Helgarpósturinn - 14.02.1985, Page 17

Helgarpósturinn - 14.02.1985, Page 17
Irauninni er bannað að taka er- lend lán í þessu þjóðfélagi. Það þarf til þess sérstakt leyfi. Maður má til dæmis ekki koma við hjá, segj- um, Scandinavian Bank í London á leiðinni heim úr sumcu'fríinu sínu og slá þar íbúðarlán til 45 ára, þótt maður eigi örugglega fyrir því og það reddi fjárhagnum hjá manni um ókomna framtíð ef gengið helst stöðugt. Samt tóku íslendingar um 7,5 milljarða króna að láni frá útlöndum í fyrra (lán til lengri tíma en eins árs), eða rúmlega 31.000 krónur á mann. Hvert mannsbarn skuldar nú hátt í 200.000 krónur erlendis. Þetta vita flestir og hafa engar verulegar áhyggjur. Allir vita að erlendar skuldir þjóð- arinnar nema yfir 60% af þjóðar- framleiðslunni og að hjá fáum þjóð- um er þetta hlutfall hærra, jafnvel ekki í skuldugustu löndum Suður- Ameríku. En þetta hlutfall segir heldur ekki mikið. Miklu nær er að athuga hlutfall greiðslubyrðarinnar og útflutningstekna, sem sýnir okk- ur hvort við höfum raunverulega efni á þessum lánum. Og það höfum við, en við megum líka fara að vara okkur. í fyrra nam greiðslubyrði er- lendra lána um 23,4% af gjaldeyris- tekjunum og þeir sem til þekkja segja að þarna sé spilað nokkuð djarft. En staða okkar að þessu leyti er þó hreinasta barnaafmæli sam- anborið við hrunadans sumra Suð- ur-Ameríkuþjóða, sem þurfa að sjá á eftir öllum gjaldeyristekjum sínum til að standa i skilum. Miðað við þessar þjóðir getum við slappað af. Ástæðan er einkum sú, að lán okkar erlendis eru yfirleitt til langs tíma og með viðráðanlegum greiðsluskilmálum. Að þessu leyti hefur landslið Islendinga í erlend- um lántökum staðið sig vel undan- farin ár, stundum stórvel. En hvern- ig gerast kaupin á þessum hátindi fjármálalífsins? Hver er gangur mála þegar tekið er erlent lán? Hverjir slá? Erlendar lántökur þjóðarbúsins eru háðar hápólitískum ákvörðunum sem endurspeglast í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun á hverju ári. Um 70% af allri lánsfjár- mögnun hér á landi eru af erlendum uppruna, um 7,5 milljarðar króna 1984, sem fyrr segir, og um 7,3 millj- arðar á þessu ári, samkvæmt fjár- festingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1985. Ríkissjóður er stærsti lántakand- inn, en Seðlabankinn sér um sjálfar lántökurnar hjá erlendum lána- stofnunum fyrir hönd ríkissjóðs. Framkvæmdasjóður íslands hefur verið allstórtækur á erlendum lána- mörkuðum og lánsféð sem hann afl- ar hefur skipst á milli fjárfestinga- lánasjóða (íbúðalánasjóðs og at- vinnuvegasjóða), sem siðan endur- lána þetta fé til ýmissa aðila. Á sama hátt endurlánar ríkissjóður mikið af sínu lánsfé til ýmissa opinberra aðila. Stærsti einstaki lántakandinn er Landsvirkjun, sem sér líka að miklu leyti um sínar eigin lántökur, á sama hátt og Framkvæmdasjóður. Þessir þrír aðilar hafa í gegnum árin komið sér upp liði sérfræðinga til að sjá um þessar lántökur. Til að gefa lesendum nokkra innsýn í það sem þessir fjármálaspekúlantar eru að fást við dags daglega er ekki úr vegi að lýsa einni nýlegri lántöku Seðlabankans. Alþjóðadeild Seðlabanka íslands stóð frammi fyrir því í fyrra að þurfa að afla jafnvirði 90 milljóna dollara á erlendum lánamarkaði fyrir rík- issjóð. Þetta var sú upphæð sem ákveðið hafði verið með lánsfjárlög- um fyrir 1984 að ríkissjóður tæki alls í erlend lán það ár. Alþjóða- deildin, undir