölunnar Ibúðar: „Bísaöi“ handriti blaðamannsins! Blaðamaður HP varð fyrir svo- lítið sérstakri reynslu í gær, þegar hann var að vinna að umfjöllun blaðsins um löglegu og ólöglegu fasteignasölurnar: Handriti að viðtali var stolið, og sá sem hafði það undir höndum neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir ítrekaðar óskir um skil og samþykki hans þar um í hvert sinn sem við mann- inn var talað. Þannig er mál með vexti, að Gunnar Gunnarsson hjá íbúð, fast- eignasölu, hringdi til blaðsins á föstudaginn var og hellti úr skál- um reiði sinnar, eins og svo margir félaga hans. Þegar hann fór að ró- ast spurði blaðamaðurinn Gunnar hvort ekki væri í lagi að hafa eftir honum nokkur tiltekin atriði, sem talin voru upp fyrir hann. Hann svaraði því játandi og kvaðst standa við allt sem hann segði og endurtók ræðuna. í gær hringdi svo blaðamaður- inn í Gunnar og spurði hvort ekki mætti senda ljósmyndara til hans, jafnframt því sem ljósmyndarinn myndi koma með viðtalið og hann gæti þá gert sínar athugasemdir á meðan ljósmyndarinn biði. í millitíðinni hefur Gunnar haft samband við lögfræðing sinn (sem er skrifaður fyrir fasteignasöl- unni), því þegar ljósmyndarinn kom, neitaði hann myndatöku. Hann fékk handritið í hendur og sagði við ljósmyndarann, að hann þyrfti að fara vandlega yfir það og hann skyldi koma því upp á HP sjálfur. Af því varð ekki og nú situr Gunnar Gunnarsson í fasteignasöl- unni íbúð með iila fengið handrit að viðtali, sem aldrei hefði birst hvort sem var, því þegar allt kom til alls, þá vildi hann ekki standa við sín orð. kaupsamningi er ákvæði sem er brot á hugsanlega þremur lagagreinum, annars vegar í lögum um samningsgerð, um- boð og ógilda löggerningu, og hins vegar í lögum um bann við okri, dráttarvöxtum o.fl. í sem stytztu máli er ákvæðið í kaupsamningnum þannig, að kaupandi eignar, sem seld var fyrir milligöngu Almennu fasteignasölunnar, er beinlínis skikkaður til þess að selja hana ekki aftur nema fyrir tilstilli þessarar sömu fasteignasölu. Viðkomandi sagði í samtali við HP, að hann hefði alls ekki áttað sig á þessu ákvæði né tekið sérstaklega eftir þvi fyrr en hann ætlaði að selja eign- ina. Þá var viðkomandi kom- inn í vandræði og þurfti að selja. Almenna fasteignasalan mat eignina upp á H50—1200 þúsund krónur. í vandræð- um sínum fór viðkomandi til annarrar fasteignasölu og viku síðar var búið að selja eignina fyrir röskar 1300 þúsund krónur. Mismunur upp á 100 þúsund krónur að minnsta kosti. HP bar þetta þvingunar- ákvæði undir virtan lögmann hér í borg og sagði hann að það stæðist engan veginn, nema þá að viðkomandi hefði verið gerð glögg grein fyrir ákvæðinu og afleiðingum þess fyrirfram. Annars væri verið að nota sér fákunnáttu kaupandans. Almenna fasteignasalan bað um dæmi. Þetta er dæmi. Ef lögmaður hefði lesið þennan kaupsamning yfir, má gera ráð fyrir að þetta ákvæði hefði ekki verið látið standa. Viðkomandi kaupandi, sem seinna vildi selja, kveður eng- an lögmann hafa komið ná- lægt þessari samningsgerð. Önnur heimild HP segir að lögmaðurinn hafi komið af f jöllum, þegar hann var innt- ur eftir þessu máli. Þetta ætti að nægja sem dæmi um það, að fasteignasali eigi að vera fasteignasali en ekki bara lögmaður upp á punt í næsta herbergi. Til viðbótar má geta þess, að Almenna fasteignasalan hef- ur það fyrir vinnureglu að brjóta lögin um fasteignamat og fasteignaskráningu. í H. grein reglugerðar um Fast- eignamat rikisins segir: „Til að auðvelda Fasteigna- mati ríkisins gagnasöfnun, sbr. 13. grein laga nr. 94/1976, til úrvinnslu upplýsinga um gangverð fasteigna við kaup og sölu og breytingar á því, er skylt bæði fasteignasölum og öðrum aðilum er milligöngu kunna að hafa um fasteigna- viðskipti að senda Fasteigna- mati ríkisins samrit allra kaupsamninga strax og þeir hafa verið gerðir. . .“ Þessum fyrirmælum hlítir Almenna fasteignasalan ekki. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.