Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Blaðsíða 9
HP greinir nánar frá ólöglegu fasteignasölunum lýsing frá fasteignasölu, þar sem ein- ungis er getið nafns fyrirtækisins ólögleg. Jafnframt er lögð áherzla á ábyrgð löggilts fasteignasala við frá- gang skjala. Eins og fram kom í síðasta Helgar- pósti var lagt fram í fyrra frumvarp til nýrra laga um þessi mál. I grein- argerð með frumvarpinu er tæpt á leppunarvandanum: „Farið í kringum lögin. . .“ segir hæstaréttardómari „Ljóst er, að margir menn starfa að fasteigna- og skipasölu sem svo- nefndir „sölumenn" án þess að hafa fengið leyfi til starfa sem fasteigna- eða skipasalar, en jafnan mun þó vera forstöðumaður skrifstofu með réttindum að lögum. Sjálfsagt er hér pottur brotinn, en illt að koma í veg fyrir það, enda fasteigna- og skipa- sölum að sjálfsögðu heimilt og oft nauðsynlegt að hafa starfsliði á að skipa í umsýslu sinni. Er því ekki að leyna að oft heyrist að hér sé farið í kringum lögin og forstaða skrif- stofu lítið annað en orðin tóm. Er það mál, sem ástæða er til að gefa gaum.“ Höfundar þessara orða eru dr. Ar- mann Snævarr hæstaréttardómari, Einar Sigurðsson hæstaréttarlög- maður og dr. Gaukur Jörundsson prófessor. Félagi fasteignasala var sent frum- varpið og óskað eftir athugasemd- um. Þar er fjallað um leppunarvand- ann og sagt meðal annars: „Til þess að setja undir þennan leka, þarf að binda það í lögum að þar sem fasteignasala auglýsir skrif- stofu sína , sé ávallt til staðar fast- eignasali í skilningi laganna, og að hann hafi starfsstöð sína á staðnum, en ekki einhvers staðar úti í bæ . . .“ Framangreint er greinargerð um lagatæknileg og raunveruleg atriði, sem skipta máli varðandi löglegar og ólöglegar fasteignasölur. Allar ritaðar heimildir sem HP hefur kannað staðfesta skilning okkar á lögunum og staðfesta jafnframt, að leppunarvandamálið hefur verið lengi við lýði og löngu viðurkennt sem slíkt. Einu mennirnir, sem ekki vilja fallast á staðhæfingar HP í þessu máli, eru þeir sem reka ólöglegu fasteignasölurnar. Og þegar öllum þeim ólöglegu fasteignasölum, sem hringdu vanstilltir flestir í okkur eft- ir útkomu síðasta blaðs, var bent á hina löglegu leið, stóðu þeir fast á því að þeir væru löglegir,eða þá að „það er einmitt núna verið að inn- rétta skrifstofuna fyrir lögfræðing- inn“. Samkvæmt talningu okkar eru nálægt sjö lögfræðingar að fá nýjar skrifstofur á næstunni. „Viljum opinbert eftirlit og að farið sé að lögum — segir Þórólfur Halldórsson, varaformaöur Félags fasteignasala „Mergurinn málsins er sá, að þeir, sem fá leyfi lögum samkvæmt til þess að meðhöndla aleigu fólks, verða að vera ábyrgir menn og það eru gerðar tilteknar menntun- arkröfur til þess að þeir megi stunda fasteignasölu,“ sagði Þór- ólfur Halldórsson, lögfræðingur og fasteignasali hjá fasteignasöl- unni Eignamiðlun. Þórólfur er varaformaður Félags fasteigna- sala. Þórólfur benti á að leyfið væri bundið nafni einstaklingsins en ekki firma eða félagi. „Neytandinn sem slíkur á ótví- ræða kröfu um að geta gengið inn á auglýsta skrifstofu fasteigna- sölu hvenær sem er á venjulegum opnunartíma slíkrar skrifstofu og hitt þar fyrir fasteignasala, það er þann mann sem hefur leyfi lögum samkvæmt til að stunda þessa starfsemi á auglýstum stað. Neyt- andinn á ekki að þurfa að sæta því að skráður fasteignasali sitji ein- hvers staðar annars staðar úti í bæ,“ sagði Þórólfur. Um þá deilu sem Helgarpóstur- inn hefur reifað um löglegar og ólöglegar fasteignasölur sagði Þórólfur, að krafa Félags fasteigna- sala væri einfaldlega sú, að farið væri að lögum „og að lögreglu- stjóraembættið, sem gefur út leyfi til fasteignasölu í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur, og jafnvel dómsmálaráðuneytið, fylgist hreinlega með framkvæmd þess- ara mála. Við viljum að það sé opinbert eftirlit með því að það sé farið að lögum við fasteignasölu. Þar hefur pottur verið brotinn, sem lýsir sér meðal annars í þess- ari leppun." — Nú eru sumir sem draga í efa réttmœti þess ad skipta fasteigna- sölum upp í annars vegar löglega og hins vegar ólöglega? „Þeir sem draga þetta í efa eru náttúrlega fyrst og fremst þeir sem telja á sig hallað vegna þess að þeirra málum er ekki farið nákvæmlega eins og ætlast er til samkvæmt lögunum. En vissulega eru til nokkur vafatilvik. Það eru uppi ólíkar túlkanir á því hvað sé