Helgarpósturinn - 14.02.1985, Síða 19
Ámundi Ámundason, ný-
ráðinn framkvæmdastjóri
Alþýðuflokksins, á að
baki litríkan feril sem um-
boðsmaður og fjársýslu-
maður, innflytjandi
skemmtikrafta á borð við
fatafellur, útgefandi á
poppi og þvíumlíku og
allt þetta ætlar hann að
nýta sér til að spæna
framúr íhaldinu, eins og
hann segir hér á eftir. . .
Gengið var frá ráðningu Ámunda
Ámundasonar umboðsmanns með
meiru í starf framkvæmdastjóra Al-
þýðuflokksins klukkan að ganga sjö
sl. þriðjudag. Hann tekur við starf-
inu af Kristínu Guðmundsdóttur,
sem var sparkað úr embættinu af
nýja formanni flokksins, Jóni Bald-
vini Hannibalssyni.
Ámundi ók Jóni Baldvini á sex-
, ,VIÐ NOTUM SÖMU TAKTÍK
OG FATAFELLURNAR MÍNAR“
eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart
tugastaogannan yfirreiðarfund for-
mannsins um landið á níunda tím-
anum í gær, miðvikudag, suður í
samkomuhúsið Glaðheima í Vogum
á Vatnsleysuströnd. Síminn þar er
92-6560 og Ámundi svaraði þar
blaðamanni HP, sem sagði...
.. .mér skilst að þú, Ámundi,
sért orðinn framkvæmdastjóri
Alþýðuflokksins. Er það rétt?
„Já, það er rétt hjá þér.“
— Og hvað finnst þér um það?
„Mér finnst það vera hrikalega
spennandi verkefni að eiga eftir að
glíma við...“
— Kom þér ráðningin á ein-
hvern hátt á óvart?
„Nei, ekki get ég sagt það...“
— Mér skilst að Jón Baldvin
hafi barið í borðið og hótað því
að hætta frekari fundahöldum
um landið ef fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri flokksins, Kristín
Guðmundsdóttir (sem studdi
Kjartan á landsf undinum), segði
ekki upp hið snarasta og þú
kæmir í staðinn. Er þetta rétt?
„Ö, ég get nú ekki svarað þér til
um þetta, þar sem ég sit ekki í fram-
kvæmdastjórn flokksins, sem tekur
svona ákvarðanir."
— En heldurðu að ráðning þín
í starfann eigi eftir að kosta inn-
anflokksátök?
„Það get ég ekki ímyndað mér...“
— Þú ert nú ekki óumdeildur
innan flokksins?
„Að sjálfsögðu ekki, þú veist.. .ég
meina, ég væri nú ekki neitt neitt ef
ég væri ekki eitthvað umdeildur. Ég
þakka nú bara Guði fyrir að ég skuli
einmitt vera svolítið umdeildur því
hitt væri mér átakanlegt, að vera
ekki neitt.“
— Pú varst kosningarstjóri
Jóns Baldvins á landsfundinum í
haust.. ?
„Já.“
— Með góðum árangri...?
„Að minnsta kosti þeim að Jón er
formaður í dag...“
— Og maður ætlar sisona í
framhaldi af því að þessi fram-
kvæmdastjóraráðning þín sé
einskonar verðlaunaafhending
formannsins fyrir vel unnin
störf í hans þágu. .. ?
„Ja bíddu við, við skulum bara
halda okkur við staðreyndir, bíddu,
ég ætla að fá mér eina sígó, andskot-
inn, hvar eru þær nú?, jú hérna. Já,
sjáðu Sigmundur, þegar Jón var kos-
inn formaður, þá byggðum við Jón
upp alveg nýja fundaherferð með al-
gerlega nýju sniði. Þessi herferð hef-
ur vakið gífurlega athygli og við höf-
um verið með metaðsókn hvar sem
við höfum látið sjá okkur...“
- Við...?
„Já, við Jón. Og nú sýna skoðana-
kannanir að við erum komnir með
næststærsta flokk landsins. Þetta er
árangur af starfi sem við höfum
unnið en ég einn hef skipulagt. Ég
er búinn að sanna það að ég kann
þetta og get látið svona flókið dæmi
eins og fundaherferðir ganga upp
með þessum líka góða árangri.
Þannig má segja það vera rökrétt
framhald af því sem búið er að ske,
að ég er orðinn framkvæmdastjóri
Alþýðuflokksins."
— Þið Jón hafið þekkst lengi,
ekki satt?
„Nja,ekkert svo lengi.Við kynnt-
umst hérna í Alþýðublaðsdeilunni,
æi, hvenær var hún nú. . .?
