Helgarpósturinn - 29.08.1985, Síða 19

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Síða 19
s ^^^íðastliðinn sunnudag var Pöbb-Inn á Hverfisgötu opinn í hinsta sinn. Gylfi Gudmundsson eigandi staðarins ákvað síðan að loka staðnum fyrir fullt og fast og hreinsa allt sitt hafurtask út í gær, miðvikudag. Allt frá því að staður- inn opnaði hefur Gylfi átt í hinum furðulegustu vandræðum í viðskipt- um sínum við kerfið, einkum lög- reglustjóraembættið. Dómsmála- ráðuneytið kemur einnig við sögu. Eins og menn muna, lét Jón Helga- son dómsmálaráðherra hafa eftir sér í fjölmiðlum að mikið ófremdar- ástand ríkti á einum, ónefndum stað. HP upplýsti hins vegar að hér átti Jón við Pöbb-Inn. Gylfi telur að lögreglustjóraembættið hafi lagt sig í einelti, lögreglu verið sigað á stað- inn og allt reynt til þess að finna hina minnstu vankanta á rekstrin- um, m.a. mætti Signý Sen fulltrúi lögreglustjóra ásamt föruneyti á staðinn og efndi til eins konar lög- reglurannsóknar án sjáanlegstilefn- is. í framhaldi af því voru svo lög- reglumenn sendir í nærliggjandi hús til að safna saman kvörtunum frá íbúum. Þá munu samskipti Gylfa og Björns Guðmundssonar í Brynju, eiganda húsnæðisins hafa verið hin furðulegustu, eigandinn veitt leyfi fyrir nauðsynlegum breyt- ingum innanhúss, síðan snúið við blaðinu, sent afturköllunarbréf, og meira að segja farið á fund lögreglu- stjórans Sigurjóns Sigurðssonar, en þeir munu vera félagar frá fornu fari. Hvað um það, með þessum endalokum pöbbsins er Gylfi Guð- mundsson kominn á hausinn og tíu milljónir í fjárfestingar farnar í súg- inn. Hann hefur leitað til tveggja stjórnmálamanna, Davíðs Odds- sonar, og Alberts Guðmunds- sonar, vegna þessa máls en báðir lýstu því yfir að um mannréttinda- brot væri að ræða og annar þeirra sendi meira að segja bréf til „kerfis- ins“ þar sem hann talaði máli Gylfa. En kerfið virðist hafa sigrað að lok- um.. . || ■ Hið nýja fyrirtæki sem sam- einar BÚR og ísbjörninn mun að sjálfsögðu hljóta veglega stjórn og er þegar farið að ræða valdaupp- bygginguna. Trúlega mun Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BÚR, skipa sæti stjórnarformanns í hinu nýja fyrirtæki. Sagan hermir ennfremur að til standi að Brynjólf- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri BÚR og Vilhjálmur Ingvarsson framkvæmdastjóri Isbjarnarins verði báðir framkvæmdastjórar hins nýja fyrirtækis en Jón Ingv- arsson hjá ísbirninum flytji sig al- farið til Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna þar sem hann hefur verið stjórnarformaður. Þá verði Ragnar í fullu starfi sem stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis. Búast má þó við að Ragnar fallist seint á tveggja framkvæmdastjóra kerfi hjá hinu nýja fyrirtæki enda hefur hann sjálf- ur barist fyrir því að slíkt kerfi verði lagt niður hjá BÚR. . . H^Sinhvern tímann kemur að því að flutt verður í allt nýja útvarpshús- ið í Efstaleiti og þá spyrja menn um nýtingu á gamla útvarpshúsinu við Skúlagötu. Kunnugir telja víst að Skúlagata fjögur verði þá alfarið hús sjávarútvegsins hér á landi. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnun eru nú á neðstu hæðum hússins og talið er víst að sjávarútvegsráðuneytið verði flutt þangað niður eftir, Fiski- félagið jafnvel líka og hugsanlega fleiri aðilar. Það verður því fiskur undir steini í gamla útvarpshúsinu við Skúlagötu áður en langt um líð- ur... mM I ú lætur BHM reikna út hver raunveruleg kauphækkun heimilislækna er, eftir samkomulag- ið sem gert var við þá síðarnefndu á dögunum. Er það mat manna að læknar hafi í raun fengið hækkun, sem slagar upp í ýtrustu kröfur BHM-R frá í fyrra og Kjaradómur sinnti aðeins að litlu leyti. Reynist þessi grunur réttur, má vænta mik- illar ólgu og skæruhernaðar á ýms- Ferðaáfangar mega ekki veraof langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin.Eftir5til lOminútnastanságóðum stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta m.a. orsakað bílveiki. yUMFERÐAR RÁÐ FJÖLBREYTT HELGARTILBOÐ Frá kr. 150,- Góður matur þarf ekki að vera dýr. Opið alla daga kl. 11 —22 um vinnustöðum BHM-manna í haust. . . Litla ísland verður sífellt líkara hinum stóra heimi Sáms frænda og eitt merki þess eru hinar árlegu sýn- ingar í Laugardalshöllinni. Samt um margt góðra gjalda verðar. Nú býðst þeim sem engan áhuga hafa á þak- járni, tölvum eða kremkexi að finna fyrir nýja vöru. Jón Baldvin Hannibalsson og félagar hans í Al- þýðuflokknum hafa tryggt sér bás á sýningunni þar sem boðin verður hugmyndafræði, líklega matreidd eins og hver vill og ókeypis, — eins og svo margt á svona sýningu. ís- lenskur stjórnmálaflokkur verður semsagt í fyrsta skipti með bás á vörusýningu. Sumir segja reyndar að fordæmið sé til því Þjóðviljinn hafði bás 1979 og lét toppstjörnur flokksins standa þar á vöktum og ræða við gesti og gangandi. En með Alþýðuflokkinn skal minnt á að þeir sem vilja finna Jón sjálfan ættu að skunda fyrir helgina því eftir helgi fer hann utan og hinir minni spámenn taka við... H ■ Hrafn Gunnlaugsson er maður önnum kafinn eins og fréttir síðustu vikna hafa borið með sér. Á næstunni fer Hrafn til Svíþjóðar til að gera kvikmynd fyrir sænska sjónvarpið eins og komið hefur fram í fréttum. Hrafn er hins vegar for- maður Listahátíðar og sinnir að sjálfsögðu því starfi lítið á meðan. Valinn hefur verið staðgengill Hrafns í formannsstöðuna meðan á utanför hans stendur og er það Knútur Hallsson hjá menntamála- ráðuneytinu. . . STJÖRN VERKAMANNABÚSTADA í HAFNARFIRÐI auglýsir hér með eftir umsóknum um íbúðir í verkamannabústöðum í Hafn- arfirði. Um erað rœöa 15íbúöir, sem byggðar verða á árinu 1986 viö Þúfubarð. Þeir sem koma til greina þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1- Hafa lögheimili í Hafnarfiröi, þegar sótt er um. 2. Eiga ekki íbuö, eöa samsvarandi eign. 3. Hafa ekki haft haerri meðaltalstekjur árin 1982—1983 og 1984 en 318.000.- kr. á ári auk 29.000.- kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Sérstök athygli er vakin á því aö eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu verka- mannabústaða að Móabarði 34, sem er opin á mánu- dögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 16.00—18.00. Umsóknarfrestur er til 18. september n.k. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síöasta lagi þann dag, eða í pósthólf 272, Hafnarfirði. Umsóknir, sem síðar berast verða ekki teknar gildar. ALDREI MEIRA ÚRVAL í barnaherbergið, í unglingaherbergið Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. — —J u- Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.