Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 16

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 16
KVIKMYNDIR Della Regnboginn: Cannonball Run II. Leikstjórn: Hal Needham. Handrit: Hal Needham, Albert Ruddy og Haruey Miller. Kvikmyndun: Nick McLean. Tónlist: Al Capps. Adalleikarar: Burt Reynolds, Dom de Luise, Dean Martin, Sammy Davis jr., Shirley McLaine, Telly Savalas, Frank Sinatra. I fyrri myndinni um Cannonball-gengið skemmtu leikararnir sér jafn mikið við að leika og áhorfendur við áð horfa á þá. Og það var í góðu lagi. í þessari seinni mynd skemmta leikararnir sé enn feikna vel í leik sínum, en áhorfendur ekki. Cannonball Run fl er della. Það hefur gleymst að skrifa handritið að henni, sem hingað til og vonandi eftirleiðis hefur þótt vera eitt aðalatriðið í undirbúningi kvik- mynda. Alíka glás af stórstjörnum er raðað fyrir framan kvikmyndavélina nú og var í fyrri myndinni og er þar með upptalið það sem getur talist forvitnilegt við þetta verk. Cannonball Run II er dæmi um þann leiða eftir Sigmund Erni Rúnarsson misskilning peningamanna að sjálfsagt sé að gera framhaldsmynd ef sú fyrri hefur reynst vinsæl. Og svo sjálfsagt hefur þeim fundist það vera í þessu tilviki, að þeir hafa aðeins lagt upp með einn útgjaldalið, sem er launa- tengdur stórstjörnunum. Handritsgerð, iss, og leikstjórn nei takk. . . ROKK Hljóðlist Llloyd Cole & the Commotions — Rattlesnakes Það er eftirtektarvert hversu mikið af góð- um hljómsveitum hefur komið frá Skotlandi nú á síðustu árum. Það eru hljómsveitir eins og Simple Minds, Big Country, Bourgie Bourgie, Associates og Orange Juice en sú síðastnefnda er nýlega hætt. Það mætti telja upp fleiri nöfn en eitt það nýjasta sem hefur bæst í hópinn er Lloyd Cole & the Commotions. Eg held ég fari með rétt mál, þegar ég segi að Lloyd Cole forsprakki hljómsveitar þess- arar hafi til skamms tíma stundað nám í enskum bókmenntum við háskólann í Glasgow. Hann hefur hins vegar lengi átt sér þann draum að verða poppstjarna og hann er ekkert að fara leynt með það. Það er kannski tímanna tákn að nú eru menn ekkert að reyna að fara leynt með slíka drauma og vinna að því að láta þá rætast en það er öfugt við það sem menn gerðu á dögum nýbylgjunnar þegar enginn vildi verða frægur, eða að minnsta kosti létu menn þannig. Lloyd Cole & the Commotions fóru fyrst að láta á sér bera seinnihluta árs 1983 en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar sjö talsins. Þá þegar fóru einnig stóru hljómplötufyrir- tækin að eltast við að fá þá á samning, en lít- ið gekk. í byrjun árs í fyrra hættu svo fimm meðlimir hljomsveitarinnar en aðeins þremur var bætt í hópinn í þeirra stað. Raun- ar segir Cole að ekki eigi að vera nema fimm meðlimir í rokkhljómsveitum, það sé hin eina og rétta stærð. í nóvember síðastliðnum sendu Lloyd Cole & the Commotions frá sér sína fyrstu breiðskífu og ber hún heitið Rattlesnakes. Að mínu mati er þar um að ræða einhverja athyglisverðustu fyrstu plötu hljómsveitar, sem út kom á síðasta ári. Tónlist Commotions er einskonar sam- bland áhrifa frá Lou Reed og þá Velvet Underground og hjómsveitarinnar Love, sem sendi frá sér sínar bestu plötur á árun- um frá 1966 til 1968. Það sem einkum einkennir hljóðfæraleik Commotions er klingjandi rafmagnsgítar- leikur, svo og skemmtilegur kassagítarleikur. Þá er hljómborðsnotkun smekkleg en ein- föld og fremur lítt áberandi. Bassæ og trommuleikur er einfaldur og veitir góðan