Helgarpósturinn - 03.10.1985, Side 4

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Side 4
Fréttaskýring um Hafskipsmálið 4 mánuðum síðar: SAMEININ6 EIMSKIPS 06 HAFSKIPS ÚT í HÖTT Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips: Áttum viðræður við Hafskipsmenn um Norður-Atlantshafssiglingarnar Að undanförnu hafa menn velt talsvert vöngum yfir framtíð Haf- skips hf. Því hefur verið haldið fram, að í uppsiglingu sé sameining fyrir- tækisins og Eimskipafélagsins. Hördur Sigurgestsson forstjóri Eim- skips vísar sameiningarhugmynd- um á bug og einn heimildarmanna Helgarpóstsins, sem þekkir til starf- semi beggja fyrirtækjanna segir: „Sameining er út í hött.“ Meðal Eimskipsmanna er niður- staðan klár. Sameining kemur ekki til greina. Hjá Hafskip skiptast menn hins vegar í nokkra hópa, en þó einkum tvo: Annars vegar þá, sem vilja gera allt til þess að ná fram einhvers konar samstarfi eða sam- vinnu, og svo hins vegar þá, sem telja, að „skollaleiknum'1 verði ekki haldið áfram og um aðeins eitt sé að ræða hjá félaginu núna, nefnilega að leyfa því að fara á hausinn. Stjórnendur fyrirtækisins vilja klóra í bakkann, en áhrifamiklir hluthafar segja, að tími sé kominn til þess að hætta þessari rándýru leiksýningu, sem felst í því að halda líkinu volgu. Nái þessi hópur sínu fram er jafn- framt gert ráð fyrir því, að allir for- ráðamenn fyrirtækisins verði látnir fara án miskunnar og eru í þessum hópi Björgólfur Gudmundsson for- stjóri, Ragnar Kjartansson stjórnar- formaður, Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri markaðssviðs, Sigurþór Gudmundsson bókari, Baldvin Berndsen, Hafskip-USA, Porvaldur Björnsson hægri hönd forstjóra og fleiri. Tæpt hefur verið á hugmyndum um, að haldið verði í t.d. flutningamiðlunarfyrirtækið Cosmos í New York og í Evrópu en það þykir mönnum heldur ekki fýsi- legt, þar sem rekstur þess gengur ekkert of vel og talsverðar skuldir hvíla á fyrirtækinu. Hins vegar gæti þetta orðið leið til þess að koma í veg fyrir meiri háttar „hallarbylt- ingu" í fyrirtækinu. Yfirborðið myndi síður gárast. I ár hefur reksturinn gengið illa og spá forstjórans um „bezta ár í sögu félagsins" liggur nú þegar kylliflöt. Út á við bera forsprakkar Hafskips sig vel. Segja, eins og aðrir í þessari atvinnugrein, að þetta séu erfiðir tímar, en samt gangi þetta þokka- lega. Þessu trúa fáir. I sjálfu fyrirtækinu ríkir mikil óvissa á meðal starfsmanna um framtíð sína og sérstaklega er farið að bera á áhyggjum hjá starfsmönn- um, sem hafa unnið hjá fyrirtækinu árum saman. Þessir starfsmenn fá lítið að vita um reksturinn og verður að gera ráð fyrir því, að stjórnendur Hafskips geri starfsmönnum grein fyrir stöðu mála á næstunni með yf- irlýsingu eða öðrum hætti. SKIPIN SELD LANGT UNDIR MATI Fram til þessa hafa starfsmenn heyrt vangaveltur manna úti í bæ um sameiningu við Eimskip eða samstarf, eða þá hrun fyrirtækisins. Þegar er búið að selja tvö skip fé- lagsins, Laxá og Langá, fyrir 19 milljónir króna en samkvæmt sjálf- stæðu mati, sem HP varð sér úti um í sumar, voru skipin metin á rúma 31 milljón. Mismunurinn er heilar tólf milljónir króna í mínus fyrir Haf- 4 HELGARPÓSTURINN skip. Þá herma staðfestar fregnir, að uppi séu áform um að selja að minnsta kosti eitt „Fred Olsen skip- anna" svokölluðu, en hvert þeirra (eru 3 talsins) er metið á eina og hálfa milljón dollara. Skipamiðlarar hafa komið um borð í erlendum höfnum og skoðað skipin. Hafskips- menn vilja a.m.k. vera við öllu búnir því eigi fyrir alllöngu var áhöfn eins þessara skipa beðin um að hafa vegabréf með sér í siglingu til örygg- is. Kunnugir telja, að brátt verði Haf- skipsflotinn orðinn helmingi minni en hann var. Þessar skipasölur hljóta að vera gerðar í samráði eða samkvæmt skipun Útvegsbankans, en þeim banka skuldar fyrirtækið upphæð á bilinu 500—600 milljónir króna. Þar