— ’81, ef ég man rétt.
„Já, einmitt, og þá var Jón ritstjóri
Alþýðublaðsins og í fjórða sæti á
listanum hérna í Reykjavík...“
— Og síðan hefur vinskapur
ykkar eflst mjög...?
„Jájá, þetta hefur gengið ágæt-
lega."
— Einhver sagði mér að þið
væruð „gasalegt tvíeyki"...?
„Ég veit ekki hverju ég á því til að
svara. Jú, við vinnum æðislega vel
saman. Hann tekur, eins og kannski
margir stjórnmálamenn mættu taka
sér til fyrirmyndar, fullt tiilit til
minna skoðana, en vinsar auðvitað
úr þeim og notar það sem honum
þykir gott. Mér finnst þetta hafa bor-
ið alveg gífurlegan árangur. En það
er löng leið framundan. Við vonum
bara innilega að það verði ekki kos-
ið á þessu ári, því við eigum eftir að
safna saman miklu fieiri atkvæðum
en orðið er. Okkur Jóni vantar bara
tíma...“
— Jájá, ertu að segja, að þú
reddir Jóni um skoðanir þegar á
vantar?
„Jú, það kemur fyrir, það kemur
fyrir.“
— En, hvernig byrjaði eigin-
lega stjórnmálaþátttaka þín?
„Hún byrjaði nú þannig að ég bar
út Alþýðublaðið í Holtahverfinu
sem var á þeim árum mikið verka-
mannahverfi með glás af krötum. í
framhaldi af því varð ég sendill á Al-
þýðublaðinu, vann svo í sjoppu hjá
Pétri Péturssyni þuli, sem að
minnsta kosti þá var mikill krati.
Síðan lá nú leiðin í gegnum „Burst-
ina“ í Stórholti eitt sem þá var gífur-
lega vei sótt félagsheimili ungkrata
með kjaftfullu húsi allar helgar. Síð-
an hefur þetta þróast bara, að vísu
hef ég aldrei tekið þátt í neinum
stjórnum á vegum flokksins en hins-
vegar alltaf setið landsfundi hans og
jafnan tekið virkan þátt í kosninga-
slagnum hverju sinni fyrir flokkinn."
— Alltaf veri krati sem sagt?
„Alltaf verið krati...“
— Pabbapólitík, eða. ..“
„Nei, ég vissi nú aldrei hvaða
skoðanir pabbi hafði í pólitík, enda
kynntist ég honum lítið og er þar af
leiðandi ekki dómbær á þetta
atriði."
— Hvað varstu að vafstra á
flokksþingi Bandalags jafnaðar-
manna?
„Einfaldlega vegna þess að það
þing var opið öllum eins og þeir
auglýstu á fimmtán hálfsíðum í öll-
um dagblöðum fyrir blessað þingið.
Þetta dundi Iíka í eyrum mér í út-
varpi í einn og hálfan mánuð. Nú,
þetta er mjög gott fólk þarna og mér
Iíður alltaf vel innan um gott fólk
þannig bara að ég dreif mig. Hitt er
svo náttúrlega voðalega leiðinlegt
að þetta fólk vilji ekki starfa í mín-
um flokki...“
— Verður þú, Ámundi, verka-
maðurinn í brúarsmíð Jóns
Baldvins milii BJ og Alþýðu-
flokks?
„Við erum náttúrlega á biðilsbux-
unum og auðvitað endar þetta allt
saman í hjónabandi. Þessir tveir
flokkar eru skotnir í hvorum öðrum
þó annar þeirra þori ekki að viður-
kenna það enn, bara roðni við til-
hugsuninni...“
— Þú ert ansi hreint þekktur
fyrir þín umboðsstörf, innflutn-
ing allskonar skemmtikrafta,
mis klæðamik iila, ballhald og út-
gáfu á poppi. Eru þetta því ekki
nokkur viðbrigði fyrir þig að
fara úr umbastarfinu í starf
framkvæmdastjóra Alþýðu-
flokksins?
„Mér finnst það nú raunverulega
ekki, því að þú veist að skipulagning
á fundaherferðum, uppsetning á
fundum þú veist og auglýsinga-
temin, allt er þetta undir sömu
merkjum og í umboðsmennskunni
fyrir skemmtikrafta. Það er í sjálfu
sér enginn mismunur á því hvort þú
skapir vinsældir Hljóma, Dúmbó og
Steina eða Jóns Baldvins. Þetta er
sama vinnan, sami undirbúningur-
inn. Að vísu eru hinir fyrrnefndu að
spila og syngja en Jón að flytja boð-
skap...“
— Finnst þér þá ekki upplagt
að gefa til dæmis ræður Jóns út
á plötu? Þú hefur þar reynsl-
una...?
