Helgarpósturinn - 14.02.1985, Page 6
INNLEND YFIRSYN
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Ragnhildur vill fram-
lengja uppsagnarfrestinn
en kennarar reiðubúnir
að sannreyna rétt sinn
fyrir dómstólum.
Spurning um peninga og
virðingu
Sem kunnugt er hafa um 70% kennara við
framhaldsskóla landsins sagt upp starfi sínu
frá og með 1. mars nk. og eins og málin horfa
við í dag bendir ýmislegt til þess að þeir
neyðist til að ganga út úr skólunum þann
dag.
„Kennarar eru prútt fólk og seinþreyttir til
vandræða," sagði Gunnlaugur Ástgeirsson,
varaformaður Hins íslenska kennarafélags, í
samtali við HP. „ Þessar fjöldauppsagnir eru
úrslitatilraun okkar til að knýja á um, að há-
skóiamenntaðir ríkisstarfsmenn njóti sömu
launakjara og fólk með sambærilega mennt-
un á almennum vinnumarkaði. En fyrir
mörg okkar, ekki síst eldri kennara, er þessi
kjaraleiðrétting ekki aðeins spurning um
peninga, heldur ekki síður um virðingu. Með
því að greiða okkur svo lág laun sem raun
ber vitni fyrir jafn ábyrgðarmikið starf sem
kennsla er, sýnir ríkisvaldið uppeldisstarfi
takmarkalausa lítilsvirðingu.“
Og margir kennaranna hafa sýnt í verki að
þeim er full alvara með uppsögn sinni, verði
kjör þeirra ekki leiðrétt. Þannig birtist aug-
lýsing í Morgunblaðinu sl. sunnudag þar sem
30 kennarar við menntaskólann við Hamra-
hlíð augiýsa eftir starfi frá og með 1. mars.
En það eru ekki aðeins kennarar sem
standa á tímamótum í kjarabaráttu sinni,
heldur allir ríkisstarfsmenn innan Bandalags
háskólamanna. Ætla mætti að þeir hefðu nú
í höndum mun sterkari vopn en endranær,
þar sem eru niðurstöður samanburðarnefnd-
ar, byggðar á nýrri könnun Hagstofunnar á
launakjörum háskólamenntaðs fólks annars
vegar í vinnu hjá ríkinu, hins vegar á frjáls-
um markaði. Niðurstöðurnar staðfesta að gíf-
urlegur munur er á launakjörum þessara
tveggja hópa. Ef litið er á heildargreiðslur er
munurinn 52%, en sé einungis litið til dag-
vinnulauna er munurinn 72%, launþegum á
frjálsum markaði í vil.
Á grundvelli þessa hafa öll aðildarfélög
launamálaráðs ríkisstarfsmanna (BHMR)
sameinast um eina og sömu kröfugerðina
fyrir kjaradómi, um aðalkjarasamning jafnt
sem sérkjarasamninga. Algjör samstaða er
um það að fara fram á kerfisbreytingu í
launamálum. Úrskurðar Kjaradóms er að
vænta 22. n.k.
„Ef þessar sameiginlegu kröfur okkar ná
fram að ganga, þá álíta kennarar að þeirra
kröfum hafi verið fullnægt,", sagði Gunnlaug-
ur Ástgeirsson. „Ef ekki, verður að leysa
málið með sérkjarasamningum við samn-
inganefnd fjármálaráðuneytisins sem feli í
sér verulegar kjarabætur til handa kennur-
um. En að sjálfsögðu er ekki hægt að ganga
frá honum fyrr en við vitum hvernig aðal-
kjarasamningurinn verður. Ef samningsvilji
er fyrir hendi af hálfu ríkisins, ætti ekki að
taka langan tíma að ganga frá honum. Hvort
við göngum út 1. mars veltur á úrslitum
Kjaradóms og ríkinu."
Nú finnst aftur á móti ýmsum í kennara-
stétt að þessi deila stefni í það að verða rifr-
ildi um túlkun á lögum í stað þess að snerta
kjarna málsins, sjálf kjörin. Lögum sam-
kvæmt voru uppsagnir félagsmanna HÍK
sendar menntamálaráðuneytinu með
þriggja mánaða fyrirvara, eða 30. nóv. sl. En
síðan segir í 15. gr. 1. nr. 38/1954 um hags-
muni stjórnvalda (vinnuveitanda): „Þó er
óskylt að veita starfsmönnum lausn frá þeim
tíma, sem beiðst er, svo margir leita Iausnar
samtímis eða um líkt ieyti í sömu starfsgrein,
að til auðnar í starfsrækslu þar myndi horfa,
ef beiðni hvers um sig yrði veitt. í slíkum til-
fellum getur stjórnvald hafa áskilið sér lengri
uppsagnarfrest, allt að 6 mánuðum."
