Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 14
FREE STYLE FORMSKÍ JM L'OREAL rrrrrYi r 1 ~ n^a ^gningarskúmib SKUM í hánd? leikur einn. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf aö hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. yUMFERÐAR RÁÐ YOGASTÖÐIN HBISUBOT Hjálpcir þér að losa streitu úr hugcinum SlaKa á stífum vöövu liöKa liöamótin, halda líKamsþunganum i sKefjum. . MarKmiö oKKar er að draga ur hrörnun og efla heilbrigöi á sál og liKama. Undir Kjöroröinu fegurö — gleði — friöur. ' Láttu eftir þér aö lita inn. Pantaöu tima. Morguntimar — Dagtímar— Kvöldtimar Saunabaö — Ljósalampar Reyndir leiöbeinendur. YOGASTÖÐIN HEIISUBÖT Hátúni 6a sími 27710 og 18606 SYNINGAR Árbæjarsafn Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð- minjasafni Grænlendinga og lýsir græn- lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins, en svo nefnist samstarf nokkurra menning- arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi og á Islandi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema mánudaga. Ásgrímssafn Sumarsýning: Úrval verka Ásgríms. Opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16. Ásmundarsalur Ragna Björg sýnir olíu- og vatnslitamyndir málaðar síðustu tvö ár og er þetta hennar önnur einkasýning, opin til 1. september. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um 100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd- ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list- muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta sýning verður opin í ágúst virka daga frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum breyting- um frá degi til.dags. Gallerí Borg verður lok- að um helgar í ágúst, nema með sérstöku samkomulagi við einstaklinga eða hópa. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Sýning á fellistólnum Sóley eftir Valdimar Harðarson arkitekt. Sýndar verða ýmsar út- gáfur af stólnum auk Ijósmynda af frum- gerðum hans. Þá verða á sýningunni úr- klippur úr fjölda erlendra blaða og tímarita. Jafnframt verða sýnd verðlaunaskjöl sem Valdimar Harðarson hefur hlotið vegna þessa stóls. Sýningin er öllum opin ókeypis. Virka daga er opið frá 10—18 og laugar- og sunnudaga frá kl. 14—18. Gailerí Salurinn Vesturgötu 3 ,,Óðurtil íslands": Gunnar Karlsson sýnir olíumálverk og skúlptúr til 13. september. Opið kl. 13—18 alla daga, fimmtudaga til 22 en lokað mánudaga. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á laugardag hefst sýning Septemhópsins í Austursal og í Vestursal sýning Jóns Reyk- dal. Opið kl. 14—22 alla daga. Listasafn ASÍ Sigurlaugur Elíasson sýnir málverk og graf- íkmyndir í Listasafni alþýðu, Grensásvegi 16. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 16—20, og um helgar frá kl. 14 — 22. Hún stendur fram til 1. september. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum við Njarðargötu Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins er opinn daglega frá kl. 11 —17. Listasafn íslands við Suðurgötu I tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög- urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um helgar frá 13:30 til 22 en virka daga frá kl. 13:30 til 18 og stendur til ágústloka. Listmunahúsið Lækjargötu Alfreð Flóki sýnir 40 teikningar, unnar með tússi, rauðkrít, svartkrít og litkrít. Myndirnar eru unnar á sl. 2 árum. Opið virka daga kl. 10—18, laugardag og sunnudag kl. 14—18. Síðasta sýningarhelgi. Norræna húsið Sýningin Jöklarannsóknir á íslandi, sögu- legt yfirlit: íslensk kort og bækur auk efnis frá öðrum Norðurlöndum. í sýningarsöl- um sýna Kaare Espolin Johnsson og Knut Skinnarland frá Noregi málverk og högg- myndir 25. ágúst til 10. september. Munið líka Opna húsið á fimmtudagskvöldum. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Sýning á málverkum eftir Tuma Magnússon af ýmsu tagi frá þessu ári, unnum á íslandi og Englandi. Tumi hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sam- sýningum heima og erlendis. Sýningin er opin frá 16—20 virka daga og frá 14 — 20 helga daga. Þjóðminjasafn islands í Bogasal stendur yfir sýningin Með silfur- bjarta nál, íslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrðir íslenskra kvenna undanfarinna alda. Opið kl. 13.30—16 daglega. Þrastarlundur v/Sog Sigríður Gyöa Sigurðardóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir, alls 23 verk. Sýningin stendur til 8. sept. BÍÓIN ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg o iéleg Regnboginn örvæntingarfull leit að Súsönnu (Desperately Seeking Susan) Söngstjarnan Madonna í aðalhlutverki. Sjá Listapóst. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Hernaðarleyndarmál (Top Secret) ★ Framleiðendur: Jon Davison og Hunt Lowry. Leikstjórn og handrit: Jim Abrahams, David og Jerry Zucker ásamt Martin Burke. Kvik- myndun: Christopher Challis. Tónlist: Maur- ice Jarre. Aðalleikarar: Val Kilmer, Lucy Gutt- eridge, Warren Clarke, Jeremy Kemp, Omar Sharif. . . .samfellan Ktil ÍTop Secret. Áherslan er öll á hvern brandara hverju sinni, þeir eru í engu byggðir upp, heldur skellt bláköldum framan í áhorfendafésin frammi í sal, sem að sönnu vita ekkert hvað bíður þeirra næst og allt þar til flippið endar. Leikendum myndarinnar er vorkunn. .. — SER. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Vitnið (The Witness) ★★★ Handrit: Earl W. Wallace/William Kelley. Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: Maur- ice Jarre. Leikstjóri: Harrison Ford, Kelly Mc- Gills, Josef Sommer, Lukas Haas, Jan Rub- es, Alexander Godunov og fl. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Löggan í Beverly Hills (Beverly Hills Cop) ★★★ Bandarísk, árgerð 1984. Aðalhlutverk Eddie Murphy. Þrælgóður að vanda. Leikstjóri Martin Brest. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Atómstöðin íslenska kvikmyndin eftir sögu Halldórs Lax- ness. Enskur skýringartexti. (English subtit- les.) Sýnd kl. 7.15. Indiana Jones Aðalhlutverk Harrison Ford. Bönnuð innan 10 ára. Sýnd kl. 3, 5, og 7. Fálkinn og Snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) ★★★ Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spenn- andi og skemmtileg mynd, og það er ekki síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki, sérstaklega klippingu. — IM. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 9.15. Háskólabíó Rambó Nýjasta mynd Sylvester Stallone. Evrópu- frumsýning á íslandi! Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Hrói höttur, Stjáni blái o.fl. kl. 3 um helgina. Nýja bíó Steggjapartý (Bachelor Party) Með grínurunum Tom Hanks, Adrian Zmed, William Tapper, og leikstjóranum Neal Israel. Framleiðendur Ron Moler og Bob Israel (Police Academy). Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Salur 1 Löggustríöið (Johnny Dangerously) Grínmynd um löggur og bófa á 3. áratugn- um. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Joe Pis- coto, Peter Boyle, Dom Deluise, Danny De- Vito. Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Vfg í sjónmáli (A View to a Kill) ★★ Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Salur 3 Hefnd Porkýs (Parky's Revenge) Tónlist í myndinni er leikin af Dave Edmunds og George Harrison. Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wyatt Knight, Mark Herrier. Leik- stjóri: James Komack. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 4 í banastuöi (Grand View USA) Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis (Vistaskipti). Leikstjóri: Randell Kleiser (Grease, Blue Lagoon). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sagan endalausa Sýnd kl. 3 um helgina. Einnig eru 2.30 eða 3-sýningar á hinum myndunum um helgina. Salur 5 Hefnd busanna (The Revenge of the Nerds) Sýnd kl. 5 og 7:30. Næturklúbburinn (The Cotton Club) ★★★ Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 10. Laugarásbíó Salur A Maðurinn sem vissi of mikið í aðalhlutverkum eru þau Jamis Stewart og Doris Day. Þessi mynd er sú síðasta í 5 mynda Hitchcock-hátíð Laugarásbíós. Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Á laugardag verða hafnar sýningar á kvikmynd Peter Bogdanowich Mask (Gríma), með leik- og söngkonunni Cher, sem fékk afbragðsdóma fyrir frammistööu sína í Mask á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. Salur B Morgunveröarklúbburinn (The Breakfast Club) ★★★ Framleiðendur: Ned Tanen og John Hugh- es. Leikstjórn og handrit: John Hughes. Tón- list: Keith Forsey. Aðalleikarar: Emilio Estevz, Paul Gleason, Anthony Michael Hall, Judd Nelson, Molly Ringwald, Ally Sheedy. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur C Að vera eða vera ekki (To be or not to be) ★★ Gamla handritið eftir Edwin Justus Mayer er það pottþétt, spennandi og fyndið og atburðarásin svo snjöll að þessi endurgerð verður vel heppnuð. Og kannski er það ánægjulegast við þessa nýjustu Brooks- mynd, að Mel Brooks (og Anne Bancroft) þora að gera gengdarlaust grín að sjálfum sér. _ |M. Sýnd kl. 5 og 7.30. Myrkraverk (Into the Night) ★★ Handrit: Ron Koslow. Tónlist: Ira Newborn. Kvikmyndataka: Robert Paynter. Framleið- endur: George Folsey/Ron Koslow. Leikstjóri John Landis. Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Irene Papas, Kathryn Harrold og fl. Myrkraverk er klikkuð og skemmtileg, þótt ekki væri annað en að sjá stórstirni í auka- hlutverkum (David Bowie, Dan Ackroyd, Vera Miles, og leikstjórana Roger Vadim og Paul Mazursky). Svo þvf ekki að kæla niður sumarhitann í svölum sal Laugarásbíós, spenna á sig öryggisbeltin og fljúga inn í klikkaða nótt Landis og félaga? Sýnd kl. 10. Bönnuð innan 14 ára. Austurbæjarbíó Salur 1 Breakdance II Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Maðurinn sem gat ekki dáið Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Blade Runner Sýnd kl. 5, 9 og 11. When The Raven Flies (Hrafninn flýgur) Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7. Tónabíó Minnisleysi (Blackout) Evrópufrumsýning: ný, amerísk saka- málamynd í sérflokki. Aðalhlutverk: Richard Widmark, Keith Carradine, Kathleen Quinl- an. Leikstjóri: Douglas Hickox. Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur A Eiginkona Sluggers (Slugger's Wife) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stjörnubíó Salur B Micki og Maude Aðalleikarar: Dudley Moore, Richard Muligan, Anna Renking, Amy Irving. Leik- stjóri: Blake Edwards. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur A Prúðuleikararnir Sýnd kl. 3 um helgina Salur B Síðasti drekinn (The Last Dragon) Sýnd kl. 3 um helgina. Bleiku náttfötin Sýnd kl. 7 í B-sal. Christine Endursýnd kl. 9 og 11. VIÐBURÐIR Lögvernd Ármúla 19 Samtökin Lögvernd opna skrifstofu í nýju húsnæði að Ármúla 19, annarri hæö, á fimmtudaginn 29. ágúst. Fyrst um sinn verð- ur skrifstofan opin á kvöldin frá klukkan 18 til 21 alla virka daga. Þar verða félagsmönn- um veittar upplýsingar og ráðgjöf í ýmsum málum og reynt að hjálpa fólki við að ná rétti sínum. Algengast er aö fólk leiti til Lögverndar vegna ýmissa vandamála sem upp koma í sambandi við húsnæðiskaup og vaxtamál og jafnvel okurlán í því sambandi. Samtökin munu meðal annars aðstoða félagsmenn við gerö samninga um íbúðarhúsnæði. Sími Lögverndar í nýju húsakynnunum er 685399. LEIKUST Rokk-söngleikur á faraldsfæti „Ekkó — Guðirnir ungu" verður til sýnis á eftirtöldum stöðum kl. 20.30 (dagskráin verður áfram birt hér í áföngum): 28. ágúst Akranesi, 29. ágúst Grundarfirði, 30. ágúst Stykkishólmi, 31. ágúst Búðardal, 2. sept. Patreksfirði, 3. sept. Þingeyri, 4. sept. Bol- ungarvík, 5. sept. Hnífsdal. TÓNLIST Austurbæjarbíó Afmælistónleikar Harðar Torfasonar, leik- stjóra og lagahöfundar, verða haldnir í Aust- urbæjarbíói þann 4. sept. nk. Þar koma fram auk Harðar, sem í senn heldur uppá tuttugu ára sviðsferil og fertugsafmæl- ið, þau Megas, Bubbi Morthens, Bergþóra Árnadóttir og Kristín Ólafsdóttir. Þessir fimm listamenn teljast allir til kynslóðar ís- lenskra trúbadúra, en meö fyrstu plötu sinni 1971 má segja að Höröur hafi rutt trúbadúr- um braut hér heima. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og verður leikarinn Viðar Eggertsson kynnir á þeim. Forsala aðgöngumiða hefst miðvikudaginn 28. ágúst í Austurbæjarbíói og Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðu- stíg 2. 14 HELGARPÓSTUFSINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.