Helgarpósturinn - 29.08.1985, Side 16

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Side 16
„Ætli grunnhugmyndin að þessari hátíð hati ekki verið sú að ungum sænskum listamönnum hafi verið farið að finnast þeir vera að brenna inni í eigin landi... Kýlt þessvegna á þetta," segir Kolla um festivalið sem dóttir Volvoforstjórans stendur að úti í Stokkhólmi þessa dagana. Smartmynd. „Nærandi ferd“ segir Kolla úr Svörtu og sykurlausu sem var aö koma utan frá samnorrænni listahátíö ungs fólks í Stokkhólmi. Charlotte Gyllenhammer er tutt- ugu og fimm ára gömul sœnsk stúlka í listaskóla. Hún fékk þá flugu í höfuðid fyrir fáum mánuð- um að safna saman fjöldanum öll- um af ungum artistum frá hinum Norðurlöndunum á einskonar sam- norrœna listahátíð. Þetta tókst allt saman, enda er pabbi hennar Per og forstjóri Volvo-verksmiðjanna. Nema hvað, Kolbrún Halldórs- dóttir úr leikhópnum Svörtu og syk- urlausu var að koma að utan með fé- lögum sínum sem þátt tóku í þessu festivali: „Ætli grunnhugmyndin að þessari hátíð hafi ekki verið sú,“ seg- ir hún, „að ungum sænskum lista- mönnum hafi verið farið að finnast þeir vera að brenna inni í eigin landi hvað strauma og stefnur snerti. Og haft það kannski líka á tilfinning- unni að svo væri að einhverju leyti líka farið með kollega þeirra á hin- um Norðurlöndunum. Kýlt þess- vegna á þetta.“ Hátíðin hófst í Stokkhólmi 16. ág- úst síðastliðinn og stendur reyndar enn eða fram til mánaðarloka. Af hálfu ungra íslenskra listamanna tóku Svart og sykurlaust þátt í húll- umhæinu sem fyrr segir og sýndu annarsvegar frumsaminn leikþátt með heitinu „Axel“ og hinsvegar eldsjó við „Adagio" Albinioni þar sem eldgleyparnir Gíó, Gústi og Sóri spúðu logum, en þetta síðarnefnda framlag hópsins til festivalsins var hluti af opnunarhátíð þess. Yngsti geirinn úr íslenska dansflokknum kom og fram af hálfu íslands en hann sýndi annarsvegar dans eftir Höllu Margréti Árnadóttur úr Kram- húsinu og Auði Bjarnadóttur og Láru Stefánsdóttur. Þá las Anton Helgi Jónsson rithöfundur upp úr verkum sínum. Og loks er ógetið níu íslenskra myndlistarmanna, en verk þeirra hanga ennþá uppi í lista- akademíu Stokkhólmsbúa á Skeppsholmen þar sem festivalið hefur verið til húsa frá fyrsta degi. „Þetta var afskaplega nærandi ferð,“ bætir hún við, Kolla úr Svörtu og sykurlausu. „Auðvitað hlýtur hún að skilja eitthvað eftir sig og gera gagn. Þarna fann maður, þó ekki væri annað, að fullt af hug- myndum eru í gangi úti um allt. Það er ekki bara maður sjálfur sem er að pæla.“ KVIKMYNDIR Lunkin leit aö sjálfum sér eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Regnboginn: Örvœntingarfull leit að Susan (Desperately Seeking Susan) ★★★ Bandarísk, árgerd 1985. Framleiðendur: Midge Sanford og Sara Pillsbury. Leikstjórn: Susan Seidelman. Handrit: Leora Barish. Kvikmyndun: Edward Lachman. Adalleikarar: Rosanna Arqueete, Madonna, Aidan Quinn, Mark Blum, Robert Joy, Laurie Metcalf. Þessi mynd Susan Seidelman er fyrst og síðast sjarmerandi. Hún er þar að auki fynd- in og fjörleg og af henni stafar ferskleika sem fer að verða frekar sjaldgæft af bandarískum myndum að vera. En sem sagt, fyrst og síð- ast, sjarmerandi. Söguþráðurinn er margþættur en engu að síður er allt hans