Með bréfi til þeirra félagsmanna HÍK, sem
sagt hafa upp störfum frá 1. mars, dagsettu
11. þ.m., framlengir Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra uppsagnarfrestinn til
1. júní í krafti framangreindrar lagagreinar,
en í henni er þó ekkert kveðið á um hvenær
tilkynning um framlengingu þurfi að berast
frá stjórnvöldum til launþega.
Að mati forsvarsmanna HÍK er það lög-
fræðilegt álitamál hvort ráðherra hafi þenn-
an rétt eða ekki, þar sem svo seint sé gripið
í taumana. Máli sínu til stuðnings vísa þeir til
álitsgerðar lögfræðilegs ráðunautar síns,
Arnmundar Backman, hæstaréttarlög-
manns og sérfræðings í vinnurétti. Hann lít-
ur svo á að framlenging ráðherra á uppsagn-
arfrestinum komi allt of seint og sé því ólög-
mæt. í álitsgerð sinni segir Arnmundur m.a.
„að stjórnvaldi beri skylda til að tilkynna
ákvörðun sína um framlengingu án ástæðu-
lauss dráttar. Strax og uppsögn ákveðins
hóps starfsmanna berst stjórnvaldi, ætti að
liggja ljóst fyrir hvort til auðnar um starfs-
rækslu þar mundi horfa. Stjórnvaldi er ekk-
ert til fyrirstöðu að taka ákvörðun um, fram-
lengingu þegar uppsagnirnar berast." í við-
tali við HP sagði Kristján Thorlacius, formað-
ur HÍK að Arnmundur Backman væri að eig-
in sögn reiðubúinn til að mæta fyrir dómstól-
um um réttmæti þeirrar lagatúlkunar sinnar
að framlenging ráðherra á uppsagnarfrestin-
um sé ólögmæt.
Til styrktar þessu sjónarmiði bendir Arn-
mundur á 15. gr. reglugerðar um réttindi og
skyldur Reykjavíkurborgar frá 7. des. 1967.
Samkvæmt greininni getur borgarráð áskilið
sér lengri uppsagnarfrest, allt að 6 mánuð-
um, enda tilkynni það viðkomandi starfs-
mönnum þá ákvörðun sína innan mánaðar
frá því uppsagnir þeirra bárust.
Ragnhildur Helgadóttir telur túlkun þessa
firru og segir dráttinn á framlengingu upp-
sagnarfrestsins stafa af því að menntamála-
ráðuneytið hafi fyrir sitt leyti unnið að því að
leysa vanda kennara, m.a. með undirbúningi
frumvarps um löggildingu starfsheitis þeirra.
Og þar sem ráðuneytinu beri skylda til að
halda uppi eðiilegu skólastarfi í landinu, sé
því jafn skylt að framlengja uppsagnarfrest
kennara.
Því virðist sem lagatúlkun standi gegn
lagatúlkun. Langflestir þeirra kennara sem
HP hafði samband við sögðust mundu ganga
út 1. mars ef viðunandi leiðrétting á kjörum
þeirra næðist ekki fyrir þann tíma. Jafnframt
lýstu þeir yfir vonbrigðum sínum með fram-
göngu menntamálaráðherra í þessu máli;
kváðu það ómóralskt af henni að hafa ekki
fremur beðið þá um frest til sérkjarasamn-
inga en að framlengja uppsagnarfrestinn um
3 mánuði í krafti loðinnar lagagreinar, og
það svo seint sem orðið hefði.
Það er svo af framhaldsskólanemendum
að segja, að þeim líst ástandið svo alvarlegt
að sum nemendafélög eru farin að ráðfæra
sig við lögfræðinga um rétt sinn til að fara í
mál við ráðuneytið, geti þeir ekki útskrifast
í vor vegna þess að kennarar gangi úr störf-
um.