af vantar bankann veð fyrir upphæð, sem nemur um 230—240 milljónum króna. Því má bæta viö, að samkvæmt heimildum HP hafa viðskipti Haf- skips og Útvegsbankans verið í sér- stakri athugun hjá Seðlabankanum. Þórður Ólafsson í bankaeftirlitinu vildi hvorki neita þessu né játa. En lítum aðeins á sameiningar- hugmyndina. Sagan segir, að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sé mjög áfram um, að Eimskip komi á einhvern hátt inn í það dæmi. í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að fjármálaráðherra var fram að myndun núverandi ríkisstjórnar for- maður bankaráðs Útvegsbankans á sama tíma og hann var formaður stjórnar Hafskips. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins sagði í samtali við Helgarpóstinn, að sameining skipafélaganna tveggja væri ekki á dagskrá núna. Hinu væri ekki að neita, að í þessari atvinnugrein sem öðrum veltu menn stöðugt fyrir sér nýjum möguleikum, hagkvæmni samvinnu, t.d. með hliðsjón af hag- kvæmni stærðarinnar. „En samein- ing Eimskips og Hafskips hefur ekki verið sérstaklega á dagskrá hjá okk- ur,“ sagði Hörður. ENDURSKOÐANDI EIMSKIPS „GÁTTAÐUR" Helgarpóstinum er kunnugt um, að endurskoðandi Eimskips hefur á undanförnum vikum unnið að sér- stakri úttekt á fjárhagsstöðu Haf- skips og mun niðurstaðan vera jafn- vel verri en sagt hefur verið, t.d. hér í Helgarpóstinum. Raunar munu virðulegir endurskoðendur vera „gáttaðir" og segja ársskýrslur Haf- skips fyrir nokkur sl. ár vera bein- Iínis rangar, vísvitandi eða ekki. í þröngum hópi er sagt sem svo, að þessar ársskýrslur líkist meira Rosn- ingaáróðri en alvarlegum skýrslum um fjárhagsstöðu fyrirtækis. Þegar HP bar það undir Hörð Sig- urgestsson hvort ekki væri rétt, að endurskoðandi fyrirtækisins hefði kannað sérstaklega bókhaid Haf- skips, kvað hann það eingöngu hafa verið athugun á stöðu fyrirtækis sem væri í sömu atvinnugrein og Eimskip. Slíkt væri alþekkt. „Við förum alltaf í saumana á reikningum fyrirtækja eins og Haf- skips, en við höfum hins vegar ekki farið í saumana á neinu bókhaldi," sagði Hörður Sigurgestsson. Hörður Sigurgestsson: „Förum alltaf í saumana á reikningum fyrirtækja eins og Hafskips..." HP veit á hinn bóginn, að þessi athugun á Hafskip var víðtæk. Jafn- framt hljótum við að benda á, að þessi sérstaka athugun er enn í gangi, heilum fjórum mánuðum eftir að ársskýrsla Hafskips var lögð fram. Þá beindist hún einnig að und- anfarandi árum og hafa niðurstöð- urnar verið kynntar forstjóra Eim- skips og nánustu samstarfsmönnum hans. Jafnframt hefur þess verið vandlega gætt að ekkert fréttist af þessari athugun. Það er Endurskoð- un hf., sem hefur unnið þetta verk fyrir Eimskip og er Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi tengiliður- inn. Ólafur hefur verið óvenju tíður gestur á skrifstofu Eimskips að undanförnu og eru almennir starfs- menn byrjaðir að pískra um þessa leynd. Hjá Eimskip eru það í mesta lagi fjórir einstaklingar fyrir utan Hörð, sem eitthvað vita hvað er á seyði. Hér verða orð Harðar um alvana- lega athugun á keppinaut ekki dreg- in í efa. Hins vegar bendir margt til þess að fleira búi undir. Sjálfur sagði Hörður við HP, að fyrir nokkru hefðu farið fram viðræður á milli Eimskips og Hafskips um Norður- Atlantshafssiglingarnar (Trans- Atlantic), „en það kom ekkert sér- stakt út úr því. Við sáum satt að segja ekki, að það væri grundvöllur fyrir því að bæta um í þeim rekstri þannig að það væri ávinningur í því.