Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 2
FRETTAPOSTUR 1 Samruni BÚB og ísbjarnarins Borgarráð samþykkti á fundi sinum á þriðjudaginn, með þremur atkvæðum sjálfstæðismanna gegn tveimur atkvæð- um minnihlutans, að taka upp viðræður við eigendur frysti- hússins ísbjarnarins um hugsanlega samvinnu eða sam- runa ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur. í skýrslu sem gerð hefur verið um þetta, kemur meðal annars fram, að auka megi hagkvæmni í rekstri beggja fyrirtækjanna með þessu móti. Samkvæmt skýrslunni mun gert ráð fyrir að í sameinuðu fyrirtæki verði starfsmannafjöldi 460—500 manns og togarar 6—7. Greiöslustöðvunarbeiðni Víðis Bæjarfógeti Kópavogs hefur fallist á beiðni stjórnar tré- smiðjunnar Víðis hf. um greiðslustöðvun til handa fyrir- tækinu frá og með sl. föstudegi, til að endurskipuleggja fjár- hag fyrirtækisins. Greiðslustöðvunin er til 2ja mánaða. Ráðgert var að nauðungaruppboð færi fram á þriðjudag, en vegna greiðslustöðvunar varð ekki af því. Stjórn fyrirtækis- ins segir að taprekstur undanfarinna ára geri það að verk- um að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja fjármálin. Borgin kaupir Verndarhúsið Borgarráð hefur samþykkt að borgin kaupi húsið að Laugateigi 19, og mun Vernd því koma sér fyrir annars stað- ar í borginni með starfsemi sína. íbúar í Teigahverfi mót- mæltu því harðlega að Vernd hæfi rekstur sambýlis fyrrum fanga í hverfinu, og boðuðu til fundar með borgarstjóra vegna þessa. Verulegur samdráttur í byggingariðnaði í byggingariðnaðinum hafa horfur ekki verið jafn dökkar síðan 1968. Er spáð 5% samdrætti í íbúðarbyggingum á þessu ári miðað við það síðasta. Færri lóðum hefur verið út- hlutað í Reykjavík en í fyrra og færri fokheldnivottorð bor- ist miðað við sama tíma í fyrra. Engin eftirspurn er eftir mönnum til starfa í byggingariðnaði, en venjulega er hún í hámarki á þessum tima. Kennarar úr BSRB Allt bendir til þess að kennarar gangi úr BSRB um næstu áramót. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands hefur hafn- að beiðni stjórnar BSRB um að endurtaka allsherjarat- kvæðagreiðslu kennara um úrsögn úr BSRB, en ósætti hefur ríkt vegna þeirrar niðurstöðu fulltrúaráðs BSRB að taka ekki tillit til auðra seðla úr atkvæðagreiðslu Kennarasam- bandsins sem fram fór í vor um úrsögn úr bandalaginu. SÍS, ASÍ og BSRB í eina sæng. . . Fulltrúar þessara þriggja hittust í vikunni til að ræða möguleika á sameiginlegu fjölmiðlafyrirtæki. í samtölum við fréttamenn sögðu þeir þetta könnunarviðræður, og eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar. Hins vegar er ákveðið að hittast aftur í næstu viku. . . 1S milljón króna sýning Sýningin „Heimilið ‘85“ opnar með pompi og prakt í Laugardalshöll í dag, og verður þar margt sér til gamans gert; tískusýningarflokkur frá París, Cinema 2000 og fleira. Heildarkostnaður við sýninguna er nærri 15 milljónir króna, og þurfa 40—50 þúsund gestir að skoða sýninguna svo endar nái saman. Mesta athygli vekur að RÚV er nú í fyrsta skipti með bás á sýningunni, og Alþýðuflokkurinn fyrstur stjórnmálaflokka. Ráðist á sjötugan mann Ráðist var á sjötugan mann í húsi við Hverfisgötu í fyrra- kvöld, þar sem hann var gestkomandi ásamt tæplega fertug- um árásarmanni. Lögreglan kom að manninum með áverka á höfði fyrir utan húsið og var hann fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu síðar. Ungadauöi við Mývatn Talning á ýmsum andastofnum á Mývatni hefur leitt í ljós að þeir hafa minnkað verulega á siðustu árum. Hafa svipað- ar talningar verið gerðar á Laxá, en leitt í ljós að stofnar þar hafa stækkað á sama tíma. Skortur á átu í vatninu veldur því að ungarnir drepast, og nú er algengt að andahjón á Mývatni komi ekki upp einum einasta unga. Fréttapunktar • Á vegum landlæknisembættis og heilbrigðisráðuneytis fer nú fram könnun á lagalegri stöðu heilbrigðisyfirvalda gagnvart sjúklingum sem þjást af ónæmistæringu, þ.e. þeg- ar fyrsta tilfelli greinist. • Grænfriðungar eru farnir frá íslandi, og ekki búist við þeim aftur á þessu hausti. Hins vegar íhuga þeir mótmæla- aðgerðir á meðan á opinberri heimsókn Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, í