ERLEND YFIRSÝN
Clive Ponting vildi ekki sætta
sig við að ráðherra blekkti
þingið.
Sýknuúrskurdur kviðdóms
er áfall fyrir Thatcher
Falklandseyjastríðið var hátindur á stjórn-
málaferli frú Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands. Það lyfti henni úr öldudal
óvinsælda og gerði henni fært að efna til
þingkosninga sem færðu íhaldsflokknum og
stjórn hennar mesta meirihluta sem nokkur
flokkur hefur haft í breska þinginu í hálfa
öld.
Síðan hefur flest gengið á afturfótunum
hjá Thatcher og stjórn hennar. Sterlings-
pundið er á fallandi fæti og á hraðri leið nið-
ur fyrir verðgildi Bandaríkjadollars. Verkfall
kolanámumanna hefur staðið í ár með sí-
felldum bardögum milli lögreglu og verk-
fallsvarða. Atvinnuleysi fer vaxandi, og öll sú
þjóðfélagsupplausn sem því fylgir ágerist.
Svo er nú komið, á tíu ára afmæli forustu
frú Thatcher fyrir íhaldsflokknum, að álit
hennar og fylgi með Bretum er komið niður
í sama lágmark og áður en argentínska her-
foringjastjórnin kom henni til bjargar með
því að hertaka Falklandseyjar. Skoðana-
kannanir leiða í ljós að innan við þriðjungur
aðspurðra telur fo/sætisráðherrann valda
verkefni sínu, og íhaldsflokkur og Verka-
mannaflokkur eru hnífjafnir í fylgi.
Einmitt þegar vers gegnir fara svo vofur
Falklandseyjastríðsins á kreik og ásækja
konuna, sem á sínum tíma notaði það til að
sveipa sjálfa sig Ijóma af sigursælum vopna-
viðskiptum. Úrskurður kviðdóms í London í
máli sem ríkisstjórnin höfðaði gegn em-
bættismanni í landvarnaráðuneytinu gefur
frú Thatcher engan frið, af því að hann styð-
ur þá skoðun að hún og aðrir ráðherrar hafi
beitt þing og þjóð blekkingum varðandi þýð-
ingarmikil atriði í aðdraganda og framvindu
Falklandseyjastríðsins.
Skoskur Verkamannaflokksþingmaður,
Tam Dalyell að nafni, hefur af mikilli þrá-
kelkni krafið ráðherra sagna um atburðarás,
þegar breskum kafbáti var skipað að gera
tundurskeytaárás á argentínska herskipið
General Belgrano, sem var sökkt með 368
sjóliðum. Var það fyrsta mannfall í Falklands-
eyjastríðinu, og eftir það var Ijóst að barist
yrði til þrautar. Dalyell hefur leitast við að
leiða að því rök, að bresku flotadeildinni hafi
enginn háski stafað af argentínska herskip-
inu þegar því var sökkt, langt utan bann-
svæðisins sem breska stjórnin hafði sett um-
hverfis Falklandseyjar. En ljóst er að sá at-
burður gerði að engu úrslitatilraun Perú-
stjórnar til að miðla málum og afstýra vopna-
viðskiptum milli Argentínu og Bretlands.
Á síðasta ári kom í ljós, að Dalyell hafa bor-
ist skjöl úr landvarnaráðuneytinu í London
með upplýsingum, sem benda til að Michael
Heseltine landvarnaráðherra hafi blandað
málum, þegar hann varði á þingi ákvörðun
ráðherra um að láta ráðast á General Bel-
grano vorið 1982. Sér í lagi þykir nú sýnt, að
bresku ráðherrarnir hafi þá vitað, að argent-
ínska herskipið hafði í ellefu klukkutíma ver-
ið á siglingu brott frá bresku flotadeildinni og
með stefnu á heimahöfn í Argentínu. Styður
þetta mál Dalyells, að ekki hafi hernaðar-
nauðsyn knúið til atlögunnar, heldur hafi
hún átt að þjóna pólitískum tilgangi.
Embættismaður í landvarnaráðuneytinu,
Clive Ponting, var í ágúst í fyrra sóttur til
saka fyrir að hafa látið ráðuneytisskjöl berast
til Dalyells. Málið var höfðað fyrir brot á lög-
um frá 1911 um ríkisleyndarmál. Það ákvæði
laganna, sem kæran byggist á, er þannig orð-
að, að lítil takmörk eru fyrir hvað stjórnvöld
geta samkvæmt því lýst ríkisleyndarmál, og
er afleiðingin sú, að breska stjórnkerfið er
lokaðra en þekkist í öðrum lýðfrjálsum lönd-
um.