forystu Sigurgeirs Jónssonar aðstoðarseðlabanka- stjóra, er vel birg af öllum hugsan- legum upplýsingum um hina ýmsu lánamarkaði og ríkjandi stöðu á hverjum þeirra um sig. Um ýmsa kosti getur verið að ræða: Hvort á að taka bankalán eða skuldabréfa- lán, í hvaða mynt á að taka lánið, hversu stórt á það að vera og til hve langs tíma? Allt eru þetta spurning- ar sem taka verður afstöðu til. Spáð er í þróun gengis og vaxtamála eins vel og bankanum er frekast unnt, og reynt að halda eins góðri yfirsýn yfir |AÐ SLÁ Imilljarða Ltd. í London, buðu best. Ákveðið var að þessi fyrirtæki hefðu forystu um útboð lánsins, að þau fengju nokkra banka til að fjármagna það með sér. Áhugi ýmissa sterkra pen- ingastofnana vaknaði á að vera með í þessum viðskiptum. Þar hafði ekki lítiðað segja fregn í fjármálatímarit- inu Euromoney, en í fréttinni var þeim orðrómi komið á framfæri, enginn veit hvaðan, að í uppsiglingu væri f rekar stórt lán til íslands á afar hagkvæmum kjörum. Lánið var nógu stórt til að vekja athygli, en 300—400 milljón dollara lán af þessu tagi eru algeng. Vegna þess hve lánið þótti hagstætt (3/8% álag á millibankavexti í London fyrstu sex árin og 1/2% álag síðustu fjögur árin) sáu peningastofnanirnar sér hag í því að vera með og þátttakend- um í láninu fjölgaði. Gert hafði verið ráð fyrir að hver stofnun legði fram 7—8 milljónir dollara, og þegar upp var staðið var lánið orðið 90 milljón- ir dollara, 3,6 milljarðar króna, í stað 75 milljóna, eins og Seðlabank- inn hafði upphaflega áætlað að sækja á bankalánamarkað. „Það skipti sköpum að þarna var á ferð- inni traust blanda af norrænum, evrópskum og japönskum bönk- um," segir Ólafur ísleifsson, hag- fræðingur í Alþjóðadeild Seðla- bankans. „Þetta var traustvekjandi, fagmannlegur og elegant hópur, sem menn vildu vera með í.“ Þetta er stærsta erlenda lánið sem íslend- ingar hafa tekið og það var valið sjö- unda af 10 hagstæðustu lánum á markaðnum í fyrra af Euromoney. Þeir sem misstu af tækifærinu til að vera með í því sáu eftir því. „Þessi lánveiting var staðfesting á því að fjármálaheimurinn hafði gert það upp við sig að íslendingar væru að gera rétta hluti í sínum efnahags- málum og ekki síst í baráttunni við verðbólguna. í haust fengust síðan sams konar kjör á tveimur lánum, samtals einnig 90 milljón dollarar, sem notuð voru til að borga upp óhagstæðari lán frá 1979. Alla jafna er reynt að kynna björtustu hliðar íslensks efnahagslífs gagnvart er- lendum bankamönnum og nú er til dæmis lögð áhersla á það við þá að á þessu ári horfum við í fyrsta skipti síðan 1981 fram á vöxt þjóðarfram- leiðslu. ,Mikið traust borið til Jóhannesar Nordals mjög vlða. isienaingar toku ein ai nagsiœousTu lanunum á evrópska lánamarkaöinum í fyrra. Viö þykjum hreinir og beinir í erlenáum lánavíðskiptum og okkur er treyst íyrir bestu íáanlegum kjörum, eftir Hallgrím Thorsteinsson mynd Jim Smart framboðið hverju sinni og hægt er. Erlendar lánastofnanir sitja held- ur ekki auðum höndum og bíða eftir ( að íslendingarnir heimsæki þá á skrifstofuna í London og biðji um lán. Það þurfa íslendingar heldur ekki, því þessi viðskipti eru frá- brugðin þeim bankaviðskiptum sem við meðaljónarnir eigum að venjast hjá útibússtjórunum hérna heima og bankarnir hér kalla þjón- ustu. Nei, útsendarar erlendra banka og lánastofnana gera sér tíð- ar ferðir til íslands til að kynna það