Helgarpósturinn - 29.08.1985, Síða 12
Sverrir Stormsker tónlistarmaður og texta
— Madurinn er grindhoradur og þessvegna er
spurt í fyrstu; fœrdu ekkert að éta?
„Ég hef nú reynt að safna ístru í ein fjögur ár,
lagt mig meira að segja í líma við það. En það
hefur alls ekki gengið, sem er í rauninni mjög
merkilegt, því ég hef ailtaf verið haldinn mjög
vel lukkaðri söfnunaráráttu. Áður en ég fór að
reyna að saf na spiki, safnaði ég til dæmis bókum
með mjög góðum árangri..."
— Ertu annars upptekinn af ímynd þinni, út-
liti?
„Þetta útlit mitt ræðst nú eiginlega af sjálfu
sér. Ég meina, ímynd mín hefur mjög praktískan
bakhjarl..
— Hvað ertu að fara?
„Jú sjáðu, ef ég tek bara skeggið sem dæmi,
þetta tjúguskegg mitt, þá er ástæðan fyrir þvi að
það er þarna einfaldlega sú að mér hefur gengið
svo erfiðlega að raka þessa staði sem það hylur.
Mín skeggrót er hvað þykkust á þessum svæðum
fésins. Vöxturinn er þarna kröftugri en annar-
staðar í andlitinu og þessvegna er svo erfitt að
öðlast jafnvægi í heildarrakstrinum. Mér finnst
því réttast að gefa þessum plássum sjens, að
dafna fullkomlega á kostnað hinna."
— Stoltur?
„Þetta skegg veitir mér ákaflega mikla ham-
ingju. Það getur líka komið sér vel um helgar.
Þetta eru þá veiðihárin mín, skilurðu...“
Maður lærir aldrei neitt
— Aðrir sálmar. Hvenœr áttaðirðu þig fyrst á
því að þú hafðir tónlistargáfu?
„Þetta var engin uppgötvun, bara nokkuð
sem kom af sjálfu sér. Það var pjanó á heimilinu.
Systir mín, mér eldri, spilaði þindarlaust á það
dagana langa. Loks fór ég að dæmi Mozarts og
fylgdist með. Og iærði mína lexíu.“
— Ertu góöur?
„Já, já. Eða viltu kannski að ég svari þessu
eitthvað öðruvísi?"
— Og allt er þetta komið frá sjálfum þér, eng-
inn lœrdómur eða hvað?
„Nei, en ég hef kennt sjálfum mér.“
— Þú ert kannski ekkert fyrir það að lœra?
„Ég er afskaplega mikið gefinn fyrir lærdóm.
Altso, þegar ég er kennari sjálfs mín.“
— Skólar?
„Já skólar. Mér leiðist að tala um skóla. Lífið
hefur kennt mér að bækur kenna manni ekkert
um lífið. Eini kennarinn í lífinu er lífið sjálft."
— Og skólavistin þar af leiöandi stutt?
„Ja, einn vetur í framhaldsskóla, búið. Ég get
orðað þetta eins og Laxness: Ég hætti í skóla til
að afla mér menntunar."
— Hefurðu fengið hana?
„Ég hef fengið smáskammt af henni, sem er í
fullkomnu samræmi við aldur minn. Ég er bara
ári betur en tvíræður.
Að vísu held ég að maður læri aldrei neitt. Líf-
ið er stöðug endurtekning mistaka. Og reynslan
er orðið sem menn gefa mistökum sínum eins
og Oscar Wilde orðaði það.“
Vitanlega drekk ég brennivin
— Hvernig finnst þér svo þér hafa tekist að
lifa?
„Hingað til hef ég eytt lífinu í fullkominn
óþarfa, þ.e.a.s. eytt því í vinnu frá níu til fimm.
Menn almennt vinna til þess að losna við að
hugsa. Og verið getur að ég hugsi til að losna við
að vinna. Allavega hef ég verið svolítið upptek-
inn af því vafasama áhugamáli upp á síðkastið,
en það er eins og menn vita mjög illa liðið uppi
á íslandi. Mottóið er jú þetta; vinnan göfgar,
hugsun letur."
— Sem sagt, iðjuleysingi?
„Já, eftir þessari rótgrónu íslensku skilgrein-
ingu."^
— A hverju lifirðu?
„Ég lifi á þessu heilnæma lofti sem maður á að
vera svo stoltur af. Svo skammtar amma mín
mér andlegan spíritus á síðkvöldum. Ég bý hjá
þeirri konu, fæ það frítt hjá henni, ég meina,
húsnæðið."