Stjórnskipuð nefnd, kennd við Franks lá-
varð, lagði til 1972, að hlutaðeigandi ákvæði
um ríkisleyndarmál yrðu úr gildi felld, og í
staðinn sett lög um greinarmun á opinberum
og Ieynilegum stjórnvaldsgögnum. Ríkis-
stjórnir sem síðan hafa setið gerðu ekkert í
málinu. í fyrravor féll sex mánaða fangelsis-
dómur yfir ritara í utanríkisráðuneytinu,
Sarah Tisdall, fyrir að láta blaðinu Guardian
í té ljósrit af minnisblaði frá Heseltine, um
hversu landvarnarráðherrann hugðist koma
í fréttir myndum af sér að taka við fyrstu
bandarísku Cruise kjarnorkuflugskeytunum,
sem til Bretlands bárust, áður en þingið yrði
áskynja komu þeirra.
Ekki var um neina öryggishagsmuni að
ræða, og mæltist dómurinn yfir Tisdall illa
fyrir. Þeim mun meiri athygli vakti sýknuúr-
skurður kviðdóms á mánudag í málinu á
hendur Clive Ponting, og það því fremur sem
dómarinn hafði í leibeiningum sínum til
kviðdómsins gefið greinilega til kynna, að
hann teldi að sakfella bæri sakborning.
Málsvörn Pontings í réttarhöldunum
eftir Mognús Törfa Ólafsson
byggðist á þvi, að hann hefði orðið þess
áskynja, að ríkisstjórnin væri staðráðin í að
fara á sveig við sannleikann í frásögn til
þingsins af atlögunni að General Belgrano.
Kvaðst Ponting því hafa talið sig vinna í þágu
ríkishagsmuna, þegar hann lét þingmanni í
té gögn, sem stuðluðu að því, að þjóðþingið
fengi að vita hið sanna.
Dómarinn í málinu tjáði kviðdómnum
þann skilning sinn, að ríkisstjórn ein gæti
ákvarðað, hverjir væru réttir ríkishagsmunir,
en kviðdómendur reyndust á öðru máli. Þeir
töldu embættismanninn Ponting í engu hafa
brotið af sér, þegar hann gekk í berhögg við
vilja ráðherra til að koma réttri vitneskju á
framfæri við þingið.
Sýknudómurinn kom ríkisstjórn Thatcher
í opna skjöldu. Þurftu ráðherrarnir sólar-
hring áður en þeir fengust til að ræða mála-
lok, og uppnám varð á þingi í fyrradag, þeg-
ar Kinnock, leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
neitaði að taka trúanleg orð Thatcher for-
sætisráðherra. Stjórnarandstaðan krefst
þess, að Heseltine og John Stanley, aðstoðar-
ráðherra hans í landvarnarráðuneytinu, víki
úr embættum, því skjölin, sem Ponting lét
Dalyell í té, bera með sér, að þeir ákváðu að
halda leyndum fyrir þinginu þeim gögnum
varðandi Belgranomálið, sem ekki koma
heim við þá mynd af atburð.arásinni, sem
ríkisstjórn var staðráðin í að gefa.
Andstæðingar Thatcher, ekki bara í stjórn-
arandstöðu, heldur einnig í röðum íhalds-
manna, finna henni einkum til foráttu vald-
hroka, tillitsleysi og yfirgang, innan ríkis-
stjórnar sem utan. Jafnt stjórnmálamenn og
embættismenn hafa orðið fyrir barðinu á
forsætisráðherra, en nú hefur enskur kvið-
dómur, „tylft vandaðra manna og réttsýnna",
sagt hingað og ekki lengra við járnfrúna.
Forsætisráðherra hefur orðið að heita því
að standa fyrir máli sínu í formlegri umræðu
á þingi á mánudag. Fjallað verður um atlög-
una að General Belgrano, og Tam Dalyell fær
nýtt tækifæri til að fylgja eftir kröfu sinni um
opinbera rannsókn á atburðinum, þar sem
tryggt sé að ekkert verði undan dregið.
6 HELGARPÖSTURINN