grunn í hina þægilegu tónlist hljómsveitar- innar. Söngur Lloyd Cole virðist í fyrstu fremur brothættur en hann venst gífurlega vel. Heiidaryfirbragð plötunnar er gott en við fyrstu hlustanir eru það einkum lög eins og Perfect Skin, Speedboat, Forest Fire og sér- staklega Charlotte Street, sem maður tekur eftir, en hin lögin venjast öll mjög vel. Lloyd Cole & the Commotions fara virki- lega vel af stað með sinni fyrstu plötu og það verður reglulega spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni, því að ef leiðin liggur upp á við eigum við eftir að heyra frá þeim stór- góða hluti. Art ofNoise — Whose Afraid ofArt OfNoise? Frankie Goes To Hollywood áttu fádæma vinsældum að fagna í Bretlandi á síðasta ári og það er ekki síst að þakka góðri yfirumsjón Lloyd Cole & the Commotions; Eiga framtíð fyrir sér. eftir Gunnlaug Sigfússon með afurðum þeirra. Eru þar einkum tveir menn sem eiga hlut að máli, en það eru þeir Trevor Horn, sem hefur stjórnað þeim í stúdíói, og Paul Morley, sem hefur séð um hinar ýmsu auglýsingaaðferðir og hefur honum þótt takast sérlega vel upp sem áróð- ursmeistara. Þeir Horn og Morley hafa komið nærri fleiri verkefnum en bara FGTH,en fyrirtæki þeirra ZTT sendi á síðasta ári frá sér margar athyglisverðar skífur. Art of Noise er eitt af þeim nöfnum sem komið hafa frá sér plötu undir merkjum ZTT. Raunar eru Art of Noise, að því er ég fæ best skilið, hugarfóstur þeirra Horns og Morleys, en þeir eru ásamt Gary Langan, Anne Dudley og J.J. Jeczalik meðlimir Art of Noise. Grunnur tónlistar þeirra er ákaflega ein- faldur og sumstaðar lítið annað en gamal- dags gítarbúgí. En síðan er hlaðið ofan á þetta ýmsum skemmtilegum hljóðum, þann- ig að úr verður fremur óvenjuleg tónlist. Sjálfsagt kann einhverjum að finnast þetta vera einhver stefnulaus hávaði, en svo er þó ekki í raun. Þarna er nefnilega um að ræða tiltöluiega létta popptónlist, ef fólk gefur sér tíma til að setjast niður og hlusta. Hún er sumstaðar brotin upp með skemmtilegum effektum en það er að mínu mati aðeins til að gera tónlistina skemmtilegri. Trevor Horn nýtur sín svo sannarlega sem hin ótrúlegi stúdíómaður á plötu þessari og gefur hún kannski betri mynd af hæfni hans en nokkur önnur plata sem hann hefur kom- ið nærri. Það er rétt að taka fram að Morley leikur ekki á nein hljóðfæri á plötu þessari, heldur er hann höfundur þess skrifaða máls sem er að finna á plötuumslaginu, og er það tölu- vert og misgott. Hann hefur líka átt þátt í að semja lögin. Þessi plata er fyrir marga hluti athyglis- verð og vel þess virði að henni sé gaumur gefinn. Já, virkilega vel þess virði. BÖKMENNTIR Frá Konstantínusi til Jústiníanusar eftir Helga Skúla Kjartansson Þorsteinn Thorarensen (meö hlidsjón af ítalskri frumgerd): VERALDARSAGA FJÖLVA. Saga mannkyns frá steinöld til geimaldar. VIII bindi (300—600 e.Kr.) Fyrir áramót kom út nýtt bindi í Veraldar- sögu Fjölva, hið áttunda af væntanlegum tuttugu. Koma bindin út öllu strjálla nú en þau gerðu í fyrstu, og er það skaði, því að verkið sýnist munu verða mjög eigulegt í heild ef það úreldist ekki bagalega áður en útgáfunni lýkur. Sú hætta er raunar minni fyrir það, að Þor- steinn les sér til vítt og breitt í kringum efnið og endursemur það fremur en þýðir. En prentunin er bundin að mestu við myndir og umbrot ítölsku útgáfunnar. Þar með eru efn- ishlutföllin gefin að verulegu leyti, en það blasir við að Þorsteinn hefur notað hverja smugu til að