— Ömmudrengur?
„Já, ég er ömmudrengur."
— Hvað með veraldlegan spíritus?
„Vitanlega drekk ég brennivín. Ég skal fara
með svoddan auglýsingartexta sem ég samdi í
því sambandi:
Alkóhólið hressir kœtir
hyglar drjólum sjans,
þar skín sólin sem að kœtir
sál hvers rólfœrs manns. . .
. . .eða bólfærs manns, nema hvað, altént er
þetta með innrími og ég er svolítið stoltur af því.
En brennivínið já; ég býst við því að ég sé mjög
góður drykkjumaður. Ég hef vanið mig á að
drekka mjög regluiega. Að vísu hefur neyslan
dregist heldur saman hjá mér að undanförnu,
eða niður í fjögur skipti í viku. Þannig að eftir
skilgreiningu okkar fslendinga er ég orðinn
einskonar reglumaður hvað þetta varðar. Mér
finnst það ofboðslega sorglegt, þ.e.a.s. hvað ég
fæ mér orðið sjaldan neðan í því. En ég gerði
þetta nú fyrir áeggjan hennar ömmu minnar...“
Pöbb-inn, útibú
af Litla-Hrauni
— Pú hófst þinn opinbera tónlistarferil á
Pöbb-inum við Hverfisgötu. . .?
„Já, og veistu hvað, eina lagið sem ég kunni
texta við til að byrja með var barasta „Det var
brændevin í flasken". En það var nú líka í góðu
lagi. Gestirnir vildu hvort eð er ekki hlusta á
neitt annað allan tímann sem þeir þömbuðu
þarna...“
— Hvernig var annars að vinna þarna?
„Það var ekki næstum því eins leiðinlegt og
það var þrúgandi. Ég spilaði þarna öll kvöld í
hálft ár. Og gestirnir maður... Þessi staður virð-
ist mér vera hálfgert útibú af Litla-Hrauni. Fólkið
á staðnum kom mér fyrir sjónir sem nýútsloppn-
ir eða verðandi fangar. Ég heyrði allavega ekki
betur en þeir væru, flestir hverjir, að undirbúa
næsta rán yfir kollunum. Eða þá að fagna frelsi
sínu með því að brjóta þær á höfði hvers annars."
— Var það I þessu umhverfi sem þú fórst að
semja þín fyrstu lög?
„Nei, nei. Það var þarna sem ég missti anda-
giftina. Og að því er ég hélt í fyrstu, fyrir fullt og
allt. Nei, nei. Ég var tíu ára blaðburðardrengur
þegar ég samdi mitt fyrsta lag. Ég var þá að bera
út Vísi. Og mjór reyndist svo mikils vísir.“
— Hvernig koma lögin núorðið?
„Það er voðalega einfalt fyrir mig að semja
lög. Sannast sagna sest ég ekki við pjanóið mitt
án þess að til verði nýtt lag. Og vei því, ef ég hef
gleymt að taka með mér spólu þegar ég hef á
annað borð hlammað mér fyrir framan nótna-
borðið. Það er svo hræðilegt að gleyma snilldar-
verkunum. Eins og að missa fóstur. Ég held bara
alveg eins."
Annarra sorg er mín gleði
— Ertu sáttur við þessa plötu sem þú varst að
senda frá þér, „HITT er annað mál"?
„Já, virkilega. Og einnig með þær undirtektir
sem ég hef fengið."
— Um hvað fjallar hún að þínum dómi?
„Um upprisu holdsins."
— Hefur hún selst?
„Platan hefur selst í hundrað eintökum. Þessir
kaupendur hafa svo yfirleitt verið frekar óham-
ingjusamir með hana. Og annarra sorg er mín
gleði.
Veistu; ég myndi missa alla virðingu fyrir mér
sem listamanni ef ég fengi almennt lof fyrir það
sem ég er að gera. Þegar menn segja mig vera
á villigötum veit ég að ég er á réttri braut. Þetta
er vegna þess að þá aðeins hefur lýðurinn rétt
fyrir sér þegar hann viðurkennir að hann hafi
rangt fyrir sér... og það er mjög sjaldgæft.
Sverrir Stormsker er skringilegur. Það á ekk
mestmegnis um skoðanir hans. Þær
sem hann sendi nýlega frá sér. Hún þykir með
og helsti of klæmin i