Hollandi stendur. • Fram varð á sunnudag bikarmeistari í knattspyrnu 1985 er liðið sigraði ÍBK í úrslitaleik með þremur mörkum gegn einu. Þetta var jafnframt þriðji meistaratitill þeirra á þessu ári. • Veðurfræðingar segja sumarið í ár aðeins í meðallagi gott, þó það teljist það besta síðan 1980. • Og í framhaldi af því er farið að snjóa á f jallvegum Aust- fjarða og Norðausturlands. Mælst hefur næturfrost og kartöflugrös víða um land eru fallin. • Árangurslaus sáttafundur var haldinn í deilu iðnaðar- manna í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi og viðsemj- enda þeirra. Þá er ráðgerður samningafundur í deilu vél- stjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi á morgun. • Nýlega var ráðið í dönskukennarastöðu við MH, þvert of- an í úrskurð rektors og kennara við skólann. Mælt hafði ver- ið með Auði Hauksdóttur en Peter Rasmussen fékk stöðuna. • Um helgina verður almenn ráðstefna um kvennarann- sóknir á vegum Háskóla íslands, með léttu yfirbragði, og eru allir velkomnir til að hlýða á erindi sem þar verða flutt. Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans (Reykjavík fagnaði gömlum nemend- Við vorum vfst á sjöunda hundrað sem hófum hlaupi um sínum eftir hlaupið með orðunum; „Ég vissi að þið mynduð komast þetta á skynseminni, strákar!" Ritstjóri HP hleypur Reykjavíkurmea Aðalatriðið ek Sunnudagsmorguninn 24. ágúst rann upp hlýr, vindlítill og léttskýj- aður. A máli skokkara heitir þetta hlaupaveður. Um hálftíuleytið höfðu menn safnast saman fyrir framan Fríkirkjuna, sumir í íþróttafatnaði og hlauparalegir, aðrir þungklæddir, greinilega að- standendur þeirra fyrrnefndu og með áhyggjuglampa í augum. Reykjavíkurmaraþonið var að hlaupa af stokkunum í annað sinn. Undirritaður ritstjóri Helgar- póstsins hafði gefið þau fyrirmæli að blaðamaður ætti að hlaupa maraþonið til að lýsa því ,,inn- sæd“ en þar sem undirtektir voru dræmar, féll hann á eigin bragði. En svo vel vildi tii að gamail skóla- bróðir undirritaðs, Jón Bragi Bjarnason, dósent í lífefnafræði við Háskólann (já, einmitt þessi sem hellir ensýmum á síldina svo hún þurfi ekki að leggjast í tunnu), hafði byrjað að stunda skokk eftir langan letitíma og dró ritstjóra HP í hlaupaæfingar tveimur vikum fyrir hlaupið. En þó að við hefðum aðeins skráð okkur í skemmti- skokkið (svartur húmor að kalla 7 km skemmtiskokk), nagaði óttinn sálina vegna hremminganna framundan. En nú var enginn tími til iðrunar, Davíð Oddsson mættur á svæðið í gráum buxum og dökk- bláum jakka eins og íþróttafor- maður, tilbúinn að ræsa hlaupið með startbyssu. Samkennd sóisjúkra Okkur er raðað upp eins og fén- aði enda tæplega sjö hundruð manns samankomnir í hlaupið. Fyrstir eru ekta maraþonsmenn með 42,195 km fyrir framan sig, þá 21 km menn og loks við „skemmtiskokkarar" með ógn- vekjandi 7 km hlaup fyrir augum. Skotið ríður af og massinn fer á hreyfingu. Dósentinn og ég höfum komið okkur fyrir aftast til að eng- inn hlaupi framúr okkur. Nú er hlaupið létt og rólega og alls ekki farið að ráðum bankastjóra eins hér í borg sem ráðlagt hafði okkur að taka forystuna strax og halda henni. Yfir Tjarnarbrúna, áleiðis suður Suðurgötuna. Ennþá allt í lagi. Þegar beygt er inn Hjarðarhagann hafa nokkrir numið staðar og gengið. En langflestir, krakkar á öllum aldri, miðaldra og einstaka roskinn borgari halda taktinum. Niður Fornhagann og inn á Ægi- síðuna. Á horninu stendur stúlka og hrópar „Húrra!“ Dósentinn brosir og veifar og hreytir út úr sér til mín; „Brosa og taka við kompli- mentinu!" Áfram Ægisíðuna. Kemur ekki Páll Einarsson jarð- fræðingur á hjóli framúr okkur! Kallar; „Viljiði sitja aftan á?“ Við látum sem við sjáum hann ekki, en strögglum áfram. Nú er maður farinn að anda þungt. Við erum komnir inn í miðjan hópinn og það er undarleg nautn að stunda þessa hópþjáningu; eins konar samkennd sálsjúkra. Á gangstétt- inni stendur Guðmundur Arn- laugsson fyrrverandi rektor og skákdálkahöfundur Helgarpósts- ins. Hann trúir greinilega ekki sín- um eigin augum þegar ritstjórinn Dav(ð Oddsson árnar Helgarpóstinum sérstaks velfarnaðar á næstu 7 kdómetrum. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.