„Nei, það er tímaskekkja. Ræður
Jóns mundu sóma sér betur á vídeó-
teipi. Ég verð að segja eins og er að
auðvitað hefði átt að gefa út fundinn
í Sjallanum á Akureyri á vídeói. Þar
var Jón æði og þetta var toppfund-
ur, hundrað prósent. Auðvitað væri
gaman að geta sent þennan fund nú
í saumaklúbba og yfirleitt til þeirra
einstaklinga sem vildu kynna sér
þetta í ró og næði heima í stofu hjá
sér.“
— Annað mál. Þú hefur verið í
því að flytja inn nektardans-
píur...?
„Jújú, og geri það enn og mun
halda því ótrauður áfram. ..“
— Ég veit ekki um aðra og
kannski eru það djöfuls fordóm-
ar, en mér finnst það skrítið að
framkvæmdastjóri stjórnmála-
flokks sé jafnframt í innflutningi
á fatafellum... ?
„Það hefur ákveðinn fjöldi í þjóð-
félaginu þörf fyrir að sjá fatafellu
berhátta sig og hversvegna ekki að
uppfylla þá þörf?, spyr ég. Skemmti-
staðirnir biðja mig um þetta, nú og
ég er alhliða umboðsmaður. Ég flyt
inn allar tegundir af fólki.
En ég ætla að benda þér á það Sig-
mundur, í framhaldi af þessari
spurningu, að auðvitað ætla ég ekk-
ert að fara að klæða mig upp í
frakka og flotta skó þó ég sé kominn
í þetta ágæta embætti. Ég er bara
ekki svoleiðis týpa. Að fara allt í
einu að tala virðulega væri fáran-
legt. Ég er nákvæmlega sami strák-
urinn og ég hef alltaf verið, burtséð
frá þessu nýja starfi."
_ — Einmitt. Þú ert núna
Ámundi, á fundi með Jóni í Vog-
um á Vatnsleysuströnd (miðviku-
dagskvöid); er ekki fjölmennt?
„Að sjálfsögðu, eins og alltaf hjá
okkur Jóni. Það eru hérna yfir átta-
tíu manns og þetta er að mér skilst
áttahundruðmanna þorp. ..“
— Og er ekki Iíflegt sem
endranær í salnum?
„Jú heldur betur, sjáðu; enda
reynum við að gera þessa fundi
mjög létta. Við förum mjög nálægt
fólki...“
— Notið sömu tækni og fata-
fellurnar þínar gera?
„Að sjálfsögðu, vegna þess, sjáðu;
mér finnst ekkert rangt við það því
það er einmitt ástæðan fyrir því að
fólkið hefur fjarlægst lýðræðinu í
landinu að stjórnmálamenn hafa
alltaf verið uppá einhverjum stalli.
Þeir hafa aidrei viljað vera á meðal
fólksins, ekki þorað annað en að
vera í tvöhundruð metra fjarlægð
frá liðinu þegar þeir yrða á það. Þeir
hafa þessvegna ekki náð neinum
beinum kontakt eins og við Jón sem
erum staddir úti á dansgólfinu sjálfu
með fólkið allt í kringum okkur...“
— Rómó stemmning sem sagt?
„Já.“
— Að lokum, Ámi, eins og þú
ert kalladur af félögum þínum:
Verður embætti framkvæmda-
stjóra Alþýðuflokksins þinn
stökkpallur inn á þing?
„Sko, aah. . . ég hef æðislega
gaman af allri pólitík, en hinsvegar
hef ég enga drauma í þá átt að verða
þingmaður, vegna þess að þú veist
að mér finnst ekki fara saman eins
og því miður hefur skeð hjá mörg-
um flokkum altso; menn eru að pota
sér áfram jafnhliða sínu starfi eins
og þessu, að vera péerr síns flokks,
alltaf að passa að gera enga skissu,
passa að hafa alla góða, passa að
styggja ekki neinn, helst taka ekki
nauðsynlegar en kannski leiðinleg-
ar ákvarðanir, passa allan andskot-
ann til að vera næs gæjar út á við. Ég
ætla aðeins að hugsa um það eitt að
koma Alþýðuflokknum á toppinn,
spæna framúr íhaldinu. Að því
loknu fer ég bara í eitthvað annað
starf. Ég vil ekki inn á þing. Ég vil
miklu frekar vera sendill fyrir Jón
Baldvin heldur en að vera sendill
inná þingi, eins og þeir eru nú marg-
ir greyin, þessir þingmenn...“
HELGARPÓSTURINN 19