lengja textann, jafnvel nokkuð á útlítsins kostnað. Þau útlitslýti eru þó hégómi hjá því sem vel er um útlit og myndskreytingu bókarinnar. Því þarf raunar ekki að lýsa fyrir þeim sem kunnugir eru fyrri bindunum. Öll eru þau mjög myndskreytt og litprentuð og mynda- valið mjög sveigt að sviði listasögu. Þetta nýjasta bindi Þorsteins tekur við mjög í sama mund í sögunni og þeim sleppir, Fornöld Ásgeir S. Hjartarsonar og Rómaveldi Durants (sem kom út á íslensku fyrir 20 ár- um). Það spannar hins vegar sömu aldir og mannkynssögubindi Sverris Kristjánssonar (sem líka er komið fast að tvítugu) og mikið til sama heimshluta. Þorsteinn hefur þó Ind- land fram yfir, og er þar frá miklum menn- ingarblóma að segja á tímabilinu, konungs- ætt Gúpta svokallaðra og endurreisn hindúa- siðar eftir langvinn áhrif búddadóms. Þótt Fjölvasagan sé aðeins 160 síður, og þar á ofan mjög myndskreytt, er hún fjarska leturdrjúg og vísast fullt eins löng og bók Sverris. Kjarni beggja er saga Rómaveldis, stjórnmála þess og styrjalda; en á menning- arsviðinu dvelur Þorsteinn meira við trú og myndlist, Sverrir við heimspeki og bók- menntir. Báðir fjalla mikið um germanskar þjóðflutningaþjóðir, og hefur Þorsteinn þar nokkuð af nýju efni fram yfir, einkum um Engilsaxa. Hann segir líka margt fróðlegt af Bretlandi hinu forna (sem Rómverjar réðu að miklu leyti) og af þeim þjóðum, keltneskum og öðrum, sem byggðu Bretlandseyjar sam- tímis landvinningum Engilsaxa. Þar kemur ekki síst við sögu hin írska kristni og undra- verð útbreiðsla hennar. Býst ég við að sögu- fróðum íslendingum muni þykja hvað mest nýnæmi að þessum efnisþáttum bókarinnar, auk kaflanna um hin fjarlægu lönd, Indland, Persíu og Arabíu. Tvo kafla semur Þorsteinn líka sem beint eru stílaðir upp á ísland. Annan um Herúla og kenningar Barða Guðmundssonar um þá sem forfeður Islendinga. Að mati Þorsteins „hljóta tilgátur hans að teljast gildar" um uppruna Islendinga meðal aðkomufólks í Noregi, þótt tengingin við Herúla sé á litlum rökum reist. Þessi túlkun held ég megi nú ekki trúgjarnari vera. Hins vegar hef ég gott eitt að segja um gamansaman smápistil Þor- steins um hitt íslenska efnið; Rómverska myntfundi á íslandi. Það einkennir söguritun Þorsteins öðru fremur að hann er fjölfróður um efni sitt og spenntur fyrir því. Þess nýtur auðvitað les- andinn, hrífst með höfundinum. Hitt er galli, að áhugi Þorsteins laðar hann til að koma að meira efni en bókin rúmar með góðu móti. Ekki bara með því að lengja lesmálið, heldur því sem verra er, að þjappa saman efni svo að frásögmn verður á köflum eins og andstutt, flaumur nýrra efnisatriða of stríður og svig- rúmið of naumt til að útskýra efni og hugtök fyrir lesandanum í ró og næði. Málbeiting Þorsteins er sérstök. Hann er orðhnyttinn, nýyrðasmiður einkar frjór og vel lagið að íslenska heiti, t.d. manna og staða. Allt þetta gerir hann hins vegar langt um hóf fram, notar bæði betri hugdettur sín- ar og hinar lakari og gætir lítt reglu né sam- ræmis. Hér eru þeir fremur til fyrirmyndar, Sverrir og Jónas (þýðandi Durants) Kristjáns- synir, einkum gætni þeirra í íslenskun nafna. Nú nálgast mjög spennandi bindi í Fjölva- sögunni, um lönd og tímabil sem við þekkj- um lítið til, og er þá einkum óskandi að út- gáfan gangi greitt, svo og að Þorsteinn grisji efni sitt af meiri hörku en hér svo að það njóti sín betur sem á annað borð er tekið með. 16 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.