Helgarpósturinn - 03.10.1985, Side 2

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Side 2
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VEGNA BORGARSTJÓRNARKOSNINGA INNAN SEILINGAR: FRETTAPOSTUR I Ránskjör á lánum íslendingar hafa þurft að greiða allt upp í tæp 30% hærra í afborganir og verðtryggingu á síðustu misserum en sem nemur launahækkunum á sama tímabili. Þetta kemur fram í línuriti sem birtist í nýútkomnum Hagtíðindum frá Hag- stofu íslands. í september var lánskjaravísitalan H8,8 mið- að við launavísitöluna hundrað. Fjórlagafrumvarpinu steypt Sameiginlegur fundur þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæð- isflokksins í Stykkishólmi um helgina var fundur mikilla átaka og harðrar gagnrýni á störf og stefnu ríkisstjórnar- innar, einkum í efnahagsmálum. Innan flokksins vex þeirri skoðun fylgi að rjúfa beri þing og efna til kosninga. Megin- niðurstaða fundarins var að meira yrði skorið niður í fjár- lagafrumvarpinu, en ríkisstjórnin hafði tilkynnt rúmri viku áður að samkomulag hefði náðst um fjárlagafrumvarp. DV / skoðanakönnun um fylgi flokkanna: 41,8% óákveðin Samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði um helgina hefur Alþýðuflokkurinn misst forskotið sem hann hafði fram yfir Framsókn og Alþýðubandalag. Þessir þrir flokkar mega heita jafnir að fylgi. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag vinna á en 41,8% eru óákveðin eftir stjórnmálalognmollu sumarsins. Fylgi Bandalags jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista minnkar örlítið miðað við síðustu könnun, og Flokkur mannsins er á blaði með 1% fylgi. Óvíst með bvaða hætti greiðslujöfnun lána verður háttað Framlengdur umsóknarfrestur á greiðslujöfnun húsnæðis- lána rann út 30. sept. Alls hafa nú borist um 700 umsóknir. Enn vantar þó Húsnæðisstofnun allar forsendur fyrir út- reikningum á greiðslujöfnun frá félagsmálaráðherra og hef- ur það gert starfsfólki hennar mjög erfitt fyrir að gefa al- menningi skýra mynd af því hvaða áhrif greiðslujöfnun húsnæðislána hafi á greiðslubyrði lántakenda. Því hafa mun færri sótt um greiðslujöfnun en reiknað hafði verið með. Sjóvá kaupir hlut ríkisins í Eimskip A mánudagskvöld varð Sjóvá stærsti einstaki hluthafinn í Eimskipafélagi íslands hf. er tryggingafélagið keypti hluta- bréf ríkissjóðs í Eimskip fyrir 48 milljónir og 360 þúsund krónur á núvirði. Það er 10,9-falt nafnverö en Einar Sveins- son framkvæmdastjóri Sjóvár metur kaupin svo að þegar bréfin hafi verið greidd að fullu eftir tíu ár væru þau keypt á um fjórföldu nafnverði. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra kveðst mjög ánægður með sölu bréfanna. Engin kennsla í mörgum greinum Kennsla fellur niður í ýmsum greinum vegna kennara- skorts í mörgum skólum landsins. Aðallega er um listgrein- ar að ræða. Þá þarf að fella niður heimilisfræði viða í Reykja- vík og á Reykjanesi og víða vantar sér- og hjálparkennara. Þá hefur í fyrsta sinn í langan tíma reynst erfitt að fá rétt- indakennara í Reykjavík og erfiðlegar hefur gengið að manna skólana en nokkru sinni fyrr. Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri Suðurlands, telur að lögfesta beri starfsheiti kennara hið fyrsta og hækka laun þeirra til að stöðva þann flótta úr stóttinni sem nú er. Nýtt verfl á síld og loðnu Á mánudag var samþykkt i Verðlagsráði sjávarútvegsins nýtt lágmarksverð fyrir síld og loðnu með atkvæðum selj- enda og oddamanns gegn atkvæðum kaúpenda. Þessi verð- lagning er með allt öðrum hætti en verðlagning á öðrum fiski og stjórnast fyrst og fremst af mörkuðum erlendis. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, telur að miðað við aðstæður hefði ekki verið hægt að ná hærra verði en þarna náðist. Barnaheimilið Sólbrekka brann Mikið tjón varð er barnaheimilið Sólbrekka við Suðurströnd á Seltjarnarnesi brann á þriðjudagsmorgun. Er húsnæðið talið nánast ónýtt. Engin slys urðu á mönnum. Orðin hommi og lesbía bönnufl Á fundi í útvarpsráði á föstudag var fjallað um auglýsingar frá Samtökunum ’78. Meirihlutinn tók afstöðu gegn auglýs- ingum þar sem orðin hommi og lesbía eru notuð á þeirri for- sendu að þau væru ekki nógu íslensk. Ingibjörg Hafstað, Kvennaframboði, lét bóka að hún teldi að með þessari ákvörðun hefði útvarpsráð framið mannréttindabrot með því að banna hommum og lesbíum að auglýsa undir eigin nafni. Jón Páll stefnir ÍSÍ Jón Páll Sigmarsson aflraunamaður hefur stefnt Iþrótta- sambandi íslands fyrir að dæma sig í keppnisbann fyrr á þessu ári. Dómkrafan er sú að meðferð ÍSÍ á máli hans verði gerð ómerk og óhlutgengisúrskurðurinn ógiltur. Þá hefur Jón PáU í hyggju að stefna ÍSÍ fyrir ærumeiðingar. Fréttapunktar • Rafiðnaðarskóli hefur verið stofnaður til að koma til móts við auknar kröfur um endurmenntun rafvirkja og rafeinda- virkja. • 1. október hækkuðu öll laun hjá ASÍ og BSRB um 4,5% og sama hækkun varð á öllum bótum almannatrygginga. • Samkvæmt nýsettum bráðabirgðalögum hækkaði bensín um H,5% 1. okt. • Frammarinn Ómar Torfason hlaut „Gullskó Adidas" sem markahæsti leikmaður íslandsmótsins í knattspyrnu árið 1985. • 38 ára gamall framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis í Reykjavík hefur viðurkennt að hafa svikið 8 milljónir króna út úr Innkaupastofnun ríkisins með því að falsa ávísanir sem hann fékk sem greiðslur vegna byggingar sundlaugar við Grensásdeild Borgarspítalans í Reykjavík. • Hafskip hefur í sumar selt tvö af elstu skipum sínum, Langá og Laxá, fyrir samtals um 19 milljónir króna. STEFNIR I HÖRKUSLAG — BORGARFULLTRÚUM FÆKKAR OG ÞARMEÐ /fÖRUGGUM/7 SÆTUM eftir Guðmund Árna Stefónsson ■■^^■■■■■■^^■■■■^^^■■■■■^■^^^HHBMHB^^^HBBBBHHBMH Það eru sveitarstjórnakosningar að vori. Eins og fyrri daginn beinast sjónir manna einkum að Reykjavík- urborg í því sambandi, enda virðist það óneitanleg staðreynd að þróun mála fyrir borgarstjórnarkosning- arnar hefur veruleg áhrif á niður- stöður kosninga í öðrum kaupstöð- um landsins, þá einkum og sérílagi í nágrannabyggðarlögum höfuð- borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn endur- heimti meirihluta sinn í Reykjavík í síðustu kosningum — 1982. Hann gerði betur en að ná naumum meiri- hluta, þ.e. 11 fulltrúum af 21, fékk heila tólf borgarfulltrúa og þannig. ríflegan meirihluta. Það er erfitt að spá um stöðu mála nú, enda 8 mánuðir í kosningar. Hins vegar eru sjálfstæðismenn mjög bjartsýnir og treysta á mátt Davíðs Oddssonar borgarstjóra, sem hefur verið mjög áberandi það sem af er kjörtímabilinu. Svo áber- andi að sumum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hefur þótt nóg um og talið hann skyggja um of á aðra fulltrúa flokksins í borgar- stjórnarmálunum. En almennt er þó talið að þessi miðstýring Davíðs í borgarstjórnarmáium hafi skilað sér þannig, að staða Sjálfstæðisflokks- ins í borginni sé um þessar mundir nokkuð sterk. Sjálfstæðisflokkurinn virðist samstiga á sama tíma og ýmsir erfiðleikar hafa steðjað að hjá minnihlutaflokkunum. Þeir hafa ekki megnað að standa saman sem ein órofa heild í andstöðu við meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins og innan sumra minnihlutaflokkanna sjálfra hefur einhugurinn ef til vill ekki ver- ið nægur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar þar til kjördagur næsta vor rennur upp. Kosningabaráttan kem- ur til með að ráða miklu og ýmsir eru þeirrar skoðunar að þegar út í slaginn komi, þá verði það í senn veikleiki og styrkleiki Sjálfstæðis- flokksins að hafa einn óumdeildan og máttugan foringja, þar sem Davíð Oddsson er. Styrkleiki vegna þess að Davíð getur upp á sitt eins- dæmi tekið af skarið hvað varðar ákvörðunartöku og afstöðu til ein- stakra mála, á sama tíma og for- ingjar annarra flokka hafa ekki nándar nærri jafn víðtækt umboð til að taka hiklaust og ákveðið á mál- um. En hinn „sterki leiðtogi" getur líka orsakað það, að aðrir frambjóð- endur falli um of í skuggann — hreinlega gleymist kjósendum. Og það óttast ýmsir sjálfstæðismenn að geti gerst í borgarstjórnarkosning- unum að vori, þegar baráttan í fjöl- miðlum og á götum úti fer í fullan gang. Davíð geti vitanlega ekki ver- ið alls staðar, en kjósendur og hugs- anlegir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins geri sig ekki ánægða með neitt annað en Davíð. Það geti gert kosningabaráttuna, og þá sérstak- lega hin beinu tengsl við kjósendur fyrir kosningar, dálítið erfiða. Burtséð frá hugsanlegum kosn- ingaúrslitum að vori, þá er fyrir- liggjandi að nokkrir sitjandi borgar- fulltrúar munu ekki ná endurkjöri. Ástæðan er einfaldlega sú, að borg- arfulltrúum fækkar um sex — úr 21 í 15 — í næstu kosningum. Sú fækk- un var samþykkt með atkvæðum sjálfstæðismanna. Þetta þýðir, að 8 borgarfulltrúar duga til meirihluta í borgarstjórn. Nú er staðan sú, að sjálfstæðismenn hafa 12 fulltrúa, en minnihlutaflokk- arnir samtals 9. Það er óhætt að slá því föstu að borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins munu vera á bilinu 7—9, mögulega tíu, ef minnihluta- flokkarnir stæðu með eindæmum illa að kosningaundirbúningi og framboðum sínum. Allt að einu munu einhverjir þeir sitja úti í kuld- anum sem nú verma borgarstjórn- arstóla. Margir kallaðir Og ef litið er til Sjálfstæðisflokks- ins sérstaklega, þá eru forkosningar, eða prófkjör, innan seilingar. Próf- kjörsdagar verða að öllum líkindum 23. og 24. nóvember. Og eins og áð- ur eru margir kallaðir en fáir útvald- ir. Ennþá er ekki afráðið hverjar prófkjörsreglur verða, en öll þróun virðist í þá átt, að þrengja prófkjörin fremur en víkka þau út. Galopin prófkjör eru hverfandi hjá Sjálfstæð- isflokknum. Samþykkt miðstjórnar flokksins ekki alls fyrir löngu var stimpillinn á þá þróun. Hins vegar getur fulltrúaráðið ákveðið nánar um prófkjörstilhögun. Þær þrjár leiðir sem til greina koma varðandi þátttökurétt eru eftirfarandi: 1. Að- eins fyrir flokksbundna. 2. Fólk get- ur skráð sig í flokkinn fram á próf- kjörsdaga og þannig öðlast þátt- tökurétt. 3. Fólk getur sérstaklega skráð sig í prófkjörið og undirritað í leiðinni stuðningsyfirlýsingu við flokkinn, án þess þó að ganga í hann. Viðmælendur Helgarpóstsins töldu það ekki skipta sköpum um niðurstöður prófkjörsins hver þess- ara þriggja leiða yrði ofan á. Að vísu gæti það breytt nokkuð röð fram- bjóðenda innbyrðis, en hvað varðar möguleika nýliða inn á listann, nýrra stjarna utan af götu, þá myndi opið, hálfopið eða lokað prófkjör ekki breyta þeirri staðreynd að möguleikar nýrra andlita eru litlir sem engir, sérstaklega við þessar aðstæður, þar sem öruggum sætum á listanum fækkar um þrjú til fimm. Allir meö Eftir því sem best verður séð, virð- ast allir núverandi borgarfulltrúar flokksins vilja halda áfram. Raddir voru uppi um það á tímabili, að íngi- björg Rafnar hygðist draga sig í hlé, en talið er að af því verði ekki. Meira að segja Albert Gudmundsson ætlar að prófa mátt sinn og megin í borg- arstjórnarprófkjörinu og er mikill spenningur ríkjandi varðandi út- komu hans, ekki aðeins innan Sjálf- stæðisflokksins, heldur einnig í öðr- um flokkum. Það er ekki á hverjum degi sem starfandi fjármálaráðherra leggur höfuð sitt að veði í prófkjöri fyrir sveitarstjórnaframboð. En ef litið er á stöðu einstakra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og möguleika þeirra á „öruggu" sæti á lista flokksins, þá horfir myndin þannig við, eftir víðtækar athuganir Helgarpóstsins innan sem utan Sjálfstæðisflokksins: Davíd Oddsson verður í fyrsta sæti eftir sem áður og hlýtur mjög góða kosningu, að mati allra við- mælenda HP. Aðrir sem sterkt standa að mati kunnugra, eru menn eins og Magn- Hætta — Ifklega Páll Gfslason Ragnar Júlfusson Ingibjörg Rafnar 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.