sem þeir hafa upp á að bjóða hverju sinni. Þessir peningasölumenn heimsækja kannski í einni ferð Seðlabankann, Landsvirkjun, Fram- kvæmdasjóð, Landsbankann og Út- vegsbankann. Þeir vilja halda sem bestu sambandi og auglýsa sína stofnun, en fleira hangir á spýtunni. Þeir vilja kynna sér allar aðstæður hjá okkur til þess að geta áttað sig betur á kúnnanum, þörfum hans og óskum, og þá ekki síður efnahags- legri heilsu hans. Þeir spyrja menn spjörunum úr, fá upplýsingar um efnahagsstöðuna, þróun og horfur. Samkeppni hefur farið vaxandi á meðal lánveitenda upp á síðkastið og íslendingar hafa getað fært sér það í nyt. Framboðið á lánamögu- leikum fyrir okkur, á beinum tilboð- um í fjármögnun hér á landi, hefur verið mun meira en við höfum haft þörf fyrir. „Það er frekar sótt á okk- ur en hitt,“ segir Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar. „Það er margs að gæta og þetta er oft erfiður samanburður á milli til- boða," segir hann. En svo er að velja og hafna og þessa dagana er t.d. Landsvirkjun að yfirfara tilboð sem borist hafa erlendis frá í fjármögnun véla- og rafbúnaðar í Blönduvirkj- un. Stœrsta lán íslendinga frá upphafi En áfram með ríkissjóð. í júní á síðasta ári var ákveðið að taka 75 af þessum 90 milljónum dollara á bankalánamarkaði og í dollurum. Röskur helmingur erlendra lána ís- lendinga er í dollurum, rúm 20% til viðbótar í vestur-þýskum mörkum eða japönskum jenum. Lánið var boðið út og ýmsir bankar gerðu til- boð en tvær fjármálastofnanir, Morgan Guaranty (sem er gjarnan nefnt Kádiljákur alþjóðlegra lána- stofnana) og Enskilda Securities Persónuleg sambönd En þar með er ekki sagt að reynt sé að skekkja myndina fyrir þessum erlendu viðskiptavinum okkar. Þeir vita hvað klukkan slær. Þeir þekkja vel til mála hér og eru gagnkunnugir íslenskum fjármála- mönnum. Þessi viðskipti byggjast mjög mikið á persónulegum sam- böndum. Menn talast jafnvel dag- lega við í síma og skiptast á upplýs- ingum og fjármálaslúðri. Það orð fer af íslendingum í þessum við- skiptum, að þeir séu persónulegir, hreinir og beinir og ekki með neina loðmullu gagnvart viðskiptavinum sínum. Það ríkir traust gagnvart ís- lendingum en það byggist ekki á neinum einum manni frekar en öðr- um. „En fyrst þú nefnir Jóhannes Nordai," segir íslenskur bankamað- ur, „þá veit ég að hann er víða mjög hátt skrifaður, og menn treysta hon- um.“ Eins og oft hefur komið fram, fylg- ir ýmis risnukostnaður viðskiptum af þessu tagi. „Þetta er ekkert sensa- sjónalt," segir sami heimildamaður. „Þegar skrifað er ’.dir lán er skálað í kampavíni og sv orðaður hádeg- isverður, t.d. í ráð rrabústaðnum." Öðru hvoru er svo mikilvægum mönnum boðið í laxveiðar. Seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, Paul Volcker, kom hingað í fyrra. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún ætli að draga úr erlendum lán- tökum á næstunni og endurskoða tilhögun og eftirlit með erlendum lánum. Það er löngu viðurkennt að erlend lán íslendinga hafa keyrt úr hófi fram. En ástæðan fyrir því að nú á að grípa í taumana, liggur þó ekki í því að lánin sjálf séu óhag- stæðari en gengur og gerist, þau eru þvert á móti með því besta sem ger- ist. Nei, ástæða þess að nú er reynt að hemja lántökurnar, liggur hjá stjórnmáiamönnunum sem ákváðu að slá milljarðana fyrir þessa lán- sömu þjóð. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.