Helgarpósturinn - 03.10.1985, Síða 8

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Síða 8
Að selja 500 uppþvottavélar — hratt og vel Áður en lengra er haldið skulum við svona upp á grín gera smá til- raun. ímyndum okkur að við eigum á lager 500 uppþvottavélar, sem við verðleggjum á 25—30 þúsund krón- ur stykkið, og viljum eðlilega koma í aur á sem stystum tíma. Segjum einum mánuði. Hvernig snúum við okkur í því? Við hringjum í fjórar auglýsinga- stofur og biðjum þá að rúlla dæminu upp fyrir okkur; hvar er best að aug- lýsa, til hverra á að höfða og hvað kostar auglýsingaherferðin? En nú verðum við að hafa allan fyrirvara á, því viðmælendur voru krafðir svara einn, tveir og þrír og fengu engan umhugsunarfrest. Það ber því að virða þeim til vorkunnar. Gunnar Steinn Pálsson hjá Aug- lýsingaþjónustunni flækti málið; það er ekki sama hvort um er að ræða nýja tegund á markaðnum eða gamla. Byrjum á þeirri nýju. Gunnar Steinn; „Markhópurinn er konur. Af því þetta er „spontant" sala, byrja ég á því að útiloka tímarit og hægvirka auglýsingamiðla. Það er verið að markaðssetja í fyrsta sinn og ég gef mér því nokkuð frjálsar hendur í kostnaði og auglýsi í blöðum, sjón- varpi og rás 2.“ Snöggsoðin auglýsingaherferð, sem inniheldur 20 sekúndna sjón- varpsauglýsingu og hálfsíðu dag- blaðsauglýsingu, sem allar birtast mörgum sinnum, auk tilheyrandi kynningarþjónustu mundi því kosta tæpar 850 þúsund krónur. En þenn- an kostnað vill Gunnar Steinn lækka snarlega ef um gamla vöru er að ræða, sem hefur verið á mark- aðnum. „Það er um 15 milljónir að ræða; 500 vélar á 30 þúsund. Ég mundi setja 3%, eða 450 þúsund í auglýs- ingar. Þar af 30% í sjónvarp, 30% í dagblöð, 20% í tímarit og loks 20% í rás 2.“ Brjóstvitið dugir Halldór Gudmundsson hjá Aug- lýsingastofu Gísla B. Björnssonar vill auglýsa sömu vöru fyrir 600 þús- und, en þá er ekki gerður greinar- munur á því hvort hér er verið að markaðssetja nýja vöru eða auglýsa tegund sem hefur verið við lýði. í fyrrnefndri upphæð er innifalin 30 sekúndna sjónvarpsauglýsing og 15 birtingar, auglýsingar í útvarpi auk hálfsíðu auglýsingar í Morgunblaði sem birtist þar fjórum sinnum. „Ef allt er með felldu," segir Hall- dór, „ætti að vera hægt að selja þess- ar 500 vélar með svona prógrammi á einum og hálfum mánuði." — 7/7 hverra ertu ad höfda? „Notendahópur uppþvottavéla eru heimili almennt í landinu. Ég get ekki tilgreint nákvæmlega þann markhóp, og þarf í rauninni ekki á því að halda með þessa vöruteg- und.“ I framhaldi af því sagði Halldór að húsmæður alls staðar á landinu hefðu sömu þarfir í þessum efnum. Að markaðssetja þessa vöru á ís- landi væri í raun einfaldara en er- lendis, þó ekki væri nema með tilliti til þess að hér tala allir sama tungu- mál. 8 HELGARPÖSTURINN Þegar Halldór var spurður hvort það þyrfti nokkuð að selja sérstaka ráðgjöf í þessu sambandi, sagði hann: „Ég held að þegar til lengdar læt- ur, dugi mönnum brjóstvit í mark- aðsmálum á íslandi, án þess ég vilji þó gera lítið úr vísindalegum vinnu- brögðum." Og þá erum við sjálfsagt komin að því sem ónefndur kollegi Halldórs orðaði svo: „Á íslandi er þetta svo einfalt. í Ameríku t.d. eru aftur á móti ógurlegar flækjur í markaðs- málum. Þar verður að taka tillit til hvítra og svartra, innflytjenda og stéttaskiptingar, lítilla bæja og stór- borga og vestur- og austurstrandar." >vottavélin nauösynleg — ekki viðbót Áfram með smjörið. Það gengur bærilega að selja þvottavélarnar. Bjarni Dagur Jónsson segist hafa það að leiðarljósi að auglýsingin verði ábatasöm fyrir seljandann. I fljótu bragði gerir hann ráð fyrir 500 þúsund króna auglýsingakostnaði, sem hann ætlar að beina í sjónvarp- ið. Af hverju? „Vegna þess að það sjá langflestir, og það er jafnframt ódýrasti miðill- inn miðað við áhorfendahóp. Ég geri ráð fyrir 30 sekúndna auglýs- ingu og vil sýna hana oft. í þessari auglýsingu vil ég höfða til þeirra sem eru að flytja inn í nýjar íbúðir. En það skiptir öllu máli að verðið og kjörin séu góð; þá taka allir við sér.“ Olafur Ingi Olafsson hjá Svona gerum við hefur hins vegar töluvert aðrar hugmyndir en starfsbræður hans hér á undan. Hann segist nefnilega ekki ætla að auglýsa þvottavélarnar. Hann kýs fremur að selja þær í gegnum byggingaraðila; til þeirra sem annað hvort eru að byggja eða flytja inn í nýjar íbúðir. „Það sem vakir fyrir mér með þessu er að gera uppþvottavélina nauðsynlega inn í eldhúsinnrétting- una, en ekki viðbótarvöru eftir á. Mér dettur til dæmis í hug að selja vélarnar í gegnum arkitekta, verk- fræðinga, þá sem teikna innrétting- ar og jafnvel stóra byggingaraðila. Þessa leið mundi ég vilja athuga gaumgæfilega í stað þess að renna blint í sjóinn og augiýsa í fjölmiðlum í hvelli." Uppskurðurinn heppnaðist — sjúklingurinn dó í samtölum við marga sérfræð- inga í auglýsingabransanum kemur glögglega fram að þeir álíta sjón- varp og Morgunblaðið sterkustu auglýsingamiðlana. Fyrir þetta hafa stofurnar reyndar verið gagnrýnd- ar, og einn viðmælenda okkar segir: „Það er engin tilraun gerð til að ná til markhópa, heldur er einfaldlega hugsað um magnið. í auglýsinga- bransanum virðist það lögmál að ef þú ætlar að ná einhverri virkni, birt- irðu auglýsinguna í Mogga, sjón- varpi og hugsanlega á rás 2. Þessi nærsýni auglýsingastofanna á birt- ingar er ámælisverð. Og til hvers selja þær ráðgjöf um markaðsmál dýrum dómum fyrst málið er svona einfalt?" Davíð Scheving Thorsteinsson kom inn á sjónvarpsauglýsingar í fyrrnefndu spjalli sínu á dögunum og sagði: „Sjónvarpsauglýsingar geta verið tæknilega fullkomnar og glæsilegar, gerðar af yfirburða smekkvísi og kunnáttu og geta orð- ið firna dýrar, en þurfa ekki að selja vöruna neitt að ráði fyrir því — höfða ekki til fólksins, sem er mark- hópurinn. Sem sagt: Uppskurðurinn heppnaðist, en sjúklingurinn dó. Svo er andstæðan: Tæknilega mjög ófullkomnar, jafnvel hálf mis- lukkaðar tæknilega, en hafa feikna áhrif — selja vel. Dæmi: Skúli Axels- son heimsmeistari með Trópícana. Sáralítill kostnaður, illa lýst, tekin í Laugardal — en hreint ótrúleg sölu- aukning. Ríó Tríó-upptakan tók inn- an við klukkustund, engir búningar, engin förðun, engin klipping, ekk- ert handrit, sungu aðeins Ljóma- sönginn, kostaði ekkert. Sprenging í sölu á Ljóma! Besta auglýsing þar sem ég hef átt hlut að máli." Ekkert að aug- lýsingunni — heldur vörunni Auðvitað getur auglýsingaráðgjöf verið misheppnuð, þó ekki sé vitað um alvarlegt dæmi hérlendis. En í útlöndum hefur það hent að sala hafi hreinlega hrunið niður vegna misheppnaðra auglýsinga. Guð hjálpi okkur ef það gerist hér heima. Ríkissjóður, eða öllu heldur við, erum að auglýsa núna fyrir 4 'h milljón í síðari herferð ársins. Þar af eru 1100 þúsund krónur fram- leiðslukostnaður, auglýsingastofan fær 300 þúsund í sinn hlut og af- gangurinn er birtingarkostnaður. Aætlað er að langflestar auglýsing- anna birtist í sjónvarpi og Morgun- blaðinu, eða um 60%. Og hvað er mikið í húfi fyrir ríkissjóð? 