yfirbragð afar einfalt. Hér er gert út á leitina, i þessu tilviki leit ungrar stúlku að sjálfri sér, sem er reyndar á yfir- borðinu leit að allt annarri stúlku. Þetta er flókið... Og þó ekki: Leikstjórinn setur þetta efni nefnilega fram af natni, djörfung og aukin- heldur svolitlu kæruleysi. Þetta er holl mynd. Hún sýnir manni að enn eru nýjar leiðir fyrir hendi. Köld krumla kvikmyndaveranna fer hér ekki um. -SER. Þegar minnið bregst moröingja Tónabió: Minnisleysi (Blackout) ★★ Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðendur: Les Alexander og Richard Parks. Leikstjórn: Douglas Hickox. Handrit: David Ambrose, Richard Smith, Richard Parks og Les Alexander. Kvikmyndun: Tak Fujimoto. Tónlist: Laurence Rosenthal. Aðalleikarar: Richard Widmark, Keith Carradine og Kathleen Quinlan. Óttalega er orðið leiðinlegt að horfa á Richard Widmark leika í kvikmyndum. Svo er að sjá sem hann nenni þessu ekki lengur. Hann skakklappast þvoglumæltur eftir tjald- inu, gjörsamlega svipbrigðasnauður, stein- geldur. Blessuð sé minning góðs leikara. Nema hvað. Nýjasta myndin sem kallinn fer með aðalhlutverkið í heitir Blackout. Og hún er síst lakari eða betri en sá fjöldi spennumynda sem komið hefur fram á síð- ustu áratugum og hoggið hefur í sama kné- runn; nefnilega minnisleysi þess er myrðir. Eins og vera ber er áherslan öll á það atriði að viðhalda spennunni. Hér tekst það með ágætum og reyndar með nokkrum glans ef það er haft í huga að varla fleiri en tveir menn koma til greina sem fanturinn. Og því bara annaðhvort, eða... -SER. Sígildur Hitchcock Laugarásbíó: The Man Who Knew To Much (Maðurinn sem vissi of mikið). ★★★ Bandarísk. Árgerð 1955. Framleiðandi og leikstjóri: AlfredHitchcock. Handrit: John Michael Hays eftir sögu Char- les Bennett/D.B. Wyndham Lewis. Kvikmyndataka: Robert Burks. Tónlist: Bernard Herrmann. Aðalhlutverk: James Stewart, Doris Day, Christopher Olsen, Bernard Miles, Brenda de Banzie, Reggie Nalder, Daniel Gélin og fl. Komið er að fimmtu og síðustu kvikmynd meistara Alfred Hitchcocks í seríu þeirri sem Laugarásbíó hefur sýnt á þessu ári. Á kvik- myndahúsið miklar þakkir skilið fyrir þetta góða framlag til sýningar sígildra kvik- mynda. TheMan Who Kr. 'wTo Much er gerð 1955 (frumsýnd 1956) ol; endurgerð á mynd sem Hitchcock gerði árið 1934 með sama titli. Gamla myndin var í svart/hvítu og skartaði leikurum sem Leslie Banks, Edna Best, Nova Pilbeam og Peter Lorre. Sú fjallaði um að ung hjón sem eru á ferð í Ölpunum í vetrarleyfi, komast að því að góðvinur þeirra, sem er myrtur, hefur starfað sem leyniþjónustumað- ur. Dánarorð hans eru þau að myrða eigi háttsettan mann í London. Morðingjarnir ræna dóttur hjónanna og halda henni í gísl- ingu sem tryggingu fyrir þagmælsku þeirra. Endurgerð Hitchcocks á gömlu myndinni var öllu veglegri, nýrri myndin er í litum á breiðtjaldi. Plottið er að mestu leyti það sama. I þetta skipti eru læknahjón (James Stewart og Doris Day) á ferðalagi í Marakesh í N-Afríku og komast á snoðir um fyrirhugað morð í Lundúnum, eftir að franskur leyni- þjónustumaður deyr í höndunum á þeim og stynur upp fyrrgreindum upplýsingum. Hjón sem tengd eru þessu milliríkjasamsæri (kon- an frábærlega leikin af Brenda de Banzie) ræna einkasyni hjónanna, og nú berst leikur- inn til London. Hápunktur myndarinnar er morðtilraunin i Albert Hall. Morðinginn (Reggie Nalder) hefur ákveðið að hleypa skotinu af þegar pákuleikarinn slær saman sembölunum í hádramatík tónverksins. Dor- is Day er á konsertinum, veit um fyrirhugað Háskólabíó: Rambó. ★★ Framleiðandi: Buzz Feitshans. Leikstjóri: George P. Cosmatos. Tónlist: Jeffry Goldsmith. Handrit: Sylvester Stallone/James Cameron eftir sögu Kevin Jarre. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Richard Crenna, Charles Napier, Steven Berkoff og fl. Framhaldið á First Blood þar sem Sylvest- er Stallone lék eins manns her, er nú komið til Islands og auglýst sem Evrópufrumsýning þó ekki muni það vera rétt. En hvað um það, Víetnamhermaðurinn Rambó er settur í sitt gamla umhverfi: Náð er í hann úr fangelsis- þrælkun og hann sendur í sérstaka skyndi- ferð til óvinasvæðis í Víetnam til að ganga úr skugga um hvort amerískir stríðsfangar séu morð, og berst við sjálfa sig, hvort hún eigi að æpa og stöðva morðingjann en eiga þá á hættu að missa son sinn. Maðurinn sem vissi of mikið er dæmigerð Hitchcock-mynd, hlaðin öllum þeim smá- atriðum, fínleika, húmor og spennu sem gamli meistarinn einn gat matreitt. Myndin er einnig söguleg að mörgu leyti, þetta var eina myndin sem söngkonan Doris Day lék enn í haldi hersveita Víet Cong. Hér verður ekki fjölyrt nánar um söguþráðinn en svik eru í tafli af hálfu Bandarikjamanna og eftir stendur Rambó, einn gegn öllum og gjöreyð- ir víetnömskum hermönnum, rússneskum hersveitum og endar uppgjörið við Amerík- anana. Rambó er geysilega vel gerð mynd, tækni- lega séð. Hún er vel tekin, vel klippt og hljóð- ið ásamt tónlist fyrsta flokks. Leikstjórinn Cosmatos skilar fyrirtaks handbragði. Fyrir þetta fær myndin fullan pott. Innihaldið og hugmyndafræðin bak við Rainbó er hins vegar það ómerkilegasta sem hér hefur lengi sést. Þetta mun vera vinsælasta myndin vestra þessa stundina. Það er svo sem skilj- anlegt, því sálfræði hennar er einföld: í þetta skipti vinna Bandaríkjamenn Víetnam-stríð- ið og amerísku dátarnir fá uppreisn æru. Allt undir stjórn Hitchcocks, þetta var síðasta myndin sem handritahöfundurinn John Michael Hays (Rear Window, To Catch a Thief, The Trouble with Harry) vann með Hitchcock, og titillagið, „Whatever Will Be“ varð smellur ársins. Ef þið viljið sjá kvik- myndaklassík af bestu gerð, þá farið í Laug- arásbíó. -IM. þetta er Rambó að þakka sem elskar Ameríku og bandaríska fánann. Stallone leikur einsmannsherdeildina með vöðvum og sinum en heldur versnar málið þegar Rambó fær málið. En hvað um það, Rambó gerir það sem mörgum Ameríkönum finnst að þeir hefðu átt að gera í Víetnam: Hann berst fyrir frelsi og lýðræði, hann ger- eyðir kommúnistum, hvort sem þeir eru Víetnamar eða Rússar, hann nær í amerísku stríðsfangana, hann gengur beint til verks og fyrirlítur kerfiskallana og möppudýrin sem stjórnuðu Víetnam-stríðinu í Washington DC. Þess vegna er Rambó friðþæging og rétt- læting amerísku ófaranna í Víetnam. Eg vona bara að ég sé ekki sá eini sem fær óbragð í munninn þegar horft er á áróðurs- myndina Rambó. -IM Rambó vinnur Víetnamstríöiö 16 HELGARPÓSTURhiN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.