Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Qupperneq 24
lorgunblaðið vegur stór- lega að ráðherraliði Sjálfstæðis- flokksins þessa dagana. Sl. laugar- dag birti Mogginn leiðara undir heit- inu „Fjármálaráðherra og varnar- samningur". Þar er því haldið fram að Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sé ekki lengur með ábendingar varðandi kjötinnflutning til varnarliðsins, heldur almennar athugasemdir um varnarsamning- inn sem slíkan. Morgunblaðið skammar ráðherrann fyrir að koma með þólitískar yfirlýsingar og segir hann faráinn á starfssvið viðskipta- ráðherra og utanríkisráðherra vegna yfirlýsinga um gjaldeyrisvið- skipti varnarliðsins. Albert svaraði fyrir sig í grein sem birtist í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag. En þá tók Mogginn fram stórskotaliðið og birti í gær, miðvikudag, þriggja dálka leiðara sem hét „Albert Guðmunds- syni svarað". Þar stendur Morgun- blaðið fast á öllum fyrri skoðunum á vinnubrögðum Alberts Guðmunds- sonar varðandi þetta tiltekna mál. Þar er fjármálaráðherra einnig sak- aður um að hafa átt þátt í að draga úr hópvinnu innan ríkisstjórnarinn- ar. Hinar ofsafengnu árásir Morgun- blaðsins munu hafa farið fyrir brjóstið á mörgum sjálfstæðismönn- um og vakið nokkra furðu og kímni annarra. Skýringin á viðbrögðum Moggans mun vera margþætt. í fyrsta lagi hefur Morgunblaðið ávallt verið á móti núverandi ríkis- stjórn og notar hvert tækifæri til að finna á henni höggstað. Morgun- blaðið er eina áþreifanlega stjórnar- andstaðan í dag. í öðru lagi hefur Albert Guðmundsson aldrei verið hátt skrifaður í Moggaveldinu. Þeg- ar deilur hans og Geirs Hallgríms- sonar utanríkisráðherra vegna kjötinnflutningsins mögnuðust, sauð upp úr hjá Morgunblaðinu. Gejr er nefnilega stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufélagi Moggans og einn áhrifamesti maður bak við blaðið. Morgunblaðið tók því þegar afstöðu með Geir í þessu máli. Geir er hins vegar hógvær maður eins og alþjóð þekkir, og því líklegt að Morgunblaðið sé komið langt fram- úr þeim velsæmismörkum sem ut- anríkisráðherra telur að við eigi. En þeir sem kunnugir eru skrifum og afstöðu Morgunblaðsins vita að þeg- ar Mogginn hefur sagt eitthvað í leiðara þá telur blaðið það sann- leika og sögulegar staðreyndir. Albert virðist því búinn að fá reisu- passann hjá ritstjórum Moggans... ^PÍ/^iorgunblaðið hunsar ekki aðeins Albert: Staksteinar sem hafa verið pólitískt holræsi blaðsins ár- um saman, fjalla um annan ráð- herra Sjálfstæðisflokksins í sögu- legri grein sl. þriðjudag. Þar er eng- inn annar en Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra tekinn á beinið og tuskaður til fyrir að skrifa undir nýjan viðskiptasamning við Tékkóslóvakíu, 17 árum eftir innrás Varsjárbandalagsins. Þar er Matthías sagður hafa fallið fyrir áróðursvél kommúnista og innrásin gjörsamlega fallin í gleymsku hjá viðskiptaráðherra. Matthías Á. Mathiesen er greinilega einnig bú- inn að fá reisupassann hjá Moggan- um. . . M ■ W *unu fyrrverandi fangar fá heimilisaðstöðu á Sauðárkróki í stað þess að flytjast niður í Teiga- hverfi, eins og frægt er orðið? Svo gæti allt eins farið, því nú þegar íbú- ar í Teigahverfinu mótmæltu áform- um Verndar um flutning í hverfi þeirra, þá mun Vernd hafa fengið upphringingu frá konu einni á Sauð- árkróki sem bauð samtökunum ein- býlishús, sem hún hefði til umráða þar nyrðra. Hafði konunni ofboðið afstaða borgarbúa til þessara manna og vildi skjóta yfir þá skjóls- húsi ef um allt þryti á höfuðborgar- svæðinu. Það segir hins vegar lítið af viðbrögðum Verndar við þessu höfðinglega boði og enn minna af áhuga fyrrum fanga að flytjast norð- ur á land. Og svo spyrjum við um af- stöðu íbúa Sauðárkróks, minnugir harkalegra mótmæla fólksins í Teigahverfinu. . . ■ restskosningar eru framundan í Grindavík. Núverandi sóknarprest- ur, Jón Árni Sigurðsson, hefur þjónað þar um langt árabil, en lætur nú af störfum aldurs vegna. Er talið að ófáir prestar og guðfræðingar verði um hituna í væntanlegum prestskosningum og í góðsemi vegi þar hver annan, enda slagurinn óvíða harðvítugri en i jöfgum og spennandi prestskosningum. Um- sóknarfrestur er ekki útrunninn, en sagan greinir frá tveimur lysthaf- endum sem þegar eru komnir í gang með kosningaprógrammið þar syðra. Þetta eru þeir Örn Bárð- ur Jónsson aðstoðarprestur í Garðabæ og Baldur Rafn Sigurðs- son prestur á Bólstað í Húnaþingi. Það ku ekki spilla fyrir brauðinu að í því er ný kirkja og nýlegur prests- bústaður... Hér nýtur japanskt hugvit sín til fulls. Elektrónískar ritvélar með minni gerast ekki léttari og fyrirferðaminni. Brother verksmiðjurnar framleiða um eina milljón véla árlega, sem er um 15% af markaðs- þörf. Það ætti ekki að þurfa fleiri meðmæli. Og hér er sú nýja litla BP — 30 Sú fyrsta í heiminum sem skrifar og teiknar í fjórum litum. Nú getur þú skilað skýrslum fallega vélrituðum með viðeigandi línuritum og allt í lit. Líttu inn til okkar og kynntu þér þessa litlu og léttu kjörgripi. BORGARFELL HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23 - SÍMI 11372 GÍSLI J. JOHNSEN SF. M NÝBÝLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004 s ro O 3 o O) c I I < 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.