Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 13
stöðvarnar og það hefur mikið af ágætu efni
komið úr þeirri áttinni. Það hefur auðvitað líkað
misvel eins og gengur og virðist reyndar fara
fyrir brjóstið á mörgum sem kjósa heldur og
kannski fyrst og fremst efni frá enskumælandi
þjóðunum. Ég býst við að það efni sé vinsælast
af hinu erlenda. Ég vil sjálfur sjá efni frá sem
flestum þjóðum og hrópa húrra ef það kemur
mynd frá Kina til dæmis. Sjónvarpið er gluggi út
í veröldina, stórkostlegur miðill ef rétt er á hald-
ið.“
— Eru dagskrárgerbarlaunin ekki lúsarleg?
„Jú, það má nærri geta, dagskrárgerðarfólk
hefur borið skarðan hlut frá borði, við höfum
verið svona samstiga fréttamönnum í launum í
gegnum tíðina en nú eru þeir komnir framúr.
Það verður að eiga sér stað breyting þarna. Sú
hætta er yfirvofandi, þegar „frjálsu" fjölmiðla-
risarnir fara að teygja út arma sína eftir þessu
fólki, að þeir hrifsi það til sín. Sú tíð kemur ef-
laust. Þetta er krefjandi starf, mjög þýðingar-
mikið, það tekur til svo margs, stjórnunar og
skipulags og til listrænna þátta einnig."
— Er mikid affólki sem fer ab lœra ab búa til
sjónvarpsefni?
„Nei, en þeir sem það hafa gert hafa verið
sendir út á vegum Sjónvarpsins, til Norðurland-
anna eða til BBC. Þeir sem fyrstir fóru hafa reynt
að smita útfrá sér, kenna þeim sem á eftir hafa
komið. Hér þarf ekki einasta kunnáttu í
kvikmyndagerð. Pródúsentar vinna mikið í
stúdíói þar sem unnið er með elektrónískum
vélum inn á myndband, þremur eða fleiri
samtímis."
Eiginkona
í veraldarvafstri
— Hefur þér einhverntíma sárnab yfir vib-
tökum fólks?
„Nei, ekki get ég sagt það, ekki hvað snertir
það sem ég hef unnið hjá sjónvarpinu. Hvað
varðar ritverkin hef ég nú verið svo lánsamur að
það hefur verið skrifað vinsamlega um þau. En
ég neita því ekki að þegar fyrsta verk mitt var
sýnt í Þjóðleikhúsinu þá urðu sumir til að fara
um það óvægilegum orðum. Ekki allir þó. Þeir
sem eru að stíga sín fyrstu spor á ritvellinum
þurfa á uppörvun að halda. Það má ekki slá ný-
græðinginn svo útaf laginu að hann hafi ekki
áhuga á að halda áfram. Mér fannst þetta ósann-
gjarnt í þann tíð sem byrjanda, en síðan hef ég
sjóast."
— Dreymir þig um ab skrifa stóra skáldsögu?
„Ég veit ekki hvort mig dreymir um að skrifa
stóru skáldsöguna, þessa þykku, mig langar að
skrifa leikverk og bækur fyrir börn og unglinga.
Hugurinn stefnir inní leikhúsið líka og kannski
filmuna. Ég hef áhuga á að skrifa fleiri kvik-
myndahandrit."
— Er enginn hrollur í þér á þessum tímamót-
um?
„Jú, auðvitað er manni um og ó og ekki átaka-
laust fyrir sálina að slíta sig upp frá starfi sem er
á margan hátt mjög skemmtilegt; þetta verður
að ráðast. Ef í harðbakkann slær vona ég að ég
eigi innhlaup sem dagskrárgerðarmaður. Bæði
kannski sem pródúsent og höfundur. Maður
gæti kannski lætt inn prógrammhugmyndum
nú þegar maður fær gott næði til þess að hugsa
og sjá upp fyrir nefið á sér. Annars væri ógem-
ingur að leggja út á þessa braut, að sinna ritstörf-
um, ef maður ætti ekki góðan bakhjarl, eigin-
konuna sem stendur í veraldarvafstrinu, meðan-
maður er uppi í skýjunum, gerir skattaskýrsluna
og tékkar á því hvort það er loft í dekkjunum
undir bílnum. Svo hef ég líka fyrirtaks bók-
menntaráðgjafa á heimilinu, dætur mínar tvær,
níu og tólf ára, sem fylgjast vel með öllu sem frá
mér kemur.“
Síðasta verkefni Andrésar Indriðasonar hjá
Sjónvarpinu er að stýra „Stundinni okkar" til
vors. Það er vel við hæfi, þau Stundin og Andrés
eiga hvort í öðru.