“ Björgólfur Guðmundsson: Hann og fé- lagar hans bera sig vel — en búast má við að til tíðinda dragi. UPPGJÖR Á HAFSKIP BLASIR VIÐ Um upphaf þessara viðræðna sagði Hörður það eitt, að þetta hefði komið upp í samræðum manna. Þarna var stigið fyrsta skrefið í átt til samvinnu, en ef af sameiningu hefði orðið, hefði það kostað Eim- skip yfirtöku á öllum skuldum Haf- skips. Og jafnvel Eimskip hefði ekki ráðið við þær. Fyrst ekki tókst að koma á sam- vinnu, hvað þá sameiningu skipa- félaganna tveggja, virðist aðeins eitt blasa við Hafskip. Það er að fé- lagið verði gert upp. Raunar eru margir undrandi á því, að félagið skuli enn vera í rekstri, fyrirtæki sem skuldar langt umfram eignir. Og sá galli er á gjöf Njarðar, að tím- inn vinnur ekki með Hafskip. Hins vegar má vera, að hann vinni með tilteknum einstaklingum hjá Haf- skip og öðrum, sem tengjast fyrir- lækinu frá fyrri tíð og má þar nefna Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra. Albert Guðmundssyni er í mun að bjarga Hafskip frá því að sökkva vegna afskipta hans af fyrirtækinu og lánafyrirgreiðslum Útvegsbank- ans til þess á sínum tíma, en þær voru ótæpilegar. Sumir ganga svo langt að segja, að pólitísk framtíð fjármálaráðherrans sé í veði. Fari Hafskip á hausinn, eða verði réttara sagt leyft (!) að fara á hausinn, komi upp á yfirborðið staðreyndir um fyrirgreiðslu ráðherrans og fyrrver- andi bankaráðsformannsins, sem taki út yfir allan þjófabáik. Að auki skjótist svo upp á yfirborðið ýmsir göróttir hlutir úr rekstri Hafskips, sem kunni að kalla á sérstaka rann- sókn. Af þessum sökum, meðal annars, vill Albert Guðmundsson leggja allt í sölurnar til þess að málið verði af- greitt á hljóðlátan hátt. Raunar er slík afgreiðsla málsins jafn mikilvæg fyrir Utvegsbankann. PÓLITÍSKUR ÞRÝSTINGUR Á EIMSKIP? En heppilegasta lausnin er úti- lokuð. Hafskip er sokkið og Eimskip vill ekki taka við tætlunum. í umræðum manna á meðal hefur verið talað um það, að talsverður pólitískur þrýstingur sé á Eimskip vegna þessa máls. Raunar varð Eim- skip hinn ímyndaði bjargvættur strax eftir umfjöllun HP um Hafskip snemma í júní. Þá, nokkrum dögum eftir að HP birti greinina um Haf- skip, sem sagði fyrirtækið á hausn- um, sagði fjármálamaður með nef fyrir íslenzkri pólitík við kunningja sinn: „Ég yrði ekkert hissa, ef Hörð- ur yrði, píndur til að kaupa allt batteríið.” Maðurinn átti einfaldlega við að fundin yrði pólitísk lausn á málinu og Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips þyrfti að súpa seyðið af björgunaraðgerðum í þágu stjórnmálamanna, sem hefðu mis- notað herfilega aðstöðu sína í ein- um ríkisbankanna. Við bárum það undir Hörð hvort hann hefði orðið fyrir pólitískum þrýstingi vegna hugmynda um sam- einingu Hafskips og Eimskips og neitaði hann því alfarið. Við tiltókum tvennt, sem nefnt hefur verið í þessu sambandi og er annað niðurfelling á innflutnings- gjöldum vegna kranans mikla í Sundahöfn, og hitt loforð um hækk- un á farmgjöldum. Um kranann sagði Hörður, að sú undanþága hefði fengizt vegna heimildarákvæðis í fjárlögum, sem helgaðist m.a. af því að í nágranna- löndum okkar tíðkaðist ekki að taka toll af hafnarframkvæmdum sem þessum. Eimskip hefði getað flutt kranann inn í pörtum og fengið verkið þá að einhverju leyti stimpl- að sem innlenda framleiðslu og í þriðja lagi hefði heimildarákvæðið ekki gilt einvörðungu um hafnar- krana fyrir Eimskip. „Við teljum þannig, að okkur hafi ekki verið veitt nein sérstök fyrirgreiðsla," sagði Hörður. Um hækkun farmgjalda sagði Hörður, að þau heyrðu undir við- skiptaráðuneytið og verðlagsráð, ekki fjármálaráðuneytið, og raunar hafði ekki verið leitað þangað lengi. „Við teljum óeðlilegt að fá mál af- greidd í stjórnkerfinu með pólitískri fyrirgreiðslu," sagði Hörður Sigur- gestsson. Um sameiningarkenningar og pólitískan þrýsting sagði hann: „Ég er mjög harður á því, að það er eng- inn fótur fyrir neinu af þessu tæi. Það hafa engir slíkir hlutir verið orð- aðir við okkur." Björgólfur forstjóri í ræðustól á fundi árið 1979, þegar hlutafé var aukið f Hafskip og hluthöfum fjölgaði úr 100 manns ( u.þ.b. 500 manns samkvæmt ársskýrslu Hafskips. ieftir Halldór Halldórssonl

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.