raunveruleg tilætlun laganna en á það hefur ekki beinlínis reynt. Þess vegna verður að túlka þær réttarheimildir sem eru fyrir hendi, meðal annars greinargerð- ina sem fylgdi lögunum á sínum tíma, hæstaréttardóma og fleira." — En telur þú þetta leppunarfyr- irkomulag ólöglegt fyrirbœri? „Já, á grundvelli gildandi laga tel ég svo vera. Og ég vil bæta því við, að samkvæmt frumvarpi til laga um fasteigna- og skipasölu, sem lagt var fram á Alþingi í fyrra, er alveg girt fyrir þennan leka og það er ekki að ástæðulausu að tekið er á málinu í þessu frum- varpi." — Nú halda þeir því fram, sem standa utan Félags fasteignasala, ad þið viljid fækka fasteignasölun- um, stœkka kökuna og fá stœrri bita fyrir ykkur sjálfa? „Það er alls ekki markmið þessa félags að stækka okkar hlut. Mark- mið þessa félags er fyrst og fremst að vera hagsmunafélag og við vilj- um hafa sem allra flesta fasteigna- sala innan félagsins, að því til- skildu að þeir uppfylli skilyrði laga um fasteignasölu. Og helst af öllu vildum við að félagið yrði gert að skyldufélagi fasteignasala, eins og gert er ráð fyrir í lagafrumvarp- inu,“ sagði Þórólfur Halldórsson, varaformaður Félags fasteigna- sala. „Réttindahafar reki sölurnaru — segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna „Það sem skiptir hér meginmáli er að til þess hæfir menn og menn með tilskilin réttindi gangi frá samningum um kaup og sölu á fast- eignum og séu um leið ábyrgir fyr- ir þeim samningum sem þarna eru gerðir," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, þegar HP bar undir hann leppanir í fasteignaviðskiptum. „Frá sjónarmiði Neytendasam- takanna er því æskilegt að rétt- indahafar reki fasteignasölur og beri ábyrgð á öllum rekstri þeirra og þar með talinni samningsgerð- inni. Hins vegar er ástæða til að gagnrýna fasteignasala fyrir að hafa komið sér saman um þá pró- sentu, sem tekin er fyrir að hafa milligöngu um kaup og sölu fast- eigna. Á þann hátt m.a. halda fast- eignasalar uppi of háu verði fyrir þessa þjónustu. Þetta eru sam- keppnishömlur sem ástæða er til að gagnrýna,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Þekki ekki leppaöa fasteignasölua — segir Guðmundur Jónsson „Ég álít okkur ekkert löglegri þótt við séum í einhverju félagi eða ekki,“ sagði Guðmundur Jóns- son hjá Bjargi, fasteignamiðlun, í samtali við Helgarpóstinn, en Bjarg var ein af þeim fasteignasöl- um sem lentu á skrá HP um ólög- legar fasteignasölur. Guðmundur kvaðst hafa lög- fræðing í sinni þjónustu og hefði alltaf haft, og yrði það til fram- búðar. „Það sem mér finnst kannski verst við þessi skrif er, að þau skuli hafa bitnað á mönnum sem hafa verið í þessu, eins og Lárusi Valdi- marssyni hjá Almennu fasteigna- sölunni, áður en gaumgæfilegri könnun væri gerð. Ég álít, að við þurfum að koma þessum hlutum í lag, en ekki að búa til stríð á milli einhverra tveggja hópa innan stéttarinnar. Ég óttast mest, að þetta fari út í einhvers konar illindi manna á milli,“ sagði Guðmundur. — En hvers vegna tveir hópar? Hvers vegna ekki ad ganga t.d. í þetta Félag fasteignasala? „Afhverju ætti maður að gera það? Hvað hafa þeir eiginlega upp á að bjóða? Við vitum að það eru reknar fasteignasölur af lögmönn- um sem eru ekki í félaginu." — En telur þú FF ekki hafa upp á neitt ad bjóda? „Ég þekki félagið ekki neitt, en ég álít að þeir sem reka löglegar fasteignasölur séu jafnlöglegir, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Ég vil ekki nota blaðaskrif til þess að þrýsta mönnum inn í eitthvert félag." — En hvað segir þú um þessa gagnrýni, ad svona margar fast- eignasölur séu leppaðar, eins og raun ber vitni? „Ég þekki ekki leppaða fast- eignasölu." — Enga? „Ekki persónulega. Ég þekki, satt að segja, ekki margar. En ég þekki tvær sem þið nefnduð ólög- legar og þær eru ekki leppaðar." — Lítur þú á grein HP sem rógs- grein um ykkur? „Já, hún gæti verið það á vissan hátt, því að mér finnst að það hafi ekki verið gengið nægilega vel úr skugga um hvernig sumar af þess- um stofum eru reknar áður en greinin var skrifuð." — Dœmi? „Almenna fasteignasalan og Fasteignamiðlunin." (Um Almennu fasteignasöluna er fjallað sér á parti í blaðinu í dag, en varðandi Fasteignamiðlunina er skylt að geta þess, að skráður lögmaður hennar hefur lög- mannsstofu sína annars staðarJ- HELGARPOSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.