6—7 milljarðar á móti 9 milljón króna augíýsingakostnaði. Og stjórn fyrirtækis af stóru gerð- inni sem þarf á andlitslyftingu að halda, jákvæðri ímynd og söluaukn- ingu, lítur gjarnan á nokkrar þétt- skrifaðar leiðbeiningasíður frá aug- lýsingastofu sem frelsandi plagg, jafnvel þó neðsta línan sé 5 milljónir. Og þá er eins gott að þetta skili sér. Hins vegar fræðir einn vel reynd- ur auglýsingamaður okkur á því, að kúnni geti ákaflega sjaldan komið inn á auglýsingastofu og sagt: „Þessi auglýsing var handónýt vegna þess að ég seldi ekki neitt!“ Auglýsinga- stofan getur alltaf varið sig: „Það er ekkert að auglýsingunni, það er bara varan sem gengur ekki í liðið." Eða: „Þetta er fín vara — en bara allt of dýr. . .“ Nú, svo má snúa þessu við: Aug- lýsingastofan getur verið ánægð með auglýsinguna og telur hana auka söluna, en kúnninn segir hins vegar: „Þetta er bara svo fín vara. ..“ Verðlagning langt umfram það eðlilega Það gengur illa að fá upplýsingar um áhrifamátt auglýsinganna í pró- sentum eða tölum. En það er ekkert leyndarmál að mönnum blöskrar oft verðið á þjónustu auglýsinga- stofanna, og stundum er talað um „rán“ en ekki reikning. Samkvæmt upplýsingum HP mun útseldur tími vera á bilinu 800 til 1600 krónur. Þetta bera menn gjarnan saman við aðra þjónustu, svo sem bílaverk- stæði þar sem útseldur tími er 500 krónur. Fyrir um það bil ári hittust menn frá nokkrum fyrirtækjum hér í borg, sem óhætt er að segja að séu stór á auglýsingamarkaðnum, til að ræða sameiginlegt vandamál; kostnað við auglýsingar og þjónustu sem auglýsingastofur selja. Þar á meðal var Þórdur Sverrisson fulltrúi fram- kvœmdastjóra Eimskips: „Við sem þarna vorum, vorum allir sammála um að verðlagningin væri langt umfram það sem eðlilegt var, og bárum þá saman við aðra ráðgjafa sem vinna fyrir okkur, sam- anber verkfræðinga, arkitekta, rekstrarráðgjafa og aðra sem eru í sambærilegum verkefnum. Við ræddum þetta nokkuð ítar- lega okkar á milli, og töluðum síðan hver um sig við sína auglýsinga- stofu, þó ekki væri um beinar að- gerðir að ræða. En mér skilst að þetta hafi vakið talsverðar umræð- ur hjá SÍA, og menn hafi reynt að finna aðrar leiðir til að verðleggja. Ég held að í framhaldi af þessu hafi fyrirtækin dregið verulega úr umfangi þeirra verkefna sem þau létu vinna fyrir sig og héldu að sér höndum í ákveðinn tíma. Og það hefur kannski líka haft áhrif. Menn þurfa sífellt að finna betri samstarfs- grundvöll, en ég er þeirrar skoðun- ar að verðlagning auglýsingastofa sé og hafi verið mjög há.“ Er afsláttar hvergi getið? Gagnrýni á háa verðlagningu auglýsingastofanna svarar Kristín Þorkelsdóttir varaformadur SÍA, Sambands íslenskra auglýsinga- stofa: „Auglýsingar eru tól sem er fram- Halldór Guðmundsson Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar: „Ætti að vera hægt að selja vélarnar á ein- um og hálfum mánuði..." Gunnar Steinn Pálsson Auglýsingaþjón ustunni: „Markhópurinn er konur." Davfð Scheving Thorsteinsson: „Gæði auglýsinga fara ekki eftir verði þeirra og tilkostnaöi — þvert á móti." Bjarni Dagur Jónsson: „Höfða til þeirra sem eru að flytja inn f nýjar fbúðir."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.